Morgunblaðið - 08.11.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.11.2004, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ZONTA INTERNATIONAL sem eru alþjóðasamtök kvenna í áhrifastöðum verður 85 ára 8. nóv- ember. Nafnið er komið úr táknmáli Sioux indíána og stendur fyrir birtu, tryggð, samvinnu, öryggi og réttlæti. Í upphafi voru samtökin, sem eiga upptök sín í Bandaríkjunum, stofnuð að hluta sem mótvægi við karlaklúbba líkt og Lions og Rot- ary, sem þá voru orðnir áberandi í félagslífi áhrifamanna þar. Klúbb- arnir eru starfsgreinatengdir og ekki gert ráð fyrir mörgum konum úr sömu starfsstétt í hverjum klúbbi. Samtökin starfa nú í 67 löndum, með um 1.200 klúbba og 33.000 manns. Ísland var sjöunda landið sem gekk til liðs við hreyfinguna. Helstu markmið  Að allar konur njóti undirstöðu- menntunar, heilbrigðisþjónustu og æðri menntunar til jafns við karla.  Að vinna að útrýmingu hvers kyns mismunar og ofbeldi gagn- vart konum.  Að stuðla að afnámi versl- unar með konur og annarrar skipulagðrar glæpastarfsemi gagn- vart konum Meginmarkmið Zontahreyfing- arinnar er að efla stöðu kvenna hvarvetna í heiminum og starfa samtökin með stofnunum Samein- uðu þjóðanna svo sem UNICEF og UNIFEM. Einkum beina sam- tökin kröftum sínum að konum þriðja heimsins. Helstu ver- keni ZI á al- þjóðavettvangi nú er aðstoð við konur í Bosníu/Herzegovinu og á Indlandi, bar- átta gegn stífkrampa í Nepal og Afganist- an og aðstoð við eyðnismitaðar konur í Nígeríu. Mary Ell- en Bittner, forseti al- þjóðahreyfingar Zonta 2004–2006, hefur sett sam- tökunum það takmark að safna 3,6 milljónum USD á starfstíma sínum til að styrkja stöðu kvenna í hinum ýmsu samfélögum heimsins. Íslenskir Zontaklúbbar Fyrsti íslenski Zontaklúbburinn, Zontaklúbbur Reykjavíkur, var stofnaður 1941, en í dag eru sjö klúbbar starfandi. Tveir klúbbar starfa í Reykjavík: Zontaklúbbur Reykjavíkur og Embla; tveir á Ak- ureyri: Zontaklúbbur Akureyrar og Þórunn hyrna; svo og Sunna í Hafnarfirði, Fjörgyn á Ísafirði og Zontaklúbbur Selfoss á Selfossi. Fundir eru haldnir mánaðarlega yfir veturinn þar sem áhugaverðir fyrirlestrar eru haldnir og rætt um málefni klúbbs og hreyfingar. Ísland er í 13. umdæmi Zonta International ásamt Danmörku, Noregi og Litháen, en Litháen er fyrsta Eystrasaltsríkið sem kom inn í samtökin. Umdæmisstjóri 13. umdæmis næstu tvö árin er frá Íslandi; Ragna Karlsdóttir verkfræðingur úr Emblu. Ísland er 3. svæði um- dæmisins og er svæðisstjóri næstu tvö ár Jósefína Gísladóttir, kaup- maður úr Fjörgyn á Ísafirði. Dögg Pálsdóttir, lögmaður úr Emblu er formaður alþjóða laganefndar Zonta International næstu tvö ár. Íslensk verkefni Íslensku klúbbarnir afla fjár til styrktarverkefna bæði til alþjóða- verkefna á vegum Zonta Inter- national svo og heimaverkefna inn- anlands. Klúbbarnir styrkja einnig erlend verkefni beint í gegnum Hjálparstofnun kirkjunnar og SOS barnahjálp. Á undanförnum árum hafa klúbbarnir þrisvar unnið að sameiginlegum verkefnum. Má þar nefna landssöfnun sem fram fór helgina 7.–8. mars 2003 en þá söfn- uðu Zontaklúbbarnir á Íslandi um 3,5 milljónum króna til styrktar Stígamótum og kvennaathvarfs á Akureyri og var upphæðin ætluð til að vinna gegn mansali á Íslandi. Klúbbarnir styrkja ýmis verk- efni í heimahéraði, svo sem heimili til aðstoðar konum sem eru á bata- leið eftir áfengis- eða efnaneyslu, barnaheimili barna, sem eiga í erf- iðleikum vegna heimilisaðstæðna, aðstoð við fjölskyldur langveikra barna, aðstoð við heyrnarskert börn svo örfá séu nefnd. Zontastyrkir Auk styrkja sem ZI veitir til al- þjóðlegra verkefna veita samtökin styrki til einstaklinga þ.e. náms- styrki til ungra kvenna/stúlkna. Amelia Earhart sjóðurinn veitir námsstyrki til stúlkna í námi í flugverkfræði eða geimvísindum. J.M. Klausman sjóðurinn veitir styrki til stúlkna í viðskiptafræði og YWPA sjóðurinn veitir við- urkenningar til ungra 16–20 ára stúlkna, sem skara framúr í sjálf- boðastarfi. Í ár hlaut Hrefna María Gunnarsdóttir styrk úr Amelia Erhardssjóðnum, en hún stundar framhaldsnám í geimvísindum við Stanford-háskóla í Bandaríkj- unum. Hafdís Sunna Hermannsdóttir, sem starfað hefur mikið að sam- félagsmálum, hlaut styrk úr YWPA (Young Women in Public Affairs) sjóðnum. Henni veittst sá heiður að vera ein fimm umsækj- enda sem hlutu sérstakan styrk frá alþjóðastjórninni. Á heimasíðu Zontasambands Ís- lands www.zonta.is eru nánari upplýsingar um starfsemina. Sjá ennfremur www.zonta.org og www.zontadistrict13.org. Jósefína Gísladóttir og Ragna Karlsdóttir fjalla um Zonta- hreyfinguna ’Meginmarkmið Zonta-hreyfingarinnar er að efla stöðu kvenna hvar- vetna í heiminum og starfa samtökin með stofnunum Sameinuðu þjóðanna.‘ Ragna Karlsdóttir Jósefína er svæðisstjóri Íslands. Ragna er umdæmisstjóri 13. um- dæmis (Ísland, Danmörk, Noregur, Litháen). Jósefína Gísladóttir Zonta International 85 ára NÚ GET ég ekki orða bundist. Mér finnst ég bókstaflega skyld- ugur sem borgari þessa lands að tjá mig um aðstöðu Þórólfs, núver- andi borgarstjóra, sem ég þekki þó ekkert persónulega. Þegar samviskusamt fólk ræður sig einhvers staðar í vinnu ætlar það að standa sig eins vel og kost- ur er. Ef maður hefur „yfirmann verk- stjóra“ vinnur maður eftir fyr- irskipunum hans, annars er maður bara rekinn án nánari útskýringa þ.e.a.s. í einkageiranum. Svo ein- falt er það. Ef menn hafa fyrir fjölskyldu að sjá hlýtur þeim að vera illa við að vera reknir og standa allt í einu uppi án atvinnu og meðmæla, með þokukennda framtíð fyrir stafni. Í mínum huga hefur Þórólfur borgarstjóri ekkert af sér gert annað en að vinna vinnuna sína eins samviskusamlega og honum var unnt. Hann vann sem milli- stjórnandi hjá olíufélagi og sinnti þeim verkefnum sem forstjórinn krafðist. Það var ekki í verkahring hans að hafa vit fyrir ráðamönnum olíufélaganna. Þórólfur hefur hins vegar sýnt óvenjulega hæfni í mannlegum samskiptum og að geta unnið eftir samþykktum til þess ráðinna og kjörinna stjórna, ekki síst eftir að hann var ráðinn sem borgarstjóri. Það er sjaldgæft að finna jafn- einlægt, hreinskiptið og réttlátt eintak af tegundinni „homo sapiens“ og Þórólf, mann án yfir- lætis, hroka og valdagræðgi, sem viðurkennir jafnframt opinberlega að hafa gert þau svonefndu mistök að segja ekki „yfirmanni sínum skipstjóranum til syndanna og stökkva fyrir borð í miðjum veiði- túr út í ólgandi brim atvinnuleys- isins og óvissunnar“. Hefðir þú gert það, lesandi góður? Fjölskyldumenn með ábyrgð- artilfinningu hefðu allavega þurft að hugsa sig vel um áður. Þórólfur þorir greinilega að vera til, þorir að takast á við verkefnin og leysa þau, þorir að vera einlæg- ur og hreinskilinn, þorir að við- urkenna mistök sín og breyskleika. Það er meira en hægt er að segja um flesta aðra sem baða sig í sviðsljósinu. Og að lokum Erum við ennþá að drepa sendi- boðana? Ráðumst við frekar á þann sem sleikti frímerkið sem límt var á hryðjuverkaskip- unarbréfið en þann sem átti hug- myndina og ritaði fyrirskipunina? Heill sé þér, Þórólfur Þú hefur staðið þig betur en flestir aðrir borgarstjórar og átt örugg- lega stuðning margra borgarbúa vísan, svo framarlega sem þú bind- ur ekki víðsýni þína og réttlæti á klafa stjórnmálaflokkanna. STEFÁN AÐALSTEINSSON, Melgerði 24, 108 Reykjavík. Réttlæti, skylda og ábyrgð óskast Frá Stefáni Aðalsteinssyni: Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Gunnlaugur Jónsson: „Sú stað- reynd að stúlkan á um sárt að binda má ekki valda því að rangar fullyrðingar hennar verði að við- teknum sannindum.“ Ólafur F. Magnússon: „Sigurinn í Eyjabakkamálinu sýnir að um- hverfisverndarsinnar á Íslandi geta náð miklum árangri með hug- rekki og þverpólitískri samstöðu.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Vilj- um við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluaðferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerðar- menn til að lesa sjómannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamn- ingana.“ Sveinn Aðalsteinsson: „Nýjasta útspil Landsvirkjunar og Alcoa er að lýsa því yfir að Kárahnjúka- virkjun, álbræðslan í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálfbærar“!“ Hafsteinn Hjaltason: „Landa- kröfumenn hafa engar heimildir fyrir því, að Kjölur sé þeirra eign- arland, eða eignarland Biskups- tungna- og Svínavatnshreppa.“ María Th. Jónsdóttir: „Á landinu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nemendur með, nema síður sé.“ Á mbl.is Aðsendar greinar            ! "#$ %& &'&( ) & *  +), )-- +&-&                           ! " #   $ $! $  % &$ '() ) BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.