Morgunblaðið - 08.11.2004, Side 24

Morgunblaðið - 08.11.2004, Side 24
Tæplega tvö hundruð manns mættu á samráðsfundi í gólfskála O voru kynntar. Ný hugmynd að aðalskipulagi verður kynnt bæjarb vinnunni hafi komið á óvart svar- ar Ásdís Halla því játandi. „Það voru ákveðnir þættir sem komu upp í hópavinnunni sem höfðu kannski ekki verið eins ofarlega á baugi hjá okkur. Meðal þeirra hluta má nefna áhuga fólks á því að vernda betur skógræktina í norðanverðu holtinu og þá skoðun að í tengslum við verndun kring- um Urriðavatn verði einnig að tryggja gott aðgengi áhugasamra íbúa að vatninu á tilteknum stöð- um til útivistar.“ Ásdís Ha ir að afar ánægjulegt hafi upplifa það að einstakling komu með ólík sjónarmið fundinn hafi getað unnið s hópum, séð hlutina út frá arhóli hver annars og síða vel kynnt einhvers konar inlega niðurstöðu og skilg ákveðna forgangsröðun. Að sögn Ásdísar Höllu h ur íslenskra sérfræðinga, starfi við breska skipulags Vilja hafa áhrif á m M argt var um mann- inn á samráðs- fundi sem fram fór í golfskála Oddfellowa sl. laugardag þar sem íbúum Garða- bæjar voru kynntar hugmyndir að breyttu aðalskipulagi fyrir Urriðaholt. Að sögn Ásdísar Höllu Bragadóttur, bæjarstjóra í Garðabæ, var fundurinn óvenju fjölmennur. „Miðað við það að við vorum bara að taka fyrir eitt hverfi í Garðabæ þá var alveg frábært að sjá tæplega tvö hundr- uð manns mæta. Það er greinilegt að íbúar eru sífellt betur að átta sig á því hversu skemmtilegt og frábært tækifæri það er að fá að vera með í að móta hverfi strax á fyrstu stigum þess. Satt að segja fór mætingin fram úr okkar björtustu vonum og þurftum við að gera ráðstafanir til að geta tekið á móti öllu þessu áhuga- sama fólki,“ segir Ásdís Halla og nefnir sem dæmi að panta hafi þurft aukarútur til að pláss væri fyrir alla í sérstakri kynnisferð sem farin var um svæðið. Á kynningarfundinum var fyrsta hugmyndin að aðal- skipulaginu kynnt og fræðingar ræddu m.a. um fuglalífið á svæð- inu og hvað hafa þyrfti að leið- arljósi þegar samþætta ætti byggð og umhverfi. Einnig kynnti Hallgrímur Helgason hugmyndir um nafngift á hverfinu og götum þess, en hugmynd Hallgríms er að nefna svæðið Dalina, en í því felst sú hugmynd að götuheitin endi öll á -dalur eða -dalir. Ásdís Halla segir þessa nafngift í sam- ræmi við mörg örnefni sem finna má á þessu svæði. Í framhaldinu af kynningarfundinum sjálfum skiptust fundarmenn í vinnuhópa þar sem unnið var með áður framkomnar upplýsingar. Meðal þess sem hóparnir veltu fyrir sér var hvernig verslunarhverfið gæti litið út, hvernig háskólasamfé- lagið gæti tengst bæði íbúð- arbyggðinni og þekkingarfyr- irtækjum, hvernig nýja hverfið tengdist öðrum hverfum í Garða- bæ, auk þess sem sérstakur hóp- ur fjallaði um umhverfið og nátt- úruvernd. Spurð hvort eitthvað í hópa- 24 MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þetta er svo sannarlega íslenski lamba-dagurinn,“ segir ung og óðamála hús-móðir við blaðamann meðan af-greiðslumaður í kjötborði Whole Foods Market pakkar inn tveimur íslenskum lambalær- um. „Ég er með matarboð fyrir átta í kvöld og kom hingað til að kaupa nýsjálenskt læri en þá fékk ég að bragða á þessu íslenska og féll alveg fyrir því.“ Bakvið hana standa kokkarnir Siggi Hall og Hilmar B. Jónsson og sneiða steik í gesti þessarar glæsilegu matvöruverslunar, sem oft er sögð sú besta í Bandaríkjunum; eftirlætis versl- un þeirra frægu og efnamiklu. Siggi Hall kemur nú til okkar og fer að gefa konunni góð ráð um hvernig best sé að matreiða lambið. Hún skrifar niður uppskriftir og hefur margs að spyrja. Á sama tíma streyma gestir að borðinu hjá Hilm- ari, stinga uppí sig kjötbitum og einn maður seg- ir með sterkri áherslu: „Þetta er LANGbesta lamb sem ég hef bragðað.“ Og skömmu síðar kemur að hinni kunni sjónvarpsfréttamaður Pet- er Jenning og tryggir sér eitt lambalæri. Til hliðar við matreiðslumeistarana stendur Jóhann Sigurðarson leikari og deilir út vatni frá Iceland Spring. Whole Foods Market hefur tryggt sér einkarétt á báðum þessum vörumerkj- um í New York, lambinu og vatninu, og gerir verslunin mikið í að kynna hreinleika þessarar norrænu vöru fyrir viðskiptavinunum. Þarna er líka kominn kunnur matreiðslumeistari, Gray Kunz; hann áritar bók eftir sig og mælir með ís- lenska lambakjötinu. Nýr veitingastaður hans, Cafe Gray, er í verslunarmiðstöðinni og án efa einn sá alvinsælasti í borginni. Sala á íslensku lambakjöti til Bandaríkjanna hefur aukist veru- lega á síðustu misserum. Fyrir nokkrum árum var það selt í níu verslanir í landinu, nú er það boðið í meira en 100 verslunum, sem allar leggja áherslu á gæðavöru, og á næsta ári er gert ráð fyrir að þær verði orðnar 190. Það er örtröð í byggingunni. Á torginu við innganginn í verslunarmiðstöðina og á tveimur hæðum þar fyrir ofan, er verið að gefa vatns- flöskur, fólk skráir nöfn sín í happdrætti þar sem Íslandsferð er í vinning og úrvali bæklinga og geisladiska er dreift til áhugasamra; alls um 40.000 bæklingum. Bækur Ólafs Jóhanns Ólafs- sonar sem er með skrifstofu í byggingunni – og bækur um víkinga eru kynntar í bókaversluninni Borders, í BOSE-versluninni eru myndbönd með Fjölsótt Íslands- kynning í New York Á viðamikilli Íslandskynningu í glæsilegustu verslunarmiðstöð New York-borgar, Time-Warner Center, á laugardag, var á milli fjögur og fimm þúsund manns boðið að bragða á lambakjöti og gefnar voru 10.000 flöskur af íslensku vatni. Einar Falur Ingólfsson bragðaði á lambinu og hlýddi á glæsilegan kórsöng.SAMEIGINLEGUR VANDI – SAMEIGINLEG ÁBYRGÐ Ívikunni verða niðurstöður skýrsluNorðurskautsráðsins um hlýnunloftslags á norðurslóðum kynntar á ráðstefnu vísindamanna hér á Ís- landi. Um er að ræða umfangsmestu rannsókn til þessa á áhrifum loftslags- breytinga á lífríkið á norðurslóðum. Alls leggja hátt í 300 fræðimenn eitt- hvað til skýrslunnar. Niðurstöðurnar hafa birzt að hluta til og gefa ekki tilefni til bjartsýni. Því er spáð að meðalhiti muni hækka tvö- falt meira á heimskautssvæðinu en annars staðar á hnettinum. Á næstu öld kunni hitastig að vetrinum að hækka um tíu stig og útbreiðsla hafíss að sumarlagi að minnka um allt að helmingi. Einhverjum á þessum köldu slóðum kann að þykja það notaleg til- hugsun, en í skýrslunni kemur fram að afleiðingarnar geti orðið skelfilegar, t.d. með hækkandi sjávarstöðu og út- rýmingu dýrategunda á borð við hvíta- björninn, og jafnframt óútreiknanleg- ar, t.a.m. hvað varðar áhrif á hafstrauma, sem miklu skipta fyrir bú- setuskilyrði á norðurslóðum. Í skýrslunni kemur fram að út- blæstri gróðurhúsalofttegunda frá far- artækjum, verksmiðjum og heimilum sé að kenna um loftslagsbreytingarnar á norðurslóðum. Veðurfarsbreytingar af mannavöldum séu hvergi meiri en í okkar heimshluta. Bráðnun heim- skautaíssins mun þó hafa áhrif langt út fyrir heimskautssvæðið. Á undanförnum árum hefur mynd- azt samstaða meðal flestra iðnríkja heims, sem enn sem komið er bera ábyrgð á miklum meirihluta útblásturs gróðurhúsalofttegunda, um að grípa verði til aðgerða til að draga úr honum og berjast gegn loftslagsbreytingun- um. Eftir að Rússland staðfesti Kyoto- bókunina við loftslagssamning Sam- einuðu þjóðanna í síðustu viku eiga öll ríki Norðurskautsráðsins aðild að bók- uninni – nema Bandaríkin. Það er þó kaldhæðnislegt, því að það voru bandarísk stjórnvöld, sem áttu hvað stærstan þátt í því á sínum tíma að bókunin varð til. Kerfi framseljan- legra útblásturskvóta, sem Kyoto-bók- unin kveður á um, var sniðið eftir brennisteinslosunarkvótakerfinu, sem komið var á í forsetatíð George Bush eldri, en stjórn Bills Clinton átti stór- an þátt í Kyoto-samkomulaginu, ekki sízt Al Gore, þáverandi varaforseti. Núverandi forseti, George Bush, hafn- aði hins vegar Kyoto-bókuninni. Eftir sigur hans í forsetakosningunum í síð- ustu viku hefur komið fram af hálfu ráðgjafa hans og stuðningsmanna að sú afstaða sé óbreytt. Bush lofaði á sínum tíma að grípa til annarra að- gerða til að draga úr útblæstri gróð- urhúsalofttegunda, en efndirnar hafa látið á sér standa. Í síðustu viku flutti dagblaðið Wash- ington Post þær fréttir að bandarísk stjórnvöld hefðu jafnvel beitt sér til þess að í áðurnefndri skýrslu Norð- urskautsráðsins yrði ekki að finna neinar ákveðnar tillögur um aðgerðir til að bregðast við þeirri hættu, sem þessum heimshluta stafar af loftslags- breytingum. Áður hafði komið fram að Bandaríkin hefðu lagzt gegn því að skýrslan yrði gefin út fyrr en eftir for- setakosningarnar. Seinna í mánuðinum verður haldinn í Reykjavík fundur utanríkisráðherra Norðurskautsráðsins, þar sem þessi mál verða til umræðu. Ísland fer nú með formennsku í Norðurskauts- ráðinu. Það er mikilvægt að önnur að- ildarríki ráðsins útskýri fyrir Banda- ríkjunum að afstaða þeirra sé óviðunandi. Bandaríkin bera ábyrgð á fjórðungi útblásturs gróðurhúsaloft- tegunda í heiminum. Hlýnun loftslags af völdum gróðurhúsaáhrifanna er sameiginlegt vandamál ríkja heims, ekki sízt Norðurskautsríkjanna. Sam- eiginleg vandamál krefjast sameigin- legra lausna. Voldugasta ríki heims getur ekki skorazt undan ábyrgð sinni. VANDI DEMÓKRATA Bandarískir demókratar eru flestir íöngum sínum eftir ófarirnar í kosningunum á þriðjudag og sjá margir fram á langa pólitíska eyðimerkur- göngu ef fram heldur sem horfir. Ekki var nóg með að demókratar biðu ósigur, George Bush fékk þremur milljónum atkvæða meira en John Kerry og styrkti í ofanálag stöðu sína á þingi. Andrei Cherny, einn ráðgjafi Johns Kerrys, segir að mikið sé að: „Við töp- uðum árið 2000 á tímum friðar og vel- sældar í bandarískri sögu. Árið 2004 töpum við sem áskorendur þrátt fyrir gríðarlegt tap á atvinnu og stríð sem var farið út í á fölskum forsendum. Við hefð- um átt að vinna.“ Nokkuð er um það að Kerry sé gagn- rýndur fyrir það að hafa ekki verið nógu öflugur frambjóðandi og sagt er að kosningabarátta hans hafi verið tilvilj- unarkennd, en fréttaskýrendur hafa bent á að þær raddir séu mjög lágværar núna miðað við þá hörðu gagnrýni, sem kom fram þegar Al Gore tapaði fyrir fjórum árum og Michael Dukakis tapaði árið 1988. Eftir viðbrögðum forustumanna flokksins að dæma má búast við að nú taki við endurmat á stefnu flokksins og jafnframt mun nú hefjast leit að nýjum leiðtoga. Mikið er um það rætt að flokkurinn hafi misst samband við almenna kjós- endur, en einnig hafi andstæðingunum tekist að skilgreina demókrata sem flokk án gildismats og uppsprettu ým- issa vandamála, þótt hann hafi ekki einu sinni verið við völd undanfarin fjögur ár. Kosningabarátta Bush og Kerrys var mjög hatrömm og talað er um að banda- ríska þjóðin sé klofin. Mjög hefur verið rætt um það að Bush þurfi nú að fara leið sátta en ekki sundurlyndis. Demó- krötum verður ekki mikið ágengt nema þeir rétti einnig fram sáttahönd. Þeir eiga ekki annars kost ætli þeir að gera sig gildandi næstu fjögur árin, þótt ekki sé þar með sagt að þeir eigi að liggja flatir fyrir andstæðingum sínum. Þegar öðru kjörtímabili Bush lýkur árið 2008 mun repúblikani hafa setið á forseta- stóli í 28 ár, en demókrati 12 ár frá því að Richard Nixon var kosinn árið 1968. Sumir halda því fram að upp sé komin sú staða að demókratar geti ekki unnið nema við mjög óvenjulegar aðstæður. Næstu fjögur ár munu demókratar reyna að brjótast út úr þessari stöðu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.