Morgunblaðið - 08.11.2004, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 31
MINNINGAR
✝ Þorsteinn Frið-riksson fæddist í
Miðvík í Aðalvík 6.
júlí 1906. Hann lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík laugardaginn 30.
október síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Friðrik Finnbogason,
f. 23. mars 1879, d.
29. okt. 1969, og Þór-
unn María Þorbergs-
dóttir, f. 16. sept.
1884, d. 9. mars 1975.
Systkini Þorsteins
voru 16 og af þeim
komust 14 á legg en
þau eru: Finnbogi, f. 1. des. 1901,
d. 9. nóv. 1968, Þórunn María, f. 4.
júní 1905, d. 18. nóv. 1996, Aðal-
heiður Baldey, f. 14. des. 1907, d.
21. okt. 1997, Sigurlaug Herdís, f.
14. ágúst 1909, d. 28. ágúst 1989,
Margrét Sigríður, f. 5. des. 1910,
d. 29. júlí 1968, Jóhann Gunnar, f.
10. maí 1912, d. 23. okt. 2003, Óli
Guðbjartur, f. 14. júlí 1914, d. 14.
nóv. 1942, Aníta, f. 22. ágúst 1915,
d. 17. okt. 1984, Halldór, f. 6. maí
1918, Bjarni Sigurður, f. 28. des.
1920, Dóróþea Kristjana, f. 15.
des. 1921, Þorbergur Kristján, f.
18. okt. 1923 og Guðmunda Magn-
ea, f. 5. jan. 1925.
Þorsteinn kvæntist 20. október
1929 Guðrúnu Laufeyju Árnadótt-
ur frá Aðalvík, f. 13. mars 1909, d.
25. júní 1952. Foreldrar hennar
voru Árni Þorkelsson, f. 31. ágúst
1882, d. 26. ágúst 1963, og kona
hans Anna Kristín Eyjólfsdóttir, f.
17. júlí 1886, d. 22. febr. 1953.
Fóstursonur Þor-
steins og Guðrúnar
Laufeyjar er Ingi
Walter Sigurvins-
son, f. 14. apríl 1940,
kvæntur Steinunni
Lilju Steinarsdóttur,
f. 23. júní 1940, og
eiga þau þrjú börn,
1) Elvar Jóhann, f.
22. nóv. 1961, kvænt-
ur Helgu Hjaltested,
f. 19. nóv. 1962, börn
þeirra eru Gunnar
Ingi, f. 10. maí 1988,
Anna Lilja, f. 1. okt.
1990, og Linda Katr-
ín, f. 11. júlí 1996. 2) Sigrún, f. 29.
júlí 1965, gift Skúla Bjarnasyni, f.
26. jan. 1964, og er þeirra sonur
Daði Snær, f. 29. júní 1988. 3)
Berglind Laufey, f. 29. des. 1973,
gift Stephen A. Cimino.
Þorsteinn stundaði sjómennsku
í nær fjörutíu ár, bæði frá Aðalvík
og Ísafirði, þar til hann fluttist til
Keflavíkur árið 1952, en það ár
fluttu allir íbúar Sléttuhrepps á
brott og Aðalvík lagðist í eyði.
Þorsteinn starfaði í nokkur ár hjá
Varnarliðinu á Keflavíkurflug-
velli en fluttist til Reykjavíkur ár-
ið 1962 og hóf þá störf hjá Fálk-
anum þar sem hann vann í þrjátíu
ár og var kominn vel yfir áttrætt
þegar hann lét af störfum. Þor-
steinn bjó í Hvassaleiti 58 síðustu
árin eða þar til hann flutti á
Hrafnistu í Reykjavík árið 2002.
Útför Þorsteins fer fram frá
Fossvogskirkju i dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Fyrir tæpum þremur vikum sat ég
á rúmstokknum hjá honum afa mín-
um. Hann át súkkulaði og við spjöll-
uðum um veðrið, ferðalagið frá
„ammiríkunni“, og hundana mína.
Áður en ég flaug aftur út var ég stað-
ráðin í því að fara nú og kveðja afa al-
mennilega. Ég truflaði hann í hádeg-
ismatnum. Hann var að borða
fiskibollur en hafði samt tíma til að
spjalla og spurði mig um ferðalagið
og hvenær ég yrði nú komin aftur
heim til mín. Ég kyssti hann bless og
strauk honum um kinnina. Það var í
síðasta skiptið sem ég sá hann. Það
að hafa fengið að kveðja hann, fyrir
bara örfáum dögum, er mér svo mik-
ils virði núna.
Mér finnst samt að ég hafi svikið
hann dálítið … ég var nefnilega búin
að lofa afa því að hann yrði að
minnsta kosti 150 ára og vel það. Ég
var svo sem bara krakki og þótti
sjálfsagt að allir afar myndu lifa að
eilífu, og þessi síhressi Aðalvíkingur
var sko góðs viti. Þessi snjalla áætlun
virkaði hins vegar ekki sem skyldi.
Afi náði því að lifa 98 ár og geri aðrir
betur. Þetta voru ár full af gleði og
sorgum, háska og hættuförum og
ótrúlegt að hugsa sér það að þessi
smávaxni maður skuli hafa gengið í
gegnum svona margt. En 98 ár líða
og afi er bara búinn að fá nóg. Hann
sagðist vera orðinn eins og vönkuð
rolla og ég held að hann hafi verið bú-
inn að ákveða það að hann bara
nennti þessu ekki lengur. Það er
örugglega ekki auðvelt fyrir mann
eins og afa að eldast og geta ekki
lengur gert það sem hann langaði til.
Hann gat ekki lengur dansað við „all-
ar kellingarnar sem voru vitlausar í
hann“ á böllunum, hann fór ekki
lengur í göngutúra eða upp í sum-
arbústað. Hann kvartaði meira að
segja yfir því núna þegar ég var hjá
honum að hann væri orðinn alveg
vindlaus og gæti ekki spilað á munn-
hörpuna sína lengur. Hvað er þá eft-
ir? Hvað meira getur maður beðið
um? Ekki mikið held ég.
Ég held að maður verði bara að
brosa í gegnum tárin, þakka fyrir all-
ar góðu stundirnar sem við áttum
saman, og halda sem lengst í allar
þessar góðu minningar sem eftir sitja
í hjartanu. Ég mun alltaf muna eftir
óhræsis átinu í jólaboðunum, ég mun
muna eftir afa með okkur á Sæbóli í
Aðalvíkinni, afa með nýja rauða hjól-
ið, afa með jólakassann sinn og kon-
fektið og afa með munnhörpuna og
kalladjús í glasi uppi í sumarbústað.
Alveg er ég viss um það að afi er á
góðum stað núna. Svei mér þá ef
hann er ekki bara í róðri einhvers
staðar á trillunni sinni, á lygnum sjó
með fjallasýn og í fallegu veðri.
Þannig vil ég hugsa um hann. Þannig
vil ég kveðja minn eina sanna afa.
Berglind Laufey.
Þegar degi er tekið að halla og vet-
ur nýgenginn í garð hefur afi kvatt
þessa jarðvist eftir langa og við-
burðaríka ævi. Því fer fækkandi fólk-
inu af þessari kynslóð sem þekkti
ekki í sinni æsku þá ofgnótt af lífsins
gæðum sem við búum við í dag enda
þurfti afi, sem var þriðji í röðinni af
17 systkinum, snemma að fara að
vinna fyrir sér og var ekki nema 12
ára þegar hann var farinn að stunda
sjóinn og vinna á við fullorðinn karl-
mann. Hann var lengi til sjós og þær
voru margar sögurnar sem hann átti
frá þeim árum en minnisstæðust er
mér þó sagan sem hann sagði okkur
oft af því þegar hann og skipsfélagar
hans lifðu af strand í mannskaða-
veðri þegar hann var aðeins 18 ára
gamall og þurftu að ganga í frosti og
byl margra kílómetra leið til byggða.
Þegar afi flutti frá sínum æsku-
slóðum, Aðalvíkinni, og kom suður á
mölina vann hann í fyrstu á Keflavík-
urflugvelli en eftir að hann settist að í
Reykjavík fór hann að vinna hjá
Fálkanum og var þar á þönum á lag-
ernum fram undir það að hann varð
85 ára gamall. Þetta var á þeim árum
þegar Fálkinn gaf út hljómplötur og
okkur krökkunum þótti það ekki
slæmt þegar afi kom færandi hendi
með nýjar smáskífur með heitustu
lögunum og ekki voru síðri fínu hjólin
sem afi gaf okkur.
Afi var hagur í höndunum og á
seinni árum smíðaði hann meðal ann-
ars nokkur stór skipslíkön, jafnvel
bara með sjálfskeiðungnum einum
saman, og var fyrirmyndin gamla
trillan hans, Guggan. Hann prjónaði
líka húfur, vettlinga og sokka á okkur
systkinin með heimatilbúnu prjónun-
um sínum og var þar í góðlátlegri
samkeppni við móðurömmu mína
sem var dugleg við prjónaskapinn.
Afi var alltaf léttur og kvikur á fæti
enda gekk hann allt sem hann þurfti
að fara og hafði aldrei tekið bílpróf.
Hann hafði mjög gaman af því að
dansa og spilaði gjarnan á munn-
hörpuna sína í góðra vina hópi og þau
eru ófá afmælin hans á góðum sum-
ardögum í sumarbústað fjölskyld-
unnar þar sem hann lagði til góðar
veitingar og spilaði svo dúndrandi
danslög á munnhörpuna fram á
rauða nótt.
Það eru margar minningar sem
koma upp í hugann á þessari stundu
og kannski er minningin um afa hvað
sterkust tengd jólunum þegar hann
kom færandi hendi á aðfangadag
með kassa af eplum og appelsínum
og nóg af kertum og góðum gjöfum
fyrir alla fjölskylduna. Þessum sið
hélt hann þrátt fyrir að fjölskyldan
stækkaði og langafabörn bættust í
hópinn og alltaf var gott að taka utan
af vel innpökkuðum konfektkassa frá
afa.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Að leiðarlokum biðjum við afa
guðsblessunar þegar hann leggur á
djúpið og þökkum honum allt í gegn-
um árin.
Sigrún og fjölskylda.
Afi var grannur og nettur, léttur á
sér en seigur og kraftmikill, hann var
hertur upp í harðri lífsbaráttu á sín-
um yngri árum norður í Aðalvík á
Hornströndum. Þar sem hann ólst
upp á Látrum, í 17 systkina hópi. Afi
byrjaði fljótlega að vinna. Hann fór í
sinn fyrsta róður 9 ára gamall og
vann á við fullorðinn 12 ára gamall. Á
sjónum kynntist afi neftóbakinu sem
hann skildi aldrei við sig eftir það.
Afi var um tíma vinnumaður á
nærliggjandi bæjum en eignaðist síð-
an sitt eigið hús á Sæbóli þar sem
hann var bóndi bæði til sjós og lands.
Hann var einn af þeim síðustu til
þess að bregða búi og yfirgefa Að-
alvíkina.
Leið hans lá til Keflavíkur þar sem
hann vann hjá Varnarliðinu. Eftir
nokkur ár hjá Varnarliðinu fór hann
til Reykjavíkur og hóf störf í Fálk-
anum.
Þar vann hann í 30 ár. Afi átti ekki
bíl og tók aldrei bílpróf, hann fór fót-
gangandi til vinnu sinnar hvern dag.
Afi hafði mjög gaman af því að
dansa og fór á sínum yngri árum
mikið á gömludansana. Í mannfagn-
aði var hann allra manna hressastur
og ef honum fannst vanta upp á stuð-
ið tók hann fram munnhörpuna sína
og hélt uppi fjörinu.
Mörg minningabrot koma upp í
hugann við þessa kveðjustund og
langar mig til að nefna þegar ég fór
með afa ásamt fleirum til Aðalvíkur
að gera upp gamla húsið hans árið
1982, þá var afi 76 ára gamall. Við
fórum með mikið efni og búnað til
verksins með okkur og bera þurfti
alla hluti frá fjörukambi og upp
drjúga brekku heim að húsi. Afi gaf
okkur yngri mönnum ekkert eftir og
vann allan daginn við burð og smíðar
og eldaði gjarnan matinn ofan í okk-
ur að loknum vinnudegi.
Þegar aldur færðist yfir keypti afi
sér íbúð í VR-húsinu við Hvassaleiti.
Þar hélt afi heimili fyrir sig til 95 ára
aldurs. Hann fór allra sinna ferða fót-
gangandi eða í strætó, keypti sjálfur í
matinn og eldaði.
Síðustu árin var hann á Hrafnistu í
Reykjavík. Nokkrum dögum áður en
afi dó hrakaði heilsu hans mikið, lík-
aminn var búinn að gefast upp og afi
vildi fara. Hann varð 98 ára gamall.
Afi safnaði ekki auði og skildi ekki
eftir sig miklar veraldlegar eignir.
Stór er hins vegar fjársjóður minn-
inganna sem hann skildi eftir í hug-
um og hjörtum okkar sem eftir
standa, minning um hjartahlýjan
mann sem bar velferð okkar afa-
barnanna og langafabarnanna sinna
fyrir brjósti, minningin um bjarta
brosið hans og gjafirnar sem hann
færði okkur af litlum efnum en af
stórhug. Minningin er um sjálfstæð-
an og sterkan mann sem ég get verið
stoltur af að kalla afa minn.
Elvar.
Nú fækkar óðum í stórum systk-
inahópi. Nú er Þorsteinn bróðir okk-
ar, sá sem elstur hefur orðið, hniginn
til moldar, 98 ára að aldri. Þar sem
hann var með þeim elstu í hópnum
kynntumst við honum ekki í æsku því
að á þeim tíma fóru allir sem höfðu
aldur til að vinna annars staðar, enda
erum við sem þetta setjum saman
yngst af systkinahópnum. Samt sem
áður kynntumst við Steina vel, þegar
allir voru komnir til manns, og lærð-
um að meta hans góðu kosti. Steini
var einn af hetjum hversdagslífsins,
stundaði sjómennsku á yngri árum
og lenti í mannraunum sem tengdust
þeirri atvinnugrein, enda var fróð-
legt að láta hann segja sér frá lífi sjó-
manna á árum eftir 1920, eins og því
var háttað við Ísafjarðardjúp. Steini
var verkmaður góður, sama hvort
hann vann við smíðar eða vélgæslu,
allt lék í höndum hans. Svo verður að
minnast á hvað hann hafði gaman af
að dansa og sagði hann að það héldi
sér ungum enda stundaði hann það
mikið eftir að hann fluttist í fjöl-
mennið. Síðustu 40 árin vann hann
lengst í Fálkanum í Reykjavík þar
sem hann bjó í eigin íbúð og sá um sig
sjálfur að öllu leyti fram yfir níræð-
isaldur. Eins og við höfum áður nefnt
var Steini mannkostamaður á öllum
sviðum, stóð við það sem hann lofaði
og sagði ekki frá því sem hann lofaði
að þegja yfir og það höfum við alltaf
kunnað að meta í fari hans. Þótt hann
næði svona háum aldri þá spurði
hann um líðan ættingja og vina ein-
um mánuði áður en hann lést, sem
sannar hve andlega heilsan var góð
þó að líkaminn væri að gefa sig.
Blessuð sé minning hans.
F.h. Ystabæjarsystkina,
Guðmunda og Þorbergur.
Látinn er á 99. aldursári ömmu-
bróðir minn Þorsteinn Friðriksson,
verkamaður í Reykjavík. Þorsteinn
fæddist og ólst upp í Aðalvík vestra
og þar bjó hann og starfaði þar til
sveitin lagðist í eyði árið 1952. Hörð
lífsbarátta markaði snemma líf og
lífsviðhorf Steina. Til stóð að koma
honum í fóstur til móðurbróður síns á
Borg í Arnarfirði, og hefur það verið
löng leið fyrir 5 ára snáða að fara
fyrst með smábát norðan úr Aðalvík
til Ísafjarðar og þaðan með strand-
ferðaskipi til Þingeyrar. Ganga síðan
við hlið móður sinnar yfir snarbratta
Hrafnseyrarheiði og inn í botn Arn-
arfjarðar. Farangurinn hefur þó lík-
lega ekki íþyngt þeim mikið á ferða-
laginu og Steini léttur á fót eins og æ
síðan. Ekki undi hann lengi þar
vestra, eða eins og hann orðaði það
sjálfur orgaði hann svo mikið af leið-
indum eftir foreldrum sínum og
systkinum að faðir hans mátti sækja
hann síðar um sumarið. Snemma tók
hann, eins og önnur ungmenni á
þessu harðbýla svæði, þátt í lífs-
björginni til sjós og lands. Sem ungur
maður reri Steini á „stóru“ bátunum
við Djúp, sem þættu ekki stórir í dag
10–20 tonna bátar. Síðar, þegar
Steini var sestur að á Sæbóli, reri
hann á eigin trillu, Guggunni, og
farnaðist vel.
Steini flutti með Laufeyju konu
sinni vestur yfir Aðalvíkina, fyrst í
Skáladal og síðar að Sæbóli þar sem
þau keyptu Móhúsið á Sæbóli. Þar
bjuggu þau til 1952 er Laufey féll frá.
Steini flutti til Keflavíkur þar sem
hann var til sjós og við verkamanna-
vinnu næstu árin. Síðan lá leiðin til
Reykjavíkur þar sem hann starfaði
lengst af hjá Fálkanum hf. og hélt því
starfi fram yfir áttrætt. Ekki var al-
veg sest í helgan stein eftir að föstu
starfi lauk, því Steini var afkastamik-
ill að safna dósum og flöskum í ná-
munda við heimili sitt og þá sér í lagi í
Verzlunarskólanum fram yfir nírætt.
Nægjusemin og nýtnin var honum í
blóð borin eins og eftirfarandi saga
frá árunum á Sæbóli ber vitni um:
Steini hafði ráðið sig sem háseti hjá
Gústa Einarssyni á Jóhönnu, þriggja
tonna dekkaðri trillu, og skyldi róið
frá Hnífsdal. Á leiðinni í verið voru
teknir farþegar og varningur vestur
yfir Djúp og var Jóhanna sigin þegar
lagt var af stað. Meðal farangurs
voru nokkrir mópokar í stíu á dekk-
inu, sem nota skyldi til eldiviðar í ver-
búðinni. Eins og oft vill verða var
slampandi fyrir Ritinn og átti for-
maðurinn fullt í fangi með að halda
trillunni á réttum kili. Þar kom að
hann skipar hásetum sínum að ryðja
dekkið, því mórinn drakk í sig sjó við
ágjöfina og þyngdist því mikið. Steini
tekur fyrsta pokann, leggur hann á
lunninguna og bisar við að leysa frá,
stingur snærinu í vasann og sturtar
úr pokanum í sjóinn. Formaðurinn
hrópar á hann hvort hann ætli ekki
að koma pokunum í sjóinn. Steini
svaraði að bragði á sinn snaggara-
lega hátt: „Hva! Ætlarðu að kasta
pokunum?“ Hann var ekki vanur að
kasta verðmætum. Jóhanna er nú
varðveitt hjá Byggðasafni Vestfjarða
á Ísafirði og er verðugur minnisvarði
um þá sem háðu lífsbaráttuna norður
við ysta haf.
Steini var handlaginn og sjálfum
sér nógur við smíðar og vélaviðgerð-
ir. Það var ekki hægt að sækja við-
gerðir í smiðju ef eitthvað bilaði í
bátavél norður á Hornströndum. Í
ellinni dundaði hann við smíðar og
bjó þá til nokkur falleg bátalíkön,
meðal annars af Guggunni sinni, sem
fylgdi honum til hins síðasta. Hann
gerði við brotin búsáhöld, spengdi
postulínsskálar og diska, svo varla
sást að hefði brotnað. Einnig var
hann vel liðtækur við saumaskap og
breytti fötum ef á þurfti að halda.
Hann lét ekki sitt eftir liggja þegar
afkomendur Þórunnar og Friðriks
byggðu sér sumarbústað á Ystabæ
fyrir rúmum 30 árum. Er öllum sem
komu að þeirri smíði minnisstætt
þegar Steini skoðaði hverja spýtuna
af annarri og þeytti þeim frá sér með
orðunum „það er hvæll á henni“ eða
„þetta er rammhvælótt“. Síðan tölum
við frændur hans ekki um bogna
spýtu.
Síðustu árin var ellin farin að setja
mark sitt á Steina, og dvaldi hann á
Hrafnistu í Reykjavík í nokkur ár,
síðast á nýrri, vel búinni sjúkradeild.
Þar leið honum vel og eru starfsfólki
færðar þakkir fyrir góða umönnun.
Fjölskyldu Inga fóstursonar síns mat
hann mikils og voru afabörnin og
langafabörnin honum kærkomin.
Systkinin og frændfólkið frá Ystabæ
heimsótti Steina á Hrafnistu og hafði
ekki síður ánægju af þeim samskipt-
um en hann sjálfur. Frændurnir
Kristbjörn og Friðrik, sem sýndu
honum mikla ræktarsemi síðustu ár-
in, geta ekki fylgt honum síðasta
spölinn þar sem þeir eru staddir er-
lendis. Kristbjörn náði þó að vera hjá
frænda sínum þegar stundin kom, og
er hann þakklátur fyrir það. Ég og
fjölskylda mín kveðjum þennan
frænda okkar, sem var verðugur
fulltrúi sinnar kynslóðar. Það var
börnunum mínum mikils virði að
þekkja þennan frænda sinn, sem
hafði svo sannarlega lifað tímana
tvenna. Um leið og ég votta aðstand-
endum mína dýpstu samúð, óska ég
frænda mínum Guðs blessunar og
góðrar heimkomu. Ég kveð hann
með orðum hans sjálfs: „Þetta! Þetta
var alltaf farið í gamla daga.“
Guðmundur Kr. Eydal.
ÞORSTEINN
FRIÐRIKSSON
Erfidrykkjur
Salur og veitingar
Félagsheimili KFUM & KFUK
Holtavegi 28, 104 Reykjavík.
Upplýsingar í síma 588 8899.
www.kfum.is
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is