Morgunblaðið - 08.11.2004, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 08.11.2004, Qupperneq 32
32 MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristín Jónsdótt-ir fæddist í Ær- lækjarseli í Öxarfirði hinn 19. dag jan- úarmánaðar árið 1920. Hún andaðist í Reykjavík 1. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hennar voru bændahjón í Ærlækj- arseli, Arnþrúður Grímsdóttir frá Tunguseli í Þistil- firði, f. 8.5. 1890, d. 26.9. 1971, og Jón Björnsson frá Glaumbæ í S-Þing, f. 5.9. 1891, d. 1.10. 1941. Kristín var elst sjö barna þeirra hjóna, en systkini hennar eru: Stefán bóndi í Ærlækjarseli, f. 6.6. 1921, Björn verkstæðismað- ur á Kópaskeri, f. 17.10. 1922, Grímur ráðunautur og bóndi í Ær- lækjarseli, f. 25.8. 1925, d. 26.2. 1995, Karólína bóndi í Ærlækjar- seli, f. 8.7. 1929, Guðrún Margrét húsmóðir í Reykjavík, f. 3.12. 1931, og Kristveig húsmóðir á Akureyri, f. 16.7. 1933. Kristín giftist 10.5. 1945 Einari Braga rithöfundi, og hefur heimili þeirra staðið í Reykjavík ríflega hálfa öld. Börn þeirra eru: 1) Borg- hildur geðlæknir við Landspítal- ann, f. í Lundi í Svíþjóð 24.2. 1946; fyrri maður hennar Viðar Strand svæfingalæknir í Svíþjóð; skildu; dætur þeirra eru: a) Una, doktor í líffræðilegri mannfræði, kennari dóttir hans og Svanhvítar Tryggva- dóttur: Salka, f. 21.7. 1998. Dóttir Jóns Arnarr og Ingunnar Ásdísar- dóttur er Ásdís Gríma, f. 7.12. 1979, við nám í Danmörku. Seinni kona Jóns Arnarr er Elma Hrafnsdóttir húsmóðir, f. 4.2. 1956; dóttir þeirra: Kristín Birta, f. 6.6. 1982, stúdent; dóttir hennar og Sigurðar Samik Davidsen er Sesselja Sól, f. 19.1. 1999. Kristín stundaði nám við héraðs- skólann á Laugum í Reykjadal vet- urna 1937–’38 og 1938–’39; í hús- stjórnarskólanum á Laugum 1943–’44. Faðir hennar var lista- vefari, óf allt sem þurfti til heimilis- ins og margt fyrir aðra, auk þess sem hann leiðbeindi öðrum um vandasaman vefnað. Kristín nam veflistina af föður sínum, síðar í skóla og óf um langan aldur marg- vísleg efni bæði til eigin nota og sölu. Hún var heimavinnandi hús- móðir 1945–’65, en starfaði eftir það við leikskóla í borginni til 1992. Hún var mjög listfeng, mátti heita að allt léki í höndunum á henni; á áttræðisafmæli hennar var efnt til sýningar á 80 kjólum sem hún hafði saumað og dóttir hennar varðveitt, allt frá brúðarkjólum þeirra mæðgna til brúðukjóla á leikföng barna og barnabarna. Hún hafði mikið yndi af myndlist og kvik- myndum, hafði víða ferðast innan- lands sem utan, meðal annars um öll lönd Vestur-Evrópu frá syðsta til nyrsta odda álfunnar og undi sér best í hjarta stórborganna þar sem söfn voru innan seilingar. Í Reykja- vík sótti hún flestar myndlistarsýn- ingar í nærri hálfa öld. Útför Kristínar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. við háskólann í Dur- ham, Englandi, f. í Reykjavík 19.2. 1971; sambýlismaður Paul Jeffrey safnvörður í Oxford. b) Æsa, upplýs- inga- og bókasafns- fræðingur við Mennta- skólann í Reykjavík, f. á Akureyri 20.10. 1972; eiginmaður Jóhannes Skúlason kennari; börn þeirra eru Eygló, f. 4.5. 2000, og Bragi, f. 11.12. 2003. Seinni maður Borghildar er Rudolf Rafn Adolfsson geð- hjúkrunarfræðingur við Landspít- alann, f. 29.7. 1951; dóttir þeirra er c) Diljá menntaskólanemi í Reykja- vík, f. í Osló 28.2. 1988. Stjúpbörn Borghildar af fyrra hjónabandi Rudolfs: a) Örvar sölumaður í Reykjavík, f. 25.1. 1975, kvæntur Kötlu Stefánsdóttur skrifstofukonu, f. 30.9. 1975; dóttir þeirra er Sunna Dís, f. 30.7. 2001. b) Hildur háskóla- nemi í Reykjavík, f. 13.8. 1981. 2) Jón Arnarr, húsgagna- og innan- hússhönnuður, Selfossi, f. í Vest- mannaeyjum 12.2. 1949; fyrri kona hans er Sigrún Guðmundsdóttir lektor í listgreinum við Kennarahá- skóla Íslands; skildu; synir þeirra eru: a) Orri ljósmyndari og tónlist- armaður í Reykjavík, f. 5.11. 1970; eiginkona Þórdís Valdimarsdóttir kennari; börn þeirra: Eyja, f. 11.12. 1995, og Kári, f. 13.12. 1997. b) Arn- arr Þorri, f. 12.3. 1975, d. 2.6. 2001; Stína hans Braga, Bragi og Stína – svo samrýnd voru þau hjón, svo sam- ofin, einhuga í öllu, hvort með stórt og heilt geð, að það má kalla að einum huga hafi þau lifað í ást og áhrifum á vini sína. Þau bundust ung heitum og á áttræðisafmæli hennar ítrekaði Einar Bragi það með fagurri athöfn og færði heitmey sinni hring sem tákn þeirra festarbanda sem aldrei höfðu rofnað. Þau bárust víða ung hjón við misjafnan efnahag en ríki- dæmi mannkosta, og sáust aldrei fyr- ir í rausn og gestrisni hvert sem leið þeirra lá, um útlönd og heimaslóðir við ýmsa vinnu til að sjá sér og sínum farborða. Þau leystu löngum heimilið upp á vorin til að afla viðurværis, um hverja fardaga þurfti að finna nýtt húsnæði en aldrei haggaðist sá góði andi sem ríkti í híbýlum þeirra þar sem öllum leið undur vel í hlýjunni og virðingunni sem heimilisfólkið bar hvert fyrir öðru og gerði þröngar stofur rúmar og hátt til lofts. Æðru- laus færðu þau sig um set og leið langur tími áður en þau eignuðust varanlegt heimili og eigin íbúð. Heim- ilið stóð opið gestum og gangandi og þótt efnahagurinn væri þröngur varð allt svo drjúgt, kaffi og kringlur, andagift og aðrar veitingar, samvist- irnar frjóar og nærandi. Ekki veit ég hvort vinur minn Ein- ar Bragi kann því vel að ég minnist á hversu margir fengu skjól hjá þeim, því allt var veitt af örlæti og mannúð. Ég veit dæmi þess líka að það gat ráðið örlögum fólks sem komst í umsjá lengur eða skemur þeirra hjóna. Þau ætluðust ekki til að það væri tíundað. Hugumstór og hreinlynd, hæversk bæði, stór í sér og látlaus og saman fögnuðu þau öllu sem grær. Og höfðu alla virðingu þeirra sem kynntust þeim, og mesta og dýpsta þeirra sem hafa þekkt þau bezt. Hvernig var Stína? Ég man aldrei til þess að hún hafi mælt styggð- aryrði í hálfrar aldar vináttu við þau hjón. Hún var mjög greind og jákvæð í öllu og hafði fallega rödd sem bar í sér góðleikann. Hún hafði skemmti- legt kímniskyn og æðraðist aldrei, talaði aldrei um sjálfa sig svo ég muni. Í henni bjó mikið listfengi líka og allt lék í höndum hennar. Í tuttugu og fimm ár vann hún við leikskóla með önnum heima fyrir. Hún óf mik- ið, meðal annars trefla og sjöl og seldi margt; saumaði og prjónaði á börn og aðra afkomendur meðan hún hafði heilsu; saumaði meðal annars glæst- an brúðarkjól á Borghildi dóttur sína. Handbragð hennar var fagurt og per- sónulegt og manni fannst alltaf að hún væri að ganga undir hag annarra og efla. Það var eins og allt greri og blómstraði hjá Braga og Stínu og bæri fagran ávöxt í mannlífi, afkom- endum og skáldskap af ást þeirra. Gott fólk verður seint kvatt þótt leiðir skilji; hið vænsta aldrei. – Það lifir og vakir hið innra, glitrar og tindrar í minni sem glæðandi lind gæzku og góðvildar. Thor Vilhjálmsson. Ég kynntist Stínu og Einari Braga árið 1955. Ási í Bæ tók mig með í heimsókn til þeirra á Suðurgötu 8. Þau bjuggu þar, með börnin sín tvö, í leiguíbúð á annarri hæð. Þetta gamla og virðulega hús var í hálfgerðri nið- urníðslu. Löngu seinna áttu þau hjón- in eftir, í félagi við dóttur sína, að kaupa allt húsið og gera það upp frá grunni og endurhanna garðinn, hvort tveggja er nú borgarprýði. Satt að segja var ég dálítið feimin að koma svona óboðin. En okkur var tekið með einlægri hlýju og gleði, enda Ási alls staðar aufúsugestur. Þetta var upphafið að vináttu sem hefur haldist síðan. Reyndar hef ég verið svo heppin að búa alltaf nálægt þeim, meira að segja um tíma í sama húsi við Hverfisgötuna, annars í næsta nágrenni í Vesturbænum eða 101 Reykjavík. Allt var traust, hreint og fagurt í kringum Stínu. Þegar ég hugsa til baka minnist ég ekki að hafa nokkru sinni heyrt hana reisa rödd. Hljóðlát gleði og geislandi bros voru einkenni hennar. Það var einhvern veginn eins og maður hitti alltaf vel á hvenær sem maður kom. Hún hafði einlægt nógan tíma til að spjalla og átti margar góð- ar vinkonur. Var einstaklega vinföst. Meðan börnin voru lítil var hún heimavinnandi húsmóðir en síðar vann hún á barnaheimilum og undi vel því starfi. Hún var mikill verk- maður og listavefari. Áður en hún fór að vinna úti aflaði hún sér eigin tekna með þvi að vefa dúka, servíettur, sjöl og efni bæði úr ull, hör og tvisti. Hún lærði að vefa heima í Ærlækjarseli í Axarfirði, hjá föður sínum, Jóni Björnssyni bónda, sem var annálaður vefari í sinni sveit. Hún saumaði stúd- entsdragtina handa Borghildi dóttur sinni og óf sjálf í hana efnið. Mér er minnisstætt þegar Stína var að leggja síðustu hönd á veisluborðið áður en gestirnir komu. Við Borghildur vor- um tvær einar í stofunni hjá henni á Bjarnarstíg. Ég hafði orð á því hve dúkurinn væri einstaklega fallegur, allur í hvítsaumi. Hún lyfti einu horni dúksins, skoðaði mynstrið og sagði til dóttur sinnar: „Ég var einmitt á þín- um aldri, Borghildur mín, þegar ég saumaði hann, það tók mig heilan vet- ur. Það var minn skóli.“ Stína var aldrei fyrir það að trana sér og síður vildi hún láta gera veður út af sinni persónu en var alltaf reiðubúin að stofna til mannfagnaðar fyrir aðra, til að mynda hélt hún skemmtilegt boð í tilefni af fertugs- afmæli Stefáns Harðar Grímssonar. Hann bjó þá einn í herbergiskompu við Hjarðarhaga, þau Einar Bragi höfðu áður búið í sama húsi en voru nú flutt í Unuhús við Garðastræti. Þarna voru nokkur skáld saman kom- in og hún bar fram hrísgrjónarönd með lostætum rækjum, brauði og eð- alvíni. Kvöldið leið í dýrlegum fagn- aði. Stefán Hörður var hrærður og glaður. Það er margs að minnast og mikið að þakka. Hér læt ég staðar numið. Ég sendi fjölskyldu hennar og vinum innilegar samúðarkveðjur. Vilborg Dagbjartsdóttir. Hinn fyrsta nóvember síðastliðinn lest ein af bestu vinkonum okkar hjóna, undirritaðs og Jónu heitinnar Þorsteinsdóttur. Kristín var gift Ein- ari Braga Sigurðssyni skáldi og í þau 35 ár sem við Jóna bjuggum á Kirkju- bæjarklaustri voru þau nær árvissir gestir sem ætíð var tilhlökkunarefni að fá í heimsókn. Minnisstæð er mér fyrsta heim- sókn þeirra sumarið 1964, en þá var með þeim í för skáldið Stefán Hörður Grímsson, hógvær ljúflingur sem ég hafði lítið þekkt áður. Daginn eftir að þau komu ætlaði ég að messa í fyrsta sinn í Bænhúsinu að Núpsstað og slógust þau með í för. Þá fagnaði landpósturinn og ferðagarp- urinn Hannes Jónsson enn gestum á hlaði, stóð oft við bænhúsvegginn og tuggði strá rétt áður en tekið var til en þá settist hann í sæti sitt vinstra megin í bænhúsinu. Þessar messur voru strax vel sóttar og árvissar. Gestirnir mínir þrír, skáldin tvö og Kristín, minntust oft þeirrar fyrstu. Sumarið 1968 dvöldust við Jóna í Kaupmannahöfn ásamt börnum okk- ar tveimur, Æsu og Katli. Enn man ég vel daginn þegar þau Einar og Kristín komu í fyrstu heimsóknina til okkar; höfðu frá mörgu nýstárlegu að segja – nýkomin norðan frá Horn- bjargi þar sem þau leystu vitavörðinn frá störfum í mánaðartíma. Krakkar okkar, einkum Æsa (Ket- ill var rétt orðinn tveggja ára), tóku miklu ástfóstri við þau hjón, einkum Kristínu. Um haustið bjuggum við, báðar fjölskyldurnar, á sama hóteli, við í húsnæðisleit, þau senn á förum til Svíþjóðar. Einar grúfði sig daginn langan of- an í skjöl á söfnunum en hann var þá að heyja sér heimilda í Eskju. Kristín vann á hóteli í miðbænum og kom oft heim um sexleytið á daginn. Ég minnist þess enn hvað krakkarnir hlökkuðu til þegar Kristín kæmi úr vinnunni. Nokkru síðar héldu þau hjón svo til Stokkhólms en við flutt- umst út í Gl. Holte í ágætt hús þar sem við bjuggum fram eftir vetri. Ég hafði tekið jeppann minn með til Dan- merkur og ók þeim hjónum að sjálf- sögðu út á flugvöll. Á Kastrúpsflug- velli var þá allt minna í sniðum en nú er, svo að við biðum þess að Stokk- hólmsflugvélin færi á loft. Þar sem við nú stóðum fjögur, ég, Jóna og krakkarnir, og horfðum á flugtakið varð Æsu, níu ára gamalli, að orði og vottaði fyrir skeifu á barns- andlitinu: „Nú verður aldrei gaman fyrst þau eru farin.“ Nokkrum árum seinna, Æsa var þá komin í menntaskóla, og var eitt haustið í húsnæðishraki, en þá leystu þau Einar og Kristín hnútinn og tóku hana undir sinn væng. Því er þetta rifjað upp að ég vil minnast þess hvílík mannkostamann- eskja Kristín var, vinföst og úrræða- góð þegar á reyndi. Þegar ég hugsa um farsælt hjóna- band þeirra Einars Braga kemur mér fyrst í hug hvað hún bjó honum gott ból og lagði sig fram svo að hann gæti notið næðis við ritstörf sín. Það er heldur ekki smásmíði sem eftir hann liggur – ljóð, þýðingar, minn- ingar og frásagnir að ógleymdri Eskju, fimm binda verki um Eski- fjörð, heimahaga skáldsins. Þegar ég minnist þeirra ára að þau bjuggu stundum í fremur litlu hús- næði, en gestrisnin og hjartarúmið ætíð hið sama, þá rifjast upp frásaga Stefans Zweigs í bók hans Veröld sem var, um kynni hans af heimilum ungra, franskra skálda. „… nú sá ég fyrst hversu svívirðilega rangar hug- myndir við heima höfðum gert okkur um frönsku konurnar. Við höfðum nefnilega séð þeim lýst í bókum sem tízkudrósum, er ekki hefðu sinni á öðru en spegla sig og lifa í ævintýrum og óhófi! Hvergi hef ég séð betri og hæglátari húsfreyjur en þessar spar- sömu og látlausu eiginkonur skáld- bræðranna, sem ætíð voru léttar í bragði, jafnvel þótt þröngt væri í búi. Þær önnuðust börnin, seiddu fram töfrarétti á litlu eldavélakríli og fylgdust þó af lífi og sál með starfi bænda sinna.“ Þessi fátæklegu kveðjuorð mín eiga ekki að vera nein drög að lífs- hlaupi Kristínar Jónsdóttur, heldur frekar þökk fyrir þá gæfu að hafa kynnst henni og átt hana að vini í ára- tugi. Hið sama gildir og með eftirlif- andi mann hennar Einar Braga. Jóhannes Kjarval komst einu sinni svo að orði í útvarpsviðtali – mig minnir 1965 – að hann væri orðinn svo gamall að hann ætti enga vini sem væru eldri en hann. Þessi orð meist- arans festust í minni mínu. Og nú finnst mér, sem er þó aðeins 76 ára, að óðum líði að því að ég geti sagt hið sama því að næstum mánaðarlega kveð ég vin eða kunningja, oftast ögn eldri en ég. Fyrir vestan sögðu menn jafnan á kveðjustund: „Vertu kært kvödd“ (kvaddur). Og þannig leyfi ég mér nú að komast að orði. Kristín Jónsdóttir, vertu kært kvödd. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa kynnst þér – fyrir að hafa notið vináttu þinnar, mannkosta og dreng- skapar í áratugi. Öllum aðstandendum þínum færi ég hugheilar samúðarkveðjur. Sigurjón Einarsson. Nafna mín, Kristín Jónsdóttir, eða Stína hans Einars Braga eins og mér er tamast að kalla hana, var ein í góð- vinahópi Jóns Óskars, mannsins míns, þegar ég kynntist honum í kringum 1960. Áður en ég vissi af var þetta fólk líka orðið að bestu vinum mínum og hefur verið það alla tíð síð- an. Ég gleymi aldrei hve hlýlega þau Stína og Einar Bragi tóku á móti mér þegar ég kom fyrst á heimili þeirra sem þá var í því sögufræga og fallega húsi Unuhúsi við Garðastræti. Reyndar komu alúðlegar móttökur þeirra mér ekki alveg á óvart því þannig hafði ég heyrt Jón lýsa þeim hjónum. „Já, hún Stína,“ sagði hann, „hún er einstök manneskja,“ og bætti við: „Ef hennar nyti ekki við væri erf- itt að halda Birtingi gangandi.“ Um þessar mundir hafði menningartíma- ritið Birtingur komið út í fimm ár og átti eftir að koma út í mörg ár í viðbót. Eins og kunnugt er var Einar Bragi einn af stofnendum Birtings og rit- stjóri ásamt Herði Ágústssyni, Jóni Óskari og Thor Vilhjálmssyni. Heim- ili þeirra Stínu og Einars Braga var allan útgáfutíma Birtings eins konar ritstjórnarskrifstofa með fundahöld- um og um leið pökkunar- og dreifing- armiðstöð. Þar mæddi mikið á Stínu og mörg handtökin vann hún í þágu ritsins, auðvitað án nokkurra launa. En það voru ekki aðeins Birtings- menn sem vöndu komur sínar á heim- ili þeirra hjóna, sjaldan kom maður svo í heimsókn að ekki væru gestir þar fyrir, einn eða fleiri. Aldrei sá ég Stínu öðruvísi en glaða yfir öllum þessum gestagangi sem hlýtur þó oft að hafa reynt á þolrifin því ég vissi að sumir fastagestir voru ekki alltaf sem best fyrir kallaðir þegar þeir knúðu dyra, kannski á öllum tíma sólar- hringsins, en þeir vissu að á heimili Stínu og Einars Braga mætti þeim alltaf vinátta og hlýja. Stína var falleg kona, með bjartan svip og geislandi bros. Umfram allt var hún góð og skilningsrík, yfirlæt- islaus og stillt í lund. Það fór ekki framhjá neinum sem kynntist henni og kom á heimili hennar og Einars Braga hversu vel hún var verki farin og hæfileikarík. Hitt vissu kannski færri að þrátt fyrir ærin störf innan heimilis og utan gaf hún sér tíma til að rækta listræna hæfileika sína og sköpunargáfu. Á áttræðisafmæli hennar settu afkomendurnir upp sýningu á flíkum sem hún hafði hann- að og saumað á fjölskylduna, aðallega kvenlegginn. Þetta var forkunnarfal- leg sýning og eftirminnileg. Síðasta áratuginn lagðist erfiður sjúkdómur með æ meiri þunga á Stínu. Þessu heilsuleysi tók hún með miklu þolgæði. Þá var Einar Bragi kletturinn, hjúkraði Stínu og tók að sér heimilisstörfin. Hann þótti ekkert líklegur áður til þeirra starfa. „Einar Bragi kann nú ekki einu sinni að sjóða hafragraut,“ sagði Jón Óskar sér til málsbóta þegar talið barst að fákunnáttu hans sjálfs í matargerð einhvern tíma snemma á hjúskapar- KRISTÍN JÓNSDÓTTIR Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA ÁSGEIRSDÓTTIR, Barónsstíg 31, er lést á heimili sínu að morgni föstudagsins 29. október, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 9. nóvember kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Fyrir hönd ættingja og vina, Guðrún Ágústa Janusdóttir, Jensína S. Janusdóttir, Þorbjörn Karlsson, barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.