Morgunblaðið - 08.11.2004, Qupperneq 34
34 MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
Nokkur spenna ríkti umþað hvaða viðtökur til-laga stjórnar Landsam-taka hestamannafélaga
um að keppt skuli eftir FIPO-
reglunum myndi hljóta á lands-
þinginu því allnokkuð skiptar skoð-
anir hafa verið um ágæti þeirra og
sitt sýnst hverjum um í þeim efnum.
Á meðal þeirra hafa verið kunn nöfn
í heimi hestamennskunnar.
FIPO-fylgjendur mættu vel und-
irbúnir til leiks með Sigurð Sæ-
mundsson landsliðseinvald í broddi
fylkingar. Umræða um tillöguna var
talsverð í keppnisnefnd sem sat uppi
með lungann af þeim tillögum sem
lágu fyrir þinginu að þessu sinni eða
27 af 37 tillögum alls. Er því með
réttu hægt að kalla þetta þing
keppnisreglnaþing.
Umræðan um FIPO-reglurnar
gekk mest út á að nefndarmenn
vörpuðu fram margvíslegum spurn-
ingum sem Sigurður og Einar Ragn-
arsson gáfu greinargóð svör við. Svo
góð að tillagan var samþykkt í nefnd
með öllum greiddum atkvæðum og
var afgreiðslan mjög svipuð í
þinginu daginn eftir.
Ekki voru FIPO-reglurnar alveg
kokgleyptar eins og þær komu fyrir
því ljóst er að hámarksþyngd hóf-
hlífa verður ekki 300 grömm eins og
segir í reglunum heldur 250 grömm
eins og verið hefur í íslenskum regl-
unum. Samhliða samþykktinni á
FIPO-reglunum var samþykkt að
sömu reglur um fótabúnað giltu í
gæðingakeppni.
Þá munu ákvæði um gerð valla í
FIPO-reglunum ekki hafa þau áhrif
að gera þurfi breytingar á völlum
hér á landi til samræmis við regl-
urnar. Í reglunum er einnig gert ráð
fyrir að knapar geti verið með fleiri
en einn hest í keppni og komi sami
knapinn fleiri en einum hesti í úrslit
geti hann fengið aðra knapa til að
ríða fyrir sig. Þetta mun ekki gilda
hér á landi auk þess sem auglýsa
verður sérstaklega ef knapar eiga að
fá að keppa á fleiri en einum hesti í
hverri grein.
Reiðvegamál í brennidepli
Báðar reiðvegatillögur stjórnar
LH voru samþykktar. Sú fyrri um
að reiðveganefndir skuli skipaðar í
hverju umdæmi Vegagerðarinnar og
hvert hestamannafélag á svæðinu
skuli eiga þar fulltrúa og skuli ferða-
og samgöngunefnd LH skipuð for-
mönnum þessara reiðveganefnda.
Þá segir í tillögunni að nefndirnar
skuli vinna að reiðvegaáætlun hver
fyrir sitt umdæmi til að minnsta
kosti fjögurra ára í senn og sækja
um reiðvegafé ár hvert. Þá skulu
nefndirnar skila inn árlega fram-
kvæmdaskýrslu til skrifstofu LH um
þegar unnin verk í sínu umdæmi.
Í seinni tilögunni samþykkti þing-
ið að veita stjórn LH heimild til að
vinna að framkvæmdaáætlun til
fjögurra ára í senn. Og skulu áð-
urnefndar reiðveganefndir vinna
sameiginlega áætlanagerð sem um-
sóknir um reiðvegafé skulu byggjast
á. Í samþykktinni segir að áætl-
anagerðirnar skuli endurskoðaðar
a.m.k. fjórða hvert ár.
Þingið fagnaði samstarfi LH,
Landmælinga Íslands og Vegagerð-
arinnar um söfnun reiðvegahnita og
útgáfu reiðvegakorts á Netinu. Jafn-
framt fól þingið stjórn að ýta á eftir
þeirri endurbót á útgáfunni, að unnt
sé að taka hnit heilla leiða af kortinu
eða úr töflum tengdum þeim og
flytja í heilu lagi stafrænt yfir í GPS-
staðsetningartæki.
Þá fól þingið stjórn LH að skipa
fimmmannanefnd að skoða reglur
um keppnisrétt hrossa á lands-
mótum og skal nefndin skila inn til-
lögum fyrir 1. mars 2005. Í sam-
þykktinni segir að stjórn sé heimilt
að staðfesta tillögur nefndarinnar.
Tvær tillögur varðandi reiðhjálma
voru bornar upp á þinginu. Sú fyrri
frá Fáki um að alstaðar í reglum
þegar minnst er á reiðhjálma standi
„viðurkenndur reiðhjálmur“ var
samþykkt. Hestamenn voru hins
vegar ekki tilbúnir að samþykkja til-
lögu Gusts um að skorað verði á Al-
þingi að lögfesta notkun reiðhjálma
þrátt fyrir að mikill meirihluti hesta-
manna noti reiðhjálma að staðaldri.
Þá samþykkti þingið afturhvarf til
fyrra horfs er varðar upplestur ein-
kunna í úrslitum gæðingakeppni.
Eftir landsmótið 2002 var þessu
breytt á þann veg að í lok úr-
slitakeppni sýndu dómarar einungis
röð keppenda en ekki einkunnir.
Mikillar óánægju gætti meðal fólks
með þessa breytingu og því er þessu
breytt til fyrra horfs. Þó ekki alveg
því í úrslitum barna og unglinga er
aðeins birt ein einkunn í lokin fyrir
ásetu og stjórnun hvers keppanda.
Fákur langstærsta félagið
Sú venja hefur skapast að sam-
tökin heiðra góðan hóp eldri hesta-
manna fyrir vel unnin störf í þágu
hestamennskunnar en nú hlutu sex
manns gullmerki LH. Það voru Sig-
urður Gunnarsson bóndi Bjarna-
stöðum, hjónin Haraldur Sveinsson
og Jóhanna Ingólfsdóttir bændur á
Hrafnkelsstöðum, Gísli B. Björns-
son auglýsingateiknari, Einar Sig-
urðsson útgerðarmaður í Þorláks-
höfn og Gunnar B. Gunnarsson.
Haraldur, Gísli og Gunnar hafa setið
í stjórnum LH.
Í ársskýrslu er listi yfir fjölda fé-
lagsmanna og kemur þar fram að
Fákur er langstærsta félagið innan
LH með 1.260 félagsmenn og
sautján þingfulltrúa. Næst kemur
Hörður með 594, Gustur 566 og
Léttir með 551 félagsmann. Þessi
þrjú félög eru með 8 þingfulltrúa
hvert um sig. Minnsta félagið innan
samtakanna er Glófaxi á Vopnafirði
með 7 félagsmenn, Kinnskær er með
22 félagsmenn og Snarfari með 25.
Sameining hestamannafélaga hefur
oftsinnis borið á góma í umræðunni
en ekki virðist mikið gerast í þeim
efnum. Athygli vekur að í stærstu
sýslu landsins Rangárvallasýslu er
aðeins eitt hestamannafélag og hef-
ur svo verið frá öndverðu meðan í
næststærstu sýslu landsins Árnes-
sýslu eru sex félög starfandi. Sam-
tals eru 1.128 félagsmenn í þessum
sex félögum og ef sami háttur væri
hafður á og er hjá nágrannanum í
austri væri það næststærsta félag
landsins.
Ákveðin var staðsetning Íslands-
móta árin 2006 og 2007. Fyrra árið
verður mót hinna fullorðnu haldið í
Glaðheimum hjá Gusti í Kópavogi.
Gestgjafar þingsins, Sleipnir á Sel-
fossi og nágrenni, buðust til að halda
yngri flokkamótið. Seinna árið verð-
ur mót hinna fullorðnu haldið í
Hringsholti, félgssvæði Hrings á
Dalvík, en yngri flokka mótið verður
haldið af Gusti.
Sterk staða samtakanna
Nýafstaðið þing er hið fyrsta sem
haldið er síðan samþykkt var að
þingin skuli haldin annað hvert ár og
lýsir stjórn yfir ánægju sinni með
þessa ráðstöfun, segir að þetta gefi
greinilega betra svigrúm til að vinna
úr verkefnum. Þess má geta að á
þinginu var samþykkt tillaga sem
miðar að því að auka vægi for-
mannafunda sem haldnir eru árin
milli þinga. Tillögufjöldi þingsins nú
er svipaður og verið hefur á fyrri
þingum og má því ætla að ekki safn-
ist upp málefni milli þinga nú með
breyttu fyrirkomulagi.
Staða LH virðist mjög sterk um
þessar mundir og á það bæði við um
fjárhagslegu hliðina sem og hina fé-
lagslegu. Umfang rekstursins fer
stöðugt vaxandi á öllum sviðum sem
er í réttu hlutfalli við stöðuga fjölgun
hestamanna. Ekki verður betur séð
en rekstur landsliðs Íslands annað
hvert ár vegna þátttöku í heims-
meistaramótum sé að verða ein af
kjölfestunum í rekstri sambandsins.
Staða formannsins, Jóns Alberts
Sigurbjörnssonar, Fáki, virðist að
sama skapi sterk um þessar mundir.
Jón ætlaði reyndar að vera hættur
fyrir allnokkru en honum hefur snú-
ist hugur eða eins og einn þingfull-
trúa, Kristinn Hugason, sagði hefur
hann vaxið með verki hverju og taldi
hann það mikið happ fyrir samtökin
að hann vildi halda áfram. Hesta-
menn munu enn um sinn njóta
starfskrafta Jóns því hann var end-
urkjörinn formaður til tveggja ára
með rússneskri kosningu og með
réttu má segja að nú um stundir ríki
góðæri hjá íslenskum hestamönnum.
Með sama hætti var Haraldur Þór-
arinsson, Sleipni, endurkjörinn
varaformaður.
Tveir nýir komu inn í aðalstjórn í
kosningum þeir Einar Ragnarsson,
Herði og Ingvar Guðbjörnsson,
Geysi, en Sigurður Steinþórsson,
Smára, gaf ekki kost á sér en Sig-
urður Sveinbjörnsson, Blæ, féll í
kosningum en hlaut hins vegar góða
kosningu í varastjórn. Vakti það
nokkra athygli því nokkrum augna-
blikum áður hlaut Blær æskulýðs-
bikar LH fyrir öflugt starf að þeim
málaflokki. Þá hefur um langa tíð
ríkt þegjandi samkomulag um að
Austurland ætti að jafnaði einn full-
trúa í aðalstjórn samtakanna. Þarna
hafa Austlendingar vísast talið að
sinn maður myndi fljóta með sjálf-
virkum hætti inn í stjórnina.
Auk þeirra voru kjörnir í að-
alstjórn Guðný Ívarsdóttir, Herði,
Sigurður Ævarsson, Sörla, Sigfús
Helgason, Létti, Í varastjórn voru
kjörnir Halldór Halldórsson, And-
vara, Sigrún Valdimarsdóttir, Mána,
María Þórarinsdóttir, Loga, Hjörtur
Einarsson, Neista og svo Sigurður
sem áður var getið.
Skelegg samkoma
Þing LH eru greinilega orðnar
mjög þroskaðar samkomur þar sem
málefni ráða ferð öðru fremur og já-
kvæður framgangur hestamennsk-
unnar hafður í öndvegi. Þingin hafa
verið stytt nokkuð frá því sem áður
var og kvartaði einn þingfulltrúa yfir
því að ekki hafi verið nægur tími til
umræðu fyrri dag þingsins og
gramdist að Einar Njálsson bæj-
arstjóri Selfoss skyldi fá 20 mínútur
til erindisflutnings. Áðurnefndur
Kristinn sagði hinsvegar að ræðan
hafi verið vel samin og gaman að
hlusta á mál hans. Í lok þingsins
undir liðnum önnur mál meðan beðið
var eftir talningu atkvæða var hins
vegar nægur tími til umræðna og
var á endanum hreinlega verið að
drepa tímann og stakk einn þingfull-
trúa upp á því að þingheimur myndi
taka lagið sem fékk góðar und-
irtektir en var þó ekki gert.
Sú var tíðin að menn drukku mik-
ið brennivín á þessum samkomum
og sumir fóru fullir upp í púlt og
þvældu þar einhverjum til skemmt-
unar en flestum til ama. Nú er öldin
önnur; hestamennskan fyrir all-
nokkru orðin alvöru íþróttagrein og
tómstundagaman sem nýtur mikilla
vinsælda og virðingar.
Landsþing Landsamtaka hestamannafélaga var nýverið haldið á Selfossi
FIPO-reglurnar runnu ljúflega í gegn
Alþjóðlegu keppn-
isreglurnar FIPO
runnu ljúflega í gegn-
um landsþing LH sem
fyrir skömmu var
haldið á Selfossi.
Valdimar Kristinsson
kom þar við báða
þingdagana.
Morgunblaðið/Vakri
Nýkjörin stjórn LH. Sitjandi frá vinstri eru Einar Ragnarsson, Sigurður Ævarsson, Sigfús Helgason, Jón Albert Sigurbjörnsson formaður, Haraldur Þór-
arinsson varaformaður, Guðný Ívarsdóttir og Ingvar Pétur Guðbjörnsson. Fyrir aftan eru varamennirnir Sigurður Sveinbjörnsson og Halldór Halldórsson.
Fulltrúar heimamanna á þinginu, frá vinstri talið, Auðunn Hermannsson,
Jón Gunnarsson, formaður Sleipnis, Þórður Stefánsson, Gunnar M. Frið-
þjófsson, Gunnar Sveinsson og Steindór Guðmundsson.
Sigurður Sæmundsson dró ekki af sér í keppnisnefndinni við kynningu á
FIPO-reglunum og fannst Erling Sigurðssyni hann helst minna sig á Gunn-
ar í Krossinum, svo mikill var sannfæringarkrafturinn í Sigurði.
vakri@mbl.is