Morgunblaðið - 08.11.2004, Side 37

Morgunblaðið - 08.11.2004, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 37 FRÉTTIR ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I  á Grenivík. Verður að hafa bíl til umráða Upplýsingar gefur Ólöf Engilberts- dóttir í síma 569 1376.  á Skúlagötu Aldurstakmark 13 ára. Upplýsingar í síma 569 1122 R A Ð A U G L Ý S I N G A R FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Neskirkja Aukasafnaðarfundur Nessóknar Aukasafnaðarfundur Nessóknar verður haldinn þriðjudaginn 16. nóvember kl. 17.00 í safnaðar- heimili kirkjunnar. Dagskrá: Nýtt safnaðarheimili og lántaka. Sóknarnefnd Neskirkju. TILKYNNINGAR Verðlaunasjóður í læknisfræði Verðlaunasjóður í læknisfræði, stofnaður af læknunum Árna Kristinssyni og Þórði Harðarsyni, óskar eftir tilnefningum um vísindamenn til að hljóta verðlaun úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er að veita verðlaun og/eða styrki til rannsókna og framþróunar í læknisfræði og lífvísindum á Íslandi. Allir akademískir starfsmenn í læknisfræði og lífvísindum geta sent rökstuddar tilnefningar í pósti til undirritaðs eða á netfangið thordhar@landspitali.is fyrir 31.12. 2004. Til greina koma vísindamenn sem náð hafa framúrskarandi árangri í rannsóknum sínum, en einnig ungir vísindamenn sem sýnt hafa óvenjulega hæfni til rannsókna og náð frábærum upphafsárangri. Sérstaklega er leitað eftir tilnefningum úr hópi starfsmanna Landspítala-háskólasjúkrahúss og Háskóla Íslands. Forstjóri LSH mun afhenda verðlaunin á ársfundi Landspítala-háskólasjúkrahúss vorið 2005. Verðlaunafjárhæð er kr. 2 milljónir. F.h. stjóðsstjórnar, Þórður Harðarson, prófessor Landspítali-háskólasjúkrahús v/Hringbraut. Félagsfundur Félags íslenskra náttúrufræðinga! Félagsfundur FÍN verður haldinn þriðjudaginn 9. nóvember 2004 kl. 16:00 í salnum Gullteigi B, (jarðhæð) á Grand Hóteli, Sigtúni 38. Félagar fjölmennið  MÍMIR 6004110819 III  HEKLA 6004110819 VI  Hamar 6004110819 III Hfj.  GIMLI 6004110819 I H&V I.O.O.F. 19  1851188  0* I.O.O.F. 10  18511088  G.H. og Kk. GAMLIR Loftleiðamenn hafa hug á að endurnýja skúr við Miklavatn í Fljótum sem var miðstöð þeirra á fyrstu árum félagsins, strax sum- arið 1944, þegar flugmenn sinntu síldarleitarflugi frá Miklavatni. Skúrinn er kominn að niðurlotum en hugmyndin er að gera hann upp í fyrri mynd og hafa þarna af- drep til að minnast gömlu áranna. Á dögunum tóku nokkrir frum- herjanna þátt í ferð á flugsýningu í Duxford í Englandi en tilgangur hennar var að minnast þess að 60 ár eru nú liðin frá stofnun Loft- leiða. Þrír fyrrverandi flugstjórar hjá Loftleiðum, Dagfinnur Stefánsson, Magnús Guðmundsson og Smári Karlsson, ásamt Kristjönu Millu Thorsteinsson, ekkju Alfreðs Elíassonar, voru heiðurgestir í þessari ferð sem farin var til að minnast Loftleiðaáranna og þess að 60 ár eru liðin frá stofnun fé- lagsins. Gunnar Þorsteinsson var fararstjóri og skipuleggjandi en hann hefur skipulagt margar ferð- ir og uppákomur til að minnast ýmissa áfanga í íslenskri flugsögu og voru alls um 60 manns í ferð- inni. „Við höfum ekki áður farið í svona leiðangur saman en þetta var mjög skemmtilegt,“ sagði Dag- finnur. Smári tók undir og sagði ekki amalegt ef þetta yrði nú ár- viss viðburður og Magnús Guð- mundsson sagði mikilvægt að halda nafninu lifandi. Rætt var við þá á dögunum á Loftleiðahótelinu þar sem fyrrverandi flugmenn koma saman reglulega til að ræða landsins gagn og nauðsynjar og þeir voru sammála um að það hefði verið sterkur leikur hjá Flugleiðasamsteypunni að taka Loftleiðanafnið upp á dótturfyr- irtækinu sem sinnir leiguflugi víða um heim. „Þetta nafn er svo sterkt og lífseigt að margir erlendir flug- umferðarstjórar töluðu lengi vel um Loftleiðir Icelandic þegar við vorum einhvers staðar á ferðinni,“ sögðu karlarnir og fannst þeim sem gömlum Loftleiðamönnum að nafnið hefði átt að lifa áfram þegar félögin voru sameinuð í Flug- leiðum. Kunnátta sem gleymist ekki Í Duxford eru nokkrar sérsýn- ingar á hverju ári og um hverja helgi er unnt að fara í stutt útsýn- isflug á gömlum vélum. Í ferðinni gafst þeim félögum kostur á að fara í flugferð með Dragon flugvél en Flugfélag Íslands átti tvær slík- ar á fyrstu árunum og eru tvær slíkar vélar flughæfar í safninu. Magnús og Smári flugu slíkum vél- um og sögðu þær hafa reynst vel. Önnur þeirra fórst við síldarleitina sumarið 1945 og var flugmanni bjargað um borð í fiskiskip en hin var í þjónustu félagsins til 1950. „Ég er ekki frá því að maður gæti bjargað sér um borð í svona vél ef maður yrði að taka í stýrið, ég er viss um að við gætum það allir,“ sagði Smári og sagði flugið svipað og hjólreiðar, kunnátta sem gleym- ist ekki þótt hún sé ekki stunduð á hverjum degi. „En ég er ekki viss um að fluglagið eða hjólreiðarnar væri mjög áferðarfallegt til- sýndar,“ bætti Smári við. Vilja endurnýja síldar- leitarskúr við Miklavatn Frá vinstri eru þeir Smári Karlsson, Magnús Guðmundsson, Gunnar Þor- steinsson og Dagfinnur Stefánsson. UMMÆLI Halldórs Halldórsson- ar, bæjarstjóra á Ísafirði og full- trúa í tekjustofnanefnd sveitarfé- laganna, um að fáist ekki ekki svör frá fulltrúum ríkisins um leiðrétt- ingar á tekjustofnum sveitarfélag- anna verði viðræðum slitið, eru ótímabær segir Sigurjón Örn Þórsson, aðstoðarmaður félags- málaráðherra. Hann minnir á í þessu sambandi á viljayfirlýsingu milli félagsmála- ráðherra, fjármálaráðherra og for- manns Sambands íslenskra sveit- arfélaga sem undirrituð var í haust. Þar segir meðal annars að end- anlegar tillögur um verkefnaflutn- ing og breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga verði kynntar með hæfilegum fyrirvara áður en til allsherjar atkvæðagreiðslu komi um tillögur til sameiningar sveit- arfélaganna í apríl í vor. Þá stend- ur og í viljayfirlýsingunni að sam- starfssáttmáli ríkis og sveitarfé- laga verði endurskoðaður fyrir árslok 2004. Segir ummæli Halldórs ótímabær AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.