Morgunblaðið - 08.11.2004, Síða 38

Morgunblaðið - 08.11.2004, Síða 38
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Risaeðlugrín © DARGAUD AAAAHHHHH AH- TAKK HANN FÆR ENDURTEKNAR MARTRAÐIR FRÁ SÍÐASTA STEFNUMÓTI MANSTU ÞEGAR ÉG SAGÐI AÐ ÞÚ MUNDIR HITTA FLUGFREYJUR? ÞÆR ERU KOMNAR AÐ HITTA ÞIG... ÉG GET ÞVÍ MIÐUR EKKI SVARAÐ ÞESSARI SPURNINGU ÞAR SEM HÚN BRÝTUR GEGN TRÚ MINNI ÞAÐ MÁ REYNA framhald ... ÞÚ HITTIR EKKI STJÓRI BLÁSTURSPÍPAN ER ÞÁ EKKI MORÐVOPNIÐ. PRÓFUM BOGA ÞÚ HITTIR EKKI STJÓRI HEYRÐU NÚ MIG!! ÞAÐ VAR ÞÁ EKKI HELDUR BOGI. PRÓFUM... AHH! EN... EN... HEYRÐU! PASSAÐU ÚTLÍNURNAR MÍNA! ?!? ÞÚ MÁTT EKKI HREYFA ÞIG. ÞÚ VERÐUR AÐ PASSA INN Í ÚTLINURNAR SEM ÉG GERÐI ? Dagbók Í dag er mánudagur 8. nóvember, 313. dagur ársins 2004 Víkverja hefur alltafleiðst þegar fólk er að draga heilar stéttir í dilka. Oft hef- ur til dæmis verið sagt að á bílaverk- stæðum ríki alls stað- ar heldur gamall, frumstæður og sóða- legur karlrembu- húmor. Þar hangi alls staðar uppi myndir af berum stelpum. Eng- inn bifvélavirki sjái neitt að þessu eða velti því fyrir sér hvort kominn sé tími til að taka tillit til kvenna sem eiga er- indi á staðinn. Þá mætti t.d. annaðhvort rífa niður grófustu dagatölin eða hengja upp önnur af berum strákum. En þannig er þetta víðast hvar ekki lengur og Víkverji dagsins hef- ur því miður talsverða reynslu af verkstæðum. Síðustu árin eru verk- stæðin ekki bara orðin mun snyrti- legri, berrössuðu smurolíu- stelpurnar á veggjunum eru nú orðnar færri og jafnvel horfnar. Kannski hafa aðrar stéttir ákveð- ið að helga sér þessi áhugamál. Vík- verji varð allavega mjög hissa þegar hann átti erindi í húsnæði fé- lagsvísindadeildar Háskóla Íslands um daginn. Þar sá hann að sál- fræðinemar voru að auglýsa konukvöld og karlakvöld sem kannski er nú verjandi þótt það hljómi svolít- ið ankannalega. Þola kynin ekki hvort ann- að í deildinni? Öðru vísi mér áður brá, varð Víkverja hugsað. Karlarnir ætluðu að fara í gokart-keppni sem vafalaust höfðar til stráka á öllum aldri. En konurnar ætluðu að fara á und- irfatasýningu og þar átti líka að kynna „hjálpartæki ástarlífs- ins“! En ef þörf er á þeim þurfa þá konur eitthvað meira á þeim að halda en við karlarnir? Það finnst Víkverja undarlegt viðhorf hjá ung- um háskólanemum. Honum finnst það satt að segja ótrúlega gam- aldags. Kannski næsta skrefið verði að á upplýsingatöflum Háskólans verði nákvæmar leiðbeiningar um ferðir á súlustaði. Og háborg mennta og framfara verði á bílaverkstæðum landsins. Nema sálfræðingarnir væntanlegu, vonandi alklæddir en ekki skjálfandi á G-strengnum ein- um fata, fái vinnu við að gera við bílinn hans. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is           Borgarleikhúsið | Leikritið Saumastofan var skrifað og sýnt í tilefni af kvennafrídeginum fyrir þrjátíu árum, en á þessu afmælisári er nú verið að setja upp sjálfstætt framhald þessa sígilda leikrits. Það er leikfélagið Tóbías sem stendur að þessum afmælisgjörningi. Verið er að nútímafæra sauma- stofuna og skoða stöðu þessara kvenna í dag, sem á þessum tíma voru ákveðnar persónur. Vel fór á með leikurum og aðstandendum sýningarinnar og leikstjóranum Agnari Jóni Egilssyni þegar ljósmyndari heimsótti þau í Borgarleikhúsið þar sem þau æfa, en áformað er að frumsýna leikritið í jan- úar. Morgunblaðið/RAX Saumastofan þrjátíu árum síðar MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Og sólin rennur upp, og sólin gengur undir og hraðar sér til samastaðar síns, þar sem hún rennur upp. (Préd. 1, 5.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.