Morgunblaðið - 08.11.2004, Side 40

Morgunblaðið - 08.11.2004, Side 40
40 MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK  1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 hluti fuglsmaga, 4 undirnar, 7 kynstur, 8 líkamshlutar, 9 kraftur, 11 geta gert, 13 ilmi, 14 bor, 15 spaug, 17 ágeng, 20 hryggur, 22 sælu, 23 sér, 24 vota, 15 þekki. Lóðrétt | 1 plönturíki, 2 duftið, 3 jarðávöxtur, 4 vitneskja, 5 tuskan, 6 galdrakvenndi, 10 aula, 12 elska, 13 erfðafé, 15 gras- flöt, 16 Persi, 18 bæk- urnar, 19 fiskur, 20 flytja með erfiðismunum, 21 slungin Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 lofsyngja, 8 semur, 9 forða, 10 tin, 11 kerti, 13 apann, 15 Rafns, 18 sakna, 21 van, 22 svera, 23 áfeng, 24 skelfisks. Lóðrétt | 2 ormar, 3 sorti, 4 nefna, 5 jarða, 6 ósek, 7 hann, 12 tin, 14 púa, 15 ræsi, 16 flesk, 17 svall, 18 snáði, 19 klerk, 20 angi. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú gætir hugsanlega tekið höndum sam- an með vini til þess að hjálpa þeim sem eru þurfandi eða mega sín minna. Eða þá að einhver leggur þér lið. Naut (20. apríl - 20. maí)  Tillögur þínar í vinnunni eru einkar skap- andi. Þú sérð leiðir til þess að auka fram- leiðni með því að ýta undir betra sam- starf milli manna. Góðar fréttir. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Sköpunarmáttur þinn er mikill. Róm- antískar tilhneigingar þínar eru hins veg- ar ekki byggðar á raunsæi. Sambönd sem byrja núna eru skammvinnur draumur. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Gættu þess að endurbætur sem þú vilt gera í dag séu raunsæar og mögulegar. Hafðu báða fætur á jörðinni er þú reynir að rétta fjölskyldunni hjálparhönd. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Dagdraumar og hugarburður gera vart við sig. Það er auðvelt að láta sig svífa inn í draumalandið en ekki gott að vinna und- ir þessum kringumstæðum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Reyndu að eyða ekki of miklum pen- ingum í dag. Glæsilegir lúxusmunir freista þín verulega. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú finnur fyrir ósérhlífni og rausnarskap og vilt raunverulega hjálpa öðrum. Þarfir og þjáningar barna snerta streng í brjósti þínu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú færð tækifæri til þess að gera góð- verk og láta gott af þér leiða í stórum stofnunum á borð við spítala, bókasöfn, fangelsi og þess háttar. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Samband þitt við vin er afar náið í dag. Eigið þið sameiginlegan málstað? Hvað sem öðru líður er líklegt að áþekk viðhorf tengi ykkur. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Fólk lítur upp til þín í dag og sér ein- stakling sem er viðkvæmur, umhyggju- samur og fullur samúðar. Þetta eru góðir eiginleikar, haltu áfram á þessari braut. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú finnur til mikillar þarfar fyrir að sleppa undan rútínu hversdagsleikans. Ef þú átt ekki tök á að ferðast, muntu láta hugann reika til fjarlægra staða. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Einhver sýnir þér mikla góðvild í dag. Aðrir vilja gjarnan hjálpa þér eða leyfa þér að njóta góðs af styrk sínum. Stjörnuspá Frances Drake Sporðdreki Afmælisbarn dagsins: Kæruleysislegt er ekki til í þinni orðabók, þú ert bæði djúphugul og alvarleg mann- eskja. Þú veltir fyrir þér mannlegu eðli því það vekur þér áhuga og þú vilt ná langt á þínu sviði. Þú óttast ekki að breyta til. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 1. e4 c6 2. d4 d5 3. exd5 cxd5 4. c4 Rf6 5. Rc3 e6 6. Rf3 Bb4 7. Bd3 dxc4 8. Bxc4 O-O 9. O-O b6 10. Bg5 Bb7 11. He1 Rbd7 12. Hc1 Hc8 13. Bd3 Bxc3 14. bxc3 Dc7 15. c4 h6 16. Bh4 Rh5 17. Bf1 Hfe8 18. Re5 Rhf6 19. Bxf6 Rxf6 20. c5 Bd5 21. Da4 De7 22. c6 Hc7 23. He3 Hd8 24. f3 Hd6 25. Hec3 Re8 26. Ba6 Dh4 27. Bb7 Hd8 28. Hd1 Rd6 29. Ba6 Rf5 30. Bf1 De7 31. Bd3 Rd6 32. Bb1 Re8 33. Dc2 Rf6 34. Dd3 Hd6 35. Hdc1 Dd8 36. a3 Kf8 37. Dd2 Kg8 38. g4 Kf8 39. Df4 Re8 40. h4 Kg8 41. g5 hxg5 42. hxg5 De7 43. H3c2 f6 44. Hh2 Dd8 Staðan kom upp í opnum flokki á Ólympíuskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Calviu á Mallorca. Peter Acs (2521) hafði hvítt gegn Robert Smith (2251). 45. Hh8+! Kxh8 46. Dh4+ Kg8 47. Dh7+ Kf8 48. Dh8+ Ke7 49. Rg6+ og svartur gafst upp enda verður hann mát eftir 49... Kf7 50. Df8#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Stjórnunarvika Stjórnvísi, félags umframsækna stjórnun, hefst kl. 8.30 ámorgun með ávarpi Einars RagnarsSigurðssonar, formanns félagsins, í Víkingasal Hótel Loftleiða. Í kjölfarið hefst morgunverðarfundur um innleiðingu gilda í fyr- irtækjum. Í Stjórnunarvikunni verða haldnir tveir morgunverðarfundir og ein ráðstefna. Síð- ari morgunverðarfundurinn hefst kl. 8.30 í Skálanum á Hótel Sögu á miðvikudag og er yf- irskrift fundarins: Verðmat læknisþjónustu. Ráðstefnan fer síðan fram í Ársal Hótel Sögu á fimmtudag, frá kl. 13 til 16.30. Yfirskrift henn- ar er: Með verðlaunin að vopni. Að sögn Hönnu Þóru Hauksdóttur, fram- kvæmdastjóra Stjórnvísi verður hápunktur vik- unnar veiting Íslensku gæðaverðlaunanna, síð- degis á fimmtudag. „Markmiðið með íslensku gæðaverðlaununum er að veita fyrirtækjum og stofnunum viðurkenningu fyrir framúrskarandi stjórnunarárangur,“ segir Hanna. Þetta er í sjötta sinn sem slík verðlaun eru veitt, en þau voru veitt í fyrsta sinn árið 1997. Að verðlaun- unum standa Háskóli Íslands, forsætisráðu- neytið, Verzlunarmannafélag Reykjavíkur, Við- skiptablaðið og Samtök atvinnulífsins. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra mun afhenda verðlaunin og hefst athöfnin kl. 16.30 í hátíð- arsal HÍ. Hvert er markmið stjórnunarvikunnar? „Markmiðið er að vekja athygli á því starfi sem við erum að vinna í félaginu, en Stjórnvísi er frjáls félagasamtök sem hafa það að mark- miði að stuðla að umbótum í í stjórnun ís- lenskra fyrirtækja. Félagið byggir afkomu sína á félagsgjöldum, en rúmlega 250 fyrirtæki eru aðilar að Stjórnvísi, og um 850 starfsmenn þeirra taka þátt í starfi félagsins, m.a. í faghóp- um. Þá eru einnig einstaklingar utan meðlima- fyrirtækja aðilar að Stjórnvísi. Stjórnunarvikan er einn af stærri viðburðum hjá okkur á árinu. Venjulega er hún haldin í október, en nú hefur verið ákveðið að halda hana í nóvember eða í sömu viku og Íslensku gæðaverðlaunin eru veitt.“ Koma fram einhverjar nýjungar í vikunni? Á ráðstefnunni á fimmtudag verða kynnt ný verðlaun sem Stjórnvísi hyggst standa fyrir. Ekki er unnt að uppljóstra fyrir hvað þessi nýju verðlaun verða veitt en óhætt er að full- yrða að þau ættu að verða áhugaverð bæði fyr- ir fyrirtæki og stofnanir að vinna.“ Nánari upplýsingar um stjórnunarvikuna má finna á netslóðinni: stjornvisi.is, en þar er einn- ig hægt að skrá sig til þátttöku í morgunverð- arfundum og ráðstefnu. Mannauður | Stjórnunarvika Stjórnvísi hefst á morgun á Hótel Loftleiðum Ný verðlaun veitt til fyrirtækja  Hanna Þóra Hauks- dóttir er fædd í Reykja- vík árið 1966. Hún lauk BS-gráðu í markaðs- fræði og flutningsfræði frá Auburn University í Alabama og MBA með áherslu á mannauðs- stjórnun frá Háskól- anum í Reykjavík. Síðastliðin þrjú ár hefur Hanna unnið við kennslu í Tækniháskólanum á vörustjórn- unarbraut, en þar áður starfaði hún hjá Eim- skipafélaginu. Hanna er gift Pétri Inga Arnarsyni fram- kvæmdastjóra og eiganda Plastvara og eiga þau þrjú börn. Fyrirlestrar Gigtarfélag Íslands | Fræðslufundur Sjö- grenshóps GÍ verður þriðjudaginn 9. nóv- ember kl. 19.30 í húsnæði GÍ, Ármúla 5, annarri hæð. Jóhannes Kári Kristinsson augnlæknir heldur erindi sem hann nefnir: Þurr augu og nýir meðferðarmöguleikar. Kennaraháskóli Íslands | Miðvikudaginn 10. nóv. kl. 16.15 verður haldinn fyrirlestur í Kennaraháskóla Íslands. Í fyrirlestrinum fjallar Jakob Steensig, lektor við háskólann í Árósum um tvítyngi almennt. Auk þess ræðir hann tvítyngi í samhengi við nám og kennslu. Beiðni um táknmálstúlk sendist á kristinb@khi.is. Námskeið Kristniboðssambandið | Biblíuskólinn við Holtaveg stendur fyrir námskeiði um fjár- mál heimilanna, 9. nóvember kl. 20–22 á Holtavegi 28. Tilvalið fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu spor í eigin fjármálum og þeim sem vilja koma reglu á fjármálin. Kennari verður Sigurjón Gunnarsson. Námskeiðsgjald er 800 kr. Mímir – símenntun ehf. | Námskeið um Vesturfarana verður haldið 11.–23. nóv. á vegum Mímis – símenntunar og Borgarleik- hússins í tengslum við uppfærslu á Hýbýl- um vindanna og Lífsins tré. Fyrirlesarar verða: Böðvar Guðmundsson, Viðar Hreinsson, Helga Ögmundardóttir og Gísli Sigurðsson. Skráning í síma 580 1800 eða á mimir.is. Skipulag og skjöl ehf | Námskeiðið „Inn- gangur að skjalastjórnun“ verður haldið mið. 10. og fim. 11. nóv. frá kl. 13 til 16.30. Í námskeiðinu, sem er öllum opið, er farið í grunnhugtök skjalastjórnunar; lífshlaup skjals, virk skjöl, óvirk skjöl, skjalaáætlun og skjalalykil. Uppl í s. 564-4688/695- 6706 eða skipulag@vortex.is. www.ljosmyndari.is | Helgarnámskeið fyrir filmuvélar verður 13. 14. nóv. að Völuteigi 8 í Mosfellsbæ. Skráning og nánari á ljos- myndari.is eða 898-3911. Leiðb. Pálmi Guð- mundsson. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is FINNBOGI Pétursson flytur fyrirlestur um eigin myndlistarferil og og sýnir valin verk í stofu 024 í Listaháskóla Íslands, Laugarnesvegi í dag kl. 12.30. Finnbogi hefur starfað að myndlist frá 1985 og haldið fjölda einka- og samsýninga bæði hér heima og erlendis. Finnbogi var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2001 og var verk hans Sphere, sem sýnt var í Listasafni Ásmundar Sveinssonar árið 2003, valið á ArtUnlimited, alþjóðlega samsýningu í tengslum við listamessuna í Basel. Í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur er um þessar mundir verið að reisa verk Finn- boga, Hringur frá 1991 og verkið Tíðni 50hz við Vatnsfellsstöð. Stefnt er að því að af- hjúpa þessi verk með vorinu. Fyrirlesturinn er hluti af verkefninu „Opni Listaháskólinn“ sem felur m.a. í sér endur- menntunarnámskeið og fyrirlestra fyrir starfandi listamenn og áhugafólk um listir. Morgunblaðið/Golli Fyrirlestur um myndlist Skugginn/Barbara Birgis Brúðkaup | Gefin voru saman 26. júní sl. í Garðakirkju af sr. Jónu Hrönn Bolladóttur þau Ragnhildur Ólafs- dóttir og Ragnar Waage Pálmason. Árnaðheilla dagbók@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.