Morgunblaðið - 08.11.2004, Síða 42

Morgunblaðið - 08.11.2004, Síða 42
42 MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS VINCE VAUGHN BEN STILLER DodgeBall  Ó.Ö.H. DV  S.V. Mbl. THE HUNT FOR THE BLOOD ORCHID Þorirðu að velja á milli? Toppmyndin á Íslandi í dag Toppmyndin á Íslandi í dag Sýnd kl. 4. Ísl. tal. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12 ára. kl. 6,8.30 og 10.40. B.i. 12 ára. J U L I A N N E M O O R E HVAÐ EF ALLT SEM ÞÚ HEFUR UPPLIFAÐ...VÆRI EKKI RAUNVERULEGT? J U L I A N N E M O O R E HVAÐ EF ALLT SEM ÞÚ HEFUR UPPLIFAÐ...VÆRI EKKI RAUNVERULEGT? Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 6 og 10.20. B.i. 14 ára. Sýnd kl. 4. Ísl. tal.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12 ára. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 14 ára. Loksins mætast frægustu skrímsli kvikmyndasögunnar í mögnuðu uppgjöri! i í li i í j i MERYL STREEPDENZEL WASHINGTON HEILL og sæll Bjössi. Það er orðið langt síðan ég heyrði síðast í þér. Nú er nokkur tími liðinn frá því þú hvarfst af sjónarsviðinu, svo ég noti fullorðins orðalag. En fyrir þau sem ekki vita, hver er Bjössi? Það er nú það. Ég held það sé lang- best að spyrja bara pabba og mömmu. Sum voru börn þegar ég var og hét í Stundinni okkar. Ég er skemmtilegt stórt barn og vinur barnanna, mikill vinur þeirra. Mig langar að koma aftur og kynnast nýrri kynslóð. En ertu ennþá sami strákurinn? Já, eiginlega. Ég er ennþá sami prakkarinn og hressi strákurinn. Ég hef ekkert elst, en ég hef grennst mikið. Varstu kannski að horfa á leikritið um Latabæ? Já, Latibær er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég þekki alla í Latabæ og manninn sem lék bæjarstjórann þekki ég mjög vel. Þar er einmitt boð- skapurinn að borða hollan mat og lifa heilbrigðu lífi. Ég veit að margir krakkar eru orðnir of þungir og vill kenna þeim að breyta lífsstílnum eins og ég gerði sjálfur. Ég ætla að boða jákvætt hugarfar gagnvart namminu. Það er best að hafa einn nammidag í viku og gera hann eins heilbrigðan og hægt er. Það sem er hollt er nefnilega svo gott líka. Við eigum ekki alltaf að borða pítsur og hamborgara.Við verðum að muna eftir hafragrautnum og lýsinu og skyrinu líka. Í gamla daga borðaði ég svo mikið nammi og gos að ég var búinn að missa tennur og orðinn eins og loft- belgur í laginu af óhollustufæði. Ég vil kenna krökkum að hugsa betur um sig eins og ég geri núna, það er helsta breytingin frá því í gamla daga. En ég verð samt alltaf sami prakkarinn, það breytist ekkert. En Bjössi, veistu hvers vegna þú varðst svona vinsæll? Ég heyrði að einu sinni hefðir þú ekki komist á all- ar skemmtanir sem þér var boðið á og hefðir stundum þurft að leigja flugvél til að komast á milli staða. Vinsældir mínar voru fyrst og fremst þær að ég náði vel til krakk- anna með söng, gríni og gleði. Ég er svolítið hrekkjusvín eins og er smá af í öllum krökkum. Maður verður bara að passa að koma alltaf fram við aðra eins og maður vill sjálfur að sé komið fram við mann.En það má samt alveg vera kátur. Fyrir jólin kemur út myndband með þér. Hvað er á myndbandinu? Myndbandið heitir Bjössi bolla bregður á leik og kemur út á VHS og DVD. Þetta eru þættir sem gerðir voru fyrir Stundina okkar og hér er þeim safnað saman. Það eru nokkrir krakkar búnir að sjá þetta og þeim finnst það skemmtilegt svo ég hlakka til að koma aftur og skemmta nýrri kynslóð. Er Bjössi semsagt með endur- komu í skilningi þess að koma fram á ný og skemmta fólki? Já, nefnilega. Ég ætla að fylgja myndbandinu eftir með því að koma fram á sölustöðum og gefa krökkum eiginhandaráritanir á plaköt sem fylgja diskinum. Svo sjáum við hvern- ig mér verður tekið og ég held von- andi áfram að skemmta. Áður en við kveðjumst, geturðu sagt mér frá einhverju skemmtilegu sem er á myndbandinu? Í miklu uppáhaldi hjá mér er glím- an við Jón Pál Sigmarsson, sterkasta mann heims. Þetta hefur aðeins einu sinni verið sýnt í Sjónvarpinu en ekki eftir að Jón Páll dó. Þetta var hörku- keppni en ég svindlaði reyndar mikið. Mér fannst mjög gaman að kynnast Jóni Páli. Þótt ég væri þungur þá, tók hann mig eins og fis upp á öxlina og labbaði með mig. Hann var svo sterk- ur. Mér hefur aldrei fundist ég eins léttur og þegar hann lyfti mér. En ég er samt líka sterkur. Næsta sumar langar mig svo að taka þátt í kraftajötnamóti. Þá get ég sagt eins og í gamla daga: „Svona polla tekur Bjössi bolla!“ Barnaefni | Nýtt myndband Bjössi bolla snýr aftur Bjössi bolla er nafn sem hvert mannsbarn á Íslandi kannaðist einu sinni við. Þær fregnir bárust að Bjössi bolla væri nú kominn til baka að skemmta ís- lenskum krökkum. Hann segir frá endurkomunni í viðtali við Morgunblaðið. Prakkarinn Bjössi bolla hefur grennst mikið frá því í gamla daga. aps@mbl.is NÝLEGA fannst myndupptaka með Bítlunum sem bráðlega verður sjónvarpað í fyrsta sinn síðan 1964. Upptakan verður sýnd á Banda- rísku tónlistarverðlaununum (Am- erican Music Awards) fjórtánda nóvember en það er ABC-stöðin sem sjónvarpar hátíðinni í Banda- ríkjunum. Haft er eftir framleiðandanum Dick Clark að upptakan sé úr ónefndum breskum sjónvarpsþætti og mun af ókunnum ástæðum hafa farið í glatkistuna. Upptakan, sem er um tvær og hálf mínúta að lengd, sýnir flutning Bítlanna á lög- um sínum She Loves You og I Want To Hold Your Hand. Bítlarnir | Týndar myndupptökur Fjörutíu ára Bítlaupptaka sýnd AP Bítlarnir fjórir fyrir framan Buck- ingham-höll í London eftir að Elísa- bet Englandsdrottning heiðraði þá með MBE-orðu breska heimsveld- isins í október 1965. „VOFA gengur laus um göt- ur heimsins, vofa Bítlanna.“ Þannig hefst Bítlaávarp Ein- ars Más Guðmundssonar en síðastliðinn fimmtudag var haldið útgáfuhóf bókarinnar. Teitin var haldin á kaffihús- inu Súfistanum í verslun Máls og menningar á Lauga- vegi. Bítlahljómsveitin forn- fræga, Hljómar, skemmti gestum en sjálfur las Einar Már upp úr verki sínu. Í fréttatilkynningu frá Máli og menningu segir að Bítlaávarpinu hafi verið ætl- að að leysa öll önnur ávörp af hólmi, Áramótaávarpið og Kommúnista- ávarpið. Bókin er sögð margslungin skáldsaga sem sameini alvöru og skemmtun. Einar Már Guðmunds- son hefur ritað fjölda skáldsagna og ljóða og hlotið ýmsar viðurkenn- ingar og verðlaun fyrir verk sín. Hafa bækur hans notið mikilla vin- sælda og verið gefnar út í 22 löndum. Morgunblaðið/Sverrir Einar Már flytur Bítlaávarpið. Bítlaávarpið kynnt til sögunnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.