Morgunblaðið - 08.11.2004, Qupperneq 44
TEBOÐ hjá Hattaranum í Undralandi, eigið þyngdarafl
og eigið hugmyndaflug; hreyfingar eins og þær gerast
dásamlegastar.
Svona hefur Pilobolus-dansleikhópnum verið lýst af
virtum gagnrýnendum sem lofa hópinn einróma. Íslend-
ingum gefst nú tækifæri til að berja þessa nýstárlegu
listamenn augum. Hópurinn leggur leið sína hingað í
mars en miðasala hefst tuttugasta þessa mánaðar.
Það er ekki auðvelt að skilgreina Pilobolus því í raun
er um að ræða nýja tegund af danssýningum. Dans, leik-
fimi, list og vísindi renna saman í eitt en áberandi ein-
kenni á flokknum er að dansarar tengja saman líkama
sína og nota þannig lögmál eðlisfræðinnar til að fram-
kvæma það sem áhorfendum virðist óframkvæmanlegt.
Um leið munu dansararnir vera óhræddir við að flétta
skopskyn við listina og skemmta áhorfendum.
Ný listastefna fyrir tilviljun
Pilobolus varð til fyrir hálfgerða slysni árið 1971.
Nokkrir háskólanemar sóttu dansnámskeið en gekk illa
að læra dans svo þeir voru látnir búa til dans í staðinn.
Skemmst er frá því að segja að talað er um að dansinn
sem þeir nefndu Pilobolus, hefur farið sigurför um heim-
inn í yfir þrjátíu ár. Charles Reinhart, yfirmaður einnar
virtustu danshátíðar heims; American Dance Festival
hefur sagt þetta um hópinn:
„Ef þú ert heppinn sérðu listamenn á um það bil ára-
tugar fresti sem láta þig standa á öndinni.“
Aðeins sex fullfærir
Pilobolus-dansarar í heiminum
Stofnendur Pilobolus eru nú orðnir listrænir stjórn-
endur flokksins og ný kynslóð dansara hefur verið þjálf-
uð upp til að koma fram. Aðeins 6 manneskjur í heim-
inum eru nú fullfærir Pilobolus-dansarar og verða þeir
allir á sviði Laugardalshallarinnar 12. mars 2005. Einnig
verða allir stofnendur flokksins með í för.
Sýning Pilobolus-dansleikhópsins verður eins og áður
segir laugardaginn 12. mars 2005, í Laugardalshöll. Ein
sýning verður haldin svo aðeins eru rúmlega 2.000 núm-
eruð sæti í boði. Miðaverð er frá kr. 3.800 til 7.800 og er
skipt í fjögur verðsvæði. Af hálfu Pilobolus-hópsins eru
gerðar miklar kröfur til aðbúnaðar í Höllinni og skal
tryggt að vel fari um alla gesti og að allir sjái vel það sem
fram fer á sviðinu. Miðasala hefst laugardaginn 20. nóv-
ember kl 10:00 í verslunum Skífunnar en einnig má nálg-
ast miða á vefslóðunum www.skifan.is og event.is eða í
síma 575-1522. Fram að jólum verður kaupendum boðið
upp á sérstök gjafakort.
Pilobolus | Viðkoma á Íslandi í sigurför um heiminn
Unnið með eðlisfræðina. Aðeins eru sex dansarar í
heiminum sem ráða við Pilobolus-dansinn.
Miðasala hefst
20. nóvember
Kvikmyndir.is
H.J.Mbl.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 6.15, 8, 9.15 og 10.20.
M.M.J.
Kvikmyndir.com
H.J. Mbl.
Ó.Ö.H. DV
KRINGLAN
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10.
Shall we Dance?
Richard Gere Jennifer Lopez Susan Sarandon
Það er aldrei of seint að setja
tónlist í lífið aftur
Frábær rómantísk gamanmynd með
Richard Gere, Jennifer Lopez og
Susan Sarandon í aðalhlutverki.
AKUREYRI
kl. 6. Enskt tal.
Sýnd kl. 10.
Kvikmyndir.is
Ó.H.T. DV
H.L. Mbl.
VG. DV
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20.
Sýnd kl. 8.Sýnd kl. 6. Ísl tal.
NÆSLAND
LEIKSTJÓRN FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON
Ó.
H.
T.
Rá
s
2
Sýnd kl. 6.
ÁLFABAKKI
kl. 4 og 6. Ísl tal./ kl. 4, 6, 8 og 10.10. Enskt tal.
Einu sinni
var...
Getur gerst
hvenær
sem er.
HILARY DUFF CHAD MICHAEL MURRRAY
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 8 OG 10.20.
44 MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir að hafa séð In theMood for Love,mynd Wong Kar-Wai, sem gerist í
Hong Kong milli 1960 og 1970,
hlakkaði ég til að ferðast aftur á
sömu slóðir og sjá nýju mynd-
ina, 2046, sem er nýlega farið að
sýna í Frakklandi. Það var
slangur af fólki í salnum á
fyrsta degi klukkan fjögur. Það
veit á gott, því að sögn þeirra
sem til þekkja ráðast aðsókn-
arörlög bíómynda í Frakklandi
strax á fyrsta degi, sem er alltaf
miðvikudagur.
2046 vakti mikla athygli í
Cannes í vor eins og undan-
farnar myndir Wong Kar-Wai
hafa gert. Aðalleikarinn, Tony
Leung, fékk verðlaun fyrir
besta leik í Cannes fyrir In the
Mood for Love. Hér leikur hann
aftur sömu aðalpersónuna, rit-
höfundinn Chow, í stöðugri leit
að glötuðum tíma.
Það er hugarvíkkandi aðhverfa inn í þennanausturlenska heim,sem er kunnuglegur
úr síðustu mynd leikstjórans.
Áhorfandinn er dreginn inn í
veröld saknaðar og örvæntingar
þar sem ástin gengur ekki upp,
inn í heim andartaka þar sem
ekki er hægt að halda sér í ann-
að en minningar um andartök,
söknuð og rigningu og tár.
Það er hins vegar hægt að
búa til landið 2046 og lestarferð
þangað í leit að glötuðum tíma,
fortíð og framtíð. Rithöfund-
urinn Chow er að skrifa sam-
nefnda skáldsögu (2046) um það
efni, en ekki einu sinni í hans
eigin bók er hægt að höndla ást-
ina og tímann. Þetta tvennt er
ósamrýmanlegt og ástin því ófá-
anleg nema ef vera skyldi hug-
ástin. 2046 er ferð um hug-
arheim, staðinn þar sem
minningarnar eru geymdar og
draumarnir.
Leikstjórinn leggur hefð-
bundnar leikmyndir að mestu til
hliðar, en býr til nokkurs konar
leikmynd úr konunum í lífi rit-
höfundarins, þar sem þær
slöngvast þokkafullar milli her-
bergja, í glæsikjólum með stór-
fenglegar hárgreiðslur. Hér er
hver einangraður í sínu her-
bergi sem sést reyndar aldrei
hvernig er umhorfs í. Þó er gef-
ið til kynna að veggirnir séu
ekki veigamiklir miðað við hvað
gengur á þegar einangrunin í
næsta herbergi víkur um stund
fyrir ástaleikjum.
Í 2064 hefur konunum fjölgað
síðan í síðustu mynd, minning-
arnar eru flóknari, svo og allur
vefnaður myndarinnar, tilfinn-
ingaskalinn er breiðari og tím-
inn grimmari. En sama tegund
af fegurð svífur yfir vötnum, og
hún verður reyndar svolítið
þreytandi hér.
Ein af stóru spurning-unum sem söguhetj-an spyr sig, og glæsi-konurnar með tárin
sem verða á vegi hans: Elskaði
hann mig, elskaði hún mig …
Góð spurning en kannski ekki
gagnleg. Í þessari mynd eru
spyrjendur ekki bænheyrðir um
svör því heittelskaðir eru farnir
og með þeim leyndarmálið, alla
leið.
B í ó d a g u r 2 0 4 6
Atriði úr myndinni 2046.
Ástin og tíminn
eru ósamrýmanleg
Eftir Steinunni Sigurðardóttur