Morgunblaðið - 08.11.2004, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 08.11.2004, Qupperneq 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 8. NÓVEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI LIFANDI VÍSINDI Áskriftarsími 881 4060 LAUNANEFND sveitarfélaganna mun óska eftir því við kennara að þeir fresti verkfalli fari svo að miðl- unartillaga ríkissáttasemjara verði felld en fastlega er reiknað með að svo verði, samkvæmt heimildum blaðsins. Verkfall hefst þá að nýju í skólum landsins á morgun, þriðju- dag, að óbreyttu. Launanefndin greiðir atkvæði um miðlunartillögu ríkissáttasemjara í kennaradeilunni klukkan 10 í dag. Talning atkvæða kennara hefst að því búnu, klukkan 13, og reiknað er með að niðurstöður liggi fyrir síð- degis eða í kvöld. Samkvæmt heimildum blaðsins lítur kennaraforystan svo á að laun þurfi að hækka um 6% til viðbótar við það sem boðið hefur verið til að tilboðið teljist viðunandi. Að auki er megn óánægja með að ekki er gert ráð fyrir starfsaldurstenginum í samningum við kennara, heldur séu launaþrep og launaflokkahækkanir tengdar lífaldri og kennitölum. Þannig séu byrjunarlaun 47 ára ný- útskrifaðs kennara 30% hærri en 23 ára kennara í sambærilegri stöðu. „Heyrist mest í ákveðnum hópum“ Að sögn Finnboga Sigurðssonar, formanns Félags grunnskólakenn- ara, eru um 400 milljónir króna eftir í verkfallssjóði kennara sem fleytir þeim „eitthvað áfram“ ef til áfram- haldandi verkfalls kemur. Nú sé hins vegar beðið eftir úrslitum úr at- kvæðagreiðslunni og ótímabært að fullyrða um útkomuna. „Það er alltaf þannig að það heyrist mest í ákveðnum hópum og þessi þögli meirihluti er nú stundum ekkert að láta á sér bera, þannig að ég treysti mér ekki að fullyrða neitt um úrslit- in.“ Að sögn Ásmundar Stefánssonar ríkissáttasemjara er ótímabært að spá um hvenær viðræður hefjast að nýju eða með hvað hætti þær verða, ef tillagan verður felld. Ljóst sé ein- göngu að ef hún verði ekki samþykkt eigi menn „óunnið verk við að finna flöt á samningsgerðinni“. Mjög stór hluti atkvæða hafði bor- ist ríkissáttasemjara í gær, á milli 3 og 4.000 atkvæðaseðlar en hátt í 5.000 grunnskólakennarar greiða at- kvæði um miðlunartillögu ríkissátta- semjara. Líkur taldar á því að miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kennaradeilunni verði felld Óskað eftir að kenn- arar fresti verkfalli Morgunblaðið/Sverrir Launanefnd sveitarfélaganna sem í eiga sæti níu manns hittist á fundi í gærkvöldi til að fara yfir stöðuna, áður en gengið verður til atkvæða um miðlunartillögu ríkissáttasemjara í dag. Frá vinstri: Jakob Björnsson, Karl Björnsson, Gunnar Rafn Sigurbjörnsson formaður (fyrir miðju), Birgir Björn Sigurjónsson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. ELDGOSI í Grímsvötnum er lokið. Að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar jarðeðlisfræð- ings, sem flaug yfir gosstöðvarnar í gær, er lík- legt að gosinu hafi lokið á föstudagskvöld eða snemma á laugardegi. Virkni var ennþá á gosstöðvunum á föstudag en ekki er lengur unnt að greina óróa frá bak- grunnsgildum á línuriti Veðurstofunnar. Goslok verða skoðuð betur á næstu dögum. Að sögn Magnúsar Tuma gátu jarðvísindamenn í fyrsta sinn kannað allt svæðið í gær og kom þá í ljós að nýr sigketill hefur myndast suðaustan við Gríms- fjöll, á að giska 10–20 metra djúpur og hálfur kílómetri í þvermál. „Hann er nokkurn veginn á þeirri leið sem vanalega er farin úr austri á Grímsfjall og hefur myndast í umbrotunum. Við höfðum séð óljósar sprungur en nú staðfest að þetta er sigketill,“ segir Magnús Tumi. Ekki er vitað hvernig sigketillinn myndaðist en talið er að það hafi gerst snemma í gosinu. Að sögn Magnúsar Tuma er ekki ráðlegt að ferðamenn fari á Grímsfjall á næstunni úr austri nema í góðu skyggni. Þá náðu jarðvísindamenn mynd- um af upptökum Skeiðarár í Grímsvötnum en vatn rennur meðfram Grímsfjalli og myndar foss. „Þarna rennur yfirleitt ekki vatn en núna sjáum við það,“ segir Magnús Tumi. Eldgosi í Grímsvötnum lokið Ljósmynd/Magnús Tumi Guðmundsson Í umbrotunum hefur opnast rás meðfram Grímsfjalli að norðan og eftir henni rennur á, bræðsluvatn úr eldgosinu, eða efstu upptök Skeiðarár. Nýr sigketill hefur myndast og sést í upptök Skeiðarár AFSÖKUNARBEIÐNI vegna sam- ráðs olíufélaganna kom í gær frá tveimur félaganna, Olíuverzlun Ís- lands hf. og Olíufélaginu hf. Einar Benediktsson, forstjóri Olís, sendi frá sér yfirlýsingu þar sem við- skiptavinir félagsins og aðrir lands- menn eru beðnir afsökunar á því sem miður hefur farið í starfsemi félags- ins. Segir Einar að sú erfiða ákvörð- un hafi verið tekin innan félagsins að tjá sig ekki að sinni í fjölmiðlum um skýrslu Samkeppnisstofnunar um meint ólögmætt samráð olíufélag- anna. Olíufélagið Esso hefur líka beðist afsökunar vegna málsins og er heil- síðuauglýsing frá félaginu birt í Morgunblaðinu í dag þar sem stjórn, stjórnendur og starfsmenn harma þátt olíufélagsins í samráði íslenskra olíufélaga á árum áður. /6, 7 Esso og Olís biðjast afsökunar SVEITARSTJÓRAR Reykhóla- hrepps og Hólmavíkurhrepps eru sammála um að sveitarfélögunum beri að sameinast, frekar en að Reykhólahreppur sameinist Dala- byggð. Af þeim sökum sé nýr vegur um Arnkötludal afar brýnn, 15–20 kílómetrum styttra verði þá fyrir íbúa á Reykhólum að fara til Hólma- víkur en í Búðardal. Sameiningarnefnd félagsmálaráð- herra hefur lagt til að Reykhóla- hreppur sameinist Dalabyggð. Einar Örn Thorlacius, sveitarstjóri Reyk- hólahrepps, segir slíkt sveitarfélag verða landfræðilega of stórt og ekki nógu fjölmennt til að rísa undir þeirri stærð, rétt ríflega þúsund manns. „Við lítum á okkur sem Vestfirð- inga,“ segir Einar og telur hreppinn eiga frekar samleið með Hólmvík- ingum og öðrum Strandamönnum. Með nýjum vegi um Arnkötludal fyr- ir um 700 milljónir króna fari líka saman hagsmunir íbúa á sunnan- verðum Vestfjörðum og norðanverð- um. Ásdís Leifsdóttir, sveitarstjóri Hólmavíkurhrepps, segir að með vegi um Arnkötludal takist að skapa eitt atvinnu- og búsetusvæði. Sam- eining við Reykhólahrepp sé álitlegri kostur heldur en að sameina alla hreppana í Strandasýslu, líkt og sameingarnefnd ráðherra hefur lagt til. Segist hún ekki sjá ávinninginn af þeirri sameiningu. Við fyrstu snjóa lokist Árneshreppur og samgöngur þaðan verði greiðari flugleiðina til Reykjavíkur heldur en landleiðina til Hólmavíkur. Fram kemur í máli sveitarstjóra á sunnanverðum Vestfjörðum og Ströndum í Morgunblaðinu í dag að samgöngubætur séu eitt brýnasta verkefnið í atvinnu- og byggðamál- um á svæðinu. Þannig segir Ásdís að samgöngumál brenni heitt á Strandamönnum, það sé í raun til skammar að árið 2004 sé ekki enn búið að leggja bundið slitlag á veginn milli Hólmavíkur og Drangsness, svo dæmi sé tekið.  Brýnasta/12–13 Sveitarstjórar á sunnanverðum Vestfjörðum og Ströndum ræða sameiningu Reykhólar sameinist Hólmavík VEIÐILEYFI Stangaveiðifélags Reykjavíkur lækka á helstu ársvæð- um næsta sumar. Í samningum SVFR um leigu veiðisvæða er nær undantekningalaust ákvæði um að leiguverðið taki mið af almennum verðlagsbreytingum. Vísitöluhækkun milli ára er 3,4%. Mesta verðlækkunin er á Eld- vatnsbotnum í Vestur-Skaftafells- sýslu eða13,4% umfram vísitölu. Norðurá í Borgarfirði hækkar hins vegar um 4,5% umfram vísitölu og er það eina hækkunin sem eitthvað kveður að samkvæmt upplýsingum SVFR. Dagurinn kostar frá 16.100 til 55.900 næsta sumar. Verð á Elliðaánum verður óbreytt en meðal þeirra áa sem lækka eru Hítará II (-6,1%), Fáskrúð (-4,9%), Gufudalsá (-5,8%), Sog-Syðri-Brú (-6,0%) og áfram mætti telja. Að sögn Bjarna Ómars Ragn- arssonar formanns SVFR er vilji stjórnar félagsins að sporna gegn verðhækkunum í samfélaginu og von- ast hann til að lækkunin muni verða til þess að fleiri kaupi sér veiðileyfi. Veiðileyfi lækka í verði ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.