Sunnudagsblaðið


Sunnudagsblaðið - 01.02.1959, Qupperneq 4

Sunnudagsblaðið - 01.02.1959, Qupperneq 4
52 SUNNUDAGSBLAÐIÐ sjá eins og stungin og troðin á- breiða með akra sína skorna í smáskákir, ætlaðar syni og sonar- syni til erfðafestu í réttu hlufalli til handa hverjum einum. í þessu héraði er mais tvisvar sáð og upp- skorið árlega, einnig hör og kart- öflur og alls staðar er hinn lág- vaxni en harðgerði vínviður. Úr ávexti hans ér síðar framleitt hið heilnæma og víðkunna grænvín. Og hér klifa rósir flóðgarða í maí mánuði, kafþegja sveitabæina og klífa jafnvel há sívöl trén. Mælt er að hér sé yndislegasta sveit Portúgals. Götur þorpanna setja sinn svip á markaði sumarsins, sem lagðar eru ábreiðum. gerðum úr óræktuðum blómum. Blóm- vöndum er þétt raðað og þannig fyrirkomið, að úr má lesa alls konar tákn, merki og myndir, sem sveitafólkið vinnur sjálft að. Á páskadaginn eru merki og fánar úr atlassilki breiddir á veggsval- ir húsanna í ríku litavali, göturn- ar stráðar pálmum og blómum og prestur staðarins fer af stað til að blessa hvert eitt hús í sókn sinni. Á þessu ferðalagi fylgja presti ungir drengir, klæddir prestlegum hempum. Það er mik- il viðhöfn á götunum. Smá angar, klæddir sem englar með baðmull- ar- eða gæsafjaðravængi, eftir því hvað buddan hans pabba megnar. Hljóðpípublástur heyrist frá fag- urskreyttum timburpöllum Hvar- vetna eftir að dimmt er orðið og stundum allt frá dögun lætur fólkið í ljós gleði sína með mikil- fenglegum og skrautlegum flug- eldum. Við slík tækifæri eru karl- ar og konur klæddar sínum skraut legustu hátíðafötum. Og meðan hátíðin varir, talar fólkið um og flytur sín í milli sögur og sagnir, sem þjóðin er svo auðug af og einnig munnmæla- legum söngvum og dönsum. Síðar á árinu hefjast hinar ár- legu pílagrímsgöngur til kirkn- anna. Þegar rökkva tekur, safnast pílagrímarnir saman í dölunum, fylkja liði og síga upp eftir hæða- drögunum með kertaljós í hönd- um, eftir krákustígum, þar sem gráar og hvítar kirkjurnar með lauklaga hvolfþök sín hnipra sig saman lágkúrulegar á milli hæð- anna. Tónaregn guitara, mandó- lína og harmóníka léttir g'önguna í kvöldhúminu. Syndafyrirgefn- ingu öðlast fólkið með því að ganga í kringum kapellurnar á hnjám sínum. Messa er sungin. Ferðistu frá Oporto suður á bóginn verðurðu var óendanleg- leika sjónarsviða og hátta. Til að fyrirbyggja eyðing og vanmegn- an jarðvegarins, hefur verið gróð- ursett skóglendi af ungviði greni- trjáa. Þú sérð aldingarða, epla- garða, bauna- og hrísakra, vatns- mýrar, saltfláa, harpeiskynjaða trjáboli, blágráan encalyptus o. m. m. fl. Á vatnsmýrunum standa háfættir, svartir og hvítir storkar með rauða fótleggi. í Operto, stærstu borg Norður- Portúgal, er miðsumarhátíðin víð- frægð, þar sem eldur, vatn og mold eiga hlut að máli, líkt og heilags Antoníusardagur er í Lissabon: Dagur el.skehda: Töfrá- þulur fjúká og konur forspáar önnum kafnar við iðju sína. Uppi í landinu geyma hin óþýðlega fögru og dularfullu Estrela-fjöll leyndardóma sína þeim, sem tóm- stundir hafa og hugrekki til að leita þeirra. Hér er heimkynni þögulla og dularfullra manna; skyndilegra óveðra von, umfar- andi sauða- og geitahjarðir, rýr og ónóg, en dýrmæt uppskera bygg-grass (alfalfa) — of margir úlfar og á sínum tímum dreifðir hópar skíðafólks. Og ó! Þessi undra fegurð portúgölsku strand- anna! Mílu eftir mílu teygir sig sendin ströndin, öldulöguð, brött og felíur í faðma við djúpblátt hafið, sem skerst hér og þar odd- hvasst í hvítan sand. Komirðu til Nasaré, sem er fiski þorp, vinsælast af alþýðu lands- ins, finnst þér þú vera í miðjum bendingardansi (ballett) allt í kringum þig eru malarar klæddir skyrtum úr skákofnum dúk, á nærbrókinni einni og skúfslcreytt- um prjónahúfum á höfði, með vel vanið og hlægilega skemmtilegt skegg. Konur eru með litla, svarta, flata flauels-hatta, þunga eyrna- hringa og keðjur eins margar og á þéim tolla og svo heilt jarðlag af pilsum, sem hanga yfir berum fötleggjum. ■ Og þá eru það bátarnir: burðar- þolsmiklir,-hnarreistir, ljósir á lit með augu Fönikíu*), hinnar fornu í stafni. Á hverju skipi eru um 30 manna áhöfn, og á hverju einu er komið fyrir altari, sem er blómum skreytt. Bátarnir eru settir á flot með þeim hætti að tveir stór- Wyrndir uxar sreytast við að draga þessi furðulegu hlöss til sjávar. Undir bátana er komið fyrir furu- keflum, sem auðvelda dráttinn. Þá er það Lissabon, sem þú nálg- ast, Lissabon ekki of lítil, ekki of stór, með skínandi blóma- og skemmtigarða sína, fagrar týzku- drósir, sem stranglega er gætt, en eigi að síður eftirlátar og til í tuskið — til í ástarævintýri með þeim útlendu — á laun. Bílarnir aka hljóðlega um göturnar, karl- mennirnir eru lágvaxnir, þeldökk ir, með spyrjandi, stór dökk augu, háttprúðir og kurteisir. Lissabon með nautaat sitt — án blóðsút- hellinga; nokkurs konar sjónleik- ur, gerður í ljósflóði mikillar leikni, tæknikunnáttu og yndis- þokka. Lissabon, sem áin Tagus * Fönikía var mikið sjóveldi til forna: Hanno, sigldi fyrstur manna frá Kartagó suður með vestur- strönd Afríku fyrir Góðravonar- höfða og út í-In^Íandshaf ,600-ár- um fyrir Krist. — Þýð.

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.