Sunnudagsblaðið - 01.02.1959, Page 13
SUNNUDAGSBLAÐIÐ
(51
Framhaldssagan. Nr. 4
GIFT RÍKUM MANNI
— Kvikmyndasaga
— Þannig megið þér ekki tala til mín, herra Lundt,
sagði Regína. — Við erum sitt af hvorum heimi...
í þessu var drepið á dyr. Það var frú Oettel, sem
kom til þess að sækja fyrirmæli, en Regína notfærði
sér tækifærið og kinkaði kolli til Martins í kveðju-
skyni. H.ún var alveg után við sig, þegar liún kom
út í dagsbirtuna. Hjartað barðist í brjósti hennar, en
hún vildi ekki láta það eftir sér að hugsa um Martin
öðru vísi en fjarlægan draum, sem aldrei mundi verða
að veruleika.
Þegar Regína kom heim til föður síns var afmæl-
isveizlan þegar byrjuð, og loftið var þykkt af tóbaks-
reyk. Regína læddist inn í stofuna. Hún kinkaði kolli
til þeirra, sem hún þekkti, og því næst hljóp hún upp
um hálsinn á föður sínum og kyssti hann um leið og
hún óskaði honum til hamingju með afmælið.
Nokkrum mínútum síðar hvarf Regína fram í eld-
húsið til þess að sjá um veitingar fyrir gestina og"’
Sseta þess að þá skorti ekkert.
Þrátt fyrir það þótt Karl væri skapbráður óg upp-
reisnarseggur hinn mesti, bar hann virðingu fyrir
systur sinni. Hann veitti því strax eftirtekt, að eitt-
hvað hafði komið fyrir hana, og meðan gestirnir
drukku afmælisbarninu til, fór hann fram í eldhús
til Regínu.
— Nú er pabbi í essinu sínu, sagði Karl, þegar
Regína sneri sér snögglega að honum til þess að ganga
úr skugga um hver það var, sem kom inn í eldhúsið.
Karl þagði um stund, en svo hvessti hann sjónir á
systur sína, og sagði: — Regína! Þú lítur ekki út fyrír
að vera í glöðu skapi. Hefur eitthvað gengið þér í
^róti? Hefur kerlingin á Coroll verið þér erfið?
Regína hristi höfuðið: — Nei, svaraði hún, — frú
Lundt er elskuleg kona þrátt fyrir sérvizku sína,
En Karl. lét sig ekki. .— Þú veizt það, Regína, að
ítteira að segja hin gómsætasa kaka myndi ekki bragð-
ast mér veí, ef ég vissi að eitthvað amaði a'ð þér.
Regína hugsaði sig um stundarkorn. Svo lagði hún
frá sér fagra ölkrús er hún hélt á, sneri sér að Karli
og spurði alvörugefin:
— Karl, hvað segja menn um Martin Lundt? Hvern
ig maður er hann? Er hann jafn harður og kaldrifj-
aður og frændi hans, eða álíta menn að hann muni
verða það?
Kari horfði undrandi á hana: — Ef ég vissi það
ekki ac þú værir hyggnust okkar þriggja, mundi
mér nú detta margt í hug.
Þrátt fyrir glauminn inni í borðstofunni, heyrðu
þau að hringt var dyrabjöllunni.
Karl flýtti sér fram og lauk upp, og þegar Martin
hafði gengið inn í fordyrið, sagði hann: — Mig langar
til þess að tala andartak við föður yðar.
Karl stillti sig. — Já, ég skal kalla á hann, svaraði
hann og opnaði dyrnar á borðstofunni, þar sem allt
féll skvndilega í dúnalogn. Winter gamli kom fram
í dyrnar til þess að sjá hver þessi síðbúni gestur væri.
— Nehei, herra Lundt! hrópaði Winter gamli og
svo vafðist honum tunga um tönn, eins og hann vissi
ekki hvað hann ætti að segja meira. Svo hneigði
hann sig og sagði: Herra Lundt, það er mér mikill
heiður, að þér skylduð koma í eigin persónu og heim-
sækja mig á afmælisdaginn minn...
Martin stóð kyrr inni í ganginum. Svo tók hann x
hönd Winters og þrýsti hana: — Má ég óska yður
hjartanlega til hamingju, Winter...
— Þökk fyrir, kæra þökk, herra forstjóri. En kom-
ið þér inn fyrir. Það er að vísu engin fínheit hér,
en við höldum nú samt upp á afmælið, hann Karl
sonur minn og ég, og svo nokkrir vinir okkar.
Um leið og Martin gekk á eftir Winter inn gang-
inn, kallaði Winer gamli til gesta sinna og sagði
hreykinn: — Nú verðið þið þó undrandi. Sjálfur herra
Lundt er kominn hér til þess að óska mér .til ham-
ingju með afmælisdaginn!
. : Það var alls ekki ætlun mín að gera ónæði,
sagði Martin, en í hreinskilni mælt, þá langaði mig
til þess að tala við yður undir fjögur augu, Winter.
— Já, við getum farið þarna inn, herra Lundt, sagði
Winter og opnaði dyrnar á svefnherberginu.
— Hér er friður og ró, hélt hann áfram og bauð
gesti sínum stól, þegar hann hafði lokað hurðinni.
Gestirnir ínni i stofunni litu spyrjandi hver á annan.
Hvað var eiginlega á seyði þarna rétt fyrir augunum
á þeim. Sjálfur aðalforstjóri stáliðjuversins í heim-
sókn hjá einum af verkstjórum sínum — aldeilis ó-
trúlegt!