24 stundir


24 stundir - 16.11.2007, Qupperneq 2

24 stundir - 16.11.2007, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 24stundir „Framkoma við fólk var skamm- arleg,“ segir Dagný Björk Péturs- dóttir sem flaug á vegum Úrvals Útsýnar frá Barcelona um síðustu helgi. Hópar íslenskra ferðamanna voru í borginni, bæði frá Úrval Út- sýn og Plús ferðum. Vitneskja um tafir að heiman Dagný Björk segir að þegar til stóð að fara út á flugvöll hafi marg- ir neitað að fara enda höfðu þeir fengið vitneskju um það að heiman að flugvélin sem ætti að fljúga með væri ekki farin frá Íslandi. Þeim var þá sagt að þau þyrftu að borga sjálf ferðina á flugvöllinn. Til þess kom þó ekki. Valdís Ásta Aðalsteinsdóttir hjá Flugmálastjórn segir að almennt gildi þær reglur að verði tafir lengri en 3 tímar beri flugrekanda að bjóða farþegum máltíðir og hress- ingu, auk hótelgistingar ef með þarf. Þrátt fyrir þessar reglur segir Dagný hópinn hafa beðið í anddyri hótelsins til klukkan þrjú um nótt- ina þegar þau fóru út á flugvöll. Litlar sárabætur Þau sem biðu á flugvellinum fengu veitingar að andvirði 8 evra. „Þegar við erum komin inn í vél- ina er okkur tilkynnt að okkur verði boðið upp á einn drykk, vatn eða kók. Við þurftum sjálf að borga samlokur, lentum svo hálfum sól- arhring of seint.“ Ekki náðist í for- svarsmenn fyrirtækjanna. fifa@24stundir.is Hálfs sólarhrings töf á flugi frá Barcelona Lítið gert fyrir farþegana Tafir Miklar tafir urðu á flugi frá Barcelona í vikunni. Rúmlega fertugur karlmaður var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa á árunum 1988 til 2006 beitt sex ungar stelp- ur kynferðislegu ofbeldi auk þess að brjóta áfengislög með því að kaupa áfengi handa þeim. Maður- inn var einnig dæmdur til að greiða fimm þeirra miskabætur, þar af tveimur 800 þúsund krónur hvorri. Stúlkurnar voru frænkur mannsins eða vinkonur þeirra. Meðal þeirra brota sem maðurinn framdi á stúlkum var að láta þær veita sér munmök, fróa sér, nudda getnaðarlim sínum upp að þeim og láta eina þeirra skrifa með penna á getnaðarlim sinn. Þá káfaði hann einnig á brjóstum þeirra og kyn- færum. elias@24stundir.is Héraðsdómur dæmir barnaníðing Lokaður inni og greiðir bætur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 26 ára karlmann í fimm mán- aða fangelsi fyrir að ráðast á fyrrum barnsmóður sína með ofsafengnum hætti og tilefnislaust í desember á síðasta ári. Í ákæru segir að hann hafi tekið hana hálstaki, hrint henni upp að skáp og slegið hana svo hnefahöggi í andlit. Þá sló hann hana í bak og í hægri öxl með þeim afleiðingum að hún hlaut bólgu og mar á höfði, þreifieymsli beggja vegna barka, roðasvæði yfir brjóst- liðum og mar og yfirborðsáverka á baki.“ Maðurinn var einnig dæmd- ur til að greiða konunni 300 þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn var jafnframt fundinn sekur um önnur brot, gripdeildir og hylmingu. Hann játaði að hafa hrifað veski úr höndum þriggja kvenna á fyrri hluta þessa árs. Samkvæmt sakavottorði á hann að baki óslitinn sakaferil, sem nær aft- ur til ársins 1997. aí Réðst að barnsmóðurinni Íslendingar eru óánægðastir Norðurlandabúa með þjónustu farsímafyrirtækja og að frátöld- um Norðmönnum óánægðari en aðrir Norðurlandabúar með net- veitur. Þetta kemur fram í ánægjukönnun Capacent Gallup um fjarskiptamarkaðinn. Finnar og Danir voru ánægðastir. hos Óánægðir með fjarskiptin Margt fólk á aldrinum 30-39 ára, og ungt fjölskyldufólk, hefur reynt að kaupa sér húsnæði í fyrsta sinn en orðið að hætta við, og meirihluti þeirra sem vilja kaupa sitt fyrsta húsnæði býst við að lenda í greiðsluerfiðleikum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum könnunar sem gerð var fyrir félagsmála- ráðuneytið. Könnunina gerði Rannsóknastöð þjóðmála og beindist hún að stöðu 18-80 ára fólks á húsnæð- ismarkaðinum á landinu öllu. Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, stjórnaði könn- uninni. mbl.is Margt fólk hætt við húsnæðiskaup Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Samkeppniseftirlitið framkvæmdi húsleit á skrifstofum matvælakeðj- anna Bónuss og Krónunnar í gær- morgun vegna gruns um verðsam- ráð. Stofnunin leitaði einnig hjá þremur heildsölum; Íslensk-Amer- íska, Ó. Johnson og Kaaber og Inn- nes. Þær stunda allar innflutning á matvörum. Samráð smásölu og birgja Í yfirlýsingu frá Samkeppniseft- irlitinu kemur fram að leitirnar séu grundvallaðar á upplýsingum sem því hafi borist frá einstaklingum og fyrirtækjum í kjölfar mikillar fjöl- miðlaumfjöllunar um matvöru- markaðinn að undanförnu. Rannsóknin beinist fyrst og fremst að hugsanlegu ólögmætu samráði smásöluaðila og birgja, en fjölmargir hafa komið fram að undanförnu og sagt að stóru mat- vörukeðjurnar neyði birgja til að selja sér vörur á lægra verði en öðr- um. Rannsóknin mun koma til viðbótar við aðrar athuganir eft- irlitsins á matvörumarkaðinum sem standa nú þegar yfir. Að óskum stjórnenda Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, telur aðgerðir Samkeppniseftirlitsins tilkomnar í beinu framhaldi af óskum stjórn- enda matvörukeðjanna. „Þeir lögðu fram heimildina fyrir húsleitina og hún endurspeglaði þá umræðu sem hefur verið síðustu tvær vikur. Þar er meðal annars átt við samskipti okkar við birgja. Þeir tóku hálfan pappa- kassa hjá mér og einhverja viðskipta- samninga. Síðan afrituðu þeir tölv- urnar. Þeir voru hérna í um klukkutíma og svo varð tölvusér- fræðingur eftir til að afrita. En þetta er eina leiðin til að hreinsa okkur af þessum ásökunum.“ Eysteinn Helgason, fram- kvæmdastjóri Kaupáss, fagnaði húsleitinni og sagði hana nauðsyn- lega til að hreinsa Kaupás og Krón- una af dylgjum um verðsamráð eða óeðlilega viðskiptahætti. HEFUR ÞÚ ÁBENDINGU? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Húsleitir hjá matvörukeðjum  Samkeppniseftirlit framkvæmdi húsleitir hjá Bónus og Krón- unni í gær  Einnig leitað hjá heildsölum sem flytja inn matvörur Bónus Leitað var hjá Bónus, Krónunni og þremur heildsölum. ➤ Fjölmargir fyrrverandi starfs-menn matvöruverslana hafa komið fram í fjölmiðlum að undanförnu og sagt keðj- urnar blekkja neytendur. ➤ Þá hefur einnig verið fullyrtað keðjurnar beiti heildsala þrýstingi til að fá vörur á betri kjörum en aðrir smá- söluaðilar. ÓEÐLILEG VIÐSKIPTI VÍÐA UM HEIM Algarve 21 Amsterdam 10 Ankara 15 Barcelona 11 Berlín 4 Chicago 7 Dublin 11 Frankfurt 3 Glasgow 11 Halifax 14 Hamborg 7 Helsinki 0 Kaupmannahöfn 7 London 8 Madrid 13 Mílanó 9 Montreal 3 München -1 New York 7 Nuuk 1 Orlando 18 Osló 5 Palma 23 París 4 Prag 2 Stokkhólmur 3 Þórshöfn 11 STUTT ● Ölvunarakstur Karlmaður hefur verið dæmdur í héraði í tveggja mánaða fangelsi fyrir meðal annars að aka bíl ölvaður um Laugaveg í Reykjavík í október á síðasta ári. Ökuferð- inni lauk á umferðarmerki við Höfðatún. Áfengismagn í blóði mannsins reyndist 2,55‰. ● Árekstur Ökumenn tveggja bíla sem lentu í árekstri, To- yotu Avensis og Mercedes Benz jeppa, greinir á um hvað olli honum. Bílunum var ekið vestur Hringbraut. Lögreglan leitar vitna. Áreksturinn varð 9. nóvember á móts við BSÍ í Reykjavík. Síminn er 444- 1000. Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Sunnan- og suðvestanátt, víða 8-15 m/s en lægir, en sums staðar hvassara NV-lands. Úr- komulítið á NA- og A-landi, styttir upp vestan til. Hiti 7 til 12 stig. Kólnandi veður. VEÐRIÐ Í DAG 9 8 7 5 9 Kólnar í veðri Hvöss norðan- og norðvestanátt. Snjókoma eða él, en þurrt sunnan til á landinu. Frost 0 til 5 stig. VEÐRIÐ Á MORGUN 3 3 3 1 2 Frost allt að fimm stigum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.