Sunnudagsblaðið - 06.09.1959, Síða 2

Sunnudagsblaðið - 06.09.1959, Síða 2
466 SUNNUDAGSBLAÐIÐ Horfðu í þessa egg, egg, undir þetta tungl, tungl. SKRATTINN vildi einu sinni ekki verða minni en skaparinn og ætlaði að skapa mann. En sú til- raun fórst honum miður höndu- lega, því staðinn fyrir að skapa mann, varð köttur úr því, og vant- aði þó á hann skinnið. Sankti Pét- ur kenndi þó í brjósti um ræfils köttinn og bjó til á hann skinnið, sem hér segir: Skrattinn fór að skapa mann, skinnlaus köttur varð úr því; helgi Pétur hjálpa vann; húðina færði dýrið í. Enda er skinnið það éina, sem nýtandi þykir af kettinum. Á Norðurlandi er þessi vísa höfð svona: Skrattinn fór að skapa mann, skringilega með hár og skinn; andanum kom ekki í hann; úr því varð þó kötturinn. Og enn er þessi útgáfa til af vísunni: Skrattinn fór að skapa mann, skringilega með hár og skinn; andanum kom ekki í hann; átti að heita Þórarinn. Einu sinni gekk Kristur með sjó fram og Sankti Pétur með honum. Kristur hrækti í sjóinn, og af því varð rauðmaginn; — þá hrækti Sankti Pétur í sjóinn, og af því varð grásleppan, og þykir hvort tveggja herramannsmatur; eink- um rauðmaginn. Fjandinn gekk í humátt á eftir þeim með sjónum og vildi ekki vera minni en þeir og hrækti líka í sjóinn, en úr þeim hráka varð marglyttan, og er hún til einskis nýt. Eitt sinn veðjaði kölski við Kol- bein, sem kallaður var Jöklaskáld. Skyldu þeir báðir sitja á Þúfu- bjargi undir Jökli, þegar brim gengi þar hæst, og kveðast á þann- ig, að kölski gerði fyrri hluta næt- ur fyrri helming vísunnar, en Kol- beinn skyldi botna; en seinni hluta nætur skyldi kölski botna fyrir Kolbein, en hann kveða fyrrihluta vísunnar, og var það skilið undir samningi þessum, að hvor þeirra, sem ekki gæti botnað vísu hins, skyldi steypast ofan af bjarginu og vera þaðan af á valdi hins. Þeir tóku sig svo til og settust út á bjarg eina nótt, er tungl óð í skýjum, Kveðast nú á sem ætlað var, fyrri hluta nætur, og verður enginn stanz á Kolbeini að botna vísur kölska. Svo tekur Kolbeinn við og kveður upphöfin seinni hluta nætur, og gengur kölska all- vel að botna hjá honum, unz Kol- beinn tekur hníf upp úr vasa sín- um og heldur honum fyrir fram- an glyrnurnar á kölska, svo egg- ina bar við tunglið, og segir um leið: Þá varð kölska orðfall, því hann fann ekkert orð íslenzkt, sem yrði rímað á móti tungl, og segir því í vandræðum sínum: „Það er ekki skáldskapur að tarna, Kol- beinn!“ En Kolbeinn botnar þegar vís- una og segir: Ég steypi þér þá með legg, legg> lið, sem hrærir ungl ungl. En þegar kölski heyrði þetta, beið hann ekki boðanna og steypt- ist ofan fyrir bjargið í eina brim- ölduna, þar sem hún brotnaði og bauð ekki Kolbeini til kappkvæða eftir þetta. )4llllílM4tllllllllllllinilllllllllllllllllllllllUIIIIII|lllllll'l|ll"i>11 Presturinn var að útskýra sköp- unarsöguna fyrir hópi af börnum, sem hann var að uppfræða. Oh litli, sem sat á fremsta bekk, rétti upp hendina og sagði: — Pabbi segir, að við séum komnir af öpum. — Jæja, drengur minn, anzar presturinn. Ég er ekkert að hugsa um ættartölu fjölskyldu þinnar- —°— — Jón! hrópaði konan skeikuð og ýtti við bónda sínum í rúminU- Heyrir þú nokkuð? — Það hlýtur að vera innbrots- þjófur, svarar hann og snarast vasklega fram úr rúminu. — Ó, Elsku Jón, hrópar konan- Farðu varlega. Það má ekkert verða að þér. Hvað ætlarðu gera? — Læsa svefnhcrbergishurð- inni, svarar bóndi.

x

Sunnudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.