Sunnudagsblaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 4

Sunnudagsblaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 4
468 N næstur honum sat, svo small í eins og skoti væri hleypt af. „Róið þið!“ hvæsti hann, og það var gráðug gleði í rómnum. „Róið þið nú, helvítis viðrinin ykkar! Róið þið!“ Bátsverjar beygðu sig yfir ár- arnar og stefnið stakk sér í öld- una fyrir snöggu árataki. Stórbát- urinn var í næstu andrá kominn út á svo mikið dýpi, að ekki var til þess hugsandi, að stýrimanni væri unnt að ná honum. Þarna valsaði hann og barðist um á grunnsævinu, eins og vængbrot- inn fugl. Löks gafst hann upp, er hann stóð í vatni í höku. Hann var hætt ur að kalla, en starði aðeins á stór- bátinn, sem barst hægt og hægt fjær. Hann var algjörlega niður- brotinn og andlitsvöðvarnir slapp- ir. Hlustaði dauflega á hróp skip- stjórans, er bárust til hans yfir sæinn. „Nei“, heyrði hann öskrað, „þú kemur ekki aftur út á mitt skip. Þú vildir verða eftir á þessari manndrápsey! Þú neitaðir að hlýðnast mínum skipunum. Og það veit hamingjan, að hér skalt þú verða að hýrast, þar til holdið er rotnað af beinum þínum“. Og á þessari eyju dvaldi stýri- maðurinn í næstu fjögur ár og fjóra mánuði, sem sé frá 1704 til 1709, því þetta var skozki sjómað- urinn Alexander Selkirk. En raun ir hans á þessari eyju hefur skáld- ið Daniel Defoe gert ódauðlegar með sögu sinni, Hin einkennilegu og undraverðu ævintýri Róbin- sons Krúsó. Og sú saga hefur ver- ið mest seld og lesin allra bóka síðastliðna hálfa aðra öld. Þessi óbyggða eyja var Juan Fernandes, sunnantil í Kyrrahafi, undan Chileströnd, en um það bil hundrað mílur frá venjulegri skipaleið. Maðurinn, sem hneppti Selkirk einan í varðhald á eyju SUNNUDAGSBLAÐIÐ þessari, var skipherra nokkur, Thomas Stradling að nafni. Var hann nærfellt haldinn stór- mennskubrjálaði vegna yfirráða sinna á skipsfjöl og alþekktur að því, að skipta tíma sínum milli þess, að ausa yfir menn óbóta- skömmum og tæta sundur bak- hluta þeirra með svipu sinni. Skipið sem Stradling réði yfir var Sink Ports, 120 lestir að burð- armagni, með 16 fallbyssur og sextíu og þriggja manna sundur- leita áhöfn. Skiptust þar á sjó- menn, glæpamenn og kaldrifjaðir sjóræningjar. Sink Ports var lög- gilt víkingaskip, með áberandi ó- lánlegan starfsferil í sjóránum. Alexander Selkirk var þaulvan- ur og seigduglegur sjómaður frá útgerðar- og siglingabænum Largo í Fife-héraði í Skotlandi. Hafði hann ráðist stýrimaður á Sing Ports í Lundúnahöfn. Á sjóránsferðunum hafði hvert ólánið hent þá eftir annað. Yf- irmaður skipsins, Charles Pick- ering skipstjóri, hafði látizt úr hitabeltissótt undan strönd Suð- ur-Ameríku. í stöðu hans hafði verið bent á Stradling, en hann var maður uppstökkur, með eðlis- læga óhæfni í störfum, enda af- leitur skipsstjórnandi. Hafði skips höfnin gert uppreisn og gengið af skipinu út af skömmum Stradlings og misþyrmingum. Gengu 42 af 63 manna áhöfn á land í einu, með föggur sínar og farkistur, en gerðu það einungis fyrir þrábeiðni Willi- ams Dampier, foringja á öðru skipi leiðangursins, að snúa til starfa sinna aftur. Stradling hafði tekið upp elt- ingaleik við franskt barkskip, en misst af því sökum þess að það var hraðskreiðara en Sing Ports. Þá hafðj hann skipulagt og stjórn- að árás til rána á spánskan hafn- arbæ, verið komið að honum ó- vörum og rekinn á flótta með skömm. Það var fátt, hafi það verið nokkuð, sem Alexander Selkirk fann gott við hlutskipti sitt um borð í Sing Ports. Tíminn leið og engum ránsfeng var að skipta. Lífsskilyrði á skipinu jöðruðu við það að vera óbærileg. Farkostur- inn var herjaður af hvers konar meindýrum, kakalökkum, rottum og bjöllum. Vistarverurnar voru krubbulegar og menn urðu að skríða undir gilda bjálka til þess að komast niður í hásetakomp- urnar, er voru lýstar með sótug- um lömpum og kertum. Kjötforð- inn hafði verið illa saltaður, svo að maturinn úldnaði, þegar frá leið. Sjór hafði komizt í kexið, svo að það var orðið kvikt af möðkum, og drykkjarvatnið var fúlt og daunilt. Selkirk sjálfum fannst hann utanveltu leiðangursins. Og í þessu hugarástandi var hann, þeg- ar Sink Ports sótti þá sex menn af skipshöfninni, er skildir höfðu verið eftir á Juan Fernandes eyj- unni, nokkrum vikum fyrr, þegar Stradling vatt upp akkeri í snatri og hóf að elta skip, sem var hrað- skreiðara en hans eigið. Djúpt niðri í iðrum skipsins átti nú Selkirk langar viðræður við þessa menn, er á eynni höfðu dvalið. Og eftir því sem lengra fór frásögn þeirra, varð Selkirk oftar á að bera saman útlit þess- ara manna og skipshafnarinnar kringum hann, sem var hlaðin ból- um, blöðrum og kýlum. Manna, sem holdin tálguðust af sökum ó- nógrar fæðu, og voru sumir hverj- ir með flakandi bakhluta af völd- um svipunnar. Og hann gat ekki annað en borið lýsingu þeirra á hinni grænu og grösugu eyju saman við þessa pesthlöðnu prís- und, er hann sat í. „Veðrið var dásamlegt", sagði einn mannanna, „aldrei of heitt né of kalt. Ætíð var hægt að ná í nýtt kjöt eftir vild, af villigeit-

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.