Sunnudagsblaðið


Sunnudagsblaðið - 06.09.1959, Qupperneq 16

Sunnudagsblaðið - 06.09.1959, Qupperneq 16
480 SUNNUDAGSBLAÐIÐ ef það er talið auðsynlegt að segja til syndanna, þá er mikið atriði, hvernig það er gert, og með hvaða málblæ. Nöldurlegur vandlæting- artónn, kemur hinum aðilanum strax í varnarstöðu — og hann svarar í sömu mynt, og þá er rifr- iidið byrjað. Varðveitið því rósemi hugar- farsins eins vel og þér getið — sá rólegi vinnur ætíð —, hvort held- ur það er hann eða hún, sem hef- ur rétt fyrir sér. í hjónabandserj- unum kemst það lag á, að annar aðilinn hefur réttast fyrir sér (en báðir hafa auðvitað nokkuð til síns máls), og svo lætur annar undan, og .réttir fram hönd til sátta, eða þá að honum verður það ljóst, að hann hafi sjálfur rétt fyrir sér, en það ])ýðir ekkert, þótt rifizt sé áfram, og þá lætur hann heldur í minnipokann til þess að halda friðinn. Ef málefnið er alvarlegt ber heldur að taka það upp síðar, þegar báðir aðilar eru orðnir ró- legir. Ef deiluefnið er tekið rétt- um tökum er óþarft að útkljá það með rifrildi. Maður ætti yfirleitt aldrei að hika við að bera klæði á vopnin og stíga fyrsta skrefið til sátta. En þá þarf hinn aðilinn líka að sýna þann þroska og hætta rifr- ildinu — því ef hann heldur því áfram, þrátt fyrir allt, er eitthvað bogið við hann. Ef annar aðilinn leitar sátta, má ekki slá á útrétta sáttahönd. Ef það er gert, er ó- samkomulagið orðið hjónaband- inu hættulegt. í sjálfu sér ætti þó ekki alltaf að reyna að sneiða hjá deilum. Það er t.d. heimskulegt af ungu konunni, að ógna stöðugt með orð- unum „ég fer heim til mömmu“, í hvert sinn og upp kemur deila. Hjónabandið leggur skyldur á herðar; þá er fólkið orðið fulltíða og verður sjálft að gera út um málefni síp og taka afleiðingun- um! Með slíkum hótunum er kon- an ekki aðeins að veikja traust mannsins á henni, heldur og að vekja kala, sem margir eiginmenn bera til fjölskyldu hennar. Þegar á hólminn er komið, verð- ur að heyja stríðið til enda — og spara orðið skilnaður. Einstaka sinnum í vissum alvarlegum deilu málum getur hótunin um skilnað kannski haft mildandi áhrif á mót- herjann. En noti maður þá hótun í tíma og ótíma, verður hún slitið vopn — og ef til vill tvíeggjað. Að lokum hefur skilnaðargrýlan kannski verið notuð svo oft, að hinn aðilinn er farinn að trúa á hana. Og dag nokkurn er það orð- in alvara. * Rómversk-kaþólskur biskup í Galway í írlandi hefur sent frá sér hirðis- bréf um baðsiði nútím- ans. Var boðskapur hans fluttur af öllum predik- unarstólum í biskups- dæmi hans fyrir nokkru. Hann segir að það sé skömm og vanvirða að konur og karlmenn séu á sama baðstað. Það eigi að vera sérstakur staður fyr- ir konur og annar fyrir karlmenn. Það kvað vera syndsamlegt, ef ungt fólk og ógift lætur sig henda það að vera á sama bað- stað. | j Maður nokkur í Arkans as í Bandaríkjunum hef- ur fundið upp á einkenni- legri aðferð til að græða. Hann á gamla demanta- námu, sem búið er að leggja niður. Nú leyfir hann hverjum sem hafa vill að grafa í námunni fýrir 25 cent á dag, en þar að auki fær hann 40 % af verðmæti þeirra demanta, sem meira eru en 5 karata. Hvern dag koma hundruð ferða- manna og grafa í nám- unni, þótt hún sé talin þrotin. Þetta er sport, ekki síður en von um auð. MATARUPPSKRIFTIR Á PLÖTUM. í Frakklandi tíðkast það orðið mjög að fólk gæti fengið mataruppskriftir á hljómplötum og eru þess- ar plötur nefndar „talandi matreiðslubókin“ og eru einkanlega vinsælar með- al piparkarla, sem malla matinn fyrir sig sjálfir. Vísindamaður í líffræði stofnuninni í Frankfurt fullyrðir eftir margra ára rannsóknir á mölflugu að eitt kvendýr geti getið af sér 475 000 afkvæmi á einu ári, og eftir eitt ár hafi afkomendur þess étið upp til agna 46 340 grömm af ullarefni, eða sem svarar 80 karlmanns alfötum. SUNNUDAGSBLAÐIÐ Fylgirit Alþýðublaðsins. AFGREIÐSLA: Hverfisgötu 8—10 — Sími 14900 Prentsmiðja Alþýðublaðsins

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.