Sunnudagsblaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 3

Sunnudagsblaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 3
SUNNUDAGSBLAÐIÐ 467 Sagan bak við söguna um Robinson Kruso: SEGLSKIPIÐ Sink Ports stefndi til hafs, eins og drauga- skip, mannað dauðri áhöfn, sem §ekk þó um og hreyfðist. Upphaf- ^ega andmælatuldrið hafði fljót- ^ega hjaðnað, þegar fréttirnar bár- Ust, nú stóðu mennirnir við öldu- stokkinn, þöglir og svipþungir, — biðu. Aðeins einn maður var þar, sem ekki hafði ró í sínum beinum, ann- ars er naumast hægt að nefna ká- etudrenginn marin. Augu hans voru stór og starandi, varirnar skulfu og hann þurrkaði í sífellu svitann af lófum sér á saumunum á buxunum sínum. Hann hefur þetta aldrei af, sagði hann við sjálfan sig. Aldrei. Og ef skip- stjórinn lætur verða af þessu, þá er hann morðingi. Skömmu síðar fór að brydda á kamkvæmdum þess, sem skips- höfnin hafði óttast og verið að ^íða eftir. Eftirvæntingin virtist keinast að miðjum þiljunum. Allir ktu í þá átt. Skipsmenn fylgdust roeð þvj- er hurðin að gangv'egin- opnaðist og stýrimaður skips- ‘Os kom að neðan og gekk út á þilfarið. Hann var náfölur, með Samanbitnar varir, og leit helzt ^t eins og — það sem hann var, ^aður, sem af fúsum vilja hafði kosið sér til handa eins konar lif- attdi dauða, einkennilegrar teg- andar. Stýrimaðurinn hikaði á miðri feið að öldustokknum og leit um °xl. Gangdyrnar opnuðust á ný og tveir hásetar roguðust út á þil- tarið fneð eitthvað, sem líktist af- langri timburhirzlu. Það var skipskista stýrimannsins. Síðastur mm mm allra kom skipstjórinn í ljós. Gekk hann nú í fylkingarbrjósti, lagði leið sína út að öldustokkn- um og skipaði að láta kistuna síga í köðlum niður í stórbátinn, er lá reiðubúinn við skipshlið. Skipstjórinn fór nú yfir borð- stokkinn og lét sig síga á kaðli niður í bátinn, stýrimaðurinn fylgdi þegar á eftir honum, en á- höfnin gaf nánar gætur að því sem fram fór. Skipstjórinn kinkaði kolli og róðrarkarlarnir, berir nið- ur að mitti, lögðu frá. Enginn mælti orð frá vörum, þar til bát- urinn var kominn fast upp að ströndinni. Glóandi hitabeltissól- in hafði komið svitanum út á róðr- armönnunum, svo hann rann í söltum lækjum niður enni þeirra og ofan í augun. Þeir drápu tittl- inga og störðu á stýrimanninn, efablandnir um það, hvort mann- inum væri sjálfrátt, að velja sér annað eins hlutskipti. Þá skreið báturinn upp í fjöru- sandinn og nam staðar. Stýrimað- urinn hikaði aftur, en skipstjórinn gaf honum engan tíma til að skipta um skoðun. Hann benti einum bátsmanna að hjálpa sér og síðan lyftu þeir kistu stýrimannsins upp úr bátnum,. báru hana yfir froðu- röstina og hófu hana upp á kamb- inn. Nú þurfti stýrimannsins ekki við til neins. Hann forðaðist að mæta hinu herskáa augnáráði sk-ipstjórans, sté yfir borðstokk- inn í hnédjúpt vatn, gekk þung- lamalegum skrefum til lands án þess að líta um öxl og upp á þurr- an fjörusandinn. Hann virti fyrir sér landið er blasti við honum, trén og runnana, gróskumikinn vínvið og gnapandi klettasnasir. Bak við hann var allt í fullum gangi. Skipstjórinn og róðrarmenn hans ýttu bátnum út á svo djúpt vatn, að hann flaut, klifu síðan upp í hann og skipstjóri benti mönnum sínum að bregða árum í sjó. Báturinn sneri stafni frá landi og þokaðist gegnum brim- garðinn. Þegar báturinn hafði mjakast svo sem þrjátíu metra frá landi og engin hætta var á að öldurnar gætu hrakið hann inn að strönd- inni aftur, veifaði skipstjórinn hendinni og róðrarkarlarnir héldu uppi árum sínum. Bátsverjar litu við og horfðu til þessa einmana manns, er stóð í fjörunni og starði inn til lands. Þá gerðist það, allt í einu, sem þeir höfðu allir verið að bíða eft- ir, skipstjórinn hlakkandi, hinir með skelfingu. Maðurinn einsamli uppi á ströndinni sneri skyndilega við í sín eigin spor og tók á æðisgengna rás niður að fjöruborðinu. Hann sló um sig með höndunum eins og í krampakasti og andlitsdrættirn- ir afmynduðusf er hann kallaði svo hátt að röddin varð líkari skræk. Skipstjóri og bátsverjar gátu þó greint orðaskil í hinu ofsa- lega ópi: „Skiljið mig ekki eftir“, bað hann örvilnaður. „Takið mig með ykkur um borð!“ Um leið og stýrimaðurinn æddi út í sjóinn og stefndi á stórbát- inn, gerði skipstjórinn sínar gagn- ráðstafanir. Hann sló flötum lóf- anum á öxl þess bátsmanns, er

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.