Sunnudagsblaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 9

Sunnudagsblaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 9
veizlum, læra sund í sömu sund- lauginni, eru við skólasýningar hlið við hlið, og margt annað. Hin einangruðu einbirni fortíðarinnar eru nú orðin mjög sjaldgæf. í stað þeirra systkina, sem þau söknuðu svo ákaft til að geta blandað skapi við, er nú kominn hinn eðlilegi félagsskapur við hitt kynið. í æsku eru alltaf margir saman þeg- ar á að skemmta sér, en þeir tím- ar koma en hann vill ganga með henni, eins og komizt er að orði. Það er ekki til neins, ef hann segir einhvern daginn við hana: „Heyrðu Tove, eigum við að fara saman í kvikmyndahús? Á hvaða degi getur þú komið?“ Nei, ef hann vill halda spilareglurnar verður hann að spyrja, hvort hún vilji koma með í bíó á 7 sýningu á þriðjudaginn. Ef hún kveður já við því hittast þau ekki fyrir utan kvikmyndahúsið, heldur nær hann í hana heim. Þegar hún kynn ir hann fyrir foreldrum sínum á hún að segja: „Þetta er Sveinn, þið hafið heyrt hans getið, hann er miðframvörður i handknatt- leiksliði bekkjarins.“ En slíkt eru hentugar upplýsingar, sem gefa foreldrunum umræðuefni á með- an hún færdr sig í yfirhöfnina. Þegar hún fer, segir hún við for- eldrana: „Ég er að fara í bíó og verð komin eitthvað yfir klukkan 10.“ Þá vita foreldrarnir hvar hún er, og Sveini er fullljóst, hvenær hún á að vera komin heim, og að hann beri ábyrgð á því. Nú hafa Tove og' Sveinn fundið nvort annað, en ef að þau eru eðlilegt ungt fólk einangra þau sig ekki, heldur eru ennþá í kunn- ingskap við sína mörgu félaga, sem óska eftir honum og njóta hans. Hér geta foreldrarnir orðið að miklu liði með því að opna heim- ilið fyrir kunningjahópnum, og gefa þeim þannig í skyn, að þau séu velkomin. Þessi heimboð eiga SUNNUDAGSBLAÐIÐ ~ " 473 ekki að vera stórar matveizlur, þar sem það er ekki vegna matar- ins sem kunningjarnir koma sam- an, heldur vegna félagslyndis. Te, dans eftir útvarpinu og kalt borð eftir atvikum. Síðar meir getur stúlkan haldið stærri og þægilegri veizlur, sem gestirnir munu lengi í minnum hafa og vera mjög þakk látir fyrir. Auk þess er hægt á þennan hátt að koma í veg fyrir að unglingarnir séu að flækjast á götunni og hanga á lélegum veit- ingastöðum, eða leita sér hælis hjá einhverjum sem leigir sér her- bergi. Foreldrarnir verða að gera sér það Ijóst, að unglingarnir geta ekki verið annars staða»r en á heim ilum sínum. Þeir, sem eru ást- fangnir vilja vera eins mikið sam- an og mögulegt er, en peningarnir endast ekki lengi við okkar dýra skemmtanalífi. Þess vegna er það mikil hjálp þegar unglingurinn getur boðið sinni elskuðu eða hún sínum elskaða heim. Þau geta þá annaðhvort tekið þátt í fjölskyldu lífinu eða verið út af fyrir sig í herberginu sínu, ef það er útbúið sem venjuleg setustofa. Það á ekki að taka á móti unglingunum eins og tengdadóttur eða tengda- syni, heldur eins og félögum. Með því að gagnrýna vini eða vinkonu er eins og það sé búið að taka viðkomandi inn í fjölskyld- una, og unglingarnir, sem eru ekki enn farnir að hugsa um hjúskap, sjá eftir því að hafa látið fjöl- skyiduna vita, að þeir séu ást- fangnir. Þetta getur gert ungling- inn fráhrindandi við foreldra sína, en hin mesta hamingja hverra for- eldra er þó sú, að eiga börn, sem koma til þeirra með öll þau vanda mál, sem þjá þeirra ungu sál. Skilningur og tillitssemi í ást- um þroskast með aldrinum. — í fyrstu, — og það er svo dásamlegt, — er áslin fyrir ástina. Við vitum ekki hvernig á þessu stendur, en heimurinn er svo bjartur og sól- ríkur, við förum snemma á fætur á morgnana, lesum námsefnið og þegar kallt er berum við ruslaföt- una niður fyrir mömmu, og öll hin áður hötuðu verk eru unnin með brosi á vör, eingöngu vegna til- hugsunarinnar Um að hitta liana í kvöld, Síðar verður maður.ást- fangin vegna þess að hann er svo fínn og smágerður, eða stór og sterkur. En auk þessa veitir kynn- ingin skilning á hinum raunhæfu verðmætum og hinum mörgu skil- yrðum til þess að geta lifað sam- an. Það eru fæstir, sem upplifa það, að skólakynning endi með giftingu. Hjartað verður sem bet- ur fer fyrir mörgum og margs konar áhrifum, áður en ungling- urinn veit að hverju hann er að leita. Sem betur fer veitir þetta mikla reynslu, sem reynir á ung- linginn, og þarf hann þá á að- hlynningu og tillitssemi heimilis- ins að halda. Þeir tímar koma að drengirnir fara að reykja og ganga í síðbux- um í skólann á hverjum degi. Þeir fara að tala með yfirlæti um stelp- ur og þá fer að langa til að þekkja aðrar en þær stelpur, sem þeir eru með í skólanum og á götunni. Þeir montast við félaga sína yfir sigi'- um sínum, og tala þá ekki alltaf sem virðulegast, eða eru riddara- legir í framkomu. Þetta eru mjög erfiðir tímar fyrir ungu stúlkurn- ar, sem ennþá eru fullar af draum órakenndum hugsunum. Þær geta orðið fyrir því að þeir flauti á þær á götunni, til þess að komast í kunningsskap við þær. Þetta er jafn óþægilegt og vera elt. Það getur verið að stúlkan setji upp þótta eða fyrlitningarsvip, þá eru þeir ekki lengi að stimpla hana sem leiðindastelpu. Kannski roðn- ar hún og flýtir sér framhjá, þá hlæja þeir háðulega á eftir henni, en kannski brosir hún aðeins með sjálfri sér og gengur áfram. Þá er

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.