Sunnudagsblaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 13

Sunnudagsblaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 13
SUNNUDAGSBLAÐIÐ 477 og ber venjulega vott um skort á umburðarlyndi. Og það háskalegasta við þessa afbrýðisemi er það, að þegar þú ímyndar þér, að hún vitni um ein- læga ást, ertu algjörlega blind fyr- ir þeim skaðlegu áhrifum, sem þetta hefur á tilfinningalíf manns- ins, sem þú elskar. Það er ekki hægt að búast við því, að hann líti á hlutina frá sama sjónarhól og þú. enda þótt hann væri af fullum vilja gerður, og þótt ást hans sé einlæg og heit. Með öðrum orðum: Næst þegar afbrýðisemin kvelur þig, þá kæfðu hana í fæðingunni! Losaðu þig við hana með því að einbeita huganum að einhverju ákveðnu verkefni. Ef þú í upphafi reynir að gera þér ljósa grein fyrir tilfinningum þínum, áttu auðvelt með að skil- greina og skilja ástina. Ef ástin dofnar aldrei, þrátt fyrir erfið- leika og ýmiss konar óþægileg at- vik; ef hún sigrar þrátt fyrir skoð- anamun; ef þið bæði finnið að þið getið ekki án hvors annars verið, og að hvers konar ótryggð sé úti- lokuð af beggja hálfu; ef þú ert fús til að færa fórnir vegna þess, að bú elskir maka þinn meira en sjálfa þig, þá þarft þú ekki að ótt- ast hamingjuleysi — þá er ást þín hrein og fullkomin. >IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII||| Gnmli og iiýi tíminn Hjálmar á Hofi kvað eftirfar- andi vísu nýlega til Jóns úr Vör: Mér finnst von að vandist mál, vellir Braga hrími, þegar hlý og liagorð sál hefur glatað rími. Jón úr Vör svaraði: Harma ei það, sem horfið éf hverf til nýrri daga. Vísuna ég þakka þér þulur í liofi Braga. Einmana Framhald af bls. 471. dag, er vera kynni að hann fynd- ist. Hann vissi að staður þessi var langt frá alfaraleiðum allra skipa, en alltaf gat komið fyrir að kaup- för ( villu eða víkingaskip eins og það sem hann gekk af, slöguðu inn að eynni. Fjórum árum og fjórum mán- uðum eftir að Selkirk steig fæti á Juan Fernandes, kom loks að bví. að tvö skip frá Enelandi nálg- uðust bennan stað. Nefndust þau Hertoginn og Hertogafrúin og lutu bæði stjóm sjóræningjans Woodes Rogers. Selkirk kveikti merkjabál á ströndinni, og gerði það á sérlega heppilegum tíma, því úti á flagg- skipi sínu var Roger einmitt að ráðgast um hvert skyldi halda. Var það hvorttveggja, að þeir fé- lagar voru orðnir fátækir af drykkjarvatni og auk þess höfðu þeir nú sfð eldana á eynni. Gerðu þeir helzt ráð fyrir að Spánverj- ar hefðu komið fyrir setuliði uppi á landi fyrir innan Cumberlands- flóa. Jafnskjótt sem Rogers varð mannvistar var f landi, skipaði hann báti að fara og njósna um þá, sem kynnu að liggja inni í fló- anum. Þegar báturinn varð engra óvinaskipa var, hélt hann með sex manna áhöfn, grárri fyrir járnum, undir stjórn skipstjóranna Dover og Fry, inn til strandar um nónbil 2. febrúar 1709. Inni á ströndinni beið Selkirk, klæddur geitaskinnum. Hann hljóp aftur á bak og áfram og bað- aði út höndunum eins og brjálæð- ingur, gargandi og gólandi sam- hengislausar setningar í taum- lausri gleði sinni yfir því að sjá mennska menn. S'ennilega hefði i eyðiey ensku sjóræningjunum ekki brugð ið meira í brún þótt þeir hefðu mætt þarna vopnuðum Spánverj- um en Selkirk, eins og hann kom þeim fyrir sjónir. Hann bauð Englendingana vel- komna til eyjar sinnar, hljóp uppi villigeit, þeim til mikillar furðu, og sauð þeim máltíð af nýju kjöti. Selkirk réðst nú í þjónustu vík- ingaleiðangursins. Nokkrum vik- um síðar hertóku þeir 50 lesta barksikp, er nefndist Inirease. Var því breytt í spítalaskip flotans og Selkirk fengin forusta þess. Ránsferð Woodes Rogers varð mjög happadrjúg, tóku þeir mörg skip og náðu geysilegu herfangi, bæði timbri, kakaói, kókoshnetum og tóbaki. Þá rændu þeir spænsku borgina Guiaquil og fengu þar 25 þúsund gullpeninga í lausnargjald, auk þess mikinn ránsfeng annan. Haustið 1711 hvarf leiðangurinn aftur heim til Lundúna. Hluti Sel- kirks af herfanginu reyndist 800 punda virði, sem ekki var smálítil upphæð í þá daga. Hitt var þó án efa mikilvægara, að stórskáldið Daniel Defoe kynntist sögu Sel- kirks og ritaði eftir henni sína frægu bók. Fvrstu mánuðina var Selkirk á lausum kili í Lundúnum. Hann gat ekki fyllilega samlagazt um- gengnisháttum þjóðfélagsins á ný. Bjó hann þar með konu, og þegar þeim lynti ekki lengur saman, hvarf hann til heimkynna sinna í Largo í gullbryddum klæðnaði. Heima fyrir var Selkirk einnig utanveltu. Hann sneiddi hjá ætt- fólki sínu og æskuvinum, fór einn saman og kenndi köttum kæki og listir'. Hann gerði sér kofa á ási bak við heimili föður síns„ sat þar löngum, og horfði á haf út. Má

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.