Sunnudagsblaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 6

Sunnudagsblaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 6
470 SUNNUDAGSBLAÐIÐ ist með því, liðu stundir dagsins, sólin gekk til viðar og þögn færð- ist yfir lög og láð. Myrkrið féll á og með því ótt- inn. Selkirk leit upp og starði út í dimmuna kringum sig. Hann nam hreyfingu, vissi að hafðar voru gætur á sér, heyrði til einhverrar lifandi veru. Honum fannst eitthvað smávaxið koma eftir saridinum, gangandi á grönn- um fótum, það færðist nær, nú heyrði hann andardrátt þess, sjálf- ur stóð hann á öndinni, með hverja taug spennta. Loks kom að hinu óhjákvæmi- lega. Eitthvað lítið og vott og loð- ið straukst við hönd Selkirks. Það rann berserksgangur á manninn, hann rauk upp, barðist um með höndum og fótum og ofsalegt arg brauzt upp um barka hans. Sel- kirk skalf af ótta. Hann hrasaði um steina, þreifaðist um sandinn eins og hann væri að klóra. Loks gat hann reitt saman rekaviðar- búta, sló síðan eld með tinnu sinni og kveikti stóreflis bál. Hann bætti stöðugt á eldinn, gat ekki til þess hugsað, að hann slokknaði og gaf nánar gætur að örsmáum augum, er sátu um hann í skugganum frá öllum hliðum. Þ'rita voru rottur, sem komizt hö''ðn á land af skip- um, sem lagt höíðu að eynni til að nesti si ;. Selkirk hrei árr.ð; um sig sem allra næst eldim: n og barðist við svefninn. A”t í r'nu gall við nýr hávaði, h yllil g r d jöfulgangur, sem hvorl i hanr nA nokkur ann- ar dauðlegur ir.aður hefúr nokkru sinni orðið hey-r ar /ottur að. Sel- kirk hríðskr’f ?r hann hlustaði á þessi ólæti, var hann að verða brjálaður? Það var líkt og skellir og högg dyndu á votum skepnu- skrokkum, eins og kvalaöskur pyndaðra manna kvæðu við. Eina hugsun stýrimannsins var sú, að komast í felur, að útiloka sig frá ógnahljóðum næturinnar. ; INGÓLFUR Kristjánsson,: . ■ .■ ; sem verið hefur ritstjóri: ■ ■ ; Sunnudagsblaðsins frá því: ■ ■ : það hóf göngu sína, liefur núl ■ ■ ; látið af ritstjórn þess. Hann: : stofnaði blaðið og aflaði því: ; þeirra miklu vinsælda, seml ■ ■ : það nú nýtur. Skulu honumj j færðar alúðarþakkir og árn-j : aðaróskir, er hann tekur viðl ■ ■ I nýju starfi í þágu Alþýðu-I : blaðsins, en liann hefur núl I gerzt framkvæmdastjóri þess.I Hann tók brennandi kyndil úr eld- inum, dró að sér steina og stór- grýti og hlóð sér byrgi, nægilega stórt til þess að skríða inn í. Síð- an kom hann sér þar fyrir og lok- aði dyrunum með stórum stein- hnullungi. Þarna lá hann í myrkr- inu og hlustaði á öskrin, hræddur við að sofna. Að endingu leið hann út af í djúpan og dásamlegan svefn hins sárþreytta manns. Þegar Selkirk vaknaði morgun- inn eftir, hikaði hann við að kanna eyjuna til landsins, heldur tók sér göngu meðfram sjónum. Bráðlega rakst hann á skepnur þær, er or- sakað höfðu ótta hans um nóttina með óhljóðum sínum. Voru Þa® selir og sæljón, er notuðu eyjuna fyrir uppeldisstöðvar ungviðis síns. Þeim vgr heitt í hamsi oS fokreiðir innrás Selkirks í ríki þeirra. Ruddist hópurinn fram til að ráðast á komumann, svo að Sel' kirk lagði á flótta sem fætur tog- uðu. Þetta var hið fyrsta, sem kenndi honum að gæta varúðar a eynni. Selkirk stýrimaður var engm hetj.a, til að byrja með. Hann tók ekki þegar á rás kringum eyna til að rannsaka uppland hennar, hann hugsaði sér ekki fyrir neinu. safn aði sér ekki matvælum, bvggð1 sér ekki kofa, bjó sér ekki til flík' ur. Ef nokkur breyting varð á hon um, mátti segja að eins konar dofi legðist yfir hann. Hann svaf þeS' ar hann gat ekki haldið sér vak- andi lengur, mataðist einungis, er hann var máttfarinn orðinn hungri og veiddi þá vatnakrabba úr víkinni eða villigeit, sem hafði hætt sér of nærri ströndinni. Ann- ars sat Selkirk niðri við sandinn, sneri baki að landi og starði á haf út, hvessti sjónir að því, hvort hann sæi ekki segli bregða fyrir- Eldinum hélt hann stöðugt vak- andi, ef ske kynni að skip sæjn hann. Við þennan sljóleika losn- aði Selkirk ekki fyrr en að tæpn ári liðnu. Að endingu hrökk hann út úr þessari leiðslu á geitaveiðum. Til að byrja með hafði hann skotið villigeitur með byssu sinni, en pnð urforði hans gekk brátt til þurðar og eftir það þjálfaði hann sig til að hlaupa þær uppi. Er honum tókst að ná geit, felldi hann dýrið til jarðar og dró um barka þess með kníf sínum. En á fyrrnefndri veiðiferð tók viðburðarásin óvænta stefnu. Sel' kirk hafði elt villigeit inn í sjálf' heldu á hárri klettasnös. Þar henti hann sér á geitina og maður og dýr veltust í hnipri fram í trjá-

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.