Sunnudagsblaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 10

Sunnudagsblaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 10
T 474 SUNNUDAGSBLAÐIÐ áhuginn hjá drengjunum vakinn. Hún hefur áreiðanlega alveg af- vopnað þá, en látbragð hennar er eins og stúlkurnar í draumum þeirra, og brosið hefur opnað dyrn ar í hálfa gátt, svo að það er mögu leiki fyrir seinni og þægilegri kynningu. Vitur móðir sagði einhverju sinni við dóttur sína: „Ung stúlka getur eyðilagt heiður sinn á ein- um degi, og það getur tekið hana meira en ár að vinna hann á ný. Þetta verður stúlka á hennar aldri sífellt að hafa hugfast.“ Um drengi gildir öðru máli, og það þarf allt annað til þess að hann missi álit sitt, auk þess er léttara fyrir hann að vinna það á ný. Nú á tímum hefur æskan mikið frjálsræði. Henni stendur til boða íþróttaferðalög, æskulýðsfélög og margt annað, sem er hægt að taka þátt í án þess að vera kölluð tepra. Þeir foreldrar, sem hafa ábyrgð- artilfinningu gagnvart þroska barnsins, verða að fylgjast með því, til hvers börnin fara í burtu nokkra daga í senn, og hvort það sé þá með félögum, sem eru und- ir stjórn einhvers fullorðins. Það er víst, að margt getur skeð á ein- um degi. Börn okkar eru alin upp á öld, sem hefur margar og dýrar skemmtanir, og hinar röngu mynd ir, sem margar kvikmyndir gefa, minnka ekki kröfurnar til lífsins. Drengir vilja heyra og sjávallt, en það þarf mikla peninga til þess, sérstaklega ef þeir verða að hafa sína heittelskuðu með sér hrökkva peningarnir ekki langt, f mesta lagi nokkur boð á mánuði. Þess vegna er það alveg sjálfsagt að hún borgi fyrir sig, ekki sízt ef hún vinnur, en fái hún vasapen- inga frá föður sínum getur hann hjálpað henni, með því að láta hana hafa dálitla peninga, þegar hún segir honum, að hún ætli út með vini sínum. Flest boðin eru í kvikmyndahús og margir bíða eftir að það endi með hinum venjulega kossi í dyr- unum. Stúlkunni finnst oft eins og hún skuldi honum hann og hann vill að sínu leyti ekkj móðga hana. Hinn ungi maður veit ekki að hún verður frá sér numin, ef hann lætur sér nægja í fyrstu skiptin að kyssa hana annaðhvort á hárið eða á kinnina. Hann er, ef hann er hinn rétti, miklu ánægð ari, ef hún segir að þau skuli hitt- ast aftur og brosir, en kyssir ekki. Þetta eru nokkur af þeim vanda HÚSMÆÐUR hafa oft gott af því að vinna utan heimilisins eða að taka að sér aukastörf fyrir utan hin daglegu heimilisstörf. Við það kynnast þær nýju fólki á vinnu- stað og sjálfstraust þeirra eykst. Talið er, að konur, sem vinna utan heimilisins, hugsi meira um klæðn að sinn og snyrtingu, en hinar sem heima sitja og loks er á það bent, að ekki fari hjá því, að konur, sem hitta fjölda fólks utan heimilisins víkki mjög sjóndeildarhring sinn. Kvennanefnd Sameinuðu þjóð- anna mun í vor setjast á rökstóla og ræða kosti og ókosti aukavinnu húsmæðra. Aflað hefur verið skýrslu um þessi mál, og er hún byggð á upplýsingum, sem leitað hefur verið eftir hjá 12 þjóðum meðal ýmissa félaga, einkum kven- félaga. Upptökin að skýrslusöfnun þessari átti nefnd sú innan Sam- einuðu þjóðanna, er fjallar um stöðu konunnar í mannfélaginu. í skýrslunni, sem nýlega hefur verið birt, eru þessi hollráð m.a. birt til kvenna, sem vinna utan heimila sinna: málum, sem unglingur í nútíma- þjóðfélagi verður við að glíma. Þetta er það umhverfi, sem for- eldrarnir hafa skapað, en eru ekki fædd í sjálf, og vita þess vegna ekki, hvað þau eru að gera, þegar þau sleppa unglingnum út í lífið. Ef til vill hefðu afar okkar og ömmur það betra undir verndar- væng sinna foreldra, en frelsi á- samt ábyrgð veitir æskunni nú á dögum miklu greiðari og óþving- aðri aðgang að tilveru hinna full- orðnu. Reynið að verja sem minnstum tíma til sjálfra heimilisstarfanna eða með öðrum orðum, ef þér vinn ið úti, þá gerið heimilisstörfin að aukastörfum. Það, sem skortir fyrir húsmæð- ur, er vinna, eða vilja vinna utan heimila sinna, er að dómi höfund- ar skýrslunnar, betri og fjölbreytt ari heimilistæki, sem spara tíma og fyrirhöfn. Einnig er talið nauð- synlegt víða, að bæta verziunar- hætti til að spara tíma og erfiði við innkaupin. Ekki telur skýrslan, að auka- vinna húsmæðra henti öllum jafnt. Er t.d. bent á, að margar konur, er vinna utan heimila sinna, van- ræki þau; þeim hætti við að eyða of löngum tíma til ferðalaga milli vinnustaðar og heimilis. Þá er og á það bent, að í sumum löndum (t.d. íslandi) sé það enn tíðkað, að leggja skatta á samanlagðar tekj- ur hjóna, og fleiri ókostir eru nefndir, sem leggja stein í götu kvenna eða hindra þær í að vinna utan heimilisins. Er húsmæðrum hollf að vinna úti:

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.