Sunnudagsblaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 15

Sunnudagsblaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 15
um, eins og aðra, sem hann á viðskipti við. 7. Hann þarf að vera skemmti- legur og upplífgandi. Það, sem hyggnar stúlkur þurfa því að leggja sér á minni áður en þær velja sér éiginmann, er að rannsaka, hvort sá tilvonandi býr yfir einhverjum eða helzt öllum þessum eiginleikum. En því miður fer sjaldan mikið fyrir liyggind- unum hjá ástföngu fólki. Ungar stúlkur hafa sjálfsagt heyrt framangreindar aðvaranir ótal sinnum. En þær eru ekkert um þær að hugsa meðan ástar- blossinn brennur skærast. Þó gift- ast flestar í þeirri trú, að unnust- inn sé gallalaus. Og svo koma nokkrir unaðsfullir mánuðir, með- an unga fólkið sveimar sælt og á- nægt í ljósrauðu skýi hamingju- daganna. En síðar meir fara þau að verða vör gallanna hvort hjá öðru, og þá byrja árekstrarnir og rifrildið. En getur fólk ekki komizt hjá því að rífast eins og gráir kettir? Það getur maður áreiðanlega, ef maður hefur næga sjálfstjórn, eða finnur ekki neitt, sem gefur til- efni til að rífast út af. Það síðar- nefnda hljóðar kannski dálítið undarlega, því að hvernig byrjar rifrildi? Það er afleiðing mismun- andi skoðana, og það væri furðu- legt, ef ekki kæmu fyrir þau mál- efni milli hjóna, sem þau hefðu skiptar skoðanir um. Það geta t.d. verið börnin; það getur verið mat- urinn: það geta verið peningamál- in og ótal margt fleira. Deila get- ur risið út af því, hvort maðurinn á að setja upp grænt hálsbindi eða blátt við brúnu fötin sín, eða hvort þau eigi að fara í Austur- bæjarbíó eða Gamla bíó; hja hvaða fjölskyldu þau eigi að dvelja um jólin — já, það eru hundruð at- vika, sem hægt er að vera ósam- mála um. Þá reynir á sjálfstjórnina og SUNNUDAGSBLAÐIÐ ^ ' ’’ 479 stillinguna. En þó er alveg víst, að þau vandamál hljóta að bera á góma, sem óeining verður um, og er þá altítt, að sá aðihnn, sem meiri sjálfstjórn hefur, beygir sig eða lætur undan, til þess að firra rifrildi. Og þar sem það lendir síðar til vandræða — sá undir- okaði spryngur einhvern daginn, kannski ekki einmitt er skamma- demban stendur yfir — til þess hefur undirokaði aðilinn ekki taugar —. Nei, heldur kemur að því, að hann eða hún hættir að kæra sig um sambýli við hinn að- ilann, og finnur kannski traust og huggun hjá öðrum. Því er það, að þótt maður fyrir- hitti hjón, sem aldrei rífast, er það enginn mælikvarði á farsæld hjónabandsins. Maður ætti ekki að fyllast minnimáttarkennd eða hrifningu yfir slíku. Hressandi rifrildi heyrir til hverju heilbrigðu hjónabandi. En þar með er þó ekki allt sagt. Hjónaband er viðurhlutamikið fyrirtæki, og að vera giftur eða gift, er eins og að vega salt á brú yfir djúpri gjá. Maður getur líka rifizt unz það leiðir til skilnaðar. Það seni skipt- ir öllu máli er, að finna einhvern meðalveg — að setja sér leikregl- ur í rifrildinu, eða deilunum, eins og við getum líka nefnt þetta. Maður ætti t.d. aldrei að deila við máltíðir, og það verða báðir aðilar að leggja ríkt á minni. Það er hrein skrílmennska. Maður má ekki heldur rífast um háttatímann, og að minnsta kosti aldrei leggjast reiður til svefns. Geri maður það, vaknar maður næsta morgun f versta skapi og miklar fyrir sér öll óþægindin, — hann á skrifstofu sinni eða öðr- um vinnustað — hún, þegar hún er að taka til og ryksuga. Þá hef- ur maður svo ágætan tíma til að hugsa sig í hani, og vandamálin stækka og stækka! Hættulegasta fólk í hjónaband- inu er það, sem sífellt er fúlt og önugt, og finnur fróun í því, að telja sér trú um, að það sé órétti beitt. Það er einnig hættulegt í sjálfu sér. Þetta er fólkið, sem and- lega séð, setur hinn aðilann í skammarkrókinn. Það er vafalítið kvenfólkið, sem hér á mesta sök. Það eru þær, sem ekki tala við manninn í marga daga, eftir að þeim hefur orðið sundurorða; þær er fleygja matnum á borðið eins og fyrir hund; borða sjálfar stein- þegjandi, stjaka honum frá sér, og láta yfirleitt eins og þær viti ekki af tilveru hans. í byrjun getur þessi aðferð að vísu borið góðan árangur — hann! getur ekki afborið þennan kulda, og honum er ljúft að auðmýkja sig til þess að samkomulag kom- ist á að nýju. En þegar til lengd- ar lætur brestur hann þolinmæð- ina og fyllist bræði, svo mikilli, að hann kemur nýju rifrildi af stað, hvenær, sem hann fær til þess tilefni, þótt hún hafi viljað semja frið; eða þá að hann kveð- ur bæði kóng og prest, og fer að leita sér að öðrum lífsförunaut. Maðurinn giftir sig aftur, þrátt fyrir allt, meðal annars vegna þess, að hann þráir félaga með hlýtt hugarþel í staðinn fyrir að ganga áfram við hliðina á ísstykki í formi slíkrar „kerlingar11. Hjón mega heldur ekki rífast, þegar börnin heyra til. Sjálf glata foreldrarnir þá virðingu barnanna, og börnin glata tryggð sinni og einlægni við foreldrana. Meira að segja ætti maður ekki einu sinni að deila, þegar ungbarn heyrir til — það skilur að vísu kannski ekki orðin, en það heyrir „tóninn“, sem talað er í. En þó að út frá því megi ganga sem vísu, að hjón geti ekki kom- izt hjá því að deila, geta þau að minnsta kosti sneitt hjá mörgu rifrildinu. Fáir þola gagnrýni; en

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.