Sunnudagsblaðið

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Sunnudagsblaðið - 06.09.1959, Qupperneq 12

Sunnudagsblaðið - 06.09.1959, Qupperneq 12
476 SUNNUDAGSBLAÐIÐ gleði, nema geta gefið beztu vin- konunni hlutdeild í henni. En svo kemur „hetjudýrkunar- tímabilið“. Þá beinist athygli okk- ar og dálæti tíðum að einhverri eldri skólasystur, eða jafnvel kennslukonunni. En hver, sem það nú verður, þá lítum við upp til hennar með takmarkalausri lotn- ingu. — Hún er algerlega full- komin í augum okkar. Vjð gerum allt til þess að reyna að líkjast henni sem mest, bæði í útliti, tökt- um og hugsanahætti — allt þetta meira eða minna ósjálfrátt. En þetta skeið rennum við venjuleg'a brátt til enda, og nú komumst við á þann aldur, að við í fyrsta sinn förum að líta hýru auga til hins sterkara kyns. Fyrst eru það jafn- aldrarnir, eða piltar á svipuðu reki og við, sem eignast aðdáun okkar. En nú er aðeins mjótt bil eftir, unz við tökum stökkið til fulls og við förum að tilbiðja ein- hvern fullorðinn mann, sem sjálf- sagt myndi ekki trúa því, hverjar tilfinningar við bærum til hans, ef hann vissi um þær. Oft er þessi ,,draumaprins“ kannski faðir ein- hverrar skólasystur okkar; ef til vill getur það líka verið frægur kvikmyndaleikari, eða jafnvel ein- hver Clausen-hetja úr íþróttaheim inum. Allar þessar tilfinningar eru mismunandi ástartjáning, sem þó að lokum leiðir til þess, að ást okkar verður endurgoldin. Og í hvert skipti, sem það kemur fyr- ir, álítum við, að þetta sé hin eina og sanna ást. En eftir því sem við stálpumst og þroskumst, sjáum við, að það er hægt að verða ást- fangin af fleiri en einum manni. Okkur verður það ljóst, að við þráum ást og kærleika, en í mis- munandi formi eftir því, sem á við aldursskeið okkar og tilfinningalíf. Fvrst er það sú tjáning ástar, sem kemur fram í formi umhyggju og verndar; þá félagslegu þörf og aðlöðun, hrifnæmi og aðdáun og loks er það sú, sem byggist á líkam legri þrá, hverrar þroskaðrar manneskju. Sumar stúlkur láta staðar numið við eitthvert af þess- um stigum ástarinnar, og láta sér það nægja. En flestar af okkur viljum helzt — þegar við erum komnar á giftingaraldurinn — finna mann, sem allir þessir eigin- leikar sameinast í. Ef þú ert eín af þeim, sem stöð- ugt verða ástfangnar, getur vel svo farið, að þú álítir í hvert sinn, er þú eignast nýjan unnusta, að hann uppfylli allar kröfur þínar — enda þótt mikið skorti á það í raunveruleikanum. Ef þú ert við- kvæm og dapurlynd, fellur þér sjálfsagt vel við þann, sem er mild ur og góðlátlegur. Sértu aftur á móti virðingargjörn og stórlát, sækist þú feftir umburðarlyndum manni, sem hefur svipuð áhuga- mál og þú. Ef til vill ertu ein af þeim, sem mest gefur fyrir glað- sinna mann, sem vekur þér kæti og uppörvar þig, eða kannski ertu meðal þeirra, sem gefa mest íyrir þann — að minnsta kosti um stund — sem beitir þig húbónda- valdi og karlmennsku. Þú verður máske hrifin af manni, sem minnir þig á einhvern annan, sem þér hefur þótt vænt um einhvern tíma áður. Til dæm- is ef hann líkist að einhverju leyti föður þínum, eða kvikmyndaleik- ara, sem þú hefur dáð. Kannski verðurðu líka heilluð af manni, sem líkist ofurlítið piltinum, sem kyssti þig fyrsta kossinn í jóla- samkvæmi fyrir mörgum árum. Sjálf gerirðu þér þetta þó ekki ljóst. Það eina, sem þú veizt, er að þú ert ástfangin og spurning- arnar „hvers vegna“ og „hvernig“ koma þér.ekki í huga. Ef til vill hefurþu Igngi elska.ð mann, og veizt, að þú getur aldrei orðið hamingjusöm með neipum öðrum. Eigi að síður geturðu öðru hvoru orðið efablandin; þér er Ijóst, að hann hefur marga galla, og ýmislegt í fari hans angrar þig- Þetta viðurkennirðu, ef þú villt vera hreinskilin við sjálfa þig. Og þú óttast, að sambúð ykkar kunni að verða erfið. Kannski kemur efablendni þín til af því, að þú á- lítur, að söna ást blindi mann svo, að gallarnir verði ekki sýnilegir. Hver, sem þannig hugsar, veð- ur í villu. En enginn er algjörlega fullkominn, og sá sem hefur ekki ýmsan mannlegan veikleika eins og við sjálfar, myndi ekki fýsi- legur til sambúðar. Gallar og tk- markanir breyta engu, ef ástin er einlæg. Ef þú elskar mann, elsk- arðu hann þrátt fyrir alla galla hans, en ekki vegna þeirra. Kona, sem giftist í þeirri trú, að hún geti vanið manninn eftir sínum geðþótta, lifir við stöðug vonbrigði og örvæntingu. En sönn ást stenzt alla reynslu og erfiðleika. Ef þið hafið sam- eiginlega gengið gegnum sorgir og þrautir, án þess að kærleikur ykk- ar deyfðist, þarft þú ekki að bera kvíðboga fyrir framtíðinni. Það er einkenni á einlægri ást, að hún styrkist, fremur en veikist, ef að höndum ber sjúkdóma, fátækt og aðra örðugleika. Það er engin ástæða til þess að líta á sig sem píslarvott, þótt þannig ástæður skapist, en óneitanlega falla marg' ir fyrir þeirri freistingu. Sumar konur njóta þess jafnvel með sjálf- um sér, en það ættu þær að var- ast að temja sér, því að það bendir til þess, að þeirra eigið cg sé þeim meira virði heldur en makinn. Svipað á við um afbrýðisemina. Þú heldur kannski að afbrýðisemi þín út af því, ef maður þinn veitit öðrum konum athygli, sé einmitt merki um einlæga ást þína á hon- um„— pg þú gælir við píslarvætt- ishugsunina. En- afbrýðisemi er enginn mælikvarði á ástipa. Húu er aðeins ein, tegund eigingirnh

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.