24 stundir


24 stundir - 16.11.2007, Qupperneq 6

24 stundir - 16.11.2007, Qupperneq 6
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Greiðsluseðlar frá Rafþjónustunni Ljós berast nú þeim sem eiga ást- vini sem hvíla í Gufuneskirkju- garði. Bent er á að senn líði að jól- um og býður fyrirtækið til leigu raflýstan kross á leiði fyrir 7.500 krónur frá fyrsta sunnudegi í að- ventu fram á þrettándann. Tekið er fram að nafn viðtakanda sé tekið úr leiðaskrá Kirkjugarða Reykjavík- urprófastsdæmis með leyfi Per- sónuverndar. Fyrirtækið Rafheimur sér um lýsingu leiða í Fossvogskirkjugarði og hjá því kostar leiga á hvítum plastkrossi 6.400 krónur en 6.800 þarf að greiða fyrir leigu á greni- krossi með 6 perum. Þjónustan í þessu formi hófst ár- ið 1995 og var ekki um útboð að ræða, að sögn Þórsteins Ragnars- sonar, forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis. ,,Verk- takarnir sýndu þessu áhuga og þá var samið við þá,“ segir Þórsteinn. ,,Við höfum sett það inn í samn- ingana að bera þurfi hækkun á leigunni undir kirkjugarðana. Ef hækkun er umfram verðlag setjum við okkur upp á móti því,“ greinir Þórsteinn frá og bætir við að raf- verktakarnir greiði beint til Orku- veitunnar fyrir rafmagnsnotkun auk þess sem þeir greiði 10 pró- senta aðstöðugjald til kirkjugarð- anna af veltunni fyrir utan virð- isaukaskatt. Sigríður Sigurjónsdóttir, einn eigenda Rafþjónustunnar Ljóss, segir verðið hafa hækkað um 2000 krónur frá 1995. ,,Við eigum kross- ana og leiðslurnar sem við leggjum ofan í jörðu. Við sjáum um daglegt viðhald og greiðum skatta og launatengd gjöld vegna þessarar þjónustu.“ Í Hafnarfirði hefur sama fyrir- tækið séð um raflýsingu á leiðum í 52 ár. ,,Allt okkar kerfi er lagt of- anjarðar. Við leigjum út litlar serí- ur og er leigan fyrir þá algengustu 2.900 krónur frá 16. desember,“ segir Kjartan Jarlsson. Á Akureyri hafa samtök eldri skáta, St. Georgsgildið, séð um raf- lýsingu leiða í sjálfboðavinnu frá 1965. Stofnar eru grafnir í jörðu en leiðslur fyrir krossana eru ofan- jarðar. Leiguverðið fyrir lýsingu í ár verður 2.200 krónur. ,,Við greiðum 20 prósent af því sem kemur inn fyrir aðstöðuna. Ágóðinn rennur til styrktar skátastarfi á Akureyri,“ segir Kristbjörg Ólafsdóttir, gamall skáti. Raflýsing leiða á ólíku verði  Lýsingin í Reykjavík á hendi tveggja rafverktaka  Bera þarf hækkun á leigunni undir Kirkjugarðana, segir forstjórinn Leiðis vitjað Raflýsing er frá fyrsta sunnudegi í aðventu fram á þrett- ándann. ➤ Fyrsti maðurinn var jarð-settur í Fossvogskirkjugarði árið 1932. ➤ Árið 1982 var nýgreftrunfærð yfir í Gufuneskirkjugarð. KIRKJUGARÐAR 6 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 24stundir Bíl var ekið inn í bensínstöð Skeljungs rétt fyrir klukkan hálfeitt aðfaranótt gærdagsins. Bílnum var ekið á ofsahraða eftir Sæbraut og missti ökumaður stjórn á honum þegar hann beygði inn á Kleppsveg. Bíllinn lenti á stólpa og umferð- arskilti, snarsnerist síðan og lenti á milli eldsneytisdæla og hálfur inn á bensínstöðina. Tveir voru í bílnum og sluppu báðir ótrúlega lítið meiddir. Talið er að ökumaðurinn hafi verið und- ir áhrifum áfengis og fíkniefna. Lögreglumenn áttu svo fótum fjör að launa þegar annar ökumað- ur virti ekki stöðvunarmerki lög- reglu á vettvangi. Sá keyrði á ofsa- hraða en var stöðvaður við Dalbraut. Sá er einnig talinn hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. freyr@24stundir.is Ofsaakstur í fyrrinótt endaði á bensínstöð Voru ekki feigir Óheimilt er að halda hunda af tegundunum pit bull terrier, fila brasileiro, toso inu og dogo argent- ino eftir að bæjarstjórn Akraness breytti samþykkt um hundahald á miðvikudag. Auk þess verða bann- aðir blendingar af ofangreindum tegundum, blendingar af úlfum og hundum eða annarra hunda sem álitnir eru hættulegir. Þá er bætt við fyrri grein að hafi eigandi hunds ástæðu til að ætla að hundurinn sé grimmur eða vara- samur á hann að mýla hann utan heimilis síns. Jón Pálmi Pálsson, bæjarritari Akraness, segir þessar breytingar tilkomnar vegna ástands sem upp kom í bænum þegar „hundur réð- ist í tví- eða þrígang á einstaklinga. Þá kom það upp úr kafinu að sam- þykktin var ekki nógu nákvæm varðandi það að fjarlægja hunda.“ Ef hundur telst hættulegur, má nú krefjast þess að hundurinn verði aflífaður, enda sé leitað álits sérfróðra aðila áður en ákvörðun um aflífun er tekin. fifa@24stundir.is Breytingar á samþykkt um hundahald á Akranesi Hættulegar hundategundir bannaðar á Skaganum Hundahald Bæjarstjórn Akraness breytti samþykkt um hundahald á miðvikudag. Sturla Böðv- arsson, for- seti Alþingis, hefur svarað fyrirspurn 24 stunda varð- andi lög um handhafa forsetavalds. Í svarinu segir Sturla að hann telji engar ástæður til breytinga á því fyr- irkomulagi sem er við lýði og hann muni að sjálfsögðu gegna þeim störfum sem embætti forseta Alþingis fylgja, þar með talið störfum eins þriggja handhafa forsetavalds. fr Handhafar forsetavalds Sturla Vill engar breytingar. Engin breyting HÁSKERPA HEIM Í STOFU WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 MIRAI 32” LCD háskerpusjónvarp 79.900- TILBOÐ Hágæða Proformance hundafóðrið komið aftur Lægsta verð miðað við gæði Borgarholtsbraut 20, 200 Kóp S: 581 1191 / 699 3344 Landsins mesta úrval af páfagaukaleikföngum - yfir 200 gerðir! Borgarholtsbraut 20, 200 Kóp S: 581 1191 / 699 3344 stundir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.