24 stundir - 16.11.2007, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 24stundir
24stundir
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árvakur hf.
Ólafur Þ. Stephensen
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is
Prentun: Landsprent ehf.
Í dag er dagur íslenskrar tungu sem jafnframt er fæðingardagur Jónasar
Hallgrímssonar. Í hugum fjölmargra Íslendinga væri ómögulegt að kenna
daginn við annað skáld en Jónas Hallgrímsson. Jónas er fyrst og fremst ís-
lenskt skáld. Hann lofaði landið í ljóðum sínum og unni náttúru þess.
Hann var ekki bara staðfastur vörður íslenskrar tungu heldur einnig
einkar frumlegur orðasmiður, kannski sá snjallasti sem þjóðin hefur átt.
Án hans væri orðaforði landsmanna fátækari.
Hann bjó yfir ríkulegum skammt af hrifnæmi. Það er eiginleiki sem
mönnum er einkar tamt að vanmeta en er þó einn helsti drifkraftur list-
rænnar tjáningar. Hann var fagurkeri sem hafði smekkvísi ætíð að leið-
arljósi og þess vegna eru verk hans fullkomlega laus við þá tilgerð sem get-
ur orðið annars góðum skáldum að falli.
Börn hrífast auðveldlega af ljóðum Jónasar enda orti hann af kærleiks-
ríkri umhyggju fyrir öllu sem lifir. Í barnshuga er Óhræsið magnaðasta
hryllingskvæði allra tíma og „gæðakonan góða“ skelfilegt skrímsli. Full-
orðnar sálir halla sér fremur að Gunnarshólma sem auðveldlega má færa
rök fyrir að sé besta kvæði sem ort hafi verið á íslensku. Þeir sem vilja
sökkva sér í tilvistarlegar vangaveltur geta svo endalaust deilt um hver sé
„hjartavörðurinn“ í Alsnjóa meðan rómantískar sálir hrífast af Ég bið að
heilsa!
Hvaða erindi á Jónas í dag í veröld sem er orðin svo tæknivædd og hröð
að æ færri gefa sér tíma til að setjast niður og lesa góðan skáldskap? Svarið
er að Jónas á sífellt erindi við þá sem vilja auðga skynjun sína. Ræður
landsfeðranna á hátíðarstundum um Ísland, landsins gæði og verndun
tungunnar eru góðra gjalda verðar en gleymast auðveldlega daginn eftir,
þegar hátíðarhöldum er lokið og hversdagurinn tekur
við. Ljóð Jónasar eru hins vegar orðin hluti af þjóð-
arvitund Íslendinga og hverfa aldrei frá þeim sem hafa
gengið þeim á hönd.
Í dag verður skáldsins minnst með tilheyrandi ræð-
um og húllumhæi. Þetta verður löng veisla. Mun-
urinn á þessari minningarveislu og ýmsum öðrum
sem haldnar eru til heiðurs látnum listamönnum er sá
að fæstir þurfa að rifja upp afrek þessa listamanns.
Jónas Hallgrímsson varð ekki langlífur maður.
Sjálfur spurði hann: Hvað er langlífi? Svarið er eitt-
hvað á þá leið að sá einn er langlífur sem í lífi sínu
vinnur þörf verk. Samkvæmt þeirri skilgreiningu er
Jónas Hallgrímsson ódauðlegur.
Skáldið eilífa
SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST
Hér er atvinnustig hátt, lífskjör
hafa batnað, störfum fjölgað í
heildina tekið og möguleikar
þjóðarinnar til
þess að njóta vel-
sældar hafa aldrei
verið svona mikl-
ir. En orð for-
sætisráðherra
voru í tíma töluð.
Þau voru mælt að
gefnu tilefni. Og
jafnvel þeir sem
vernda vilja stundarhagsmuni
sína, verða að sýna umræðunni
þá virðingu að hefja sig upp úr
sérhagsmununum sínum. Of-
hitnun efnahagslífsins, þensla og
skortur á sparnaði hjá þeim sem
tvímælalaust geta dregið úr út-
gjöldum sínum, hefnir sín að lok-
um.
Einar K. Guðfinnsson
ekg.blog.is
BLOGGARINN
Mikil ofhitnun
Nú vill svo til að öll mín börn eru
strákar og ég er strákur og öll
mín systkin eru strákar og pabbi
minn var strákur.
[…]
Samt fer ég ekki
ofan af því að á
meðan meirihluti
þeirra sem eiga í
vanda í skóla
undir 15 ára aldri
eru drengir,
meirihluti þeirra
sem eru undir tvítugu og gefast
upp í framhaldsskóla eru piltar
og meirirhluti þeirra sem eru
undir þrítugu og fyrirfara sjálf-
um sér eru ungir karlar … þá
held ég að umræða um vandamál
ungviðis í þessu samfélagi ætti
fyrst og fremst að vera karlmiðuð
…
Pétur Tyrfingsson
eyjan.is/peturty
Karlar í vanda
Í morgun fékk ég tölvubréf, þar
sem sagði meðal annars:
„Sæll nafni. Á afmælisdegi mín-
um, 26. ágúst,
setti ég upp
heimasíðu á slóð-
inni www.björn-
.is. Hún olli
nokkuð meira
fjaðrafoki en ég
bjóst við og fór
svo að ég lokaði
henni viku síðar.
Síðan þá hef ég velt því fyrir mér
hvað væri sniðugt að gera við lén-
ið. Ný hugmynd kviknaði um
miðjan september, þegar ég var
að lesa yfir æviágrip þín. [...]
Mig langar að gefa þér lénið
björn.is í 63 ára afmælisgjöf.“
Undir þetta vinsamlega bréf rit-
aði Björn Swift.
Björn Bjarnason
bjorn.is
Afmælisgjöf
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrun@24stundir.is
Heimili og skóli – landssamtök foreldra
láta sig varða umhverfi barna almennt
innan skóla sem utan og samtökin leggja ríka áherslu á
að hvatt sé til eftirlits og öryggis í vinnuumhverfi
barna jafnt sem fullorðinna. Í grunnskólalögunum er
meðal annars tekið fram að grunnskólinn sé vinnu-
staður nemenda og við hönnun og byggingu skóla-
húsnæðis skuli taka mið af þörfum nemenda og líðan
og að lögð sé áhersla á öruggt námsumhverfi. Einnig
er tekið fram að í skólahúsnæði skuli, auk kennsluað-
stöðu fyrir allar námsgreinar, gera ráð fyrir aðstöðu
nemenda til náms, annarra starfa og hvíldar utan
kennslustunda.
Heimili og skóli hafa sérstakan áhuga á málefnum sem
snerta heilsu og hag nemenda, þar með talin heilsu-
farsleg áhrif notkunar nýmiðla. Fáir grunnskólar á Ís-
landi bjóða upp á þráðlaust net og kennslu í gegnum
fartölvur en staðan er önnur á framhaldsskólum og
enn önnur í háskólum. Mest eru þó þráðlaus net að
ryðja sér til rúms á íslenskum heimilum. Rannsóknir á
heilsufarslegum áhrifum nýmiðla hafa verið af skorn-
um skammti á Íslandi og erfitt að meta áreiðanleika
þeirra mælinga sem umhverfisverndarsamtök í Noregi
vísa til í frétt 24 stunda í gær. Fréttin gefur hins vegar
tilefni til þess að málið sé skoðað á opinberum vett-
vangi og álits leitað hjá þeim sem best til þekkja.
Það er engum blöðum um það að fletta að tölvunotk-
un barna og unglinga er komin til þess að vera og
mikilvægt að við horfum ekki einungis á hvaða áhrif
þráðlaust net hefur á börn heldur að við setjum okkur
reglur hvað varðar tímalengd, siðferði og öryggi í
þeim ókunna heimi sem Netið er.
Rannsóknir hafa sýnt að einelti er
að færast úr skólastofunni yfir í
netheima þar sem börn nota blogg-
síður, MSN og spjall til að gera lítið
úr öðrum einstaklingum. Þennan
heim þurfum við foreldrar að
kynna okkur og brýna fyrir börn-
unum okkar að sömu siðferðilegu
gildi og reglur gilda á Netinu og í
daglegu lífi.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Heimilis og skóla
Heilsufarsleg áhrif nýmiðla
ÁLIT
Björk
Einisdóttir
bjork@heimiliogskoli.is