Sunnudagsblaðið - 06.03.1960, Page 3

Sunnudagsblaðið - 06.03.1960, Page 3
Sala og notk- un á ópium bönnuð í Bankok Ópíum brennt á báli í BANKOK hefur öllum ópí- umkrám verið lokað og 70.000 ópíumreykingamenn í Tai- landi hafa nú enga möguleika á að útvega sér þetta óhugn- anlega eitur á löglegan hátt, síðan ríkið bannaði með lög- um sölu og notkun á ópíum. Þegar lögreglan hafði sett lás og slá fyrir 92 ópíumkrár í Bankok, voru 8935 ópíum- pípur keyrðar út fyrir bæinn og brenndar þar á báli. Þús- undir manna komu til þess að horfa á þetta risavaxna bál, sumir glaðir í bragði yfir bví að losna við þennan hræðilega vágest, en aðrir sorgmæddir og b-trir yfir því að sjá þarna „einu gleðina í lífinu“ verða logunum að bráð. Þetta bann ríkisins táknar martröð fyrir alla óforbetranlega ópíum- neytendur landsins, (og þeir ku vera ótrúlega margir). Ann að hvort verða þeir að hætta og það gerist engan veginn áreynslulaust, eða verða að útvega sér ópíum á ólöglegan hátt fyrir offjár og eiga stranga refsingu yfir höfð^ sér, ef upp kemst. Sektir í -svona málum er tíu slnnum verðmæti þess ópíums, sem finnst í fórum sökudólgsins, Og að auki löng fangelsisvist. Það er verk lögreglunnar að siá um að lögunum sé hlýtt cg ólögleg sala á ópíum sé stöðvuð, hvar sem hennar verður vart, en forráðamönn- um ríkisins er ljóst, að þetta eitt leysir ekki vandann. Ópí- umsjúklingar eiga að njóta læknisaðstoðar og hjúkrunar af hálfu hins opinbera. Fjór- ar mílur fvrir utan Bankok hefur verið kom'ð á fót sjúkrahúsi, sem rúmar 4000 ópíumsjúklinga. Umhverfis sjúkrahúsið er há gaddavírs- girðing og öflugur lögreglu- vörður við inngangshliðið. Þetta er sagt nauðsynlegt, þar sem margir hafi gert tilraunir til að strjúka. Síðan í janúar 1959 hafa um 5000 sjúklingar verið t'l meðferðar á sjúkrahúsinu í Rangsit, en aðeins 200 hafa getað vanið sig af ópíumnautn inni til fulls. Meðferðin er fólgin í því, að sjúklingarnir eru sprautaðir í -15 daga, en að því búnu er þeim hjúkrað í tvo og hálfan mánuð. Norski blaðamaðurinn og ljósmyndarinn Reynert 01- sen var staddur í Bankok þeg ar atburðir þessir áttu sér stað, og hér á eftir fara glefs- ur úr frásögn hans: Ég heimsótti hið nýstofn- aða sjúkrahús daginn eftir að öllum kránum var lokað. Það var mikill órói og örvænting meðal þeirra, sem höfðu kom- ið um nóttina og morguninn. Flestir komu beint af krán- um. Þeir voru ei'rðarlausir og kunnu svo sannarlega ekki við sig í þessu nýja umhverfi, enda er það algjör andstæða þess umhverfis, sem þeir komu úr. Kvöldið áður en kránum var lokað að fullu og öllu, tókst mér að laumast inn í eina slíka. Hún var í dimmri og rotinni byggingu, aðeins fáein skref frá aðalgötu í Bankok. Hálfnakiar manneskjur lágu í kös á trébekkjum. Rotturn- ar lifðu kóngalífi í skítnum undir bekkjunum. Ég var eini hvíti maðurinn þarna og að sjálfsögðu aðeins kominn fyr- ir forvitni sakir. Samt sem áður kom þjónn í stuttum bux um til mín og spurði mig, hvort ég vildi ekki pípu. Hann var með fangið fullt af pípum, en ég benti á magann á mér og hristi höfuðið. Enginn gerði minnstu til- raun til þess að reka mig út, eins og ég hafði búist við. Þvert á móti brostu sumir vingjarnlega til mín, en aðrir sáu mig varla. Það var hljótt hér inni, nema hvað það heyrðist í útvarpi í einu horn inu og frá viðskiptavinunum heyrðist snark öðru hvoru, þegar þeir sugu { sig reykinn úr pípunum. Kráin var mett- uð*af grábláum reyk. Föt við- skiptavinanna voru hengd á nagla hér og þar. Á einum veggnum hékk almanak með mynd af Hollywoodstjörnu. Ég sá eina konu, kínverska og tærða. Hún brosti tll mín. Flestir voru mennirnir grind- horaðir og tærðir, lágu eins og lífvana eða læddust hljóð- lega um. Ung stúlka í skítug- um klæðum gekk um og betl- aði reyk — sígarettureyk. Hún sagðist ekki reykja neitt annað. Hún kvaðst vera starfs stúlka hér. Klukkan tólf byrj- uðu þjónarnir að ganga um og safna saman pípunum og tekönnunum. Nokkrir gest- anna klæddu sig í föt sín og yfirgáfu fleti sín, svo að aðr- ir kæmust að. Nýju gest'rnir ætluðu að dveljast þarna alla nóttina. Flestir gestanna voru fastir viðskiptavinir, og sum- ir hverjir höfðu komið á hverj um degi í mörg ár. Tala viðskiptavina á litlu kránum í Thailandi er sögð um 150 á sólarhring, á stærstu kránum allt upp í 3000. Heil- Framh. á bls. 9. Sunnudagsblaðið 3 Myndin hér að ofan er tekin í ópíumkránni, sem minnzt er á Fremri myndin hér að neðan er af forsætisráðherra Tailands, Sarit. f fyrra las hann í erlendum blöðum um liið viðbjóðs- lega ástand í ópíufkránum í landi hans. Nú hefur hann fyrir skipað hann við sölu og notkun ópíum og loítað öllum krán- um. Ópíumpípunum var safnað saman og þær brenndar.

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.