Sunnudagsblaðið - 06.03.1960, Side 7
systir frúarinnar sem hafði
gifzt Kana og farið vestur um
haf til Amríku fyrir nokkrum
árum. Og nú var hún komin
aftur, sat makindalega í stof-
unni heima hjá honum og
reykti úr löngu munnstvkki
og hafði barðastóran hatt á
höfði og kinkaði til hans kolli
brosandi og hrópaði:
Nei, alveg að verða sköll-
óttur! En smart!
Og hann var feiminn einsog
skólastrákur og rétti henni
höndina og tautaði eitthvað
niðurlútur og rak þá augun í
hnén á henni, hún sat með
krosslagða fætur og kjóllinn
svo stuttur að hnjákollarnir
blöstu við.
Og Sigga segir mér að bú
sért ekki búinn að búa til
neitt beibí ennþá, sagði hún,
þú verður nú að fara að
drauja þér til þess.
Svo rak hún upp skæran
silfurbjölluhlátur en eigin-
konan sat með stjarfan svip
og horfði á manninn sinn eins-
og húsdýr sem hefur flækzt
inn í gestastofuna.
Er langt síðan þú komst?
spurði hann til þess þó að hafa
iátið eitthvað að sér kveða
áðuren hann læddist fram í
eldhús til að lesa blöðin.
Nokkrar vikur, þú hefur
aldrei verið heima kjúttið
mitt þegar ég hef komið.
Honum óx áræði þegar
hann varð þess var að Gauja
var svona vingjarnleg og
hann leyfði sér að spvrja
hvernig manninum hennar
liði, hvort hann væri á ferð
með henni?
Silfui bj ölluhlátur.
Hann var nógúdd, skúnk-
urinn sá! Eg er búin að kas-
séra honum. Það er betra að
vera ógift og eiga alla menn.
Og silfurbjölluhlátur á ný.
Ágúst. Brauðið þitt er til-
búið framí eldhúsi. Og
drekktu nú ekki svo mikið
kaffi að þú fáir brjóstsviða,
sagði eiginkonan og það var
ískuldi í röddinni.
Hann sá Gauju aftur nokkr
um dögum síðar. Það var einn
ig að kvöldlagi. Þá bar hana
að í bíl sem beið eftir henni
en hún kom hlaupandi upp
stigann klædd í mikilfenglega
loðkápu og lagði úr barrni
hennar ilman dularfullra
blóma. Hann opnaði fyrir
henni og hún smeygði vísi-
fingri undir hökuna á h.onum
og sagði:
Halló kjútti! Er frúin tilbú-
in?
Áðuren honum gafst tóm
til að svara var honum stjak-
að fremur harkalega til hlið-
ar og þar var frúin komin
heldur gustmikil og hann sá
ekki beturen hún væú komin
í nýja kápu. Hún sneri sér við
á þröskuldinum og sagði held;
ur stuttaralega:
Sofnaðu nú ekki frá ljósinu.
En Gauja Garðars veifaði
til hans hendinni um leið cg
þær vinkonur hlupu niður
stigann og kallaði:
Það er Johnnie vinur minn.
Við ætlum að sýna honum
bæinn.
Hann laumaðist að eldhús-
glugganum og gægð!st út í
gegnum rimlatjaldið um leið
og bíllinn ók af stað. Hcnum
létti mikið þegar hann sá að
þetta var þriggja manna'bíll.
Sjá næstu síðu.
11 líka farin að finna fyrir bví
hvað einmanakenndin er sár
~ þegar til lengdar lætur.
r Hann var oft að því kom-
t inn að láta til skarar skríða,
^ sýna að hann hafði skilið
11 bendingar hennar en þegar á
> átti að herða missti hann
5 kjarkinn. Það var því líkast
^ að hefja bónorð við konu sem
1 hafði hryggbrotið mann fyr-
ir mörgum árum.
i Hann beið átekta og gældi
^ við vonina. Hann fór jafnvel
að rifja upp ýmsar hugljúfar
■ minningar frá fyrstu hjúskap
arárum þeirra. Hann minnt-
ist þess hvað hún gladdist við
hverja smágjöf sem hann
færði henni, hvað hún gat
hlegið hjartanlega þegar hann
sagði henni frá einhverju
skoplegu sem hafði komið fyr
ir í búðinni um daginn. Hann
minntist þess hvað gott var
að finna mjúkan og varman
líkama hennar og öran and-
ardrátt á sælustundum næt-
urinnar.
Hann varð léttari á fætí
við starf sitt, snerist um búð-
argólfið og sparaði ekki að
brosa framaní frúrnar sem
komu að verzla fyrir daginn.
En aðra stundina sótti á hann
efi um að þessi breyting á
konunni ætti nokkra rót að
rekja til hans. Og þá varð
hann enn daprari í bragði en
áður, þegar hún lét sér nægja
að sýna honum kulda og fyrir
litni'ngu og hugsaði ekkert
um að halda sér til.
Hann varð undireins tor-
^ryggmn þegar hann kom
heim eitt kvöldið og sá það
var kominn gestur. Það var
Gauja Garðars, gömul stall-
; Smásaga eftir Jöku i Jakobsson
MYNDSKREYTING : STEINÞÓR SIGURÐSSON.
FYRRI HLUTI. —
Sunnudagsblaðið 7