Sunnudagsblaðið - 06.03.1960, Qupperneq 9
um að fara aftur heim með
herdeildir sínar.
Killinger aðvaraði þá.
Hann kvaðst mundu koma
aftur og hefna sín grimmi-
lega. Hann yfirgaf höllina, og
heyrði skömmu síðar yfirlýs-
ingu í útvarpinu, sem var svo
hljóðandi:
— Við semjum frið við
Bandamenn. Okkuv hefur ver
ið lofað að fá aftur Transsil-
vaníu og þar að auki fullt
sjálfstæði. Einræðinu er lok-
ið. Sá sem berst áfram gerir
það í óþökk ríkisins.
■ Gleði fólksins átti sér eng-
in takmörk,
Síðan komu Rússarnir —
sigurherrarnir!
Killinger framdi sjálfsmorð
og þýzku herdelldirnar flýðu
úr landinu.
En Þjóðverjar höfðu ekki
sagt sitt síðasta orð. Þeir
gerðu sprengjuárásir á Buka-
rest þrjá daga í röð. Eld-
sprengju var varpað á kon-
ungshöllina og allir, sem hafð
ir voru í haldi þar, fórust.
Nú var tími til kominn fyr-
ir Michael að setja á fót sitt
hýja lýðræði. En það ríkti
fullkomin ringulreið í land-
inu og stjórninni tókst ekki
að koma á röð og reglu. í stað
Antonescu var nú kominn
Andrei Visjinski, útsendari
frá Moskvu. Hann færði sér í
nyt þá óáran, sem ríkti í land
inu, og setti fram kröfur og
skilyrði. Hann krafðist þess
að þáverandi ríkisstjórn segði
af sér, en kommúnistinn
Groza yrði gerður að forsæt-
isráðherra. Ameríka og Eng-
land mótmæltu þessum kröf-
um, en þá hótuðu Rússar að
taka Rúmeníu og steypa kon-
unginum af stóli. Að lokum
varð Michael að láta undan.
Michael fór eins langt og
hann komst. Hann neitaði að
sýna sig á hersýningum og
hann neitaði allri samvinnu
við forsæt'sráðherra komm-
únista. Loks var svo komið,
að hann sá sér ekki annað
fært en gera nákvæmlega hið
sama og faðir hans hafði eitt
sinn gert — taka saman pjönk
ur sínar og flýja land ásamt
móður sinni, sem alla tíð
hafði stutt hann með ráðum
og dáð ...
Og nú býr hann í ró og
næði í Englandi á búgarði
sinum ásamt konu og dætrum.
Fyrstu árin voru erfið, því að
honum tókst ekki að hafa
með sér ne'na dýrgripi, eins
og faðir hans hafði gert. En
garðurinn er farinn að gefa
af sér góðar tekjur. Hann un-
ir sér hið bezta og íbúarnir í
litla þorpinu eru hrevknir af
því að neyta konunglegra á-
vaxta og grænmetis.
West side story
Framhaltl af bls. 6.
Leikurinn nefnist „West Side
Story“ og er nútímaleikur
um kynþáttabaráttu í New
York. Þess má geta, að mögu-
Ieikar eru á því, að banda-
rískur leikflokkur komi hing-
að til lands og sýni einmitt
„West Side Story“, en þetta
mun ekki fullráðið ennþá.
Söngleikurinn er saminn af
þeim Lennart Bernstein og
Jerome Robbins. Þetta er
gamla sagan um Rómeó og
Júlíu í nýjum búningi, hvít-
an amerískan dreng og stúlku
frá Puerto Rico. Þau fella ást
arhug hvort til annars, en eru
skilin að af vinum og ætt-
ingjum. Vinir „hins hvíta
Rómeós“ hata íbúa Puerto
Rico, án nokkurrar skynsam-
legrar ástæðu. Hinum hvítu
geðjast ekki að íbúum Puerto
Rico, af því að þeir skilja þá
ekki, og íbúum Puerto Rico
geðjast ekki að hvítu mönn-
unum, af því að þeir mæta
ekki skilningi frá þeirra
hálfu.
Hinir hvítu í leiknum eru
af allra lægstu st'gum í Banda
ríkjunum, og það eru marg-
vísleg þjóðfélagsleg og sál-
fræðileg vandamál, sem þeir
glíma við innbyrðis, miklu
fleiri og stærri vandamál en
það, að íbúar frá Puerto Rico
flytjast í nágrenni við þá. í-
búarnir frá Puerto Rico vilja
berjast, af bví að þeim finnst,
að þeir hafi rétt til að lifa og
vera til og einmitt þarna, sem
þeir eru. Og þeir hafa þenn-
an rétt. En lögreglan og aðrar
velferðarstofnanir gera ekki
neitt að gagni til þess að bæta
sambúð hinna hvítu og íbú-
anna frá Puerto Rico og fá þá
til að skilja hvor aðra. Hin
frumstæðu lög gilda. Þeir
standa hverir andspænis öðr-
um og eyðileggja kannski
mest fyrir sjálfum sér.
Rómeó og Júlía í „West
Side Story“ reyna að finna
sér stað, þar sem þau geta lif-
að í friði og notið hamingj-
unnar, en áður en þeim tekst
að strjúka úr heimahögunum,
þar sem allt logar í fáránlegri
baráttu, e.r ungi maðurinn
myrtur, í bardaga, sem hann
hafði enga löngun til þess að
taka þátt í. Morðinginn var
bróðir stúlkunnar, sem hann
elskar. Og hér endar leikur-
inn.
ÓPÍUM
Framhald af bls. 3.
brigðiseftirlitið gerir ekki ráð
fyiúr, að allir ópíumneytend-
ur fáist til að fara á sjúkra-
hús. Margir vilja heldur
hverfa „undir jörðina“ en
fara á Rangsit-sjúkrahúsið,
enda bótt vistin þar sé ókeyp-
is. Ríkið aðstoðar einnig fjöl-
skyldur þeirra manna, sem
legg.íast á sjúkrahús vegna ó-
píumnautnar. En það er svo
undarlegt, að sárafáir notfæra
sér tækifærin til þess að losna
við þessa hræðilegu nautn.
Ein höfuðástæðan er óttinn
Sjá næstu síðu.
SPILALEIKUR
■ ÞAÐ er alltaf gaman að
fara í leiki og spilaleikir
hafa löngum verið vinsælir.
Nýlega lærðum við nýjan
spilaleik, sem er bæði
spenn-andi og lærdómsríkur
og þess vegna langar okkur
til að kenna ykkur hann.
Það eru ekki notuð venju-
leg spil, heldur verðið þið
að búa ykkur til spil, sem
eiga að vera jafnmörg staf-
rófinu. Á hvert spil skrifið
þið einn staf, unz allt staf-
rófið er komið. (Það má
reyndar sleppa stöfum eins
og x og z).
Spilin á að stokka vel og
síðan leggja þau á borð,
þannig, að bókstafirnir
snúi niður. Þrír eða fleiri
geta tekið þátt í leiknum,
sem er í stuttu máli á þessa
leið:
Þátttakandi segir t. d.: —
„Borg í Evrópu.“ Síðan
tekur hann eitt spil af borð-
inu og um leið og hann sér
stafinn á því á hann að
nefna borg í Evrópu, sem
byrjar á þessum staf. Ef
hann svarar rétt geymir
hann spilið og gerir aftur,
VÍSNASAMKEPPNIN er
í fullum gangi. Fyrripart-
urinn er að þessu sinni um
landhelgismálið og hljóðar
svo :
Togskip hennar hátignar
híma á dauðum miðum.
Botnar sendist fyrir 13.
marz, en úrslitin verða vænt-
anlega birt 20. marz.
Nýtt lýsingarorð hefur
bætzt við í málið. Það er
orðið FRÍMERKILEGUR.
Merking: Alveg laus við að
vera merkilegur.
+ EFTIRLEGUKIND.
HÉR kemur ein ofurlítil
eftirlegukind úr síðustu
vísnasamkeppni. Fyrripart-
urinn var:
Þykir æran einskis verð,
í okkar kæra landi.
Botn:
Ýmsum bæri æviferð
að enda í snærisbandi.
þar til hann strandar. Þa
tekur sá næsti við og svo
koll af kolli, unz öll spilin
eru búin.
Menn geta valið sér margs
konar viðfangsefni, en vin-
sælast eru atriði úr landa-
fræði, ár í Ameríku, borgir
í Afríku og svo framvegis.
En ekkert er því til fyrir-
stöðu, að taka önnur við-
fangsefni eins og til dæmis
nöfn á skáldum eða leikur-
um eða eitthvað þess háttar.
Góðan skemmtun!
NÝGIFT hjón höfðu fengið
marga dýra og eigulega gripi
£ nýja heimilið sitt. Dag nokk
urn fengu þau bréf með morg
unpóstinum og í bréfinu voru
tveir aðgöngumiðar á leiksýn
ingu. Auk þess fylgdi lítill
miði, sem á stóð:
— Rejmið að gizka á, hver
sendir ykkur miðana.
Ungu hjónin urðu frá sér
numin af hrifningu yfir mið-
unum og fóru á sýninguna um
kvöldið. Þetta var geysigóð
leiksýning. Ungu hjónin
skemmtu sér með prýði, og
enn þá höfðu þau ekki látið
sér detta í hug, hver hefði
verið svo indæll að senda
þeim miðana.
Þegar þau komu heim, hafði
verið brotizt í húsið og öllum
dýrmætustu munum þeirra
stolið. Hið eina, sem þau
fundu var lítill seðill, sem á
stóð:
— Nú vitið þið það.
*
PRESTUR gekk framhjá
sirkustjaldi og sá þrjá menn
sitja í stiga og gráta.
— Vinir, hvað hryggir ykk-
ur svo mjög, sagði presturinn
í meðaukunartón.
— Fíllinn er dauður, sagði
einn þeirra þremenninga og
síðan grétu þeir hærra en áð-
ur.
Presturinn varð hrærður:
— Góðhjartaðir menn,
sagði hann. Ég skil tilfinning
ar vkkar. Mitt hjarta hrærist,
þegar ég sé ykkur syrgja svo
mjög blessaðan málleysingj-
ann.
Þá leit einn af syrgjendun
um upp:
— Yður skjátlast, sagði
hann. — Við eigum að grafa
hann.
+ RÖDD
REYNSLUNNAR.
HINN frægi flugmaður,
Jimmy Doolittle, segist allt-
af sjá það á mönnum, sem
ferðast í flugvélum, hvort
þeir eru vanir flugi eða ekki.
Útskýring: Maður, sem sit-
ur í ró og næði og les í
blaði, er vanur flugfarþegi.
Maður, sem lítur ótt og títt
í kringum sig og er óróleg-
ur, er í sinni fyrstu flug-
ferð. Síðast en ekki sízt:
Maður, sem situr kófsveitt-
ur og nagar á sér neglurnar
— hann er flugmaður!
★
+ KÁTA
EKKJAN.
KONA nokkur, sem átti í
skilnaði við mann sinn,
kom til vinkonu sinnar og
kvartaði yfir því, hversu
óttalegt umstang þetta væri.
Hún kvaðst alveg vera að
gefast upp á þessum eilífu
ráðstefnum með lögfræðing-
um og allri bannsettri skrif-
finnskunni.
— Blessuð vertu, þetta er
ekkert, svaraði vinkonan. —■
Það er miklu verra að vera
ekkja. Þegar ég hugsa um
allt það umstang, sem ég
hef mátt hafa út af svona
löguðu, — þá liggur stund-
um við, að ég óski þess, að
maðurinn minn væri enn á
lífi!
ORÐUNA veitum við að
þessu sinni manninum, sem
lenti í klónum á Dýravernd-
unarfélaginu. Kýrnar voru
teknab af honum vegna van-
fóðrunar, en hann skýrði
málið á þann hátt, að hann
væri að ala upp harðgert
kúakyn!
Sunnudagsblaðið 9