24 stundir - 16.11.2007, Side 26
26 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 24stundir
Íslenskt handverk
Tákn heilagrar þrenningar
til styrktar blindum
Tvær frábærar!
holar@simnet.is
Ótrúlega fyndin
og kemur öllum í gott skap
Bráðsmellin og reynir
á hugmyndaflugið
M
bl
92
62
42
Ármúla 42 · Sími 895 8966
mánudaga - föstudaga 10-18
laugardaga og sunnudaga 10-18Opið
Jólasilkidúkar
Fjölbreytt úrval
af gjafavörum
Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur
dista@24stundir.is
„Við reynum að stemma stigu við
stressinu. Kveikjum á kertum, höf-
um afslappað andrúmsloft. Við
liggjum ekki í föndri og jólastemn-
ingu fyrr en líða tekur á desem-
bermánuð og meira að segja þá
reynum við að láta það ekki taka
heilu dagana heldur höfum það
lágstemmt og fallegt í staðinn,“
segir Valborg. „Einnig höfum við
allt skipulag í föstum skorðum svo
þau finni til öryggis. Við sem
vinnum hér pössum líka að tala
ekki um jólin, jólainnkaupin og
baksturinn hvert við annað. Börn-
in eru fljót að finna spennuna í
okkur ef við erum ekki afslöppuð.
Við þurfum því að mæta til vinnu
meðvituð um hve börn eru við-
kvæm fyrir streitunni.“
Óróleg og illa hvíld börn
Valborg leggur áherslu á hve
langur vinnudagur barna er og að
þau þurfi góða hvíld. „Vinnudagur
þeirra í leikskólanum er langur.
Heilir 8 tímar. Því miður er það
raunin að börnin eru tekin með í
verslunarferðir eftir leikskólann og
um helgar líka. Það er allt of mikill
tætingur með börnin og við finn-
um það á leikskólanum. Þau eru
óróleg og finna til vanlíðunar og
eru greinilega lítið hvíld.“
„Ég legg til að foreldrar taki ekki
börnin með í verslunarferðir og
eyði ekki helgunum í stórmörk-
uðum með þeim. Þetta er of mikið
áreiti fyrir þau. Hávaðinn og fólk-
ið, ljósin og óróleikinn.“ Aðspurð
hvort hún haldi að foreldrum finn-
ist verslunarferðir vera afþreying
fyrir börn, segist hún stundum
halda það. „Ég heyri út undan mér
foreldri segja við æst og órólegt
barn sitt: Ég set þig út í bíl ef þú
hættir ekki að láta svona. Og ég
hugsa með mér. Það er nákvæm-
lega það sem það vill. Börn vilja
ekki vera í Kringlunni eða Smára-
lind. Ef við spyrjum þau hér í leik-
skólanum hvað þau vilji helst gera,
segjast þau vilja vera heima hjá
sér.“
„Ég legg til að foreldrar fari í
verslunarferðir á fimmtudögum,
þegar opið er lengur. Og þá
kannski að eitt fari í einu þannig
að annað foreldrið sé heima með
barninu. Eða þá fyrir einstæð for-
eldri að finna pössun fyrir barnið
meðan skotist er í verslanir fyrir
jólaundirbúninginn.“
Valborg leggur einnig til að for-
eldrar eyði meiri gæðatíma með
börnunum um helgar. „Ef ég á að
leggja eitthvað til þá get ég til
dæmis nefnt að það er mikið um
að vera í Húsdýragarðinum í des-
embermánuði. Einnig finnst börn-
um gott að fá heitt kakó, spila og
ræða við foreldra sína. Eins njóta
þau sín á rölti um umhverfið þar
sem litið er inn á stöku róló í ná-
grenninu og jólaskrautið skoðað.“
24 stundir/Kristinn
Jólin eru hátíð barnanna
Börnum líður ekki
vel í jólastressinu
➤ Börn segjast aðspurð helstvilja vera meira heima hjá sér
en þau eru.
➤ Börn segjast eyða helgunum ístórmörkuðum.
➤ Flest börn á leikskólaaldri eruí leikskólanum 8 tíma eða
meira á dag.
STREITA OG VANLÍÐAN
Valborg Guðlaugsdóttir,
leikskólastjóri á leikskól-
anum Engjaborg í Graf-
arvogi, er einn af mörg-
um leikskólastjórum á
höfuðborgarsvæðinu
sem taka eftir vanlíðan
barna í jólastressinu í
desember.
Börn vinna langan vinnudag segir
Valborg Guðlaugsdóttir en á leik-
skólunum er reynt að stemma stigu
við jólastressinu.
„Við sem gefum börnum gjafir verðum að vanda
valið,“ segir Guðríður Sigurbjörnsdóttir hjá menn-
ingar- og friðarsamtökunum MFÍK. Samtökin hafa
sett saman nokkur ráð til foreldra sem vilja stuðla
að friðvænu uppeldi.
Nokkur ráð til þeirra sem vilja stuðla að friðvænu
uppeldi:
1. Gefið barni ykkar ekki stríðsleikföng.
2. Gerið ykkur grein fyrir að börnin alast upp í
umhverfi þar sem þau eru útsett fyrir þeim hug-
myndum að vopn séu sama og vald og þess vegna
séu vopn ákjósanleg. Ef barnið gerir sér vopn úr
legókubbum eða ristuðu brauði segið þeim að
byssur séu drápsvopn og þið viljið ekki að neinn sé
drepinn. Það eru nægileg rök í málinu fyrir börn.
3. Byrjið snemma að gera barninu grein fyrir því
að auglýsingar í sjónvarpi og annars staðar séu
beggja blands og þær séu gerðar til þess að fá fólk til
að kaupa hluti.
4. Skýrið vinum ykkar og ættingjum barnsins frá
því að þið viljið ekki að barnið fái stríðsleikfang í
jóla- eða afmælisgjafir.
5. Ef barnið þráir stríðsleikfang hugleiðið kostina
við að gefa því hlutinn, en gerið því grein fyrir and-
úð ykkar á að drepa og meiða.
6. Þegar barnið er í stríðsleik, má hjálpa því að
meta leikinn: Hvers vegna fá turtles (eða aðrir) alltaf
sínu framgengt með því að slást? Er nokkur önnur
leið til að leysa málið?
Að lifa í friði
Ofbeldislaus jól