24 stundir - 16.11.2007, Page 43
24stundir FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 43
SÉRSTAKUR 20% AFSLÁTTUR AF
ÖLLUM VÖRUM FRÁ ANTEC
NÝ ÖFLUG VEFVERSLUN
www.us.is
EIGENDASKIPTI
ÖKUTÆKJA Á VEFNUM
Umferðarstofa, í samstarfi við Glitni og Kaupþing,
býður nú þann möguleika að tilkynna eigenda-
skipti og ganga frá skráningu meðeigenda og
umráðamanna bifreiða með rafrænum hætti á
vef Umferðarstofu.
Kynntu þér þessa einföldu og þægilegu
nýjung á www.us.is.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
0
7
-0
8
4
1
Kia ceéd hefur verið kosinn
fjölskyldubíll ársins af sænska
bílablaðinu Motorföraren, en
blaðið hefur staðið að slíku vali
frá árinu 1996. Dómnefndina
skipuðu 11 af þekktustu bíla-
blaðamönnum Svíþjóðar. Valið
er úr hópi nýrra bíla sem komið
hafa á markaðinn yfir árið og til
að eiga möguleika á að komast í
hópinn verða bílarnir að vera
hagnýtir, öryggir, góð fjárfesting
og umhverfisvænir.
Dómararnir töldu Kia-bif-
reiðina bera af þar sem hún fæst
á samkeppnishæfu verði og hef-
ur komið vel út úr öryggispróf-
unum. Bifreiðin þótti því skyn-
samlegasti kosturinn fyrir hina
dæmigerðu fjölskyldu. Tommie
Wallinder hjá Kia í Svíþjóð var
að vonum kátur með niðurstöð-
una og sagði afar jákvætt fyrir
fyrirtækið að hljóta slíka við-
urkenningu.
Góðar móttökur
Bifreiðin var sett á markað-
inn í febrúar og hlaut þá þegar
góðar móttökur hjá kaupendum
og í fjölmiðlum. Sama var uppi
á teningnum þegar fyrirtækið
setti sportbifreið sína á markað
í ágúst síðastliðnum. Báðar eru
bifreiðarnar framleiddar í nýrri
og nútímalegri verksmiðju Kia í
Slóvakíu. Þar eru notaðar allar
nútímalegustu græjurnar við
gerð bíla í dag með það að
markmiði að framleiða hágæða-
bifreiðar.
maria@24stundir.is
Svíþjóð
Fjölskyldubíll ársins frá Kia
Kia Öruggur bíll sem
þykir góð fjárfesting
fyrir fjölskyldur.
Merkur bankinn í Danmörku, sem gefur sig út fyrir að taka samfélags-
og umhverfislega ábyrgð í starfi sínu, hefur nú gripið til sinna ráða til
að einfalda dönskum umhverfissinnum að eignast bíl. Bankinn veitir
einfaldlega eingöngu bílalán svo fremi sem bíllinn er umhverfisvænn.
Þessu fylgja ýmis fríðindi eins og að því minna sem bíllinn eyðir því
lægri eru mánaðarlegar afborganir af láninu. Bíllinn sem lánað er fyrir
verður að heyra undir einn af þremur mest eldsneytissparandi flokk-
um bíla A, B eða C, en hingað til hefur aðeins verið lánað fyrir bílum í
A og B flokki og þykir því lánstilraunin hafa heppnast einkar vel. Vilji
fólk hins vegar frekar halda sig við reiðhjólin er einnig hið minnsta
mál að taka lán hjá bankanum fyrir nýjum fák. mó
Umhverfisvænt lán
Danmörk
Skorið hefur verið úr um að næsti
meðlimur Chevrolet-fjölskyld-
unnar verður smábíllinn Beat.
Framleiðsla á bílnum verður haf-
in árið 2010 og hann seldur í
Bandaríkjunum og Evrópu.
Chevrolet frumsýndi hugmyndir
um þrjár tegundir borgarbíla á
bílasýningu í New York fyrr á
þessu ári. Bílarnir báru nöfnin
Beat, Groove og Trax and Chevy
en almenningur var síðan feng-
inn til að kjósa um hver þeirra
færi í framleiðslu og hlaut Beat
eina komma níu milljónir at-
kvæða. Þótti hann flottastur í út-
liti og henta yngri ökumönnum
einna best. Forsvarsmenn Chevr-
olet segja lítið annað um málið en
að Beat muni slái tóninn í því
sem koma skuli í framtíð
fyrirtækisins. mó
Beat slær nýjan
tón hjá Chevrolet
Chevrolet
Tvær nýliðaferðir verða farnar á vegum Ferðaklúbbsins 4x4 helgina
24. til 25. nóvember næstkomandi. Önnur ferðin er ætluð breyttum
jeppum og verður farin á Strút en hin ferðin verður farin í Hólaskóg
og er fyrir óbreytta jeppa og allar stærðir af dekkjum. Ferðirnar eru
opnar jafnt meðlimum klúbbsins sem öðrum. Þurfa menn að vera
vel búnir en annars eru ekki gerðar sérstakar kröfur um útbúnað
óbreyttra eða lítið breyttra jeppa. Undirbúningsfundur verður
haldinn fyrir ferðina en allar nánari upplýsingar má nálgast á
heimasíðu klúbbsins, http://www.f4x4.is/new/, þar sem einnig er
hægt að skrá sig. mó
Jeppaferð á Strút
Ferðir
Aðeins 26 eintök voru framleidd af Mercedes Benz 540K. Þessi glæsilegi
bíll er talinn meistaraverk Merces Benz-fyrirtækisins.
Þessi glæsikerra er úr nýjasta hópi Hyundai-bíla og var kynnt til leiks á al-
þjóðlegu bílasýningunni í Los Angeles fyrr í vikunni.