24 stundir - 16.11.2007, Page 56

24 stundir - 16.11.2007, Page 56
56 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 24stundir Eftir Ragnheiði Eiríksdóttur heida@24stundir.is „Bókin heitir „Konungur norðurs- ins“ og segir frá Ilkka Hamp- urilainen sem er skipaþrifamaður í Helsinki. Hann er óánægður með líkama sinn og á það til að fljóta upp úr honum og í eitt skipti kem- ur inn í hann í staðinn 1500 ára gamall andi sem á óuppgerðar sak- ir við heiminn,“ segir Valur. „Hug- myndina fékk ég þegar ég bjó í Helsinki og vann við skipaþrif í eitt sumar.“ Þegar Valur er spurður að því hvers vegna í ósköpunum skrifin hafi tekið svona langan tíma segir hann að hann hafi verið með skýra byrjun á bókinni en svo ekki vitað nákæmlega hvað myndi gerast. „Á tímabili var bókin farin að gerast í Napóleonsstríðunum í Rússlandi og ég veit ekki alveg hvað ég var að hugsa þá. Ég ferðaðist töluvert um ákveðin svæði og skrifaði þar, fór meira að segja 6 sinnum norður fyrir pólbaug ásamt því að fara til Rússlands, Norður-Noregs, Álandseyja, Lettlands og Svíþjóðar. Mér fannst ég alltaf þurfa að ganga aðeins lengra og fór alltaf aðeins lengra norður en ég ætlaði mér, þar til ég var kominn út að Íshafi. Bókin er hins vegar eins og al- heimurinn, hún minnkar og stækkar á víxl og í lokaútgáfunni endar hún á því að gerast eingöngu í Finnlandi og Svíþjóð.“ En hvern- ig þróast svona skáldsaga? Tekur sagan sjálf yfir? „Já, sagan tekur al- gjörlega yfir. Maður heldur að þeg- ar maður hafi loksins sinn eigin heim til umráða geti maður sagt allt sem mann hefur nokkurn tíma langað að segja, en sagan þolir það ekkert og heimtar bara að maður haldi sér við efnið.“ Og hvað hefur nú skáldið lært af því að skrifa þessa fyrstu skáld- sögu? „Að ákveða nákvæmlega hvað ég ætla að gera áður en ég geri það. Ef ég tek 9 ár í hverja sögu á ég svo fá- ar eftir. Ég er kominn með hug- myndir að næstu bók en ég held samt að ég þurfi að bíða áður en ég dembi mér aftur í þennan heim.“ Valur Gunnarsson Fór norður og skrifaði skáldsögu. Valur Gunnarsson skrifar sína fyrstu skáldsögu Norðar og norðar á níu árum Valur Gunnarsson gefur í dag út sína fyrstu skáld- sögu. Hugmyndin kom fyrir 9 árum, fyrsti kaflinn var skrifaður fyrir 7 árum og síðustu 3 ár hafa farið nær eingöngu í skrif. ➤ Valur gerði geisladisk meðlögum Leonard Cohen á ís- lensku. ➤ Valur söng í pönkhljómsveit-inni Ríkið. ➤ Valur var fyrsti ritstjóri tíma-ritsins Grapevine. VALUR GUNNARSSON Stórsöngvarinn lágvaxni, Geir Ólafsson, hélt útgáfutónleika á Breiðvangi síðastliðið mið- vikudagskvöld í tilefni af útkomu nýs geisladisks, Þetta er lífið. Geir er umdeildur söngvari en sýndi svo um munaði á tónleikunum að þar sem hann skortir tækni og dýpt, bætir hann það upp með líflegri sviðsframkomu og ómældum áhuga á efninu. Helsta vandamál Geirs er hversu hátt rödd hans liggur, en sú tónlist sem Geir kýs helst að syngja, slagarar Frank Si- natra og slíkra meistara, nýtur sín best í barítónbörkum þeim er Frank og hans líkar búa yfir. Yf- irleitt er það vandamál hjá söngv- urum að ná hæstu tónunum, en hjá Geir er því þveröfugt farið, hann þarf að vanda sig mikið við gatið. Hafði Geir einmitt orð á því að Don þessi hefði eflaust séð Ike leggja hendur á Tinu, ummæli sem hann sá eflaust strax eftir. Einnig fékk Geir gestasöngvarana Egil Ólafsson, Rut Reginalds og Ragnar Bjarnason til að taka lagið, sem öll skiluðu hlutverkum sínum óað- finnanlega. Þá ber að hrósa hljóm- sveitinni Royal Iceland fyrir undir- leikinn, enda allt of sjaldan sem slík stórsveit snillinga kemur sam- an. Þrátt fyrir ýmsa annmarka á Geir Ólafssyni sem söngvara, er ætíð líf og fjör í kringum hann. En ætli hann sér að syngja með sjálfri Nancy Sinatra, líkt og hann lofaði á miðvikudagskvöldið, þarf hann að æfa sig betur og reyna að finna meiri einlægni í flutningi sínum og minnka stælana. Davies jr. og Ike og Tinu Turner. Og á miðvikudagskvöldið bætti Don enn einni rósinni í hnappa- fulldjassaður í flutningnum; færði áhersluna í hverri sönglínu til og vék fulloft frá upprunalegri túlkun laganna, í stað þess að einbeita sér að faglegri flutningi og vanda sig betur. Geir hefur þó tekið miklum framförum frá fyrri verkum, enda lært söng í þó nokkurn tíma. Enskuframburður hans virkaði þó örlítið smámæltur og þvingaður og á stundum mátti greina óm af Leoncie í tilþrifamestu víbratón- unum. Einnig virtist textinn skolast til á stundum, helst í laginu „I Get a Kick out of You“ en það hafa þó frægari söngvarar komist upp með í gegnum tíðina. Og tal- andi um frægð, þá naut Geir und- irleiks píanóleikarans Don Randy, sem hefur spilað undir með Si- natra, Elvis, Dean Martin, Sammy að ná þeim dýpstu. Ein tækni sem Geir notast við þar er að láta rödd- ina titra í dýpri tónunum (víbra) þannig að tóntegundin verður ei- lítið óræð. Ekki beint fölsk, því titringurinn nær yfir nokkrar tón- tegundir í einu. Þá virtist hann Iceblue Geir hefur kallað sig Si- natra Íslands. Gáskafullur Geir Ólafsson getur betur Geir Ólafsson Útgáfutónleikar á Broadway Eft ir Trausta Salvar Kristjánsson trausti@24stundir.is TÓNLEIKAR „Flott hljómsveit og umgjörð, en söngnum var ábótavant.“ Sýningar á kvikmyndinni Mýr- inni hefjast í dag í Noregi, en búið er að forsýna fyrir blaðafólk og dómar farnir að birtast um hana í hinum ýmsu norsku miðlum. Mýrin kallast „Jar City“ upp á ensku og í Dagsavisen í gær er Jar City kölluð „...spennumynd í al- þjóðlegum klassa þar sem stíllinn er öruggur og skýr.“Astrid Kol- björnsen hjá Bergens Tidende lýsir myndinni sem „...framandi lög- reglumynd þar sem skiptast á karlakórar, ólgandi haf, lykt af lík- um og sviðakjammaát.“ Margir blaðamenn til viðbótar tala sér- staklega um sviðakjammaatriðið alræmda en Dagbladet í Osló á lík- lega bestu lýsinguna. Blaðamaður fer fyrst fögrum orðum um mynd- ina og spáir henni vinsælda utan Íslands. Að lokum segir hann svo: „Myndin er þó ekki góð auglýsing fyrir íslenska matargerð. Atriðið þar sem hinn harðgerði lög- reglumaður kaupir sviðakjamma í lúgu líkt og á McDonalds, losar augað með vasahníf og slafrar gúmmolaðið í sig sat í mér löngu eftir að textinn hafði rúllað upp.“ heida@24stundir.is Mýrin fær glimrandi dóma Mýrin Vekur hrifningu Norðmanna 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Maður heldur að þegar maður hafi loksins sinn eigin heim til umráða geti maður sagt allt sem mann hefur nokkurn tíma langað að segja. Jakkasprengja Jakkasprengja Ullarjakkar Verð: Áður 12.990 Nú 9.990 Stærðir 36-44 Laugavegi 54 sími 552 5201 Sameiginlegt útgáfupartí Eyvindar Karlssonar og Vals Gunnarssonar vegna útgáfu bókanna Konungur norðursins eftir Val Gunnarsson og Ósagt eftir Eyvind Karlsson verður á Litla ljóta andarunganum föstu- daginn 16. nóvember kl. 21. Hljómsveitirnar Malneirophrenia og Mi- sery Loves Company leika nokkur lög og höfundar lesa. Andi Leonard Cohen, Jacques Brel og Tom Waits svífur yfir vötnum. re Útgáfupartí á Andarunganum

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.