Sunnudagsblaðið - 17.10.1965, Side 7

Sunnudagsblaðið - 17.10.1965, Side 7
ooooooo | Ég sá það og 1 leys rði það 0 S Það var geimkvöld í gærkvöldi og rafmagns- laust, og menn voru kammó hverir við aðra á göt- unni, og allir þekktust og enginn vissi af hverju rafmagnið hefði farið. Nú eru helgarnar degi lengri en áður, byrja á föstudögum, og samkvæm- isljónin iáta sig ekkert muna um að halda það út í þrjú kvöld og mæta svo á barnum á Borg- inni í hádegínu á mánudögum svona rétt til að taka úr sér ræmuna og rykið eftir helgina. Mað- urinn á neðri hæðinni er ekkert samkvæmisljón en hann á líka bíi, voða fínan, splunkunýjan, svart- an og er alltaf eitthvað að dedúa við bílinn sinn, og þegar hann heldur að enginn sjái til spjallar hann við bílinn og hælir honum þá upp í há- stert og jafnvel klappar honum dálítið, segir hann verði nú að du:ga vel næstu vikuna, og alltaf þeg- ar eott sólskin er. þá er maðurinn á neðri hæð- inni kominn á fætur fvrir allar aldir til að pússa og snurfusa bílinn sinn og stundum tekur hann hlífina ofan af húddinu og káfar eitthvað í vél- ina með lyklum eða töngum og snýr sér svo allt í einu að framhjágangandi og segir: „Hún plum- ar sig bærilega þessi kelling”. Litlu krökkunum í garðinum á bak við húsið var afskaplega mikið niðri fyrir liér á dögunum og sögðust hafa séð stóran hund með bítlahár og mann ríðandi á hundinum. Þau litlu krakkarnir ræða mikið um guð og Óli, sem er þeirra stærst- ur fer alltaf í kirkju á sunnudögum og hefur þá alltaf eitthvað nýtt að segja frá guði, og um síð- ustu helgi kom alveg nýtt fram í málinu, að guð væri alls ekki gamall og hann hefði ekkert skeeg. Þetta með skeggið var tilefni mikilla og fróðlegra umræðna, og þar lögðu allir eitthvað til málanna og einn sagði „að mamma heði satt að gvuð væri með voða stórt skegg alveg niðrá mava” og Óli sagði. að mamma hennar hefði aldrei séð guð, en presturinn í kirkjunni hefði sagt það „og hann veit það miklu betur en mamma þín góða”. Það er kostulegt að koma í sum hús, þar sem aulakassinn er aðalhúsgagnið og heimilisfólkið er allt safnað í kring um hann og enginn má segja aukatekið orð og kannske virðulegur séra- nrestur stendur alveg á öndinni af spenningi, hvort hasarbófinn skjóti góða manninn 'í kass- anum, eða hvort ríðandi kábojinn getur snarað óðan villihestinn, og litlu börnin liggja á gólf- inu föl af spenningi og svo æða þau um á daginn með bonausabyssur o? binda hvert annað við staur og hver veit nema þau prufi einhvern dag- inn að hengja hvert annað svolítið. Nú eru dúkku- og bílaleikir toorfnir, bara „bang, toang“. Fisksalinn í götunni við hliðina ber sig manna- lega og segist græða á tá og fingri, því nú sé hann eiginlega alveg hættur að selja fisk en selji bara kartöflur í staðinn og það sé stórum betra og þetta sé bara píp og vitleysa í kaupmanninum, að enginn gróði sé af kartöflunum. Feiti karlinn. sem býr í blúnduhandriðahúsinu hér á móti er nýkominn frá Majorku og litla stelpan, sem fer með honum í Laugarnar segir hann sé voða brúnn á mallanum og þegar skatt- skráin kom um daginn urðu allir í hverfinu voða forvitnir að vita hvað feiti karlinn borgar í skatta, því liann keyrir í svo fínum bíl og er alltaf í útlandinu á bídsinni eins og konan hans kallar það. En viti menn, útsvarið var ekki nema fimmbúsund og enginn skattur og nú velta allir hér fvrir sér hvort það sé bara nóg að skreppa 'á b'dsina svona tvisvar, brisvar á ári til að vera skattfrír, því feiti karlinn fer að minnsta kosti í toaustsumaraukafrí, venjulegt sumarfrí og vor- sumarfrí. Þetta er nú það, sem fólkið hér í hverf- inu er að spjalla um síðan það hætti að tala um rykið á götunni og það allt saman, því nú er búið að malbika og gera fínt, vantar ekkert nema gangstéttina. Það var strækur hjá öskuköllunum í morgun, þeir allir í kringum eina tunnuna og í háa rifr- ildi. Þeir voru að rífast um fegurðardrottningar segi og skrifa fegurðardrottningar. Einn sagði: ,.Ég er á móti þessum helvítis kroppasýningum, látum Halldór búnaðarmálastjóra halda rollusýn- ingar. en að einhverjar stelpugálur séu að halda sýningu á því sem guð hefur skanað, það er til skammar”. Og annar reyndi að vera skáldlegur og sagði: „Því mega ekki blessaðar stúlkurnar bera fegurðina á torg?” og þeir gleymdu alveg tunnunum og bílstjórinn varð að flauta á þá, þar til þeir rönkuðu við sér. Kennarinn, sem kemur alltaf í strætóinn á á stoppistöðinni hjá elliheimilinu segir að skól- arnir byrji alltof snemma, börnin séu í fýlu og það sé ekkert hægt að kenna þeim fyrstu vikurn- ar og nú sé líka september orðinn bezti mánuður ársins og mest að gera í bygglngarvinnunni og bessveena eigi alis ekki að bvrja skólahald fyrr en í október og halti maðurinn, sem kemur í vagninn við Háskólann tók undir orð kennarans og sagði skólahaldið væri orðið fargan og honum hefðu dugað níu vikurnar í umgangsskóla og hann sæi svo sem ekki hvaða gagn væri í öllu þessu óskaplegu skólafargani og konan, sem situr allt- af fyrir aftan bílstjórann kinkaði kolli í sífellu, Frh. á bls. 511. ’ ‘fT ALÞÝÐUBLAÐIÐ — SUNNUDAGSBLAÐ 5O3 OOOOOOOOO OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.