Sunnudagsblaðið - 17.10.1965, Qupperneq 9
Fyrsti fastráðni sjónvarpsmaðurinn á vegum BBC
var Douglas Birkenshaw, sem var ráðinn verkfræð-
ingur og rannsóknarstjóri árið 1930. Til samstarfs
við hann gengu tveir menn frá sjónvarpsstofu Bairds,
og þessir þrír menn urðu fyrstu tæknistarfsmenn
sjónvarps brezka útvarpsins. Nokkru síðar auglýsti
BBC eftir fyrsta kvenþulnum. Hún varð að vera
lagleg og myndast vel og hafa gott minni. Auk þess
skyldi hún vera ógefin og hún mátti ekki vera rauð-
hærð, því að þann lit var erfitt að senda. Umsókn-
irnar urðu svo margar, að útvarpið varð að fá auka-
fóik til að fara í gegnum þær allar, en að lokum
urðu tvær stúlkur fyrir valinu. Um líkt leyti var
einnig ráðinn karlmaður til þularstarfa.
Það var ekki auðvelt verk sem beið þessara fyrstu
sjónvarpsþula. Baird hafði fundiö upp þrjár mismun-
andi aðferðir við sendingar, en allar heimtuðu þær
mikla andlitsförðun. Ein aðferðin heimtaði þykka,
gula andlitsförðun, skarlatsrauðar varir og gráa
augnaskugga; önnur aðferð heimtaði ljósgult andlit,
biáar varir og augnabrúnir, og þriðja aðferðin heimt-
aði móleita andlitsförðun og brúnar varir og augna-
skugga. Auk þess þurfti að beita ljósum þannig við
sendingarnar, að hætta var á að þulirnir fengju höf-
uðverk.
Um líkt leyti og þulirnir voru ráðnir, bættist nýr
maður í hóp sjónvarpsfólks hjá BBC. Það var Cecil
Madden, dagskrárstjóri, en hann átti eftir að hafa
mikil áhrif á þróun sjónvarpsins og efnismeðferðar
r
þess næstu árin. Eitthvert fyrsta verkefni hans vaf
að undirbúa tuttugu sjónvarpsþætti í sambandi við
Ólympíuleikana 1936. Það verkefni reyndist erfitt,
en einhvern veginn slampaðist það þó af, þrátt fyrir
margs konar óhöpp og jafnvel hrein skemmdarverk.
Sjónvarpið átti nefnilega marga andstæðinga í þá
daga. Sumir héldu því fram, að aðsókn myndi minnka
háskasamlega, ef sjónvarpað væri frá knattspyrnu-
keppnum og öðrum kappleikjum; aðrir fullyrtu, að
sjónvarpið hlyti að drepa bæði leikhússtarfsemi,
kvikmyndahús og venjulegan útvarpsrekstur. Þessar
röksemdir báðar heyrast oft enn þann dag í dag,
þótt reynslan bendi ekki til, að þær hafi við neitt
að styðjast.
Hættulegri áróður gegn sjónvarpinu var sá orð-
rómur, að það væri njósnatæki, sem væri ætlað að
snuðra í híbýlum manna. Þessi orðrómur varð svö
magnaður, að samgöngumálaráðherrann brezki varð
að flytja sérstakt lítvarpserindi, þar sem hann full-
vissaði þjóðina um, að þetta væri uppspuni og að
sjónvarpsmyndavélar yrðu ekki notaðar til að njósna
um einkalíf almennra borgara.
Skömmu eftir Ólympíuleikana 1936 tilkynnti BBC
að fastar sjónvarpssendingar hæfust fljótlega og yrði
sjónvarpað tvær klukkustundir á dag. Þvi var heitið,
að efnið skyldi vera fjölbreytt og frjálslegt; hinir
ágætustu listamenn yrðu ráðnir til að skemmta, Og
merkisatburðir yrðu sýndir á sjónvarpsskerminum.
Bétt áður en fösíu sendingarnar hófust, byrjaði
H<Ni m ■ ‘ " fflj? ■ V-W- » W , xífex j
lXflP::íXÍX: blli- X X .BCi- •sbri'.aa , j
íÝcÝi. - h tf r X r .í' > 'ÖJJLCÍUíS
■.Baíras.
t. , - •
ALPÝÐUBLADID - SUNNUDAGSDLAÐ 5Q5