Morgunblaðið - 13.11.2004, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 310. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Húsgagnahöllin s. 585 7220 • Smáralind s. 585 7240 • Selfossi s. 480 7009
Nýtt100% ÖRYG
GI
VIÐ TRYGGJUM ÞÉR
LÆGRA VERÐ
sjá www.intersport.is
Skífuskank og
taktkjaftur
Unglist lýkur í kvöld með óvenju-
legri keppni Menning 60
Lesbók | Burt með væntingar um borgaralegt leikhús Sannleikur
vafinn lygum Börn | Hugmyndin kom í heita pottinum Keðjusagan
Íþróttir | Fyrsti landsliðshópur Viggós Birgir Leifur á parinu
Lesbók, Börn og Íþróttir í dag
ÖNGÞVEITI var við höfuðstöðvar
Yassers Arafats, leiðtoga Palest-
ínumanna, í Ramallah á Vestur-
bakkanum í gær þegar tugir þús-
unda manna söfnuðust þar saman
til að fylgjast með útför hans.
Lögreglumenn hleyptu af byssum
upp í loftið til að hafa hemil á fólk-
inu þegar það þyrptist að kistu Ara-
fats. /20Reuters
Öngþveiti
við útför
Arafats
GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna,
sagði í gær að eftir fráfall Yassers Arafats,
leiðtoga Palestínumanna, gæfist „mjög gott
tækifæri“ til að koma á friði og stofna sjálf-
stætt, lýðræðislegt og lífvænlegt Palestínu-
ríki áður en kjörtímabili hans lyki árið 2009.
Bush sagði þetta eftir fund með Tony
Blair, forsætisráðherra Bretlands, í Hvíta
húsinu í Washington þar sem þeir ræddu
einkum málefni Mið-Austurlanda og átökin
í Írak. Forsetinn kvaðst vona að eftirmenn
Arafats einsettu sér að berjast gegn
hryðjuverkastarfsemi og koma á lýðræðis-
legum umbótum.
Boðar Evrópuferð á næsta ári
Bush kvaðst einnig ætla að bæta sam-
skipti Bandaríkjanna og Evrópulanda, sem
lögðust gegn innrásinni í Írak, á síðara
kjörtímabili sínu. „Ég ætla að heimsækja
Evrópu eins fljótt og mögulegt er eftir inn-
setningarathöfnina í janúar.“
„Gott tæki-
færi“ til að
koma á friði
Washington. AFP.
Reuters
Tony Blair og Bush í Hvíta húsinu í gær.
TIL ÞESS að eiga möguleika á því
að fá kennara inn í skólana á mánu-
dag sæmilega sátta, verður að
tryggja að þeir fái 130 þúsund króna
eingreiðslu og að minnsta kosti 5,5%
launahækkun strax. Þetta er meðal
athugasemda við frumvarp til laga
um kjaramál kennara sem kennara-
forystan gerði allsherjarnefnd grein
fyrir á fundi í gærkvöldi.
Fulltrúar launanefndar sveitarfé-
laga mættu einnig á fund allsherj-
arnefndar sem lauk kl. 23 í gær-
kvöldi. Frumvarpið var ekki afgreitt
úr nefndinni í gær en annar fundur
hefur verið boðaður í dag. Frum-
varpið var tekið til fyrstu umræðu á
Alþingi í gær en þingfundur hefur
verið boðaður kl. 10.30 í dag.
Telja frest of langan
Bæði fulltrúar kennara og sveit-
arfélaganna gerðu athugasemdir við
tímasetningar í frumvarpinu og telja
frest sem gerðardómur hefur til að
ljúka störfum of langan. Að mati
kennara á að skipa í gerðardóm
strax og á hann að hafa lokið störf-
um um áramót. „Samningsaðilar
geta þá notað tímann meðan gerð-
ardómur er að koma sér í gang til að
athuga hvort þeir nái saman um eitt-
hvað,“ sagði Eiríkur Jónsson, for-
maður KÍ í gærkvöldi. Þá vilja kenn-
arar að úrskurður gerðardóms gildi
frá 1. október.
Birgir Björn Sigurjónsson, for-
maður samninganefndar sveitarfé-
laga, segist telja að sveitarfélögin
geti unað við forskrift gerðardóms
eins og hún er sett fram í frumvarp-
inu. Eiríkur segir kennara hins veg-
ar ekki geta það með nokkru móti.
Gerðardómur verði að bera kjör
kennara saman við aðra háskóla-
menntaða starfsmenn ríkisins með
sambærilega menntun, reynslu og
ábyrgð.
„Mun þessi forskrift hafa þannig
áhrif á niðurstöðuna að okkur beri
sem samningsaðilum að endurskoða
hvað er mögulegt í stöðunni?“ spyr
Birgir Björn. „Ég er að vona að það
leiði til þess að við getum náð sam-
komulagi um eitthvað sem báðir að-
ilar geta staðið á bak við og haft
sannfæringu fyrir að sé betri lausn
heldur en gerðardómur.“
Morgunblaðið/ÞÖK
Reiðir kennarar á Austurvelli
KENNARAR fjölmenntu fyrir framan Alþingishúsið í gær meðan á afgreiðslu frumvarps til laga um kjör kennara stóð og létu í ljós megna óánægju
sína með frumvarpið. Púað var til alþingismanna og kennarar á bílum þeyttu flautur sínar. Lögreglan þurfti þrjár tilraunir til þess að koma upp
nálgunarborða til að halda kennurum í hæfilegri fjarlægð þar sem óánægðir kennarar slitu hann í tvö skipti við fagnaðarlæti félaga sinna.
Kennarar vilja eingreiðslu
og fá 5,5% hækkun strax
ÁKVÆÐIÐ um að sveitarfélögin og kennarar geti gengið frá kjara-
samningi sín á milli fyrir 15. desember áður en málið kemur til kasta
gerðardóms er fyrst og fremst sett vegna ábendinga sem stjórnvöld-
um hafa borist frá Alþjóðavinnumálastofnuninni (ILO).
Í tilmælum ILO mun vera bent á að löggjafarvaldið eigi ekki að
setja lög á vinnudeilur án þess að gefa deilendum umþóttunarfrest
til að leysa deiluna upp á eigin spýtur. Í sumar staðfesti þing ILO
niðurstöðu félagafrelsisnefndar ILO um kæru ASÍ til ILO vegna
endurtekinna afskipta stjórnvalda af gerð kjarasamninga.Talsmenn
ASÍ sögðu þá að í ákvörðun þingsins fælist mjög alvarleg gagnrýni á
ríkisstjórnina vegna afskipta stjórnvalda af gerð frjálsra kjara-
samninga og að stjórnvöld yrðu að hugsa sig miklu betur um áður
en þau færu með lagasetningu inn í kjarasamningagerð.
Frestur vegna ábendinga frá ILO
Deilendur gera báðir athugasemd við tímasetningar í frumvarpinu
Frumvarp til laga um kjaramál kennara rætt í allsherjarnefnd í gærkvöldi
Kennaradeilan/6 og 10
SAKSÓKNARI á Ítalíu
krafðist þess í gær að dóm-
stóll í Mílanó dæmdi Silvio
Berlusconi, forsætisráð-
herra landsins, í átta ára
fangelsi fyrir að hafa mútað
dómurum.
Saksóknarinn vill einnig
að Berlusconi verði bannað til lífstíðar að
gegna opinberu embætti. Dómur verður
kveðinn upp í málinu 3. desember.
Að sögn saksóknarans fengu dómararnir
reglulegar greiðslur frá fyrirtæki Berlusc-
onis, Fininvest, meðal annars fyrir að hafa
komið í veg fyrir að ríkisfyrirtæki yrði selt
keppinaut hans í viðskiptalífinu árið 1985.
Krefst dóms
yfir Berlusconi
Róm. AFP.
Berlusconi
♦♦♦