Morgunblaðið - 13.11.2004, Side 4
4 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
aðinum. Eftir að hafa virt fyrir sér uppboð á tún-
fiski, kynnti sendinefndin sér aðra starfsemi
markaðarins og fékk rengi að gjöf frá fisksala
sem var auðmjúkur yfir því hve langt að kominn
hópurinn var. Hvorki bar mikið á íslenskri loðnu
né grálúðu þann tíma sem hópurinn staldraði á
fiskmarkaðinum.
Með þingforseta í för er eiginkona hans, Krist-
rún Eymundsdóttir, og þingmennirnir Arnbjörg
Sveinsdóttir, Guðjón A. Kristjánsson, Jóhann Ár-
sælsson og Steingrímur J. Sigfússon ásamt for-
stöðumanni alþjóðasviðs skrifstofu Alþingis.
Sendinefndin fer frá Tókýó í dag áleiðis til
Kyoto. Forseti Alþingis og eiginkona hans munu
jafnframt hitta japönsku keisarahjónin á mánu-
dag.
HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis, er í op-
inberri heimsókn ásamt íslenskri sendinefnd í
Japan í boði forseta efri deildar japanska þings-
ins, og stendur hún til 16. nóvember. Við kom-
una til Japan á fimmtudag fundaði sendinefndin
með gestgjafanum.
Sendinefndin ræddi við forsætisráðherra Jap-
ans, Junichiro Koizumi, forseta efri deildar jap-
anska þingsins, Chikage Oogi, og forseta neðri
deildar japanska þingsins, Yohei Kono. Auk þess
ræddi sendinefndin við hvalveiðinefnd þingsins.
Sendinefndin brá sér einnig á Tsukiji fisk-
markaðinn í Tókýó, sem er einn sá stærsti í
heimi. Báðust framkvæmdastjóri fiskmarkaðar-
ins og móttökunefndin öll afsökunar á því að
ekki væri íslenskt hvalkjöt til sölu á mark-
Forseti Alþingis í opinberri heimsókn í Japan
Skoðuðu einn stærsta
fiskmarkað heims
Ljósmynd/Arnljótur B. Bergsson
Halldór Blöndal kynnti sér einn stærsta fisk-
markað í heimi ásamt íslensku sendinefndinni.
SVO virðist sem fordómar gagn-
vart útlendingum séu að aukast á
Íslandi að því er fram kemur í ný-
legri Gallup-könnun. Frá árinu
1999 hefur þeim sem vilja leyfa
fleiri útlendingum að vinna hér-
lendis fækkað um 14% eða frá
42%, sem voru því sammála 1999,
niður í 28% árið 2004. Íslendingar
eru sömuleiðis neikvæðari gagn-
vart því að taka eigi við fleiri
flóttamönnum á Íslandi. Árið 1999
voru 45% svarenda því sammála
en í ár 27,5%. Fækkunin á milli
ára nemur því tæpum 18%.
Einnig er neikvæð svörun milli
ára þegar spurt er hvort þeir sem
flytji til Íslands eigi rétt á því að
halda eigin siðum. Fyrir fimm ár-
um sögðust 77% svarenda vera því
sammála en í ár segjast liðlega
64% vera því sammála.
Þessar niðurstöður koma fram í
nýlegri neyslukönnun Gallup þar
sem spurt var m.a. um viðhorf til
útlendinga, framandi menningar
og flóttamanna á Íslandi. Könn-
unin var í formi svokallaðar póst-
könnunar og var svarhlutfall 66%
eða 1.075 manns.
Alþjóðahúsið kynnti niðurstöður
könnunarinnar á blaðamannafundi
í gær og til að benda á að for-
dómar hafi verið að aukast í ís-
lensku samfélagi á undanförnum
árum. „Þetta staðfestir ákveðnar
grunsemdir sem við höfðum,“ seg-
ir Einar Skúlason, framkvæmda-
stjóri Alþjóðahússins. Hann segist
hafa orðið var við vaxandi óánægju
meðal útlendinga hérlendis varð-
andi framkomu og viðmót Íslend-
inga í sinn garð.
Einar segir nauðsynlegt að opna
umræðuna um þessi mál og eitt af
því sem Alþjóðahúsið hyggst gera
er að dreifa fréttablaði sínu, sem
nefnist „Eins og fólk er flest“, á öll
heimili í landinu næstkomandi
sunnudag. Markmið blaðsins er að
upplýsa fólk með það fyrir augum
að draga úr fordómum gagnvart
innflytjendum. Þar verður að finna
greinar eftir ýmsa sérfræðinga þar
sem þeir fjalla, út frá sínu sérsviði,
um neikvæðar fullyrðingar sem
haldið hefur verið á lofti um inn-
flytjendur.
Ungar menntakonur í Reykja-
vík síst fordómafullar
Fram kemur í könnuninni að
marktækur munur sé á milli
kynja, karlar séu fordómafyllri en
konur, eldra fólk fordómafyllra en
það sem yngra er, ómenntaðir
frekar en menntaðir og meira sé
um fordóma á landsbyggðinni en í
Reykjavík.
Könnun á viðhorfi Íslendinga til útlendinga
Fordómar í sam-
félaginu að aukast
Í BYRJUN nóvember kynnti
Morgunblaðið áskrifendum
möguleika á að sjá blað dagsins í
tölvunni sinni án viðbótargjalds.
Viðbrögð við þessari viðbótar-
þjónustu hafa verið gríðarlega
góð, en núna hafa yfir 5.000
áskrifendur skráð sig og opnað
fyrir aðgang að efni blaðsins.
Mestu viðbrögðin hafa verið á
strjálbýlli svæðum landsins þar
sem samgöngur eru með þeim
hætti að blaðið sjálft í pappírs-
formi berst í seinna lagi. Einnig
þykir áskrifendum á ferðalögum
erlendis mikill fengur að geta
skoðað blaðið þegar tækifæri
gefst til.
Til að virkja aðgang að efni
blaðsins verður áskrifandi að
skrá sig á forsíðu mbl.is og fá
lykilorð sent í tölvupósti. Það er
gert á þann veg að smella á
mynd af forsíðu Morgunblaðsins
sem er í vinstra dálki á mbl.is.
Að því loknu getur áskrifandi
skoðað blað dagsins, hvort sem
er á textasniði (án auglýsinga)
eða pdf-sniði, með endanlegu út-
liti blaðsins. Blaðið verður þann-
ig aðgengilegt áskrifendum kl. 6
á morgnana að íslenskum tíma,
hvar sem er í veröldinni.
Aðgangur að blaði
dagsins í tölvuna
Rúmlega
5 þúsund
hafa
skráð sig
LÖGREGLUNNI í Hafnarfirði
barst í vikunni bakpoki sem inni-
hélt talsvert magn af framhliðum af
útvarps- og geislaspilurum í bif-
reiðar, en slíkum framhliðum er
hægt að smella af tækjunum.
Nokkrir einstaklingar hafa þegar
sótt til lögreglu framhliðar sem var
stolið úr bifreiðum þeirra og geta
þeir sem enn sakna framhliða af út-
varps- eða geislaspilurum bifreiða
vitjað þeirra á lögreglustöðinni.
Fundu framhlið-
ar í bakpoka
SKIPT var um yfirmann varnarliðs-
ins með athöfn sem fram fór á
Keflaíkurflugvelli í gærmorgun. Í
stað Noel G. Preston aðmíráls hefur
Robert S. McCormick ofursti úr
flugher Bandaríkjanna tekið við.
Yfirstjórn varnarliðsins er svo-
nefnd sameinuð herstjórn (Joint
command) og getur yfirmaður þess
því komið úr hvaða grein Banda-
ríkjahers sem er, þ.e. flota, landher
eða flugher.
Þýðir ekki að
flugherinn hafi tekið við
Á Keflavíkurflugvelli er deild úr
flughernum til loftvarna og hefur
hún yfir að ráða fjórum F-15-orr-
ustuþotum, þar voru Orion-kafbát-
arleitarvélar sem flugdeild flotans
sá um að reka, en
hennar hlutverk
er að fylgjast
með skipa- og
kafbátaferðum og
loks er þar flota-
stöð sem flestir
liðsmenn varnar-
liðsins heyra
undir.
Friðþór Eydal
upplýsinga-
fulltrúi varnarliðsins segir að þó að
yfirmaður varnarliðsins sé nú for-
ingi úr flugher þýði það ekki að
flugherinn hafi tekið við rekstri
flotastöðvarinnar. Engar ákvarðanir
hafi verið teknar um slíkar breyt-
ingar sem séu háðar samráði ís-
lenskra og bandarískra yfirvalda.
Nýr yfirmaður
varnarliðsins
Robert S.
McCormick
SKIPULAGSSTOFNUN hefur með
skilyrðum fallist á lagningu Gjá-
bakkavegar milli Laugarvatns og
Þingvalla. Um er að ræða um það bil
15 km langan, nýjan veg, sem mun
liggja að mestu leyti um óraskað
svæði.
Þau skilyrði eru m.a. sett, að
Vegagerðin lágmarki efnistöku og
vandi til fyrirkomulags hennar og
frágangs efnistökusvæða. Einnig er
sett það skilyrði að lagður sé svo-
nefndur fljótandi vegur til að draga
úr áhrifum á votlendi.
Sveitarstjórn breytir
nafni vegarins
Skipulagsfulltrúi uppsveita Ár-
nessýslu segir að í tilefni af úrskurði
Skipulagsstofnunar hafi sveitar-
stjórn ályktað um það að vegur þessi
verði framvegis nefndur Lyngdals-
heiðarvegur, þar sem vegurinn muni
hvergi koma nærri hinu gamla bæj-
arstæði Gjábakka.
Fallist á
lagningu
Gjábakka-
vegar
NOKKUR óútskýrður munur virð-
ist vera á tölum Hagstofunnar og
tölum sem fram koma í könnun
Rannsókna og ráðgjöf ferðaþjón-
ustunnar (RRF) um fjölda gisti-
nátta erlendra ferðamanna hér á
landi.
Rögnvaldur Guðmundsson hjá
RRF segir að útlit sé fyrir að gisti-
nætur erlendra ferðamanna verði á
bilinu 2,5 til 2,6 milljónir í lok
þessa árs en þá sé talin með öll
tegund gistingar, tjöld, sumarhús
og einnig ókeypis gisting hjá vinum
eða kunningjum. Gistinætur er-
lendra ferðamanna hér á landi skv.
tölum Hagstofunnar gætu orðið um
1,5 milljónir á þessu ári. Mismun-
urinn á tölum Hagstofunnar og töl-
um RRF er því liðlega ein milljón.
Telur Rögnvaldur mikilvægt að
kanna hver skýringin á þessu sé.
Óvissa um fjölda gistinátta