Morgunblaðið - 13.11.2004, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Óvinir allt um kring
Vítahringur fjallar um
þræla, kappa, bardaga,
galdra og strák sem
reynir að lifa eðlilegu
lífi - en það reynist
ekki auðvelt.
Ný frábær saga frá
verðlaunahöfundinum
Kristínu Steinsdóttur
Penninn Eymundsson
og Bókabú›ir MM
3. – 9. nóv.
1.
Börn og unglingar
„VÉR mótmælum allir,“ hrópuðu
grunnskólakennarar sem tóku sér
stöðu fyrir framan Alþingishúsið í
gær til þess að láta í ljós megna
óánægju sína með lagafrumvarp
ríkisstjórnarinnar.
Frumvarpið var samþykkt á rík-
isstjórnarfundi í stjórnarráðinu í
gærmorgun. Fyrr um morguninn
boðaði forsætisráðherra formenn
stjórnarandstöðuflokkanna á fund í
stjórnarráðinu en frumvarpið var
síðan lagt fram á Alþingi á þing-
fundi kl. 10:30.
Púuðu og þeyttu flautur
Ætla má að meira en 100 kenn-
arar hafi mótmælt á Austurvelli
þegar flest var og báru sumir
þeirra hvít blöð með dökkum fót-
sporum á. Púað var til al-
þingismanna og kennarar á bílum
þeyttu flautur sínar. Lögreglan
þurfti þrjár tilraunir til þess að
koma upp nálgunarborða til að
halda kennurum í hæfilegri fjar-
lægð þar sem óánægðir kennarar
slitu hann í tvö skipti við fagn-
aðarlæti félaga sinna.
Þær Guðný Guðlaugsdóttir og
Hanna Friðriksdóttir sögðust afar
ósáttar við lagasetninguna. Hún
kæmi að vísu ekki á óvart heldur
frekar hitt hvernig að henni væri
staðið. Það væri ekkert nema sýnd-
armennska að gefa kennurum frest
til þess að semja fyrir 15. desem-
ber. „Það er óskiljanlegt af hverju
þetta er ekki sett í gerðardóm og
klárað. Það verður ekki fyrr en 13
mánuðum eftir að samningurinn
okkar rann út sem við fáum fyrst
uppgjör úr þessari kjaradeilu. Það
er bara fáránlegt að senda kenn-
arana gríðarlega óánægða aftur inn
í skólana. Það kemur bara niður á
einu og það er á skólastarfinu.“
Íhuga alvarlega að
hætta kennslu
Guðný og Hanna sögðu hendur
gerðardóms greinilega rígbundnar í
lagafrumvarpinu og báðar sögðust
þær myndu íhuga alvarlega að
hætta kennslu ef ekki fengjust við-
unandi kjarabætur.
Sigfríður, Margrét og Linda
sögðu að sér litist mjög illa á frum-
varpið. „Það er bara verið að semja
um launalækkanir. Það er algerlega
verið að traðka á okkur, enn og aft-
ur. Það er ekki nokkur einasta virð-
ing borin fyrir þessu starfi og fólk-
inu sem sinnir því.“
Þær sögðu ekki koma til greina
að samþykkja miðlunartillöguna ef
hún kæmi aftur upp á borðið, at-
kvæðagreiðslan um hana segði allt
sem segja þyrfti. Þær sögðu það al-
veg vera uppi á borðinu að hætta
kennslu ef niðurstaðan úr kjaradeil-
unni yrði óásættanleg.
Tilgangslaust að veita
deilendum frest
Í samþykkt stjórnar Kennara-
sambands Íslands (KÍ) sem send
var fjölmiðlum í gær segir að verði
frumvarp til laga um kjaramál
kennara og skólastjórnenda óbreytt
að lögum hefur samningsrétturinn
verið hrifsaður af kennurum með
ofbeldisfullum hætti og þeir sendir
nauðugir inn í skólana með óbreytt
laun og starfskjör til vors 2005.
Stjórnin telur það „hreina firru“
að reyna að þvinga félagsmenn KÍ í
grunnskólum til vinnu á ný eftir
margra vikna verkfall án þess að
strax komi til hækkun launataxta.
Grunnskólakennarar gagnrýndu harðlega lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar
Morgunblaðið/Golli
Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson koma út úr stjórnarráðinu.
Morgunblaðið/Golli
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ræðir við fréttamenn.
„Algerlega verið að
traðka á okkur“
Morgunblaðið/ÞÖK
Sigfríður, Margrét og Linda: „Það er algerlega verið að traðka á okkur.“
Morgunblaðið/ÞÖK
Hanna og Guðný íhuga að hætta kennslu fáist ekki viðunandi kjarabætur.
FULLTRÚAR launanefndar sveit-
arfélaga mættu á fund
allsherjarnefndar í gærkvöldi og
gerðu grein fyrir athugasemdum sín-
um við frumvarp til laga um kjaramál
kennara og skólastjórnenda í grunn-
skólum. Birgir Björn Sigurjónsson,
formaður samningsnefndar sveitarfé-
laga, segir að m.a. hafi verið gerð at-
hugasemd við þann frest sem gerð-
ardómur hefur til að komast að
niðurstöðu og hvenær hann eigi að
hefja störf. Sveitarstjórnarmenn sjái
ekki ástæðu til svo langs frests.
Geta unað við forskrift
gerðardóms
Birgir Björn segir að fljótt á litið
sýnist sér að sveitarfélögin geti unað
við forskrift gerðardóms eins og hann
kemur fram í frumvarpinu. Hann
segir tilboð kennara sem lagt var
fram á mánudag hljóða upp á 45%
kostnaðaraukningu fyrir sveit-
arfélögin. „Ef það yrði kollhnísinn
sem samfélagið tæki þá myndi ég
ekki vilja bera ábyrgð á því.“
Birgir Björn segist meta stöðuna
þannig að það sé nauðsynlegt að deil-
endur setjist aftur að samningsborð-
inu þar til gerð-
ardómur tekur til
starfa. „Nú liggur
fyrir forskrift fyr-
ir gerðardómi
þannig að nú
horfa aðilar bara
kalt á það. Mun
þessi forskrift
hafa þannig áhrif
á niðurstöðuna að
okkur beri sem
samningsaðilum
að endurskoða hvað er mögulegt í
stöðunni? Ég er að vona að það leiði
til þess að við getum náð sam-
komulagi um eitthvað sem báðir að-
ilar geta staðið á bak við og haft sann-
færingu fyrir að sé betri lausn heldur
en gerðardómur. [...] Samfélagið er
búið að setja leiðbeiningar og leik-
reglur um hvernig eigi að ljúka þessu
og þetta er tækifæri fyrir samnings-
aðila að klára þetta. Ef þeir nýta sér
það ekki þá er það sett í dóm þriðja
aðila og hvorki sveitarfélögin né
kennarasamtökin geta vitað hver sú
lending verður.“
Hann segir að launanefndin hafi
ekki mælt með þeirri leið sem frum-
varpið kveður á um. „Það á að vera
þannig almennt að menn eigi að
standa í lappirnar og gera samninga
sjálfir en ekki vera að kalla á rík-
isvaldið eða Alþingi til lagasetningar.
Því þá er eins og enginn beri ábyrgð.
Samningsrétturinn er veittur vinnu-
veitendum og stéttarfélögum og þeim
ber skylda að bera ábyrgð á því sem
þeir eru að gera.“
Hann segir að kennarar hafi talað
um að gerðardómsleiðin sé skásti
kosturinn í stöðunni „en þá eru þeir
búnir að búa til þessar aðstæður. Ég
held að það sé til að klippa þá niður úr
snörunni, að þeir þurfi ekki að bera
ábyrgð á niðurstöðunni.“
Birgir Björn segir nú muni samn-
ingsnefndin bíða og sjá hver nið-
urstaða Alþingis verði. Í kjölfarið
verði farið yfir stöðuna.
Eitt tækifæri enn til að semja
Birgir Björn
Sigurjónsson
LAGAFRUMVARP ríkisstjórn-
arinnar um kjaramál kennara og
skólastjórnenda í grunnskólum öðl-
ast gildi um leið og þau hafa verið
afgreidd frá Alþingi og verða þá
verkföll, verkbönn og aðrar að-
gerðir Kennarasambands Íslands
gagnvart sveitarfélögunum óheimil
þangað til samningur milli aðila
liggur fyrir eða, ef til þess kemur,
þangað til gerðardómur hefur
ákveðið kjör grunnskólakennara.
Um viðmið þau sem gerð-
ardómur skal hafa í huga við
ákvörðun launakjara grunnskóla-
kennara segir að hann skuli „hafa
hliðsjón af almennri þróun á vinnu-
markaði frá gerð síðasta kjara-
samnings deiluaðila að því leyti sem
við á“.
Við ákvarðanir um laun fé-
lagsmanna og önnur starfskjör
þeirra skal gerðardómurinn einnig
hafa hliðsjón „af kjörum þeirra sem
sambærilegir geta talist að mennt-
un, störfum, vinnutíma og ábyrgð
en jafnframt gæta þess að stöð-
ugleika efnahagsmála og for-
sendum annarra kjarasamninga sé
ekki raskað“.
Ákvörðun liggi fyrir í síðasta
lagi 31. mars árið 2005
Sveitarfélögunum og kennurum
er gefinn frestur til 15. desember til
þess að ná fram samningi en að öðr-
um kosti kemur málið til kasta
gerðardóms sem Hæstiréttur til-
nefnir þrjá menn í. Ákvörðun hans
um kjör skal liggja fyrir í síðasta
lagi 31. mars 2005 og verða þau þá
bindandi sem kjarasamningur frá
15. desember og til þess tíma sem
dómurinn ákveður.
Endanlegt uppgjör launa á að
vera 30. apríl 2005.
Þó er tekið fram að komi deil-
endur sér saman um einhver efnis-
atrið eftir að málið er komið í gerð-
ardóm skuli hann taka mið af því og
eins hefur hann heimild til að beita
sér fyrir samkomulagi eða dóms-
sátt á milli aðila.
„Gerðardómnum er sjálfum ætl-
að að setja sér starfsreglur og afla
nauðsynlegra gagna og getur hann
krafist skýrslna, munnlegra og
skriflegra, af þeim aðilum sem
gerðardómurinn telur nauðsynlegt.
Þá er kveðið á um rétt aðila til að
koma sjónarmiðum sínum að við
umfjöllun gerðardómsins, hvort
sem er munnlega eða skriflega, og
skal gerðardómurinn ætla þeim
hæfilegan frest í því skyni,“ segir í
athugasemdum við frumvarpið.
„Forsend-
um annarra
kjarasamn-
inga sé ekki
raskað“