Morgunblaðið - 13.11.2004, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
skólabörn fá ekki þá lögmætu
kennslu sem þeim ber. Þrátt fyrir
langt verkfall og stíf fundahöld eru
deiluaðilar engu nær og hafa eins og
áður sagði að því er virðist heldur
fjarlægst síðustu daga. Má því færa
fyrir því gild rök að svo ríkir al-
mannahagsmunir standi til þess að
starf í grunnskólum landsins geti haf-
ist að nýju svo fljótt sem auðið er að
lög sem fela í sér bann við verkfallinu
eigi rétt á sér við núverandi aðstæð-
ur.“
Forsætisráðherra fór yfir einstök
atriði frumvarpsins, en nánar er
greint frá því á öðrum stað hér í
blaðinu. Ráðherra tók fram, í því sam-
bandi, að ríkisstjórnin hefði lagt
mikla áherslu á mikilvægi þess að
fylgja aðhaldssamri efnahagsstefnu
til að tryggja áframhaldandi stöðug-
leika í efnahagslífinu á næstu árum.
„Í þessu samhengi er brýnt að launa-
stefna ríkis og sveitarfélaga komi
ekki af stað víxlhækkunum verðlags
og launa sem aftur hefði í för með sér
aukna verðbólgu og rýrnun kaup-
máttar. Þessu frumvarpi er ætlað að
stuðla að framgangi þessara mark-
miða,“ sagði hann.
Össur Skarphéðinsson, formaður
Samfylkingarinnar, sagði að hann og
sinn flokkur væru í grundvallaratrið-
um á móti því að menn beittu laga-
setningu til að ljúka verkfalli. „Ég hef
fullan skilning á því þegar hæstvirtur
forsætisráðherra segir að með hags-
muni barna og fjölskyldna í landinu í
huga hafi reynst nauðsynlegt að grípa
til aðgerða. Ég hef fullan skilning á
því að með einhverjum hætti verði
menn að reyna að leysa þennan hnút.
Ég segi hins vegar að þessi ríkis-
stjórn ber töluverða ábyrgð á þeim
hnúti sem búið er að binda á þessa
deilu. Það er einfaldlega þannig að að-
gerðaleysi ríkisstjórnarinnar, þyrni-
rósarsvefninn sem heltók hana langar
stundir, leiddi til þess að málin kom-
ust í þessa stöðu.“ Sagði hann einnig í
þessu sambandi að ríkisstjórnin hefði
verið mjög ósanngjörn í tekjuskipt-
ingu sinni gagvart sveitarfélögunum í
landinu.
Ögmundur Jónasson, þingflokks-
formaður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs, sagði að sinn þing-
flokkur væri andvígur frumvarpinu.
„Eftir því sem ég hugleiði málið betur
því verri finnst mér sú niðurstaða
sem ríkisstjórnin hefur komist að. Ég
ætla ekki að gera lítið úr vandanum
fyrir börnin eða fyrir 4.500 kennara,
4.500 heimili sem staðið hafa í erfiðri
kjarabaráttu og verið launalaus í sjö
vikur. Nú fær þetta fólk kaldar kveðj-
ur frá ríkisstjórn Íslands. Það er sent
heim með lögum bótalaust. Ekki nóg
með það, það er bannað með lögum að
bæta fólkinu þann skaða sem kergja
og þvergirðingsháttur viðsemjandans
hefur valdið því í þessu langa og
stranga verkfalli, því í lagafrumvarp-
inu segir að ákvarðanir gerðardóms
skuli vera bindandi sem kjarasamn-
ingur á milli aðila frá og með 15. des-
ember.“
Ögmundur ítrekaði í ræðu sinni að
styrkja þyrfti fjárhagslega stöðu
sveitarfélaganna og gera þeim þannig
kleift að ganga til samninga við kenn-
ara og aðra starfsmenn sína. Það væri
raunhæf lausn á kjaradeilunni.
Skaði kennara bættur
Magnús Þór Hafsteinsson, þing-
flokksformaður Frjálslynda flokks-
ins, tók í upphafi máls síns fram að
Frjálslyndi flokkurinn hefði ávallt
verið á móti lagasetningum á kjara-
deilur. „Við erum andvíg því að lög
verði sett á kennara núna,“ sagði
hann. „Það hlýtur að vera svo að rík-
isstjórnin beri þunga ábyrgð í þessu
máli.“ Hann sagði að ríkisstjórnin
hefði á undanförnum vikum minnt á
mann sem svæfi þungum svefni. „Nú
reynir ríkisstjórnin að rífa sig á fætur
í þessu máli og kemur fram með
þessa lagasetningu.“
Magnús sagði þó ljóst að ekkert
kæmi í veg fyrir að frumvarpið yrði
afgreitt sem lög frá Alþingi. Hann
sagði að á frumvarpinu þyrftu því að
verða ákveðnar breytingar. „Til
dæmis að kennurum yrði bættur sá
skaði, sem þeir hafa orðið fyrir í þessu
verkfalli, þ.e. að hugsanlegar kjara-
bætur til þeirra verði ekki frá 15. des-
ember, eins og hér er kveðið á um,
heldur að þær nái framar í tíma.“
Þorgerður K. Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra ítrekaði að
lagasetning í kjaradeilu væri þrauta-
lending. Hún sagði síðan að það væri
m.a. ljóst eftir samræður ráðherra við
fulltrúa deilenda að allt væri upp í loft
í kjaradeilunni; deilendur væru frem-
ur að fjarlægjast en nálgast. Staðan
væri því afar erfið. „Og það er komin
upp að mínu mati ákveðin neyð sem
réttlætir þá leið sem við erum að fara
hér í dag.“ Frumvarpið væri engan
veginn ákjósanleg niðurstaða „en að
mínu mati er þetta illskásta leiðin í
þessari stöðu“.
Grípi í taumana
Árni Magnússon félagsmálaráð-
herra sagði m.a. í ræðu sinni að fjár-
hagsleg málefni sveitarfélaga og
tekjuskipting þeirra og ríkisins væru
til stöðugrar umfjöllunar, sem eðli-
legt væri. „Þau eru hins vegar ekki
grundvallaratriði þessa máls.“ Hann
sagði að það væri mikil einföldun á
þeirri stöðu sem uppi væri að til að
leysa hana þyrfti meira fé frá ríkinu.
Því næst fjallaði hann um ummæli
umboðsmanns barna, um að yfir-
standandi verkfall kennara hefði
fyrst og fremst bitnað á þeim sem síst
skyldi, þ.e. börnum þessa lands. Sagði
hann að barnaverndarmálefni heyrðu
undir verksvið félagsmálaráðuneytis-
ins. Kjaradeilan væri komin á alvar-
legt stig og krefðist aðgerða ríkis-
stjórnarinnar. „Það er ekki hægt að
horfa upp á það að grunnskólanem-
endur bíði af varanlegt og ómetanlegt
tjón, ef svo fer sem horfir að deilan
haldi áfram. Ríkisstjórninni ber
skylda til að grípa nú í taumana,“
sagði hann.
Fyrstu umræðu um frumvarpið
lauk um hálffjögur í gær. Eftir það
var því vísað til annarrar umræðu
með 25 atkvæðum stjórnarliða.
Stjórnarandstæðingar sátu hjá. Fór
frumvarpið síðan til umfjöllunar í alls-
herjarnefnd Alþingis. Stefnt er að því
að taka frumvarpið til annarrar og
þriðju umræðu á Alþingi í dag. Verði
það afgreitt í dag tekur það strax
gildi.
„ÞAÐ er ekkert launungarmál að rík-
isstjórnin hefur ekki sóst eftir aðild að
þessu máli og talið að hinir eiginlegu
deiluaðilar eigi að sjá sóma sinn í að
ná samkomulagi án atbeina ríkis-
stjórnarinnar,“ sagði Halldór Ás-
grímsson forsætisráðherra er hann
mælti fyrir frumvarpi til laga um
kjaradeilu kennara og skólastjórn-
enda í grunnskólum á Alþingi í gær.
„Við munum hins vegar ekki skorast
undan þeirri skyldu okkar að leiða
þetta mál til lykta þegar það blasir við
að málið er komið í algeran hnút.“
Umræðan um frumvarpið hófst
rúmlega hálfellefu í gærmorgun eða
strax eftir að stjórnarþingmenn
höfðu greitt atkvæði með afbrigðum
frá þingsköpum, þannig að hægt yrði
að taka málið á dagskrá, þar sem of
skammt var liðið frá útbýtingu þess.
Stjórnarandstæðingar sátu hjá í
þeirri atkvæðagreiðslu.
Halldór fór í upphafi máls síns yfir
stöðuna í kjaradeilu grunnskólakenn-
ara og sveitarfélaga. Sagði hann síðan
að það væri grafalvarlegt að deiluað-
ilar; fulltrúar kennara og sveitarfé-
laga, skyldu ekki hafa borið gæfu til
að leysa kjaradeiluna „og að málinu
sé einfaldlega vísað til ríkisstjórnar“,
bætti hann við. Sagði hann að meðan
á kjaradeilunni hefði staðið hefði rík-
isstjórnin ítrekað lýst því yfir að það
væri skylda samningsaðila að ná sam-
an um kjarasamning á eigin forsend-
um og að lagasetning á kjaradeilur
væri algjört neyðarrúræði. „Það er
hins vegar niðurstaða okkar nú eftir
ítarlegar viðræður við fulltrúa kenn-
ara, skólastjórnenda og sveitarfélaga
að það sé enginn annar kostur í stöð-
unni en að grípa inn í þessa kjaradeilu
með lagasetningu. Ríkisstjórnin telur
sig einfaldlega ekki lengur geta setið
aðgerðarlaus á meðan 45 þúsund
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi á Alþingi í gær um bann við verkfalli kennara
Enginn annar kostur
en að grípa inn í deiluna
með lagasetningu
Annarri umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um
bann við verkfalli grunnskólakennara lauk á Alþingi
síðdegis í gær eftir fimm klukkustunda umræðu.
Stefnt er að því að frumvarpið verði að lögum í dag.
Stjórnarandstæðingar segja ríkisstjórnina bera ábyrgð á stöðunni
Morgunblaðið/Golli
Umræður fóru fram á Alþingi í gær um lagasetningu á verkfall kennara.
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, Davíð Oddsson utanríkisráðherra,
Helgi Bernódusson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis, og Össur Skarphéð-
insson, formaður Samfylkingarinnar.
Þau málefni sem hæst ber íþjóðfélaginu hverju sinnirata venjulega með einumeða öðrum hætti inn í sal
Alþingis. Kjaradeila grunnskóla-
kennara og sveitarfélaga er þar eng-
in undantekning. Deilan hefur reglu-
lega verið til umræðu á þingi frá því
það hóf störf að nýju í byrjun októ-
ber en verkfall kennara hófst, eins
og kunnugt er hinn 20. september sl.
Stjórnarandstæðingar hafa í þeim
umræðum ítrekað kallað eftir að-
komu ríkisstjórnarinnar að deilunni,
þá aðallega með því að bæta fjár-
hagsstöðu sveitarfélaganna, svo þau
geti komið til móts við kjarakröfur
kennara. Ráðherrar og stjórnarliðar
hafa á hinn bóginn lagt áherslu á að
lausn kjaradeilunnar væri í höndum
samningsaðila.
Til tíðinda dró þó í vikunni og á
miðvikudag, þegar upp úr slitnaði á
samningafundi deilenda hjá Rík-
issáttasemjara, var ljóst að allt
stefndi í lagasetningu. Daginn áður
hafði Þorgerður K. Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra sagt í um-
ræðum á Alþingi að lagasetning í
kjaradeilu væri neyðarrúræði. Á
miðvikudag sagði hún í samtali við
Morgunblaðið að staðan í deilunni
væri það erfið að flokka mætti hana
sem neyð; mikið bæri á milli deil-
enda. Sama dag útilokaði Halldór
Ásgrímsson forsætisráðherra, í
samtali við blaðamenn, hvorki laga-
setningu né gerðardóm til lausnar
deilunni.
Fulltrúar deilenda voru boðaðir á
fund ráðherra á fimmtudag og fyrir
hádegi í gær, föstudag, var lagt fram
á aukafundi á Alþingi frumvarp um
bann við verkfalli kennara. Umræð-
ur um frumvarpið stóðu síðan yfir í
u.þ.b. fimm tíma. Til aukafundar
hefur einnig verið boðað í dag, laug-
ardag, þar sem stefnt er að því að
gera frumvarpið að lögum frá Al-
þingi. Verði það samþykkt hefst
kennsla í grunnskólum landsins að
nýju á mánudag.
Hópur kennara fylgdist meðumræðunum af þingpöll-unum í gær. Komu þeir
andúð sinni á frumvarpinu á fram-
færi með því að hrópa og kalla ofan
af þingpöllunum. Kölluðu þeir til
dæmis: heyr, heyr, þegar stjórn-
arandstæðingar, sem mótmæltu
lagasetningunni, töluðu í pontu. For-
seti Alþingis sló af því tilefni ein-
stöku sinnum í bjölluna og minnti
gesti á að ekki væri ætlast til þess að
þeir létu í sér heyra á meðan um-
ræður færu fram í þingsalnum.
En það heyrðist ekki bara í mót-
mælendunum á þingpöllunum. Því
inn í þinghúsið bárust einnig hljóð
frá bílflautum og blístri kennaranna
sem fyrir utan stóðu. Voru þeir einn-
ig reiðir lagasetningunni.
Umræðan á þingi hélt þó áfram,
þrátt fyrir þetta, þótt ekki skuli úti-
lokað að andstaða einhverra stjórn-
arandstæðinga kunni að hafa eflst
við hvatningu mótmælenda á þing-
pöllum og úti á Austurvelli. Það
breytir því þó ekki að frumvarpið
verður væntanlega gert að lögum í
dag með atkvæðum stjórnarliða.
Það eru þó ekki bara kennararsem hafa mótmælt fyrirframan Alþingi þetta haustið.
Sex nemendur Lækjarskóla í Hafn-
arfirði létu t.d. ekki kuldann aftra
sér, einn napran vetrardag fyrir
nokkru, þegar þeir mótmæltu stöð-
unni í kennaradeilunni, við anddyri
Alþingis. Þegar þau höfðu staðið fyr-
ir utan þinghúsið í nokkra tíma
ákvað Margrét Frímannsdóttir
þingmaður hins vegar að þau yrðu
að komast inn í hlýjuna og bauð
þeim í heita kjötsúpu í mötuneytinu.
Þetta var á fimmtudegi.
Vikunni áður hafði hópur foreldra
undirbúið mótmælastöðu á þingpöll-
um Alþingis. Mótmælin áttu m.ö.o.
að vera á föstudegi. Þeir höfðu hins
vegar ekki áttað sig á því að venju-
lega eru ekki þingfundir á föstudög-
um. Komu þeir því að tómum kof-
anum. Þeir létu það þó ekki aftra sér
og mynduðu mótmælastöðu, þess í
stað, fyrir framan þinghúsið.
Þess má geta að krakkarnir í
Lækjarskóla voru alveg með fund-
ardaga Alþingis á hreinu þegar und-
irrituð ræddi við þá á dögunum.
Stefna þeirra var að mótmæla fyrir
framan Alþingi á fimmtudegi, en
mæta síðan aftur með mótmæla-
spjöldin á mánudegi „enda engir
þingfundir á föstudögum,“ sögðu
þau ákveðin við undirritaða. Það
getur þó gerst, eins og þessi þing-
vika ber með sér, að aukafundir séu
haldnir á föstudögum, þegar mikið
liggur við.
Af verkfalli, mótmælum og kjötsúpu
EFTIR ÖRNU SCHRAM
ÞINGFRÉTTAMANN
arna@mbl.is