Morgunblaðið - 13.11.2004, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 11
FRÉTTIR
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur
komist að þeirri niðurstöðu að úr-
skurðir úrskurðarnefndar fé-
lagsþjónustu frá því í desember á
síðasta ári, þar sem einstaklingi var
synjað um styrk vegna sérstakra
erfiðleika (jólauppbót) og jafnframt
synjað um hækkun á fjárhagsaðstoð,
hafi ekki verið byggðir á viðhlítandi
lagagrundvelli.
Að mati umboðsmanns samrým-
ast reglur um fjárhagsaðstoð Fé-
lagsþjónustunnar í Reykjavík ekki
ákvæðum laga um fjárhagsaðstoð
eins og þau verða skýrð með hliðsjón
af jafnréttisreglu stjórnarskrárinn-
ar.
Umboðsmaður beinir þeim tilmæl-
um til úrskurðarnefndar félagsþjón-
ustunnar að hún taki mál þess sem
kvartaði til endurskoðunar, kæmi
fram ósk þess efnis frá viðkomandi,
og tæki þá mið af þeim sjónarmiðum
sem rakin eru í álitinu.
Þá beindi hann þeim tilmælum til
Reykjavíkurborgar að reglur um
fjárhagsaðstoð Félagsþjónustunnar
í Reykjavík frá 2003 yrðu endur-
skoðaðar í samræmi við þau sjónar-
mið sem rakin eru í álitinu.
Umboðsmaður vakti athygli á að
af hálfu þess sem kvartaði hefði því
verið haldið fram að hann hefði ekki
haft fasta búsetu í foreldrahúsum á
því tímabili sem beiðni hans um leið-
réttingu á fjárhagsaðstoð varðaði.
Viðkomandi hélt því fram að aðstæð-
ur hans hefðu ekki verið metnar sér-
staklega heldur alfarið miðað við
reglur um einstaklinga á aldrinum
18–24 ára, sem eiga lögheimili hjá
foreldrum, og eigi aðeins rétt til
helmings grunnframfærslu. Af
gögnum málsins fékk umboðsmaður
ekki séð að við meðferð þess hjá úr-
skurðarnefnd félagsþjónustu eða
Félagsþjónustu í Reykjavík hefðu
verið gerðar ráðstafanir til þess að
kanna hvort einstaklingurinn hefði í
raun búið hjá foreldrum sínum á um-
ræddu tímabili.
Taldi umboðsmaður að málsmeð-
ferðin hefði að þessu leyti ekki sam-
rýmst stjórnsýslulögum, enda hefði
ekki nægt í þessu sambandi að óska
upplýsinga um skráð lögheimili við-
komandi.
Ófullnægjandi
skýringar
Í áliti umboðsmanns kemur fram
að afgreiðslutími úrskuðarnefndar
félagsþjónustu í málum þess sem
kvartaði hafi tekið annars vegar 14
mánuði og hins vegar 10 mánuði, en
samkvæmt lögum beri nefndinni að
kveða upp úrskurð innan 3 mánaða
frá því henni berst mál til meðferðar.
Taldi umboðsmaður að nefndin hefði
ekki gefið fullnægjandi skýringar á
þessum töfum á afgreiðslu málanna.
Umboðs-
maður
finnur að
úrskurði
Mikil eftirspurn er eftirþjónustu Sjónarhóls –ráðgjafarmiðstöðvarfyrir fjölskyldur barna
með sérþarfir. Miðstöðin tók til
starfa 1. ágúst sl. og eru starfsmenn
nú þrír. Að sögn Þorgerðar Ragn-
arsdóttur, framkvæmdastjóra mið-
stöðvarinnar, stefnir allt í að bætt
verði við starfsfólki um áramót til að
sinna eftirspurninni sem fyrir hendi
er.
Í tilefni þess að um þessar mundir
er ár liðið frá landssöfnun sem fram
fór undir yfirskriftinni „Fyrir sér-
stök börn til betra lífs“ verður opið
hús í Sjónarhóli – ráðgjafarmiðstöð
á Háaleitisbraut 13 á morgun milli
kl. 14 og 17, en þar gefst áhugasöm-
um tækifæri til að skoða húsakynnin
og kynna sér það starf sem í húsinu
er unnið.
Að sögn Þorgerðar stóðu félögin
Umhyggja, félag til styrktar lang-
veikum börnum, Landssamtökin
Þroskahjálp, Styrktarfélag lamaðra
og fatlaðra og ADHD-samtökin fyrir
sameiginlegri söfnun á sínum tíma
með það að markmiði að koma upp
sameiginlegri ráðgjafarmiðstöð.
Þjóðin lét 60 milljónir
af hendi rakna
„Forsvarsmenn samtakanna fjög-
urra höfðu verið að velta því fyrir
sér, hver í sínu horni, að koma upp
ráðgjafarþjónustu á sínum vegum til
þess að sinna þeirri þörf sem menn
skynjuðu að væri fyrir hendi og
reyndar höfðu Landssamtökin
Þroskahjálp verið með svona þjón-
ustu í boði síðan árið 1995. Þegar
forsprakkar félaganna fóru að tala
saman og komust að því að þeir voru
allir að hugsa á svipuðum nótum þá
hugsuðu þeir með sér að kannski
væri sniðugast að sameina kraft-
ana,“ segir Þorgerður aðspurð um
tilurð söfnunarinnar á sínum tíma og
stofnun Sjónarhóls.
Að sögn Þorgerðar skilaði lands-
söfnunin eftirminnilegum árangri,
en þjóðin lét 60 milljónir krónur af
hendi rakna fyrir málstaðinn. „Þess-
ir fjármunir gerðu okkur kleift að
kaupa húsnæðið á Háaleitisbraut 13.
Hvað starfsemina varðar þá er hún
fólki að kostnaðarlausu, en rekstur
Sjónarhóls er tryggður til þriggja
ára með framlagi félagsmálaráðu-
neytisins, sem er 15 milljónir króna
á ári, og stuðningi bakhjarlanna sem
er 9 milljónir króna á ári, en bak-
hjarlarnir eru Landsbanki Íslands,
Actavis, Össur, Kvenfélagið Hring-
urinn og Pokasjóður.“
Samræming aðgerða
barninu í hag
Spurð um starfsemina segir Þor-
gerður hana fyrst og fremst snúast
um að styðja foreldra á fjölbreyttan
hátt t.d. með viðtölum og með því að
stuðla að samvinnu mismunandi
þjónustuaðila. „Raunar má segja að
við byggjum á þeirri reynslu og
þekkingu sem Landssamtökin
Þroskahjálp bjuggu að, en Hrefna
Haraldsdóttir þroskaþjálfi, sem áð-
ur vann hjá Landssamtökunum
Þroskahjálp, er núna starfsmaður
Sjónarhóls. Þannig má segja að
byggt sé á hennar hugmyndafræði.
Hrefna hefur þróað þá aðferð að
hún kallar saman aðstandendur og
alla þá sérfræðinga sem eru að vinna
með einstökum börnum í því skyni
að hópurinn geti sett sér sameig-
inleg markmið og samræmt það sem
þeir eru að gera þannig að það þjóni
þörfum barnsins sem best,“ segir
Þorgerður og nefnir sem dæmi að
fyrir fimm ára þroskaheft barn með
fjölþætt vandamál geti komið allt að
tólf aðilar. „Þá erum við að tala um
foreldrana, ömmu og afa, stuðnings-
fjölskylduna, leikskólastuðnings-
fulltrúann og leikskólastjórann,
þroskaþjálfa, sjúkraþjálfara, lækni,
ráðgjafa félagsþjónustu, ráðgjafa
RÁS-deildarinnar hjá Leikskólum
Reykjavíkur og einhverfuráðgjafa.
Ef þetta fólk hittist aldrei þá er
hættan sú að ekki verði um sam-
ræmdar aðgerðir að ræða og þá
verður veruleiki barnsins afar flók-
inn.“
Fjölbreytt þjónusta á
forsendum foreldranna
Þorgerður leggur áherslu á að allt
sé gert á forsendum foreldranna.
„Það er ekkert gert nema í samráði
við þá og við reynum þá að aðstoða
þau eftir þeirra óskum. Meðal þess
sem ráðgjafi getur gert er að mæta
sem stuðningsfulltrúi með foreldri
t.d. á fundum í skóla eða þeim stað
öðrum þar sem ræða þarf um þarfir
eða aðstæður barnsins, enda mikill
styrkur í því að þurfa ekki að mæta
einn á fundi til að tala máli barnsins
síns.“
Þorgerður leggur áhersla á að auk
Sjónarhóls sé fjölbreytt þjónusta
fyrir hendi í húsinu. „Í fyrsta lagi má
nefna að aðildarfélögin fjögur sem
stóðu fyrir söfnuninni eru núna loks
komin undir sama þak, sem styttir
og auðveldar allar boðleiðir. Sumir
eru í fleiru en einu félagi, enda er
ekki alltaf ljóst hvar hagsmunum
viðkomandi er best borgið. Þetta
fólk þurfti áður að fara á marga staði
til að sækja þjónstuna, en núna er
allt á einum stað.
Nýlega var skrifað undir leigu-
samning við CP-félagið, umsjón-
arfélag einhverfra, og Félag áhuga-
fólks um downs-heilkenni sem munu
deila hér vinnuaðstöðu. Auk þess
starfar Átak, félag fólks með þroska-
hamlanir í sama húsi, þannig að það
má segja að langflest félög sem
sinna börnum með sérþarfir séu
komin hérna undir sama þak, sem er
auðvitað mikill kostur. Síðan má
nefna að Tölvumiðstöð fatlaðra er
staðsett hér í húsinu, en hún annast
ráðgjöf, námskeið og upplýsinga-
miðlun varðandi ýmiss konar sér-
útbúnað á tölvur fyrir fatlaða,“ segir
Þorgerður og nefnir að einnig séu
háskólanemar með rannsókn-
araðstöðu í húsinu.
„Nýlega var skrifað undir samn-
ing við Verslunarráð Íslands og Fé-
lagsvísindastofnun Háskóla Íslands
um rannsóknaraðstöðu fyrir fram-
haldsnema sem eru að vinna að
rannsóknum sem á einhvern hátt
þjóna þessum hópi, en aðkoma
þeirra hér auðgar vissulega starf-
semina í húsinu,“ segir hún.
Nýtt húsnæði Sjónarhóls verður opnað almenningi á morgun
Sameinum krafta okkar
Morgunblaðið/ÞÖK
Starfsfólk Sjónarhóls hefur næg verkefni en eftirspurn eftir þjónustunni er mikil og vaxandi. Starfsemin snýst fyrst og fremst um að styðja foreldra á
fjölbreyttan hátt, t.d. með viðtölum og með því að stuðla að samvinnu mismunandi þjónustuaðila.