Morgunblaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÞORBJÖRN Hlynur Árnason, prófastur á Borg á Mýrum, hitti Yasser Arafat í höfuðstöðvum hans í Ramallah fyrir rúmum tveimur árum en Arafat var borinn þar til grafar í gær. Þorbjörn átti á þessum tíma sæti í stjórn Lúterska heims- sambandsins og var í hópi tólf stjórnarmanna sem fóru til Palestínu til að kynna sér ástandið þar í júní 2002. „Aðkoman var svolítið sérkennileg því daginn áður höfðu ísraelskar vígvélar hamast á höfuð- stöðvum Arafats,“ segir Þorbjörn en aðgerðir Ísraela voru svar við sjálfsmorðsárás sem gerð hafði verið í Norður-Ísrael. „Það var eiginlega allt ónýtt sem ónýtt gat verið. Hliðarbyggingar voru í tætlum, allir bílar gjörónýtir og það stórsá raunar á byggingunni sem Arafat sjálfur bjó í. Það kom til tals að fresta fundinum út af þessu ástandi en Arafat tók það ekki í mál og við fórum því og áttum með honum klukkustundarlangan fund.“ Þorbjörn segir Arafat hafa verið veiklulegan. Honum hafi þó vaxið ásmeg- in þegar leið á fundinn. „Við ræddum málin og hann full- yrti að ástandið í Palestínu væri einsdæmi. Þetta væri vegna þess að þó að víða um heim væru „gleymd stríð“ þá gerðist allt í Palestínu fyrir augum umheimsins; sem aðhefðist þó ekkert. Arafat sagði að þetta væri púðurtunnan sem kveikja myndi mikið bál ef ekkert væri að gert.“ Arafat merkur leiðtogi Þorbjörn er spurður að því hvaða tilfinningar bærist með honum, nú þegar Arafat er horfinn af sviðinu. „Þetta svæði stendur mér afar nærri og hlutskipti palestínsku þjóðarinnar líka,“ segir hann. „Eftir að hafa farið þarna um og kynnt mér aðstæður fólksins þá getur maður ekki ann- að sagt en að þarna sé þjóðarmorð í gangi. Þetta er deyjandi þjóð og flýjandi þjóð sem við sjáum best af því hvað hefur fækkað mikið í kristnu kirkjunum meðal Palestínumanna. Það er vegna þess að hinir kristnu hafa yfirleitt betri stöðu í samfélaginu, þeir hafa búið við betri efni og verið betur menntaðir þannig að þeir eiga auðveldara með að koma sér í burtu, fá landvist í Evrópu eða í Bandaríkjunum. Það má segja að hver sem bet- ur geti sé að forða sér. Eftir sitja hinir örsnauðu sem eiga engin úrræði. Þetta er mér ofarlega í huga á þessum tíma- punkti og kannski einfaldlega reiði yfir því sem alþjóðasamfélagið leyfir Ísraelum að komast upp með í skjóli Bandaríkjanna.“ Þorbjörn kveðst þeirrar skoðunar að Arafat hafi verið merkur leiðtogi. „Ég held að Arafat hafi unnið mjög merkt leiðtogastarf fyrir palestínsku þjóð- ina þó að hann hafi vitaskuld verið umdeildur, líka meðal síns fólks, sérstaklega undir það síð- asta,“ sagði hann. „Deyjandi þjóð og flýjandi þjóð“ Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason hitti Yasser Arafat í Ramallah árið 2002 Þorbjörn Hlynur Árnason SUHA, hin umdeilda eiginkona Yassers Arafats, og Zahra, dóttir þeirra, voru við athöfnina í Kaíró í gær. Voru þær mjög harmþrungnar en Suha fylgdi þó ekki eig- inmanni sínum síðasta spölinn til Ramallah. Varð hún eftir í Kaíró þar sem hún tók við samúðarkveðjum víðs vegar að. Suha, sem var meira en helmingi yngri en maður sinn, hefur lengst af búið í Frakklandi. AP Syrgjandi mæðgur YASSER Arafat var lagður til hinstu hvílu í höfuðstöðvum hans í bænum Ramallah á Vesturbakk- anum um miðjan dag í gær. Fyrr um daginn hafði formleg útför Arafats farið fram í Kaíró í Egyptalandi að viðstöddum fulltrúum frá um sextíu ríkjum. Stóð athöfnin í tæpar tvær klukkustundir og þótti hófstillt en annað var uppi á teningunum í Ram- allah, þar biðu tugþúsundir Palest- ínumanna þess að fylgja forseta sín- um síðasta spölinn. Aðgangur að Muqataa, höf- uðstöðvum Arafats í Ramallah, var takmarkaður en að minnsta kosti tíu þúsund Palestínumenn ruddu sér leið inn í höfuðstöðvarnar til að fylgjast með greftruninni, auk þess sem mörg þúsund manns til viðbótar tóku sér stöðu utan byggingar- múranna. Hóf mannfjöldinn að fara með bænir ásamt palestínskum stjórnmálaleiðtogum þegar greftr- uninni var lokið. Gífurlegur tilfinningahiti var greinilegur meðal fólks og ljóst að þungur harmur er að palestínsku þjóðinni kveðinn við fráfall Arafats, sem lést á hersjúkrahúsi í París í Frakklandi aðfaranótt fimmtudags. Öngþveiti í Ramallah Kista Arafats var látin síga niður í gröf í höfuðstöðvum hans í Ramallah sem sett var marmara og höggnum steinum. Hafði hópur fólks varið að- faranótt föstudags til að undirbúa gröf Arafats, sem tekin var í trjá- lundi skammt frá rústum húsa sem tilheyrðu höfuðstöðvum Arafats, en sem Ísraelsher hefur eyðilagt. Mold sem tekin var við Al-Aqsa moskuna í Jerúsalem var mokað yfir kistu Arafats en Palestínumenn vona að einhvern tímann verði hægt að grafa Arafats í Jerúsalem í sam- ræmi við óskir hans sjálfs. Þá var svart-hvíti höfuðklúturinn sem Arafat jafnan bar einnig lagður ofan á gröf hans. Lesið var úr kór- aninum og sjá mátti lífverði hins látna leiðtoga syrgja, grétu þeir og féllust í faðma. Mikið öngþveiti hafði skapast í Ramallah þegar þyrla kom með kistuna með líki Arafats frá Egypta- landi um hádegisbilið í gær. Þús- undir Palestínumanna biðu komu þyrlunnar í ofvæni og þegar hún hafði lent hópaðist mannfjöldinn að henni. „Velkominn, velkominn, Abu Ammar [Arafat],“ söng fólkið, „vel- kominn, velkominn gamli maður“. Um 25 mínútur liðu áður en hægt var að bera kistu Arafats út úr þyrl- unni og þurftu öryggislögreglumenn að skjóta af byssum sínum upp í loft- ið til að reyna að dreifa mannfjöld- anum. Það dugði þó ekki til og var þá notaður lögreglujeppi til að ryðja svæði við þyrluna. Kistan með líki Arafats var um síðir borin út úr þyrlunni og gegnum garðinn utan við Muqataa- byggingarnar svokölluðu en þar var Arafat í eins konar stofufangelsi síð- ustu þrjú ár ævi sinnar. Hundruð Palestínumanna hóp- uðust kringum kistuna, sem vafin var í fána Palestínu, þegar hún var borin yfir í Muqataa og voru þeir ekki að fela harm sinn, grétu sumir sáran, aðrir skutu af byssum upp í loftið og enn aðrir hrópuðu minning- arorð um Arafat. Fólkið hrópaði: „Með sálu okkar, með blóði okkar, munum við styðja þig, Abu Ammar.“ „Arafat forseti hefði viljað hafa þetta svona, hann hefði viljað sjá fólk tjá tilfinningar sínar, sýna stuðning sinn við hann, sársauka sinn, sorg og ástúð,“ sagði þingkon- an Hanan Ashrawi við AP-frétta- stofuna. „Fólkið gerði tilkall til for- ingja síns. Það vildi kveðja hann úr eins mikilli nálægð og hægt var.“ Þúsundir Palestínumanna fylgdu Arafat til grafar AP Fólkið þyrptist um kistu Arafats eftir að hún var borin út úr þyrlunni, sem flutti hana til Ramallah. Gerðu öryggisverðir sitt besta til að verja hana. Ramallah, Kaíró. AFP, AP. AP Palestínskir hermenn syrgja við gröf Arafats í gær. Sjá má svarthvítan höfuðklút Arafats ofan á gröfinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.