Morgunblaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 21 ERLENT Safnkortshafar Esso greiða aðeins kr. 3.400 í sæti og kr. 1.900 í stæði (Auk 2000 safnkortspunkta) VISA korthafar fá 20 % afslátt af miðaverði. Eltust við kínverskan kafbát Vaxandi úlfúð milli Japana og Kínverja Tókýó. AFP. JAPANSKA stjórnin krafðist þess í gær, að Kínastjórn bæðist afsökunar á því að hafa sent kafbát inn fyrir japanska lögsögu, inn á svæði, sem er mjög gasauðugt og ríkin hafa deilt um. Kafbáturinn kom inn í japanska lögsögu um 300 km suðvestur af Ok- inawa og sendu Japanir þá á vett- vang tvo tundurspilla og eftirlitsflug- vél. Fylgdist hún með ferðum kafbátsins með því að kasta hlust- unarduflum í sjóinn. Stóð eftirförin yfir í tvo sólarhringa. „Við mótmælum þessu framferði harðlega og krefjumst þess, að kín- verska stjórnin biðjist afsökunar,“ sagði Nobutaka Machimura, utan- ríkisráðherra Japans, eftir fund með næstæðsta manni kínverska sendi- ráðsins í Tókýó. Þegar síðast fréttist höfðu Kínverjar þó ekkert um málið sagt. Samskipti Kína og Japans hafa versnað mjög að undanförnu af ýms- um ástæðum. Bæði eru ríkin mjög háð innflutningi á eldsneyti og líta Kínverjar hýru auga til gassvæðisins fyrrnefnda þótt það sé innan jap- anskrar lögsögu. 1999 var áætlað, að það hefði að geyma 200 milljarða rúmmetra af gasi. Leyniskýrsla um kínverska árás Fyrir nokkru lak út skýrsla frá japanska varnarmálaráðuneytinu þar sem sett eru upp þrjú hugsanleg tilfelli um árás Kínverja á Japan og eiga þau öll við um árás á Okinawa þar sem gassvæðið umdeilda er. Hef- ur skýrslan kynt enn undir úlfúðinni auk þess sem Kínverjar minnast enn framferðis Japana á stríðsárunum. Í fyrradag lagði japönsk þing- nefnd til, að Japanir skæru verulega niður þróunaraðstoð við Kína og nefndi sem ástæðu efnahagslegan uppgang í Kína og vaxandi fjandskap milli ríkjanna. Til þessa hafa Japanir lagt Kínverjum til nærri 2.200 millj- arða ísl. kr. Kúrdar handteknir Liempde. AFP. HOLLENSKA lögreglan handtók í gær 29 manns er hún réðst inn í hús- næði, sem er talið hafa verið æfinga- búðir fyrir kúrdíska skæruliða. Kúrdarnir, sem voru handteknir, eru félagar í PKK, Kúrdíska verka- mannaflokknum, en hann hefur lengi háð blóðuga baráttu fyrir sjálfstjórn Kúrda í Austur- og Suðaustur-Tyrk- landi. Ekki er talið, að eiginleg her- þjálfun hafi farið fram í búðunum, sem eru í Suður-Hollandi, heldur fyrst og fremst „hugmyndafræðileg“ þjálfun. Eru handtökurnar ekki tald- ar tengjast aðgerðum hollensku lög- reglunnar að undanförnu gegn grun- uðum hryðjuverkamönnum. ♦♦♦ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.