Morgunblaðið - 13.11.2004, Síða 24
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Árborg | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson,
skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson,
krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-
5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg-
arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Undanfarin ár hefur nýbúum fjölgað mjög
í sveitarfélaginu. Mörgum finnst sem þessu
fólki gangi erfiðlega að samlagast samfélag-
inu enda margir komnir án fjölskyldu sinn-
ar, eingöngu til að afla fjár og senda til
heimalandsins. Þegar fólk þetta hefur svo
verið hér árum saman áttar það sig á því að
sennilega þurfi það að gera það upp við sig
hvar það ætli að eyða ævinni og þá komast
margir að þeirri niðurstöðu að réttast sé að
setjast að á Íslandi enda hefur fátt breyst í
heimalandinu sem gefur tilefni til heim-
ferðar. Og niðurstaðan er að á Íslandi séu
góð búsetuskilyrði, næg atvinna, tækifæri til
að eignast eigið húsnæði og góðir skólar sem
stundum starfa a.m.k. Mjög margir úr þess-
um hópi hafa nú fest kaup á húsnæði á
Hvolsvelli og fengið fjölskylduna til sín. Nú
er svo komið að í flestum húsunum í einni
elstu götunni í þorpinu, Hvolsvegi, búa nýir
Íslendingar sem ættir sína eiga að rekja til
Chile, Póllands, Portúgals og ef til vill fleiri
landa. Það væri því hægt að tala um Kínatán
á Hvolsvelli ef einhverjir væru Kínverjarnir.
En að öllu gríni slepptu þá á þetta fólk sinn
stóra þátt í því að hér er heilmikil uppbygg-
ing og íbúðarhúsnæði rís uppúr móanum
sem aldrei fyrr.
Héraðsbókasafnið á Hvolsvelli hefur stað-
ið fyrir nýstárlegu námi í íslensku fyrir ný-
búa. Það byggist að mestu á sjálfboðavinnu
og er fólki boðið að koma á bókasafnið eitt
kvöld í viku, horfa á íslenskukennslu af
myndbandi og tala íslensku. Þá kemur ótrú-
lega margt skemmtilegt upp á því málið á
sér svo marga fleti og allir sem kunna ís-
lensku á annað borð geta kennt. Um daginn
komu t.d. nokkrir unglingar og fannst þeim
frábært að gerast kennarar eina kvöldstund
og töluðu þau um að þau hefðu aldrei fyrr
upplifað hvað þau kynnu mikið í íslensku.
Allir sem vilja geta komið á bókasafnið á
fimmtudagskvöldum og lagt þessu lið. Sann-
arlega góð hugmynd.
Vegamál hafa verið mikið til umræðu und-
anfarið enda margir og langir tengivegir hér
um slóðir og lítið um fé til vegagerðar. Það
tók þó steininn úr þegar þingmönnum Suð-
urlands datt í hug að taka 60 milljónir til
rannsókna á jarðlögum vegna Vest-
mannaeyjaganga sem fara áttu í svokallaðan
Bakkaveg, leiðina niður á Bakkaflugvöll.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra mótmælti
hástöfum sem og íbúarnir og sem hugsa nú
Vestmanneyingum þegjandi þörfina. .
Úr
bæjarlífinu
HVOLSVÖLLUR
EFTIR STEINUNNI ÓSK KOLBEINSDÓTTUR
FRÉTTARITARA
Bæjarstjórn Ólafs-fjarðar harmarályktun kjördæm-
isþings framsókn-
armanna í Norðvest-
urkjördæmi, haldið í
Borganesi um nýliðna
helgi, þar sem kveðið er
á um frestun jarðganga
um Héðinsfjörð til Siglu-
fjarðar. Ályktun þessa
efnis var samþykkt á
fundi bæjarstjórnar
Ólafsfjarðar í vikunni.
„Bæjarstjórn Ólafs-
fjarðar hvetur framsókn-
armenn í Norðvest-
urkjördæmi, sem og aðra
þá er kunna að vera í
vafa um gildi þessarar
framkvæmdar, til að
kynna sér samfélagslegt
gildi jarðganga fyrir
byggðarlögin við ut-
anverðan Eyjafjörð, sem
og Eyjafjörð allan,“ seg-
ir í ályktun bæjar-
stjórnar.
Gildi ganga
Forsvarsmenn Lionsklúbbsins Hængs afhentu ádögunum fjárstyrki úr verkefnasjóði klúbbsinstil þriggja aðila á Akureyri. Það voru Ferða-
félagið Rjúkandi, sem starfar innan Lautarinnar, at-
hvarfs fyrir geðfatlaða, afþreyingarsjóður Sambýlisins
í Bakkahlíð, þar sem Alzheimer-sjúklingar dvelja og
Hetjurnar, Félag foreldra langveikra barna, sem fengu
styrki að þessu sinni.
Páll Jónsson t.v. og Ranveig Tausen tók við styrk
Lautarinnar, þá er Árni V. Friðriksson formaður
Lionsklúbbsins Hængs, Tryggvi Tryggvason gjaldkeri,
Íris Björk Árnadóttir og Ingibjörg Gylfadóttir frá Hetj-
unum og Sigrún Gestsdóttir frá Sambýlinu í Bakkahlíð.
Helsta tekjulind verkefnasjóðs Lionsklúbbsins
Hængs er útgáfa auglýsingablaðsins Leó, sem komið
hefur út í byrjun desember sl. 30 ár.
Morgunblaðið/Kristján
Hængur afhenti styrki
Óttar Einarssonsendi einhverjusinni Guðmundi
Sæmundssyni vísu á jóla-
korti en hann sá þá um
þáttinn „Daglegt mál“:
Hlustenda vænsta von,
vitur og göfug sál:
Guðmundur Sæmundsson
sem er með „Daglegt mál“.
Eitthvað er farið að
ganga á afturfótunum hjá
Óttari ef marka má nýrri
vísu sem hann orti:
Öllum hlutum aftur fer,
allt er lífið brekka:
Búið er að banna mér
bæði að reykja og drekka.
Friðrik Steingrímsson í
Mývatnssveit orti:
Svolitla ég samúð finn
sárt var á að hlýða.
En færðu ekki, Óttar minn,
æ, þú veist að ... borða pizzu?
Sigrún Haraldsdóttir var
á rölti við Laugaveginn:
Laugaveginn lágreist geng
ljótt er allt og hvítt.
Nú er ég í kulda keng
komin uppá nýtt.
Lífsins brekka
pebl@mbl.is
Eyjafjörður | Það styttist í að ný brú yfir Hörgá á
Ólafsfjarðarvegi verði tekin í notkun en í vikunni
lauk steypuvinnu verksins, er þekjan var steypt.
Við brúna verður byggður 700 metra langur veg-
ur, sem tengist núverandi vegi.
Nýja brúin er eftirspennt tveggja akreina bita-
brú, 38 metra löng og með sjö metra háum stöpl-
um. Hún leysir af hólmi gamla einbreiða brú sem
liggur yfir ána rúmlega 100 metrum neðar. Nýja
brúin verður mikil samgöngubót, enda er aðkom-
an að gömlu brúnni slæm og krappar beygjur
beggja vegna hennar.
Morgunblaðið/Kristján
Styttist í nýja brú yfir Hörgá
Samgöngur
Sauðárkrókur | Landsflug hefur ákveðið
að hefja að nýju áætlunarflug milli
Reykjavíkur og Sauðárkróks um næstu
mánaðamót. Áætlun liggur ekki fyrir en
væntanlega verður flogið sex sinnum í
viku.
Þegar Landsflug tók yfir innanlands-
flug Íslandsflugs, 1. október síðastliðinn,
var flugi hætt til Sauðárkróks en það
flug þjónar einnig Siglfirðingum þar sem
skipulagðar voru rútuferðir milli Alex-
andersflugvallar á Sauðárkróki og Siglu-
fjarðar í tengslum við flugið. Þá kom
fram að ekki væru nógu margir farþegar
á leiðinni.
Guðlaugur Ingi Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Landsflugs, segir að nú sé
fyrirhugað að gera markaðsátak í sam-
vinnu við bæjarfélögin og áætlunarflugið
hafið í trausti þess að það leiði til fjölg-
unar farþega. „Það er okkur til mikillar
gleði að geta gert þetta fyrir íbúana,
ekki síst Siglfirðinga sem þurfa á þess-
ari þjónustu að halda,“ segir Guðlaugur.
Keypt verður ný flugvél, nítján sæta
Dornier vél, til að þjóna á þessari leið.
Áætlun liggur ekki fyrir en Guðlaugur
býst við að flogið verði kvölds og
morgna á þriðjudögum og fimmtudögum
og eitt flug á föstudögum og sunnudög-
um.
Þá eru áform uppi um að nýta vélina
til að auka þjónustuna við Vestmanna-
eyjar, með því að bætt verði við ferð á
föstudögum og sunnudögum.
Flug hefst
að nýju til
Sauðárkróks
Suðurnes | Stjórn Sambands sveitarfélaga
á Suðurnesjum hefur ákveðið að kjósa
nefnd til að fara yfir núverandi stöðu sam-
starfs sveitarfélaganna á svæðinu.
Tillaga þessa efnis var lögð fram af
fulltrúum Grindavíkur, Sandgerðis, Garðs
og Vatnsleysustrandarhrepps. Fram kem-
ur að tilefnið er skýrsla sem bæjarstjórn
Reykjanesbæjar lét vinna en þar er lagt til
að tekin verði upp umræða um að leggja
SSS niður í núverandi mynd.
Þá var samþykkt tillaga Reykjanesbæj-
ar um að gerð verði athugun á kostum þess
að breyta Sorpeyðingarstöð Suðurnesja,
Kölku, í hlutafélag og framkvæmdastjóra
sambandsins falið að koma verkinu af stað.
Nefnd fer yfir
samstarf sveit-
arfélaganna
♦♦♦
Skagaströnd | Skammdegishátíð
er andstæða sólrisuhátíðanna sem
haldnar eru víða um land þegar
sólin fer að sjást aftur á útmán-
uðum. Skammdegishátíðin sem
haldin var í leikskólanum Barna-
bóli á Skagaströnd er aftur á
móti haldin til að fagna myrkrinu
og þeim skemmtilega tíma sem
fram undan er og nær hámarki
um jólin.
Skammdegishátíðin hófst í há-
deginu með því að öllum for-
eldrum var boðið í súpu og brauð
með börnunum sínum á leikskól-
anum. Klukkan fimm, þegar
dimmt var orðið, fóru börnin í
skrúðgöngu frá leikskólanum sín-
um með kertaluktirnar sem þau
höfðu búið til yfir að Sæborg,
sem er dvalarheimili fyrir aldr-
aða. Þar fóru börnin inn og
sungu nokkur lög fyrir eldri
borgarana sem þar búa. Að
söngnum loknum gengu síðan all-
ir fylktu liði í Barnaból aftur og
borðuðu kakó og vöfflur.
Þegar einn þriggja ára var
spurður af hverju haldin væri
skammdegishátíð var svarið: „Af
því að þegar myrkrið er komið
sér maður ljósin svo vel.“
Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson
Skammdegishátíð hjá
börnunum í Barnabóli