Morgunblaðið - 13.11.2004, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 13.11.2004, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 27 MINNSTAÐUR Hvammstangi | Grænalaut er nafnið á söfnunarsvæði Húnaþings vestra en þar fer fram öll urðun, söfnun, endur- vinnsla og geymsla á stærri hlutum frá fyrirtækjum og einstaklingum í héraðinu. Söfnunarsvæðið Grænalaut er rúmlega þrír hektarar á stærð og staðsett á Vatnsnesi, um þrjá kíló- metra norðan Hvammstanga. Til- koma Grænulautar er forsenda fyrir góðu skipulagi í umhverfismálum sveitarfélagsins og nýverið fékk svæðið starfsleyfi sem gildir til 2017. Að sögn Arnars Birgis Ólafssonar, umhverfis- og garðyrkjustjóra Húna- þings vestra, er hér um að ræða mikið hagsmunamál fyrir íbúa sveitarfé- lagsins, enda sparast gífurlegir fjár- munir og eldsneytisnotkun að þurfa ekki að flytja þúsundir tonna af úr- gangi úr sýslunni til annarra lands- hluta. Grænalaut samrýmist jafn- framt stefnumiðum Húnaþings vestra um sjálfbæra þróun. Staða héraðins í umhverfismálum og endur- vinnslu er nú mjög góð og jafnast fyllilega á við það besta sem gerist annars staðar á landinu. Stefna mörkuð til framtíðar Arnar Birgir segir að árið 2002 hafi tæknideild sveitarfélagsins staðið frammi fyrir mörgum flóknum vanda- málum í umhverfismálum sveitarfé- lagsins. Ákveðið var að finna sameig- inlegan flöt á lausn þeirra og marka framtíðarstefnu. Hluti þeirrar stefnu var að búa til eitt miðlægt svæði, þar sem víðtæk umhverfistengd starf- semi færi fram. Framkvæmdir við Grænulaut hóf- ust fyrir tveimur árum í kjölfar samn- inga sem gerðir voru við landeigend- ur Syðri-Kárastaða á Vatnsnesi en um árabil hafði urðun á heimilis-, fyr- irtækja- og sláturúrgangi farið þar fram. Þá var timbur-, hjólbarða- og brotajárnshaugum, sem voru á Hvammstanga og Laugarbakka, lok- að og svæðin hreinsuð í kjölfarið, enda orðin þyrnir í augum íbúa. Í kjölfarið var tekið í notkun 3.000 fermetra malarplan í Grænulaut og móttaka hafin á þessum hráefnum, timbri, hjólbörðum og brotajárni. Það ár skilgreindi Úrvinnslusjóður Grænulaut sem móttöku- og söfnun- arsvæði sitt fyrir bifreiðar og hjól- barða. Nýverið var tekið í notkun geymsluplan á afgirtu svæði í Grænu- laut, þar sem íbúum gefst kostur á að geyma verðmæti sín, s.s. gáma, vinnutæki, bifreiðar og aðra hluti sem erfitt er að finna geymslu fyrir. Arnar Birgir segist stoltur af þessum ár- angri, sem náðst hafi í löngu vinnu- ferli. Sorp úr Húnaþingi vestra urðað í Grænulaut á Vatnsnesi Samrýmist stefnumiðun um sjálfbæra þróun Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson Umhverfi Arnar Birgir Ólafsson, umhverfis- og garðyrkjustjóri Húnaþings vestra, er ánægður með að sorpförgunarmálin eru nú komin í höfn. LANDIÐ www.toyota.is * Tilboð miðast við einka- eða rekstrarleigu fyrir milligöngu Glitnis. Tilboð RAV4 frá 46.300 kr. á mán.*RAV4 2.0 5 gíra 5 dyra 46.300 kr. á mán. m/aukahlutapakka.RAV4 fylgja aukahlutirað andvirði 130.000 kr. Tilboð Ókeypis 33” breytingÖllum Land Cruiser 90 jeppum meðbensínvél og fjögurra þrepa skiptingu fylgir ókeypis 33" breyting að verðmæti343.000 kr. Tilboð Corolla f rá 29.900 kr. á má n.* Corolla h/ b 1.4 5dy ra 29.900 kr. á mán. Corolla s/d 1.4 4dyra 30.550 kr . á mán. Corolla w/ g 1.4 5dyr a 31.400 k r. á mán. 120.000 kr. afslát tur af ka upverði Bestu kjör á betri not uðum bílum Erum með h eilmikið af To yota betri no tuðum bílum. Þetta eru allt frábæ rir bílar sem þú getur eignas t eða tekið á einkaleigu fy rir milligöngu G litnis Allt í gangi alla helgina 100% 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Íbúðalán Kynntu þér kostina við íbúðalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.