Morgunblaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 28
Ölfus | Aðeins verður gert ráð fyrir mislægum vegamótum á Þrengsla- vegamótum Suðurlandsvegar í út- boði á endurbótum vegarins sem auglýst verður á næstunni. Þing- menn Suðurkjördæmis eru reiðu- búnir að fresta hluta Suðurstrand- arvegar til að geta fjármagnað þessa breytingu. Fyrirhugaðar eru endurbætur sex kílómetra kafla á Suðurlands- vegi frá Litlu kaffistofunni að Hveradalabrekku. Þar af eru þrír kílómetrar sem byggðir eru frá grunni. Vegagerðin hugðist hafa stefnugreind vegamót á Þrengsla- vegamótum en því var mótmælt af bæjarstjórn Ölfuss, fleiri sveitar- félögum og hagsmunaaðilum, og þess krafist að sett yrðu mislæg vegamót. Bæjarstjórn Ölfuss hefur samþykkt að gefa út framkvæmda- leyfi fyrir veginum í trausti þess að Vegagerðin breytti um stefnu. Margrét Frímannsdóttir, fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, segir að þingmannahópurinn hafi ákveðið að láta bjóða út mislæg vegamót. Endanleg kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir en samkvæmt upplýs- ingum Jóns Rögnvaldssonar vega- málastjóra gæti verkið í heild kost- að um 400 milljónir. Býst hann við að viðbótar kostnaður vegna mis- lægra vegamóta í stað stefnumark- andi geti orðið 60 til 70 milljónir, miðað við reynsluna af slíkum vega- mótum á Reykjanesbrautinni. Spurð að því hvernig viðbótarkostn- aður yrði fjármagnaður kveðst Margrét vonast til að hægt verði að fá viðbót við endurskoðun vega- áætlunar. Annars verði að færa til fjárveitingar innan kjördæmisins og segir að þar sé einkum horft til þess að fresta hluta af Suðurstrand- arvegi, þó þannig að gengið verði frá austasta hluta hans. Þessir sex kílómetrar á Suður- landsvegi verða þriggja akgreina, með einni aukagrein til framúrakst- urs, á svipaðan hátt og nú er í Hveradalabrekkunni. Hringvegur- inn styttist um tæpan kílómetra við framkvæmdina, framúrakstur verð- ur öruggari sem og vegamót og hættulegir krappir bogar leggjast af. Þingmenn hyggjast fresta framkvæmdum á Suðurströnd Mislæg vegamót á Þrengslavegi Þrengslavegamót Suðurlandsvegur verður á brú yfir veginum til Þor- lákshafnar, á svokölluðum Þrengslavegamótum, sem teikningin sýnir. 28 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Selfoss | „Þetta var mögnuð upp- lifun í dag og dásamlegt að verða vitni að þessari almennu gleði með- al starfsmanna og fólks almennt. Og síðan það að vera með þessum mikla fjölda við skóflustunguna sem var sannkölluð fjöldasamkoma. Þarna kom fram svo mikil gleði og hughrif hjá öllum,“ sagði Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Sjúkrahúss Suður- lands, en hann tók fyrstu skóflu- stunguna að nýbyggingu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi á fimmtudag að viðstöddu fjölmenni. Í kjölfar skóflustungunnar var svo undirritaður verksamningur við JÁ-Verktaka ehf. á Selfossi, sem áttu lægsta tilboð í verkið, tæplega 589 milljónir króna. Í hinni nýju viðbyggingu verður 26 rúma hjúkr- unardeild, húsnæði heilsugæsl- unnar á Selfossi og aðstaða fyrir iðju- og sjúkraþjálfun. Verklok fyrsta áfanga eru áformuð í febr- úar 2007. Nýbyggingin rís vestan við núverandi sjúkrahúsbyggingu og tengist henni. Hún verður tvær hæðir og kjallari. Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra var viðstaddur skóflu- stunguna og undirritaði verksamn- ing af hálfu ríkisins. Hann sagði þetta langþráða stund fyrir alla og undirskriftin væri fyrsta skrefið að glæsilegri framtíð Heilbrigðisstofn- unar Suðurlands. Margrét Frí- mannsdóttir, 1. þingmaður Suður- kjördæmis, sagði gleðiefni að verkið væri hafið og sama gerði Einar Njálsson, bæjarstjóri Ár- borgar. Beðið eftir þessum degi Hafsteinn Þorvaldsson þekkir vel söguna og stemninguna í kringum uppbyggingu sjúkrahúss og heilsu- gæslu á Selfossi. Hann var þekktur í sínu starfi fyrir að halda á lofti merki heilbrigðisþjónustunnar. Hann þekkti vel til á Suðurlandi og náði að hrífa fólk með sér en það hefur sýnt sig að heilbrigðismál er sá málaflokkur sem Sunnlendingar fylkja sér mjög um og Hafsteinn þekkir vel þann hug. „Meðan ég var framkvæmdastjóri var alltaf einn liður sem fór fram úr áætl- unum en það var gjafafé sem við réðum sjálf hvernig var nýtt og svo er enn. Við náðum að byggja upp fæðingarstofu og tækjakost fyrir starfsemi sjúkrahússins. Þannig náðist að endurbyggja tæki og skapa góða aðstöðu,“ sagði Haf- steinn. Hann sagði gjafirnar sýna velvilja fólks til stofnunarinnar frá öllum Sunnlendingum. Kvenfélögin hefðu alltaf sýnt mikinn áhuga á starfseminni og verið með mikla drift í kringum þessi mál og þannig væri það enn. „Ég gleymi því aldrei þegar við tókum gömlu Ljósheimana í notk- un. Það voru bókstaflega allir til- búnir með gjafir og vinnuframlag. Það var eins og áhugi og afl fólks- ins fengi þarna farveg til útrásar. Þessi mikla og góða stemning gerði vart við sig í dag og það er alveg ljóst að fólk hefur beðið eftir þess- um degi. Ég hef tröllatrú á framtíð þessarar stofnunar fyrir Sunnlend- inga,“ sagði Hafsteinn Þorvaldsson sem aðstoðaði við undirbúning at- hafnarinnar á skóflustungudaginn og fylkti liði með Hörpukórnum sem söng. Fyrsta skóflustungan markar upphaf framkvæmda við nýbyggingu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi Dásamlegt að verða vitni að gleði fólks Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Framkvæmdir hafnar Hafsteinn Þorvaldsson stakk upp vænan kökk. Stokkseyri | Jón Ingi Sigurmunds- son myndlistarmaður heldur þessa dagana sýningu í menningar- verstöðinni Hólmaröst á Stokks- eyri. Sýningin var opnuð í tengslum við stórsamkomu þar sem farið var yfir starf Jóns Inga sem kórstjóra. Myndefnið sækir Jón Ingi í ná- grenni sitt við ströndina og í skóg- inn innar í landinu. Um er að ræða vatnslita- og olíumyndir. Sýnir í menning- arverstöðinni ÁRBORGARSVÆÐIÐ Selfoss | Stjórn Samtaka sunn- lenskra sveitarfélaga vill að endur- bætur á Suðurlandsvegi á milli Sel- foss og Reykjavíkur verði settar í forgang við endurskoðun vegaáætl- unar fyrir næstu þrjú ár. Hefur stjórnin kynnt þingmönnum kjör- dæmisins þessi sjónarmið. Aðalfundur SASS fer fram í Vest- mannaeyjum nú um helgina. Árni Magnússon félagsmálaráðherra ávarpar fundinn sem og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, auk fulltrúa þingmanna. Kynntar verða tillögur um eflingu sveitarstjórnarstigsins og niðurstöð- ur starfsnefnda, samgöngunefndar, starfshóps um heilbrigðismál og til- laga að sérdeild á Suðurlandi fyrir börn með geð- og hegðunarraskanir. Í skýrslu stjórnar sem verður lögð fram á fundinum kemur fram að sam- göngumál hafa verið fyrirferðarmikil í starfsemi samtakanna. Nefnd SASS um samgöngumál leggur til að á næstu fjórum árum verði gerður þriggja akreina vegur á milli Selfoss og Reykjavíkur með mis- lægum gatnamótum við Þrengslaveg. Við þá uppbyggingu verði gert ráð fyrir síðar verði hægt að fjölga ak- greinum í fjórar. Við endurskoðun 12 ára samgönguáætlunar verði gert ráð fyrir áframhaldandi vegbótum á leið- inni; 4 akreinum, nýrri brú yfir Ölfusá og lýsingu. Reynt verði að ná sem breiðastri samstöðu um málið með fyrirtækjum, áhugamönnum um sam- göngubætur og Reykjavíkurborg. Einnig er lögð áhersla á að aukið verði fjármagn til samgöngumann- virkja á Suðurlandi í samræmi við umferðarþunga og lengd samgöngu- kerfis í landshlutanum. Samgöngu- nefnd SASS telur að þingmenn eigi ekki að koma jafn mikið að ákvörð- unum um einstakar samgöngufram- kvæmdir eins og nú er. Þriggja akreina vegur um Hellis- heiði í forgang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.