Morgunblaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 31 DAGLEGT LÍF iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Seltjarnanesi s. 561 1680 Glæsilegt úrval af kápum Stuttar og síðar Með og án hettu Það er gaman að eyða peningum en það er líka gaman að spara Sá sem gerir hvort tveggja hefur tvöfalda ánægju af peningunum.. FjÁRMÁL HEIMILANNA . . . . - Ný hugsun í heimilisrekstri " Auka frjálsar ráðstöfunartekjur heimilisins " Greiða hratt niður skuldir " Fjárfesta í sparnaði óháð skuldastöðu " Meta áhrif viðhorfa og hegðunar á fjármálin Námskeið þar sem kennt verður að: Námskeiðsgögn, 12 mánaða frí áskrift að heimilisbókhaldi og veltukerfi sem er fljótvirk aðferð til að greiða niður skuldir. Aðgangur að læstri spjallrás um fjármál heimilisins og upprifjunarnámskeið eftir sex mánuði. Innifalið í námskeiðinu er: Næsta námskeið: 19. og 21. janúar frá 18:00 - 21:00 Skráning: www.fjarmalafrelsi.is eða í síma 587 2580 Leiðbeinandi: Ingólfur H. Ingólfsson, félagsfræðingur Skoðaðu heimasíðuna www.fjarmalafrelsi.is Það borgar sig ! ÞúÞ átt nóg af peningum. Finndu þá! Rannsóknir sýna að ef konurtaka fólasín daglega 4 vikumfyrir þungun og á fyrstu 12 vikum meðgöngu dregur það úr líkum á miðtaugakerfisgöllum (s.s. klofnum hrygg) um meira en helming. Hér á Íslandi greinast 5–6 tilvik af slíkum göllum á hverju ári. Þar sem heili og mæna eru í mótun fyrstu vikur með- göngu skiptir miklu máli að vítamínið sé tekið snemma. Til að koma í veg fyrir sem flest tilvik er mikilvægt að allar konur á barneignaraldri taki fólasín en ekki eingöngu þær sem ráð- gera þungun. Fólasín er B-vítamín, einnig nefnt fólínsýra, fólat eða fólín. Það er nauðsynlegt fyrir bæði kynin og á öllum aldri. Fólínsýra hefur áhrif á starfsemi í frumum líkamans og hef- ur auk fyrrnefndra forvarna fóst- urskaða sýnt sig að draga úr líkum á hjartasjúkdómum meðal fullorðinna. 10% kvenna taka fólasín fyrir þungun Í íslenskri rannsókn kom í ljós að einungis 10% kvenna taka fólasín dag- lega fyrir þungun og er það svipað hlutfall og í erlendum rannsóknum. Hins vegar taka mun fleiri konur fólasín á fyrstu mánuðum meðgöngu og bendir það til að konur fái fræðslu um gagnsemi þess of seint eða geri sér ekki grein fyrir mikilvægi þess að taka það fyrir þungun. Einnig benda rann- sóknir til þess að fátítt sé að heilbrigð- isstarfsfólk ráðleggi konum að taka fólasín fyrir þungun eða fræði þær um forvarnagildi þess. Ráðleggingar um fólasíntöku  Allar konur á barneignaraldri eiga að taka 0,4 mg (líka skrifað 400 míkrógrömm) af fólasíni daglega frá a.m.k. fjórum vikum fyrir þungun til loka tólftu viku meðgöngu.  Konur sem eru í áhættuhópi eiga að taka 5 mg af fólasíni.  Til kvenna í áhættuhópi teljast konur sem: 1. Hafa áður gengið með fóstur eða átt börn með miðtaugakerfisgalla. 2. Eru á flogaveikislyfjum (einkum natríum valpróat, fenytóin og karbamezipin). 3. Eiga nána ættingja (systkini, frænda, frænku) eða barnsföður sem hafa greinst með mið- taugakerfisgalla. 4. Eru með insúlínháða sykursýki. Hvernig fá konur fólasín? Ýmsar tegundir eru til af 0,4 mg töflum sem eingöngu innihalda fólasín. Hins vegar eru 5 mg töflur lyfseð- ilsskyldar. Konur sem þurfa 5 mg töfl- ur vegna þess að þær tilheyra áhættu- hóp ættu ekki að reyna að ná nauðsynlegu fólasínmagni með því að taka margar fjölvítamíntöflur því það getur verið hættulegt vegna eitur- áhrifa frá öðrum vítamínum í töfl- unum. Margar fæðutegundir inni- halda fólasín, sérstaklega grænmeti, ávextir, baunir og vítamínbætt morg- unkorn og brauð. Til að tryggja nægi- legt fólasín úr fæðunni einni saman er nauðsynlegt að borða a.m.k. fimm skammta (500 g) af ávöxtum eða grænmeti á dag auk kornmatar. Þrátt fyrir neyslu á hollum mat er ástæða fyrir konur að taka fólasín- töflur, einkum þar sem rannsóknir benda til þess að fólasín úr fæðu hafi minni áhrif en tilbúin vítamín eða vítamínbætt fæða til að bæta fólasín- búskap.Landlæknisembættið mælir með að konur á barneignaraldri taki fólasín.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Landlæknisembættið Allar konur á barneignar- aldri ættu að taka fólasín Morgunblaðið/Arnaldur Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Landlæknisembættisins, www.landlaeknir.isog í bæklingn- um Fólasín skiptir máli fyrir konur, gefnum út af Landlæknisembætt- inu, Manneldisráði og Miðstöð mæðraverndar. Anna Björg Aradóttir hjúkrunar- fræðingur, Landlæknisembættinu . Um áttatíu prósent manna fábakverk einhvern tíma áævinni. Þar af verða nítíu prósent verkjalausir aftur en flestir þeirra fá aftur í bakið innan árs. Emilía Borgþórsdóttir sjúkra- þjálfari og framkvæmdastjóri Hreyfigreiningar ehf. heldur því fram að lækka mætti þetta hlutfall með öflugri fræðslu og umræðu um lið- og bakvernd. Hreyfigreining ehf. heldur Bak- verndardag í dag. Þar verður fjallað um algengustu orsakir háls- og bak- verkja svo sem brjósklos og háls- hnykk og afleiðingar hans og sál- félagslega þætti sjúkdómsins. Sjúkraþjálfarar Hreyfigreiningar verða á staðnum til að svara spurn- ingum almennings um hins ýmsu þætti er tengjast bakvernd. Einnig verður gestum boðið upp á opna leikfimitíma . Rangar vinnustellingar Emilía segir að ástæður fyrir ýmsum bakverkjum sem hrjá okkur mannfólkið séu oft að við notum rangar vinnustellingar og að kyrr- setustörfum hefur fjölgað. Fæst okkar vinna erfiðisvinnu og margir ætla að vinna það upp með því að skella sér í líkamsrækt. En það leysir ekki allan vandann því oft á tíðum notum við ekki réttu vöðvana þegar þangað er komið. Algengt er að við gleymum djúpu vöðvunum sem liggja næst hryggjarsúlunni. Ef fólk nær að þjálfa og styrkja djúpa vöðvakerfið getur það hjálpað við líkamsbeitingu í daglegum störf- um. „Rétt líkamsstaða skiptir mjög miklu máli,“ segir Emilía. „Mik- ilvægt er að halda hryggnum í mið- stöðu þegar margar æfingar eru gerðar. Við getum fundið miðstöð- una ef við liggjum á bakinu á gólfi og getum komið flötum lófa á milli gólfs og mjóhryggjar. Sú staða er ákjósanlegust fyrir hryggþófana í bakinu og einnig myndast þá nóg pláss fyrir æðar og taugar til að næra vefina. Kviðæfingar á því að gera með hrygg í miðstöðu en ekki með því að þrýsta mjóbakinu alveg niður í gólf eins og margir gera. Æfingakerfin bæði í kraftfimi og liðfimi og háls- og bakvernd eru hönnuð af íslenskum sjúkraþjálf- urum. Í kraftfimi eru notuð lóð og er efri og neðri hluti líkamans styrktur hvor í sínu lagi og síðan saman. Þetta krefst hreyfi- stjórnunar og jafnvægis og samhæf- ingar. Liðfimi er rólegri og þar eru ekki notuð lóð heldur eigin líkams- þyngd og er hún sérstaklega hönn- uð fyrir djúpa vöðvakerfið.  HEILSA | Bakverndardagur Mikilvægt að halda hryggnum í miðstöðu Morgunblaðið/Golli Rangar vinnustellingar: Eru ein af aðalástæðum bakverkja. Bakverndardagurinn hefst kl. 10 og stendur til kl. 15 að Höfðabakka 9. Aðgangur er ókeypis. inga að verða óljósari, í raun megi vel segja að um sé að ræða lýtatann- lækningar. Engin neikvæð áhrif Gerðar hafa verið rannsóknir sem sýna að tennur eru eitt af því fyrsta sem tekið er eftir þegar menn sjá andlit,“ segir Sigurður, og því sé í raun eðlilegt að menn vilji nota þess- ar leiðir til að gera tennurnar hvítari. Hann segir engin dæmi um neikvæð áhrif, og því sé ekkert því til fyrirstöðu að tannlæknar hjálpi þeim sem vilja hvítari tennur, svo fram- arlega sem þeir geta borgað fyrir. NOTKUN Íslendinga á tannhvít- unarefnum er sífellt að aukast. „Þetta hefur klárlega færst í vöxt, fólk er mikið að hringja og spyrja. Þetta kemur kannski í kjölfar Extreme makeover-þáttana á Stöð 2, það er allavega aukinn áhugi á þessu,“ segir Sigurður Örn Eiríks- son tannlæknir. Hann segir að engar tölur séu til yfir notkun tannhvít- unarefna hér á landi, en segir að í hverjum mánuði komi á bilinu 10 til 15 einstaklingar á stofu sína sem biðji um efnin. Verð á meðferðinni er á bilinu 20–30 þúsund krónur. Til eru þrjár megin aðferðir við að lýsa tennur og eru tvær þeirra not- aðar hér á landi. Algengast er að efni sé sett í sérstaka skinnu sem fólk hefur uppi í sér á nóttunni í 5–20 nætur og segir Sigurður slíka með- ferð oftast duga í 2–3 ár að lágmarki. Einnig bjóða einhverjir tannlæknar upp á sérstaka meðferð á tann- læknastofum, en Sigurður segir end- inguna mun verri með þeim aðferð- um sem þar sé beitt. Þriðja aðferðin er svo að setja sérstaka plastfilmu á tennurnar, tvisvar á dag í 30 mínútur hvort skipti, en sú aðferð hefur enn ekki fengið leyfi hér á landi. Sigurður segir að með aðgerðum til að gera tennur hvítari séu mörkin á milli tannlækninga og lýtalækn-  TÍSKA Hvítari tennur Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Eftir lýsingu.Fyrir lýsingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.