Morgunblaðið - 13.11.2004, Side 32

Morgunblaðið - 13.11.2004, Side 32
32 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALÖG Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar, engin sjálfsábyrgð. (Afgreiðslugjöld á flugvöllum.) Höfum allar stærðir bíla, 5-7 manna og minibus, 9 manna og rútur með/ án bílstjóra Julefrokost Hótelgisting og julefrokost við allra hæfi í nóv. og des. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Ferðaskipulagning. Vegakort og dönsk gsm símakort. Fjölbreyttar upplýsingar á heimasíðu; www.fylkir.is Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Bílar frá dkr. 1.975 vikan Bílaleigubílar Sumarhús í DANMÖRKU www.fylkir.is sími 456-3745 www.gisting.dk sími: 0045 3694 6700 Ódýr og góð gisting í hjarta Kaupmannahafnar leyndarmál Evrópu á sviði ferðamála. Það er að minnsta kosti ákaflega áhugavert land heim að sækja.“ Við þetta má bæta að sjálf fékk Elín Ósk afar jákvæðar viðtökur, bæði frá gagnrýnendum og forsvars- mönnum Fílharmoníunnar, sem buðu henni að koma með tónleika hvenær sem hún vildi. „Við erum búnir að bíða í mörg ár eftir svona dramatískri söngkonu,“ sögðu þeir. Að loknum hátíðartónleikunum hélt Actavis glæsilega veislu fyrir listafólkið í Military Culture Club, sem er ný- uppgerður glæsisalur í gömlum hefð- arstíl frá dögum gömlu konungshirð- arinnar. Auk hátíðartónleikanna í Sofíu söng Óperukór Hafnarfjarðar við Þessi ferð verður eflaust öll-um þátttakendum ógleym-anleg. Bæði er Búlgaríagott land heim að sækja og móttökur þarlendra óviðjafnanlegar. Það er alltaf dálítið erfitt og kjánalegt að hæla sjálfum sér, en ég verð samt að játa að ég hef sjaldan eða aldrei upplifað aðra eins stemningu á tón- leikunum og við urðum vitni að í Sof- íu. Bravóhrópunum og fagnaðarlát- unum ætlaði aldrei að linna, og bæði ég, sem einsöngvari, og kórfélagar þurftum að gefa eiginhandarritanir til hægri og vinstri að loknum tónleik- unum,“ sagði Elín Ósk Óskarsdóttir, óperusöngkona og stjórnandi Óperu- kórs Hafnarfjarðar, sem dvaldi ásamt kórnum og fleiri ferðafélögum í Búlgaríu dagana 14. til 20. október síðastliðinn. Íslensk menningarhátíð Búlgaríuferðin var farin í tengslum við íslenska menningardaga, Iceart, sem Actavis og Landsbankinn efndu til í Búlgaríu og voru tónleikar Elínar Óskar og Óperukórs Hafnarfjarðar liður í þeirri hátíð. Ennfremur má geta þess að í tengslum við íslensku menningarhátíðina í Búlgaríu var sett upp málverkasýning með verk- um Eiríks Smith listmálara sem hlaut góðar viðtökur og var vel sótt. Hátíðartónleikarnir voru haldnir í Tónleikahúsi Fílharmóníuhljóm- sveitar Sofíu, höfuðborgar Búlgaríu, fyrir fullu húsi sem tekur 1200 manns og komust færri að en vildu. Fílharm- óníuhljómsveitin í Sofíu lék undir söng Elínar Óskar og kórsins, en hljómsveitarstjóri var Bernharður Wilkinsson. Elín sagði að viðtökur hefðu verið slíkar að þeim hefði verið boðið að koma aftur, að minnsta kosti annað hvert ár. „Það er ekki á hverjum degi sem slíkt gerist í landi með svo rót- gróna menningarhefð sem Búlgaría hefur. Þeir sögðu við okkur að við værum best geymda leyndarmál Evrópu á tónlistarsviðinu. Og kannski má líka til sanns vegar færa að Búlgaría sé eitt best geymda opnun íslensku menningarhátíð- arinnar í Búlgaríu og einnig lögðu kórfélagar land undir fót og héldu tónleika í næststærstu borg Búlg- aríu, Plovdiv, ásamt 14 manna ís- lenskum karlakór, Raddbandafélagi Reykjavíkur, undir stjórn Sigrúnar Grendal. „Á þessum tónleikum vorum við með aðalundirleikara Óperukórs Hafnarfjarðar, píanóleikarann Peter Máté, og þarna kynntum við íslenska tónlist, allt frá gömlum þjóðlögum til tónlistar dagsins í dag og skörtuðum íslenskum þjóðbúningum, þar á með- al upphlutum og peysufötum allt frá 18. öld, og sjálf stjórnaði ég í fjall- konukyrtli. Elín sagði að á ferðalaginu til Plovdiv hefði kórfélögum gefist gott tækifæri til að kynnast fögru lands- lagi og náttúrufari Búlgaríu. „Við gáfum okkur líka tíma til að skoða okkur um í borginni og var sér- staklega gaman að fara í gamla borg- arhlutann sem nýtur nú verndar. Á hæðinni í gömlu borginni eru róm- verskar minjar og þar er til dæmis hringleikahús frá 2. öld eftir Krist sem enn er notað til flutnings leik- verka.“ Elín Ósk sagði ennfremur að ferða- félögum hefði gefist kostur á að skoða Rilaklaustrið, í grennd við borgina Dubnitza, um 60 km suðvestur af Sof- íu. Klaustrið er kennt við dýrlinginn Ivan Rilski, sem uppi var á 9. öld, og er einstakt vegna stærðar sinnar og  BÚLGARÍA | Elín Ósk Óskarsdóttir óperusöngkona söng á íslenskri menningarhátíð ásamt Óperukór Hafnarfjarðar Best geymda leyndarmál Evrópu Íslenskar sönggyðjur á þjóðlegum nótum, frá vinstri: Anna Margrét Kalda- lóns, Margrét Grétarsdóttir, Elín Ósk Óskarsdóttir, Svana Berglind Karls- dóttir og Sigríður Dóra Sigtryggsdóttir. „Búlgaría er áhugavert land heim að sækja,“ segir Elín Ósk Ósk- arsdóttir. Forvitnilegt: Rómverskt hringleikahús frá 2. öld eftir Krist. Óperukór Hafnarfjarðar: Ásamt Elínu Ósk stjórnanda og píanóleikaranum Peter Máté á tónleikum í Búlgaríu. Hvers vegna fórstu til Flórída? Ég þurfti að fara til Gainesville til að hitta Hörð G. Kristinsson, prófessor í háskólanum þar. Ég er í doktorsnámi og hann er einn af leiðbeinendum mínum. Ég ákvað því að skreppa til Gainesville til að vinna við rannsóknir vegna námsins og ætlaði auðvitað að ná mér í smá brúnku í leið- inni. Tókst þér það? Nei. Ég vissi að ég þyrfti að vinna mikið, en ætlaði mér að hafa eina lausa helgi og liggja í sólbaði og gera ýmislegt skemmtilegt. En strax og ég lenti á flugvell- inum sá ég skilti þar sem verið var að afsaka það að viðgerðir stæðu yfir eftir síðasta fellibyl. Í háskólanum voru allir nemendur með opnar tölvur þar sem birtar voru spár yfir hvar næsti fellibylur kæmi yf- ir. Lengst af benti allt til þess að hann kæmi yfir Gainesville, en leiðin breyttist sem betur fer. Fólki sem bjó við ströndina var skipað að yfirgefa heimili sín og hraðbrautin sem ligg- ur um Flórída liggur ein- mitt yfir Gainesville og mér fannst svolítið eins og allir væru að flýja en við yrðum skilin eftir. Þennan föstudag var há- skólanum lokað snemma svo ég náði að liggja í sólbaði við sundlaug í hverfinu sem ég bjó í um tvo tíma. Fellibylurinn kom ekki yf- ir svæðið en veðrið var nógu slæmt til þess að nokkur tré rifnuðu upp með rótum og eitt féll á hús og varð það manni að bana. Annar lést á hraðbrautinni eftir að hafa ekið of hratt í bleytunni og misst stjórn á bílnum. Greinar og könglar flugu um allt og það varð rafmagnslaust í tvo daga. Fórstu þá ekkert út að borða? Jú. Þennan föstudag komst ég út að borða með tveimur íslenskum konum og á ball á eftir. Við borð- uðum á Harrýs seafood bar and grill. Við fengum okkur auðvitað fordrykkinn Hurricane fyrst. Þetta er mjög góður suðrænn drykkur. Síðan fékk ég blandaða sjávarrétti, enda einstaklega góður skelfiskur á svæðinu. Rækjurnar voru sérstak- lega góðar. Á eftir fékk ég Key Lime Pie, sem er ostakaka úr sér- stökum og sætum lime-ávöxtum sem ræktaðir eru á svæðinu. Áður höfðu þau Hörður og Margrét, sem ég gisti hjá, eldað handa mér dýr- indis nautasteik, alveg einstaklega góða. Ætlarðu aftur til Gainesville? Já. Ég þarf að fara aftur og ætla örugglega að velja annan árstíma svo ég geti skoðað það sem svæðið hefur upp á að bjóða. Þarna er margt spennandi að sjá. Gainesville er á miðjum Flórídaskaganum og er klukkustundar akstur á ströndina hvort sem þú vilt fara að Atlants- hafinu eða Mexíkóflóanum. Þetta er notalegur háskólabær og mér fannst ég vera í tryggu umhverfi. Mér leið vel í 30 stiga hita og þó- nokkrum raka. Í miðri borginni er Lake Alice þar sem hægt er að sjá bæði krókódíla og skjaldbökur. Krókódíl- arnir létu þó ekki sjá sig á meðan ég var þar. Svo langar mig að komast í gamalt hús í borginni þar sem leðurblökur halda sig. Hægt er að fylgjast með þegar þær fljúga út úr húsinu í flokkum. Ég missti líka af leik í háskóladeild ameríska fótboltans sem ég ætlaði að sjá. Leikvangur þeirra kallast Swamp, en lið háskólans heitir Gait- ors. Fólki þykir mikil upplifun að komast á leik þarna og ég á það vonandi eftir. Annars kom Flórída að mörgu leyti á óvart. Mér fannst fallegra og grænna þar en ég bjóst við.  HVAÐAN ERTU AÐ KOMA? Hefði viljað sjá leðurblökur Margrét Geirsdóttir: Flórídafari. Margrét Geirsdóttir vinnur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Hún dvaldi í Flórída í hálfan mánuð í haust, einmitt þegar einn af fellibyljunum reið yfir. Krókódílarnir létu þó ekki sjá sig á með- an ég var þar. www.hookedonharrys.com

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.