Morgunblaðið - 13.11.2004, Page 33

Morgunblaðið - 13.11.2004, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 33 FERÐALÖG Noregur býr yfir gleðileguleyndarmáli fyrir þá semvilja fara á skíði, stunda ís- klifur, sigla niður fossandi flúðir, sprikla á strönd á sumrin, klifra í klettum og trjám, fara í fjallasafarí og skoða villta uxa sem halda til í fjöllunum eða ganga um hið stór- brotna fjallasvæði Trollheimen. Allt þetta og fjölmargt annað er í boði í hinum fagra norska Oppdal, þar sem er stórt og vel skipulagt útivist- arsvæði. Oppdal er ekki langt frá Þrándheimi og þarna er opið allan ársins hring. Þetta svæði hentar vel fyrir alla fjölskylduna því fjölmargt er einnig í boði fyrir börnin. Íslenska konan Þórdís Jónsdóttir er framkvæmdastjóri hjá Opplev Oppdal sem sér um starfsemina á svæðinu. „Oppdal er mjög vinsælt svæði bæði hjá heimamönnum og er- lendu ferðafólki og við leggjum mik- ið upp úr ævintýraferðum enda er ört vaxandi eftirspurn eftir hvers- lags svaðilförum. En það er líka hægt að hafa það huggulegt og gera sitthvað með minni hasar. Til dæmis er hægt að velja sér misjafnlega erf- iðar ár í flúðasiglingum og börnum er óhætt í sumum þeirra. En í öðrum ferðum er aldurstakmark eins og til dæmis þegar farið er á brettum nið- ur ár, sem er frekar svakalegt. Við erum líka með óbyggðaferðir þar sem þarf að leysa þrautir og þá er hægt að keppa á milli liða en það er mjög vinsælt hjá vinnustaðahópum.“ Stórt og fjölbreytt skíðasvæði Skíðasvæðið í Oppdal er eitt af þeim stærstu í Noregi og Þórdís seg- ir það vera einstaklega spennandi og fjölbreytt. „Þarna eru brekkur fyrir allra harðasta og færasta skíðafólkið en einnig margar brekkur fyrir börn og alla hina sem eru misjafnlega langt á veg komnir í skíðamennsku. Af þessum ástæðum er þetta sérlega fjölskylduvænt skíðasvæði. Gisti- húsin sem við bjóðum upp á eru hlý- leg bjálkahús og sum hver í mið- aldastíl, til að skapa sérstaka stemningu og þar innandyra er mjög notalegt á vetrarkvöldum. Bæði er hægt að vera í litlum húsum út af fyrir sig eða halda stórveislur í stærri húsunum,“ segir Þórdís og bætir við að ekki sé óalgengt að þar séu haldnar brúðkaupsveislur. Að sögn Þórdísar kemur fólk á öll- um aldri og af ólíkasta þjóðerni til Oppdal og fyrirtækið hennar, Opp- lev Oppdal, sér um allt fyrir við- skiptavinina, eftir því sem þeir óska. „Til dæmis bókum við ferðirnar, gistingarnar og skipuleggjum pró- gramm fyrir fólk. Mér finnst alltaf gaman að fá Íslendinga til okkar og ég vil gjarnan sjá meira af þeim í Oppdal. Kannski hafa þeir ekki gert sér grein fyrir að það er miklu ódýr- ara að fara í skíðaferð frá Íslandi til Oppdal heldur en til dæmis í Alpana. Einnig er mjög hentugt að á flug- vellinum í Ósló er lestarstöð í kjall- aranum og því er hægt að fara beint upp í lest þegar komið er úr fluginu. Þessi lest er í um það bil þrjá tíma á leiðinni til Oppdal, þar sem hún stoppar inni í miðjum bænum,“ segir Þórdís og bætir við að auk útivistar- möguleikanna í Oppdal þá sé fjöl- breytt menningarlíf þar í bænum.  FERÐALÖG | Frábært skíðasvæði fyrir alla fjölskylduna Útivistarparadís í Noregi Íslensk kona: Er framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu Opplev Opp- dal sem sér um þjónustu við ferðamenn á þessu svæði. Oppdal er 6.000 manna bær í 120 km fjarlægð frá Þrándheimi. www.opplev-oppdal.no www.oppdal.com khk@mbl.is þeirra fjölmörgu verðmætu íkona sem þar eru, en klaustrið telst til Unesco-minja. „Þessi ferð þótti afskaplega vel heppnuð og stoppað var á leiðinni þar sem ferðafélagarnir smökkuðu ekta búlgarskan sveitamat. Búlgarskur matur er ágætur, en mætti vera að- eins meira kryddaður að mínu mati. Nokkrir ferðafélaganna fóru hring- ferð um Búlgaríu á meðan við vorum að æfa fyrir tónleikana, og þetta fólk var alsælt með land og þjóð, eins og við kórfélagar.“ Elín Ósk var afar ánægð með hót- elið sem hópurinn dvaldi á. „Þetta er mjög indælt hótel, eitt stærsta hótelið á Balkanskaganum og heitir Sofia Princess Hotel. Þarna var allt til alls og það fór vel um okkur,“ sagði Elín Ósk Óskarsdóttir óperusöngkona, al- sæl með vel heppnaða Búlgaríuferð. Sofia Princess Hotel 131 Maria Luisa Blvd. Sofia 1202 Sími: (00-359 2) 31261 Fax: (00-359 2) 320011 Vefslóð: www.sofiahotels.net/ sofiaprincess.shtml Standard verð herbergja: Eins manns: 60 evrur Tveggja manna: 86 evrur Íbúð: 125 evrur svg@mbl.is Búlgarskt kvöld: Í Sofíu. Frá gamla bænum: Í Plovdiv. Jólahlaðborð íKaupmannahöfn HALLDÓR Kristinsson, hótelstjóri á Hótel Copenhagen, og Fylkir Ágústs- son, framkvæmdastjóri hjá Fylki - Bíla- leigu ehf., sem er ferðaskrifstofa, hafa komist að samkomulagi við Kult- urhuset við Islands Brygge um að halda sérstakan „julefrokost “ eða jólahlaðborð að dönskum hætti með dansleik á eftir. Þessi málsverður verður haldinn laugardaginn 27. nóv- ember. Eftir borðhald verður dansað. Halldór, sem er söngvari, mun taka lagið undir borðhaldi. Fylkir - Bílaleiga ehf. mun annast bókun á jólahlað- borðið og útvega hótel og skoð- unarferðir fyrir þá er vilja. Ferðaskrifstofan Fylkir Fjarðarstræti 15 400 Ísafirði Sími 456 3745 Fax 456 3795 tölvupóstfang: fylkir@fylkir.is Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.