Morgunblaðið - 13.11.2004, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 13.11.2004, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 33 FERÐALÖG Noregur býr yfir gleðileguleyndarmáli fyrir þá semvilja fara á skíði, stunda ís- klifur, sigla niður fossandi flúðir, sprikla á strönd á sumrin, klifra í klettum og trjám, fara í fjallasafarí og skoða villta uxa sem halda til í fjöllunum eða ganga um hið stór- brotna fjallasvæði Trollheimen. Allt þetta og fjölmargt annað er í boði í hinum fagra norska Oppdal, þar sem er stórt og vel skipulagt útivist- arsvæði. Oppdal er ekki langt frá Þrándheimi og þarna er opið allan ársins hring. Þetta svæði hentar vel fyrir alla fjölskylduna því fjölmargt er einnig í boði fyrir börnin. Íslenska konan Þórdís Jónsdóttir er framkvæmdastjóri hjá Opplev Oppdal sem sér um starfsemina á svæðinu. „Oppdal er mjög vinsælt svæði bæði hjá heimamönnum og er- lendu ferðafólki og við leggjum mik- ið upp úr ævintýraferðum enda er ört vaxandi eftirspurn eftir hvers- lags svaðilförum. En það er líka hægt að hafa það huggulegt og gera sitthvað með minni hasar. Til dæmis er hægt að velja sér misjafnlega erf- iðar ár í flúðasiglingum og börnum er óhætt í sumum þeirra. En í öðrum ferðum er aldurstakmark eins og til dæmis þegar farið er á brettum nið- ur ár, sem er frekar svakalegt. Við erum líka með óbyggðaferðir þar sem þarf að leysa þrautir og þá er hægt að keppa á milli liða en það er mjög vinsælt hjá vinnustaðahópum.“ Stórt og fjölbreytt skíðasvæði Skíðasvæðið í Oppdal er eitt af þeim stærstu í Noregi og Þórdís seg- ir það vera einstaklega spennandi og fjölbreytt. „Þarna eru brekkur fyrir allra harðasta og færasta skíðafólkið en einnig margar brekkur fyrir börn og alla hina sem eru misjafnlega langt á veg komnir í skíðamennsku. Af þessum ástæðum er þetta sérlega fjölskylduvænt skíðasvæði. Gisti- húsin sem við bjóðum upp á eru hlý- leg bjálkahús og sum hver í mið- aldastíl, til að skapa sérstaka stemningu og þar innandyra er mjög notalegt á vetrarkvöldum. Bæði er hægt að vera í litlum húsum út af fyrir sig eða halda stórveislur í stærri húsunum,“ segir Þórdís og bætir við að ekki sé óalgengt að þar séu haldnar brúðkaupsveislur. Að sögn Þórdísar kemur fólk á öll- um aldri og af ólíkasta þjóðerni til Oppdal og fyrirtækið hennar, Opp- lev Oppdal, sér um allt fyrir við- skiptavinina, eftir því sem þeir óska. „Til dæmis bókum við ferðirnar, gistingarnar og skipuleggjum pró- gramm fyrir fólk. Mér finnst alltaf gaman að fá Íslendinga til okkar og ég vil gjarnan sjá meira af þeim í Oppdal. Kannski hafa þeir ekki gert sér grein fyrir að það er miklu ódýr- ara að fara í skíðaferð frá Íslandi til Oppdal heldur en til dæmis í Alpana. Einnig er mjög hentugt að á flug- vellinum í Ósló er lestarstöð í kjall- aranum og því er hægt að fara beint upp í lest þegar komið er úr fluginu. Þessi lest er í um það bil þrjá tíma á leiðinni til Oppdal, þar sem hún stoppar inni í miðjum bænum,“ segir Þórdís og bætir við að auk útivistar- möguleikanna í Oppdal þá sé fjöl- breytt menningarlíf þar í bænum.  FERÐALÖG | Frábært skíðasvæði fyrir alla fjölskylduna Útivistarparadís í Noregi Íslensk kona: Er framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu Opplev Opp- dal sem sér um þjónustu við ferðamenn á þessu svæði. Oppdal er 6.000 manna bær í 120 km fjarlægð frá Þrándheimi. www.opplev-oppdal.no www.oppdal.com khk@mbl.is þeirra fjölmörgu verðmætu íkona sem þar eru, en klaustrið telst til Unesco-minja. „Þessi ferð þótti afskaplega vel heppnuð og stoppað var á leiðinni þar sem ferðafélagarnir smökkuðu ekta búlgarskan sveitamat. Búlgarskur matur er ágætur, en mætti vera að- eins meira kryddaður að mínu mati. Nokkrir ferðafélaganna fóru hring- ferð um Búlgaríu á meðan við vorum að æfa fyrir tónleikana, og þetta fólk var alsælt með land og þjóð, eins og við kórfélagar.“ Elín Ósk var afar ánægð með hót- elið sem hópurinn dvaldi á. „Þetta er mjög indælt hótel, eitt stærsta hótelið á Balkanskaganum og heitir Sofia Princess Hotel. Þarna var allt til alls og það fór vel um okkur,“ sagði Elín Ósk Óskarsdóttir óperusöngkona, al- sæl með vel heppnaða Búlgaríuferð. Sofia Princess Hotel 131 Maria Luisa Blvd. Sofia 1202 Sími: (00-359 2) 31261 Fax: (00-359 2) 320011 Vefslóð: www.sofiahotels.net/ sofiaprincess.shtml Standard verð herbergja: Eins manns: 60 evrur Tveggja manna: 86 evrur Íbúð: 125 evrur svg@mbl.is Búlgarskt kvöld: Í Sofíu. Frá gamla bænum: Í Plovdiv. Jólahlaðborð íKaupmannahöfn HALLDÓR Kristinsson, hótelstjóri á Hótel Copenhagen, og Fylkir Ágústs- son, framkvæmdastjóri hjá Fylki - Bíla- leigu ehf., sem er ferðaskrifstofa, hafa komist að samkomulagi við Kult- urhuset við Islands Brygge um að halda sérstakan „julefrokost “ eða jólahlaðborð að dönskum hætti með dansleik á eftir. Þessi málsverður verður haldinn laugardaginn 27. nóv- ember. Eftir borðhald verður dansað. Halldór, sem er söngvari, mun taka lagið undir borðhaldi. Fylkir - Bílaleiga ehf. mun annast bókun á jólahlað- borðið og útvega hótel og skoð- unarferðir fyrir þá er vilja. Ferðaskrifstofan Fylkir Fjarðarstræti 15 400 Ísafirði Sími 456 3745 Fax 456 3795 tölvupóstfang: fylkir@fylkir.is Morgunblaðið/Golli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.