Morgunblaðið - 13.11.2004, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 35
sé
þúsund
rðum:
s, ei-
Ís-
ur og
“ innan
gsins
sem
íkingin
gin úr
on orti
ssum
lífð-
ár sem
nir
og til
ar og
r.
úr Verka-
k Rabin.
um ein-
hugrekki
ökku var
mt.
alda með
n og hug-
var skoð-
annarra
els sem
agið sem
u líka til
á Óslóar-
við mál-
em litu á
ýsingu er
umenn í
er hinn
r. Haidar
formaður
manna í
nda þótt
m þá var
sverð fyr-
mættust
eð því til-
og stefna
á grunni
anna.
er lagður
r eins og
áfram að
úr munni
að Arafat
pið til of-
er sú að
ætti reynt
um sveit-
höfðað til
onum var
u að leið-
íðustu ár-
legðist á
i til að fá
r engum
m Ísr-
nn vang-
pur, ekki
m.
nn mikill
remur en
ifa sigur
er engum
er Arafat
, þolgæði
sína svo
og full-
mun nást
Arafats
u þjóðinni
em kynd-
.
rmaður
a.
L
íklegt er að trygginga-
félögum verði falinn
stærri hluti og aukin
þátttaka í íslenska
velferðarkerfinu á
næstu 10 árum og þá ekki hvað
síst á sviði heilbrigðismála. Þetta
sagði Ásgeir Baldurs fram-
kvæmdastjóri VÍS, á ráðstefnu
um forgangsröðun í heilbrigðis-
kerfinu sem haldin var í Odd-
fellowhúsinu á Akureyri í gær.
Þar var fjallað um málið frá ýms-
um hliðum og velt upp spurn-
ingum eins og hvert forgangsröð-
un leiði varðandi kostnað, réttindi
sjúklinga og einkavæðingu. Fyrir
henni stóðu Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri og Heilbrigðisdeild
Háskólans á Akureyri.
Alls voru flutt 16 erindi á ráð-
stefnunni, stjórnendur í heilbrigð-
iskerfinu, fulltrúar stjórnmála-
flokka, fulltrúar sjúklinga komu
þeirra sjónarmiðum á framfæri
og þá tóku þátt sérfræðingar á
ýmsum sviðum sem standa utan
heilbrigðiskerfisins.
Fyrirsjáanlegt að auka þarf
framlög til heilbrigðismála
Í máli Ásgeirs kom fram að op-
inber útgjöld til heilbrigðismála
hefðu aukist um 22 milljarða á 5
ára tímabili, frá 1998 til 2002. Út-
gjöldin vaxa stöðugt, m.a. vegna
þess að öldruðum fjölgar, skatt-
stofnar minnka, launakostnaður
hækkar og tækjabúnaður sem og
lyf eru dýrari en áður. Mikil þörf
er fyrirsjáanleg á auknum fram-
lögum til heilbrigðismála í fram-
tíðinni. Þeim er m.a. mætt með
aukinni kostnaðarþátttöku sjúk-
linga. Þá væri fjárhagsvandi
sjúkrahúsi ávallt í umræðunni og
samningar við sérfræðilækna
væru jafnan erfiðir vegna aukins
kostnaðar.
Að mati Ásgeir eru
líkur á að þróunin
verði í þá átt að
kostnaður sjúklinga
muni enn aukast.
Hann nefndi að trygg-
ingaframboð trygg-
ingafélaganna tæki
ekki á grunnþörfum í
heilbrigðiskerfinu nú.
Á öðrum Norðurlöndum væru
tryggingafélög farin að bjóða upp
á viðbótartryggingar við al-
mannatryggingakerfið, þar sem
m.a. er lögð áhersla á meiri og
betri þjónustu við sjúklinga en al-
mennt gerist, tryggingataki getur
valið um einkasjúkrahús á öllum
Norðurlöndunum, sjúklingum er
veitt þjónusta sem flýtir fyrir
bata þannig að fólk komist sem
fyrst út á vinnumarkaðinn á ný,
er veitt fjárhagsvernd vegna
vinnutaps.
Ásgeir sagði tækifæri fyrir
hendi fyrir tryggingafélögin varð-
andi heilbrigðisþjónustu, félögin
og yfirvöld heilbrigðismála gætu
tekið höndum saman og unnið
saman að t.d. forvörnum, greiðari
aðgangi að þjónustu og markaðs-
setningu kerfisins í útlöndum svo
eitthvað sé nefnt. „Vaxandi kostn-
aði heilbrigðisþjónustunnar verð-
ur velt yfir á þá sem nota þjón-
ustuna,“ sagði Ásgeir um
framtíðina, en þeir, notendurnir
væru verst í stakk búnir til að
bera kostnaðinn og fengju hann
ekki endurgreiddan. „Ég er sann-
færður um að á næstu 10 árum
verður tryggingafélögunum falinn
stærri hluti og aukin þátttaka í ís-
lenska velferðarkerfinu, ekki hvað
síst á sviði heilbrigðis- og trygg-
ingamála.“
Alls hafa 19 markmið heil-
brigðisáætlunar af 33 náðst
Ingimar Einarsson, skrifstofu-
stjóri í heilbrigðisráðuneytinu,
greindi frá heilbrigðisáætlun sem
í gildi er hér á landi til ársins
2010, en í henni er reglum um
forgangsröðun skipt í
þrjá meginhluta; sið-
fræðilega þætti,
áherslur heilbrigðis-
þjónustunnar og skipu-
lag og stefnumörkun.
Til að tryggja fram-
gang áætlunarinnar
voru skilgreind 33
markmið og nú í lok árs
2004 er staðan sú að 19 þessara
markmiða hefur verið náð eða
verulega miðað að settu marki, í
13 tilvikum er um að ræða
óbreytt ástand eða litlar breyt-
ingar og loks er eitt dæmi „þess
að við höfum fjarlægst sett mark-
mið“ sagði Ingimar. Hann gerði
ráð fyrir að öllum markmiðum
áætlunarinnar yrði náð árið 2010,
fyrir lok gildistíma hennar.
Forgangsröðunin leggur
áherslu á rétt sjúklinga, sam-
ábyrgð þegnanna, sem jafnast að-
gengi þeirra að þjónustu, forgang
þeirra sem mest þurfa á þjónustu
að halda, skýrar reglur um bið-
lista, hagnýtingu upplýsinga-
tækni, umbætur í skipulagsmál-
um og að heilbrigðisþjónustan
skuli að mestu kostuð af al-
mannafé.
Í máli Ingimars kom fram að sú
vinna sem lögð var í gerð áætl-
unarinnar og forgangsröðunina
hefði ekki skilað sér út í hina póli-
tísku umræðu um heilbrigðismál.
Þess í stað snérist umræðan nú
að mestu um hvers konar rekstr-
arform væri heppilegast. For-
gangsröðunin tæki alls enga af-
stöðu til þess hvað væri best og
heppilegast í þeim efnum. Gagn-
rýni á heilbrigðisyfirvöld beindist
einkum að fjárveitingum til ein-
stakra stofnana og verkefna, en
að mati Ingimars er þörf á meiri
og skipulegri umræðum um við-
fangsefni eins og forgangsröðun.
Krefjast svara
„Menn veigra sér við að taka á
þeim spurningum, sem varpað er
fram varðandi forgangsröðun.
Ætlast er til þess að læknar og
aðrar heilbrigðisstéttir svari þeim
í kyrrþey eins og þær hafa gert
fram að þessu og svo mjúklega að
það snerti helst engan nema að
tjaldabaki,“ sagði Sigurbjörn
Sveinsson formaður Læknafélags
Íslands.
Hann sagði lækna og hjúkr-
unarfólk hafa krafist svara um
hvernig fara eigi með takmarkaða
fjármuni, en öllum reyndist erfitt
að fóta sig við nýjar aðstæður,
sagði Sigurbjörn og taldi að úr-
lausnarefnið hlyti í ríkum mæli að
vera siðferðilegs eðlis. Nefndi
hann að stjórnvöld ættu tvo kosti
til að auka við heilbrigðisþjón-
ustuna; að íþyngja þegnunum
með aukinni skattheimtu eða fá
„nýja peninga“ inn í kerfið, fé
sem þegnar legðu fram af fúsum
vilja til að fá sömu þjónustu þeg-
ar þeim hentar. Síðara tilvikið
væri dæmi um einkavæðingu,
þjónusta og fjármögnun væru ut-
an við hlutskipti annarra þegna.
Forgangsröðun sagði hann
mundu leiða til aukinnar einka-
væðingar í heilbrigðisþjónustunni.
„Hvaða aðferðum sem beitt er
þá mun forgangsröðun leiða til
þeirrar niðurstöðu fyrir tiltekinn
einstakling að úrræði sem eru til
munu ekki bjóðast nema fyrir
hans eigin fé eða tryggingar sem
hann hefur tekið sér og greiddar
eru úr hans eigin vasa eða þeirra
sem hann semur við. Þetta er
harkaleg niðurstaða en óhjá-
kvæmileg í ljósi þess að úrræði
nútíma læknisfræði eru komin
langt fram úr því sem allsnægta-
þjóðfélög Vesturlanda eru tilbúin
að greiða fyrir þau.“
Leita þeirrar leiðar sem
minnst ranglæti fylgir
Kristján Kristjánsson heim-
spekingur fjallaði um réttlæti og
forgangsröðun út frá helstu kenn-
ingum stjórnmálanna, m.a. jafn-
aðarstefnu, frjálshyggju og frjáls-
lyndisstefnu og komst að því
engin réttlætiskenn-
inganna væri ann-
markalaus, né heldur
þeir forgangskvarðar
sem af henni leiddu.
Hann lagði því til að
menn hættu að leita
að „réttlátu leiðinni“
í þessum efnum en
einbeittu sér þess í
stað að þeirri sem hefði minnst
ranglæti í för með sér. Ef til vill
væri heppilegt, þegar réttlætið
gæfi engin einhlít svör, að huga
að öðrum siðferðisgildum og
nefndi hann hamingjuna í því
sambandi.
Í erindi Jónínu Bjartmarz,
Framsóknarflokki, kom fram að
einsýnt væri að forgangsverkefni
væri að endurskipuleggja fjár-
mögnun heilbrigðiskerfisins og
taka upp aðrar leiðir sem hvetja
til aukinnar hagræðingar, einnig
þyrfti að fara fram mat á heild-
arþörf þjónustunnar og ákveða
þyrfti hvernig „við viljum raða
eftir forgangi verkefnum sem við
teljum nauðsynleg og eigi að
greiðast fyrir úr sameiginlegum
sjóðum.“
Hundruð geðsjúkra
á biðlistum
Sveinn Magnússon fram-
kvæmdastjóri Geðhjálpar nefndi í
sínu erindi að geðsjúkdómar yllu
meira vinnutapi og kostnaði en
flestir aðrir sjúkdómar. Hann dró
upp dökka mynd af stöðunni, m.a.
að niðurskurður til geðheilbrigð-
ismála væri 6% á ári. Hundruð
geðsjúkra væru á biðlistum m.a.
eftir íbúðum eða liðveislu, um 60
geðsjúkir væru án búsetuúrræða
og tepptu pláss á endurhæfing-
arsviði og þá væru um 20 manns
á höfuðborgarsvæðinu heimilis-
lausir og haldnir alvarlegum geð-
sjúkdómum. Þá nefni hann að um
380 manns væru á biðlista eftir
meðferð á Reykjalundi, en gera
mætti ráð fyrir mun stærri hóp,
því vegna hins langa lista væri
hætt að vísa mönnum
þangað. Þá væru 70-80
börn og ungmenni á bið-
lista hjá BUGL.
Sveinn gat þess að
verkefni í þessum mála-
flokki sem setja þyrfti í
forgang væri m.a. að
koma á fót sértækri
deild fyrir mikið geð-
sjúka vímuefnaneytendur, nauð-
synlegt væri að rjúfa einangrun
geðsjúkra á landsbyggðinni, koma
þyrfti á markvissum stuðningi og
samvinnu við aðstandendur sam-
hliða meðferðarúrræðum fyrir
geðsjúka og einstaklinga með
geðraskanir og nefndi hann brýna
nauðsyn þess að taka upp lög um
sjálfræðissviptingu og nauðungar-
vistun geðsjúkra, samkvæmt gild-
andi lögum stæðu aðstandendur
frammi fyrir þeim ábyrgðarhluta
að taka ákvörðun um sviptingu
sjálfræðis hins geðsjúka, þeirri
ábyrgð yrði að koma yfir á fag-
fólk.
Miklar umræður á ráðstefnu um forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu
Spáir auknum hlut trygg-
ingafélaga í velferðarkerfinu
Morgunblaðið/Kristján
Forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu var til umfjöllunar á ráðstefnu Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri.
Forgangsröðun í heil-
brigðiskerfinu var til
umræðu á ráðstefnu
sem haldin var á
Akureyri í gær. Þar
leiddu saman hesta
sína stjórnendur í
heilbrigðisgeiranum,
sérfræðingar utan
hans, stjórnmálamenn
og fulltrúar sjúklinga.
maggath@mbl.is
Vaxandi kostn-
aði heilbrigðis-
þjónustunnar
verður velt yfir
á þá sem nota
þjónustuna.
20 heimilis-
lausir á höfuð-
borgarsvæði
haldnir alvar-
legum geð-
sjúkdómum