Morgunblaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 36
Morgunblaðið/Steinþór
Almar Grímsson, formaður Þjóðræknisfélags Íslendinga.
Þjóðræknisfélagið er 65 ára,stofnað í desember 1939.Það hefur gengið í gegn-um súrt og sætt og um
tíma lá starfsemin niðri. 1997 var
það endurreist og hefur það vaxið
stöðugt síðan. Markmið félagsins er
fyrst og fremst að efla samhygð og
samstarf milli Íslendinga heima og
erlendis, og tengsl við fólk af ís-
lenskum ættum utan Íslands. Eða
eins og segir í lögum ÞFÍ: „Félagið
beitir sér fyrir eflingu samskipta
við Þjóðræknisfélag Íslendinga í
Vesturheimi samkvæmt sérstökum
samstarfssamningi. Félagið hefur
náin samskipti við þjóðrækn-
isfélögin og önnur samtök Íslend-
inga vestanhafs. Það stuðlar að
gagnkvæmum menningar-
viðburðum, miðlar upplýsingum,
kemur á heimsóknum, svarar fyr-
irspurnum frá fólki vestanhafs og
annast milligöngu um að efla tengsl
þess við aðila á Íslandi. Þjóðrækn-
isfélagið leitast við að vekja skilning
íslenskra stofnana og fyrirtækja á
mikilvægi náins sambands við Ís-
lendingabyggðir vestanhafs.“
Ferðir á nýjar slóðir
Almar Grímsson hefur verið for-
maður ÞFÍ síðan í fyrra og lagði
strax mikla áherslu á mikilvægi
ferða Íslendinga vestur um haf.
„Við ætlum að leggja enn meiri
áherslu á samskiptin í gegnum ferð-
ir,“ segir hann um komandi starfs-
ár, en fjölmennur aðalfundur var
haldinn í Þjóðmenningarhúsinu um
liðna helgi. „Við ætlum að fara víðar
en áður og efla tengslin við aðrar
byggðir,“ bætir hann við.
Hefðbundin söguferð verður farin
í tengslum við Íslendingahátíðir í
Mountain í Norður-Dakota og Gimli
í Manitoba, en auk þess verður
boðið upp á ferð til Utah annars
vegar og hins vegar til Alberta og
Saskatchewan. „Það er löngu tíma-
bært að styrkja sambandið við Ut-
ah en þangað förum við í tilefni
þess að á næsta ári eru 150 ár frá
því Íslendingar settust þar fyrst
að,“ segir Almar. „Fólk af íslensk-
um ættum er einnig fjölmennt í Al-
berta og Saskatchewan og hug-
myndin er að efla tengslin við það
enn frekar.“
Að sögn Almars heppnaðist ferð
á vesturströndina síðastliðið sumar
sérlega vel og ýtti hún undir frekari
landvinninga. „Þjóðræknisfélaginu
ber að efla tengslin og það verður
best gert með nánum samskiptum
við afkomendur vesturfaranna.“
Stefan J. Stefanson, sem var út-
nefndur heiðursfélagi ÞFÍ á aðal-
fundinum, Ted Arnason og eig-
inkonur þeirra héldu uppi
skipulögðum ferðum frá Vest-
urheimi til Íslands í 20 ár eftir að
fjölmennur hópur kom til að taka
þátt í 1100 ára afmæli Íslands-
byggðar 1974. Almar hefur áhuga á
að koma slíkum reglulegum heim-
sóknum á á ný en segir að Kan-
adamenn virðist síður vilja ferðast í
gegnum Bandaríkin til Íslands og
það setji strik í reikninginn. „Ice-
landair býður upp á marga góða
möguleika til Bandaríkjanna og við
höfum til dæmis farið með rútum
frá Minneapolis til Íslend-
ingabyggða þar fyrir norðan en
Kanadamenn virðast frekar vilja
fljúga beint frá Kanada til Íslands.
Þeir muna leiguflugin og spyrja
stöðugt hvenær Icelandair ætli að
byrja aftur að fljúga til Kanada.“
Öflugra félagsstarf
Undanfarin ár hefur Jónas Þór
haldið námskeið um vesturfarana
og hefur fyrrnefnd söguferð verið
farin í tengslum við þau. Almar seg-
ir að þessi námskeið séu mik-
ilvægur þáttur í starfseminni og
þeim verði haldið áfram. Fræðslu-
fundir hafi verið haldnir fyrir hópa
sem hafi farið í ferðir vestur og ým-
islegt sé á döfinni til að efla fé-
lagsstarfið. „Engum dylst að áhugi
á „Íslendingum“ og svæðum þeirra
í vesturheimi er mikill og fer vax-
andi. Margir hópar hafa tengst
Vesturheimi á einn eða annan hátt
og í því efni er nærtækast að benda
á leikrit um vesturfarana sem verð-
ur frumsýnt í Borgarleikhúsinu í
janúar.“
Almar segir að samstarf ÞFÍ við
Þjóðmenningarhúsið opni ýmsa
möguleika og samkvæmt samningi
Vesturfarasetursins á Hofsósi,
Reykjavíkurborgar og Þjóðmenn-
ingarhússins verði til dæmis sett
upp sýning frá Utah sem hefur ver-
ið í Vesturfarasetrinu undanfarin
ár. „Svona menningarviðburðir efla
starfið og vekja enn frekari athygli
á þessum samskiptum vestur,“ seg-
ir Almar. Hann bætir við að sam-
starf ÞFÍ og Vesturfarasetursins sé
líka meira en áður og haldið verði
áfram að bjóða upp á vorferðir
norður frá Reykjavík.
Snorraverkefnið hefur verið rekið
í sex ár í samstarfi við Norræna fé-
lagið. 90 ungmenni frá Norður-
Ameríku hafa komið til landsins
vegna verkefnisins og 18 íslensk
ungmenni hafa tekið þátt í sam-
bærilegu verkefni í Manitoba,
Snorri West. Snorri plús, verkefni
fyrir 30 ára og eldri, hófst í fyrra og
hefur mælst vel fyrir, að sögn
Almars.
„Snorraverkefnið er sennilega
það markverðasta sem gerst hefur í
samskiptunum undanfarin ár,“ seg-
ir Almar. „Það er grunnurinn í
starfi Þjóðræknisfélagsins og gefur
því þann starfsgrundvöll sem það
hefur. Jarðvegurinn fyrir félagið er
góður og Snorraverkefnið hefur líka
átt þátt í því að vekja áhugann
vestra.“
Snorraverkefnið
grunnurinn í starfinu
Morgunblaðið/Steinþór
Nokkrir þátttakendur í Snorraverkefninu á aðalfundinum.
Mikill kraftur hefur
verið í starfsemi Þjóð-
ræknisfélags Íslend-
inga að undanförnu og
stendur til að efla
starfið enn frekar á
næsta ári. Steinþór
Guðbjartsson forvitn-
aðist um stöðuna hjá
Almari Grímssyni,
formanni félagsins.
steg@mbl.is
36 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í LÖGUM um grunnskóla segir
að einkaskólar eigi ekki kröfu til
styrks af almannafé. Afleiðing
þessa er sú að einkareknir skólar
fyrir nemendur á grunnskólaaldri
hafa átt erfitt upp-
dráttar á Íslandi. Á
sama tíma er yfirlýst
markmið hins op-
inbera að bjóða
menntun við hæfi
hvers og eins. Því
markmiði verður ekki
náð nema til staðar
séu ólíkir skólar sem
foreldrar og nemendur
geta valið um óháð
efnahag. Bundnar eru
vonir við að þessu
ákvæði grunn-
skólalaga verði breytt
við endurskoðun lag-
anna.
Fyrirkomulag og
umhverfi grunn-
skólareksturs getur
verið með marg-
víslegum hætti. Allt
frá einkaskólum sem
ekki njóta framlags
hins opinbera til skóla
sem hið opinbera rek-
ur og ber allan kostn-
að af án beinnar
kostnaðarþátttöku for-
eldra. Á milli þessara
tveggja póla er í fram-
kvæmd mismunandi
fyrirkomulag á rekstri
grunnskóla víða um
heim. Megintilgang-
urinn með stuðningi
við mismunandi
rekstrarform grunn-
skóla er m.a. að auka val foreldra
og nemenda og efla samkeppni á
milli skóla. Í stefnumótun og mark-
miðssetningu í menntamálum
margra landa kemur fram að ein
leiðin til að auka fjölbreytni og ný-
sköpun í skólastarfi sé að stuðla að
fjölbreytni í fjármögnun, hug-
myndafræði og rekstrarformi.
Kjarninn er sá að til að koma til
móts við þarfir hvers og eins verði
að skapa umhverfi sem styður við
fjölbreytni.
Fjölbreytni – jöfn tækifæri
Að allir hafi jöfn tækifæri í grunn-
skóla felur í sér að til staðar séu
mismunandi skólar. Það þýðir líka
að þeir sem ekki þrífast vel í einum
skóla geti valið annan óháð efnahag.
Í fáum orðum þýðir þetta að skóla-
kerfið komi til móts við ólíkar þarfir
nemenda með því að bjóða val um
hugmyndafræði, form og áherslur.
Hætta er á að „opinberir“ skólar,
reknir á hefðbundinn hátt, verði of
einsleitir til að mæta þessari kröfu.
Fjármögnun, skólagerð,
rekstraraðilar
Í umfjöllun um mismunandi leiðir
við rekstur grunnskóla er gjarnan
nefnt að nota megi svokallaðar
markaðslausnir þar sem eiginleikar
hins frjálsa markaðar fái notið sín.
Í því samhengi er rætt um:
Mismunandi leiðir til
fjármögnunar.
Mismunandi gerðir skóla og
hugmyndafræði.
Mögulega rekstraraðila.
Þegar rætt er um mismunandi
fjármögnun er m.a. átt við að fjár-
framlag, fyrir skólakostnaði eða
hluta af honum, geti fylgt hverju
barni eða að ákveðin fjárhæð geti
fylgt sumum börnum, t.d. börnum
sem tilheyra minnihlutahópum til
að gera þeim kleift að velja um
skóla. Einnig er í þessari umræðu
bent á þann möguleika að þeir sem
borgi sérstaklega fyrir menntun
geti fengið skattaafslátt eða að þeir
sem lítinn skatt greiða geti fengið
sérstakan stuðning til menntunar.
Jafnframt er bent á þann mögu-
leika að fyrirtæki sem styðji við
menntun grunnskólabarna gætu
fengið skattafrádrátt.
Í umræðu um að efla ólíkar gerð-
ir skóla, þ.e. skóla sem byggja starf
sitt á mismunandi hugmyndafræði,
er bent á þann möguleika að hið
opinbera styðji við rekstur allra
skóla, líka þeirra sem reknir eru af
einkaaðilum. Þetta er
ekki talið óeðlilegt þar
sem markmið hins op-
inbera er að bjóða
menntun við hæfi
hvers og eins og til að
ná því markmiði verði
að vera val um mis-
munandi hug-
myndafræði. Slíkum
stuðningi geta fylgt
skilyrði um að skóla-
gjöld séu ekki inn-
heimt eða að ákveðinni
rammanámskrá skuli
fylgt.
Hverjir skulu svo
hafa leyfi til að reka
grunnskólann? Til eru
ólíkar útfærslur á því,
allt frá einstaklingum
sem reka einn skóla til
fyrirtækja sem reka
marga skóla með
hagnað að leiðarljósi. Í
Svíþjóð er t.d. fyr-
irtæki sem heitir
„Kunskapsskolen“ og
rekur nú um 20 skóla
með um 9.000 nem-
endum. Í Bandaríkj-
unum færist það í vöxt
að „menntafyrirtæki“
taki að sér að reka
skóla fyrir ákveðin
fylki.
Reynslan í Garðabæ
Í Garðabæ hefur verið
tekin sú ákvörðun að ákveðið fjár-
framlag fylgi hverju barni á grunn-
skólaaldri. Þetta þýðir að börn geta
valið í hvaða skóla þau fara. Þau
börn sem búa næst viðkomandi
skóla hafa þó forgang ef til þess
kemur að vísa þurfi börnunum frá
vegna mikillar aðsóknar. Hug-
myndin að baki þessu fyrirkomulagi
er að jafnrétti skuli vera til náms
og það náist ekki nema foreldrar og
nemendur geti valið þann skóla sem
þau telja að mæti þörfum sínum
best. Ekki er nægjanlegt að ákveða
eingöngu að fjármunir skuli fylgja
barni. Yfirvöld þurfa einnig að
stuðla að því með ákvörðunum sín-
um að mismunandi valkostir verði
til staðar m.a. með því að styðja við
bakið á ólíkum skólum. Í Garðabæ
er t.d. verið að byggja nýjan skóla
þar sem áhersla verður lögð á ein-
staklingsmiðað nám, líkt og í öðrum
grunnskólum, í húsnæði sem sér-
staklega er hannað til að styðja við
einstaklingsmiðaða kennsluhætti.
Barnaskóli Hjallastefnunnar er
einkarekinn skóli í Garðabæ fyrir
nemendur 5–8 ára. Hverjum grunn-
skólanema þar fylgja fjármunir frá
bæjaryfirvöldum sem greiðir
kennslukostnað og húsnæði líkt og í
öðrum skólum bæjarins. Grunn-
skólanemendur skólans úr Garðabæ
borga því engin skólagjöld í Barna-
skólanum.
Með þessum ákvörðunum eru
bæjaryfirvöld að koma til móts við
þarfir nemenda. Nemendur og for-
eldrar velja þann skóla sem þeir
telja best henta. Reynslan af þessu
fyrirkomulagi er jákvæð. For-
eldrum sex ára barna, sem byrja að
hausti í grunnskóla, er boðið á vor-
mánuðum á kynningu á starfsemi
og áherslum hvers skóla til að auð-
velda þeim valið. Nemendur eru því
ekki sjálfkrafa skráðir í „hverf-
isskólann“ heldur þurfa skólarnir
að hafa fyrir því að fá til sín nem-
endur.
Að koma til móts
við nemendur
Gunnar Einarsson skrifar
um rekstur grunnskóla
’Hverjir skulusvo hafa leyfi til
að reka grunn-
skólann? Til eru
ólíkar útfærslur
á því, allt frá
einstaklingum
sem reka einn
skóla til fyrir-
tækja sem reka
marga skóla
með hagnað að
leiðarljósi.‘
Gunnar Einarsson
Höfundur er forstöðumaður fræðslu-
og menningarsviðs Garðabæjar, með
meistaragráðu í stjórnun menntamála
og stundar nú doktorsnám við háskól-
ann í Reading þar sem skólastjórnun
er viðfangsefnið.
ÚR VESTURHEIMI